Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 5
HÚS OG HÚSBÚNAÐUR Nyir hjónagarðar Engir dimmir gangar Glerþak yfir göngum og mikið sameiginlegt rými gefur byggingunni sérstakt yfirbragð. Tekist hefur að halda byggingarkostnaði í lágmarki án þess að það komi niður á útliti eða gæðum STORKOSTLEG NÝJUNG fyrir eigendur örbylgjuofna WWMWrWMMI í töfrapottinum geturöu steikt læri, svínakjöt og kjúkling og fengiö fallega brúningaráferö á kjötið. Tvær stærðir. Passa í flesta ofna. Kynningarverð kr. 1.530,- og 1.960,- íslenskar leiðbeiningar fylgja. Sendum í póstkröfu. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTIIN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆOI Um síðustu mánaðamót var tekinn í notkun fyrsti áfanginn í nýjum hjónagörðum við Háskóla íslands. Þetta er fjölbýlishús þar sem verða 93 íbúðir, tveggja og þriggja herbergja, í húsinu full- búnu. Upphaf þessara framkvæmda má rekja til þess er Félagsstofnun stúdenta, í samvinnu við Arki- tektafélag fslands, efndi til hug- myndasamkeppni um hönnun nýrra hjónagarða sumarið 1985. Fyrstu verðlaun í þeirri sam- keppni hlaut teikning Guðmund- ar Gunnlaugsson arkitekts og Péturs Jónssonar landslagsarki- tekts. Fyrsta skóflustungan að nýju hjónagörðunum var tekin 1. des- ember sama ár og áætlað er að öllum framkvæmdum verði lokið næsta haust, 1989. Nýju hjónagarðarnir eru ólíkt fallegri bygging en þeir gömlu sem voru byggðir fyrir 12 árum og því miður hafa þeir elst mjög illa. - Þetta er allt annað líf að vera kominn yfir í nýtt húsnæði sem er bæði stærra og rúmbetra og auk þess allt miklu fallegra, sagði einn íbúi hjónagarðanna sem ný- lega flutti af gömlu görðunum yfir á þá nýju. Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt sagði að í upphafi hafi verið skoðaðir ýmsir möguleikar sem völ er á við byggingu fjölbýl- ishúss sem þessa. Algengt er að byggja aðskild stigahús eða utan- áliggjandi svalainnganga. - Eg tók þá ákvörðun að hafa frekar gleryfirbyggt stræti sem liggur eftir húsinu miðju þar sem öll umferð fer fram og mynda hér og hvar opin svæði sem nýtast sem leikrými fyrir börnin, set- krókar, blómagluggar, stigahús eða ljósop milli hæða, sagði Guðmundur. Margt sameiginlegt Það sem haft var að leiðarljósi við byggingu hjónagarðanna var Altit streð við bílskúrshurðina í misjöfnum verðum er úr sögunni. Þú þrýstir á einn hnapp og Ultra-lift opnarinn vinnur verkið fljótt og örugglega ULTRA-LIFT ★ er áreiðanlegur ★ er þægilegur í uppsetningu ★ er aflmikill ★ er fyrirferðarlítill ★ er al-sjálfvirkur ★ lýsir upp bílskúrinn og aðkeyrsluna ★ er háþóruð gæðavara ★ lokar og læsir hurðinni Greiðslukjör við allra hæfi. Staðgreiðsluverð kr. 20.800.- Leitið frekari upplýsinga og gerið pantanir strax í síma 652501 frá kl. 9.00-17.00 ULTM-UFT iRANSIf t Cr lausnm Trönuhrauni 8 220 Hafnarfirði að koma fyrir talsverðum fjölda íbúða á tiltölulega litlu svæði án þess að byggja háhýsi þar sem það samræmist ekki byggðinni í kring. Það er líka nauðsynlegt að taka mið af því að þarna kemur til með að búa hópur fólks sem á kannski meira sameiginlegt en gerist og gengur í fjölbýlishúsi. Ibúarnir eru allir nemendur við Háskólann, á svipuðum aldri og vegna lítils framboðs af hjóna- görðum er nær útilokað að aðrir en barnafjölskyldur fái þarna inni. Af þessum ástæðum er lagt mikið upp úr sameiginlegu rými, lesstofu, setustofu, barnaher- bergi, þvottahúsi og fleira. Gangarnir á fyrstu hæð hússins eru hellulagðir og víða er gróf- gerðum plöntum komið fyrir. Það, ásamt dagsbirtunni sem kemur í gegnum glerþakið og nær alveg niður á jarðhæð þar sem opið er á milli hæða, gefur göng- unum ímynd af svæði utandyra, sem og var tilgangurinn. Samkvæmt teikningum Péturs Jónssonar landslagsarkitekts er umhverfið utandyra hannað með þá staðreynd í huga að mikill fjöldi barna mun búa á görðun- um, búast má við því að á milli Fyrsti áfangi hjónagarðanna sem tekinn var í notkun 1. september s.l. 7 Við höfum reynt að skapa hlýlegt og fallegt umhverfi en svo er það auðvitað komið undir íbúunum hvernig þeir vilja nýta sér það, segir Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt. - Umhverfið er mjög bert og opið fyrir vindum þannig að við hönnun byggingarinnar sjálfrar og útivistarsvæðisins verður að taka tillit til þessara þátta og miða að því að byggingin falli vel inn í umhverfið en sníði af helstu van- kanta þess og nýti þá möguleika sem svæðið býður upp á, sagði Pétur. Tekist hefur að halda bygging- arkostnaði við hjónagarðana í lágmarki en fullbúið er áætlað að minni íbúðirnar, 50 fm, kosti 2,1 miljónir en þær stærri, 60 fm, um 2,7 milljónir sem þýðir að hver fermetri í húsinu ásamt frágeng- inni lóð kostar um 42 þúsund. Að sögn Guðmundar hefur þetta tekist með því að bjóða út mun fleiri verkþætti en venjan er í svona tilfellum. f stað þess að bjóða verkið út í tveimur til þremum verkþáttum, voru þættir eins og hurðir, innréttingar, hreinlætistæki og allt niður í handklæðahanka boðnir út sér- staklega. Með því að leita sem lægstra tilboða í alla þessa verk- þætti tókst að halda kostnaðinum mun lægri en ella. - Auðvitað miðar líka efnisval að sama marki, það hefur verið reynt að velja sem ódýrast efni án þess að það komi niður á endi- ngunni. Til dæmis eru allar innréttingar úr harðplasti, sem er frekar ódýrt en endingargott efni, og til að lífga upp á íbúðirn- ar og auka fjölbreytnina eru þær í mismunandi litum eftir íbúðum, sagði Guðmundur. - Við höfum reynt að hafa það Nokkrir íbúar hjónagarðanna hafa þegar komið sér fyrir á lesstofunni. SÉRPAhTAWR/hEILDSÖLUBIRGÐIR: FLÍSABÚÐIh KÁRShESBRAUT 106, 5ÍMI 46044 100 og 200 börn verði á svæðinu þegar nýju garðarnir verða full- búnir. Húsið er byggt í skeifu sem myndar skjólgóðan garð þar sem gert er ráð fyrir vernduðu leiksvæði fyrir börnin með marg- víslegum leiktækjum, auk þess sem hluti svæðisins verður notað- ur sem sameiginlegt útivistar- svæði. Sunnan við hjónagarðana eru einnig friðaðar klappir sem bjóða upp á skemmtilega útivist- armöguleika. Svanhildur Sverrisdóttir er búin að koma sér vel fyrir í sinni íbúð. að leiðarljósi að skapa mannlegt og hlýlegt umhverfi þar sem íbú- unum getur liðið vel. Síðan er boltinn kominn til íbúanna sjálfra og ég vona svo sannarlega að þeir verði jákvæðir og sýni umhverf- inu þá virðingu að ganga vel um og nýta sér þá aðstöðu sem fyrir hendi er, sagði Guðmundur. •Þ Flísar framtíðar LEIR - GRANÍT - MARMARI *J akuvl DE PARIS Útsölustaður: Flísabúðin bílskúrshurðaopnarinn sparar tíma og fyrirhöfn 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.