Þjóðviljinn - 04.10.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.10.1988, Blaðsíða 4
FLÓAMARKAÐURINN Húsnæði óskast Ung og reglusöm, snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn, 8 ára og 11 ára, óska eftir að taka á leigu 4-5 herbergja íbúð. Upplýsingar í síma 16249 á kvöldin og 11640 á daginn. Vélarlok, skottlok og stuðari á Volvo 144 árgerð 1972 til sölu. Uppl. í síma: 45914. Barnarimlarúm óskast Óska eftir barnarimlarúmi ódýrt eða gefins. Upplýsingar í síma 688601. Barnavagn Til sölu brúnn flauels-barnavagn frá Mothercare með fylgihlutum. Upp- lýsingar í síma 33377. íbúð óskast Ungt, reglusamt par utan af landi óskar eftir 2-3 herbergja íbúð sem fyrst. Einhver fyrirframgreiðsla möguleg. Uppl. ísíma 25661 eftirkl. 17.00. Til sölu Peugeot 205 árgerð '87, ekinn 15 þús. km. Góð- ur bíll í toppstandi. Vetrardekk fylgja. Upplýsingar í síma 29819. Vilt þú læra spænsku eða á katalónsku? Kenni spænsku og katalónsku í einkatímum eða hópum. Hef til ieigu íbúð í Barcelona. Upplýsingar I síma 24634, Jordi. Atvinna - fbúð Ég er einstæð móðir með 3 börn og mig vantar framtíðaratvinnu. Margt kemur til greina. Einnig vantar mig 3ja herbergja íbúð. Get ekki borgað fyrirfram en skilvísar mánaðar- greiðslur. Upplýsingar í síma 74910 eftir kl. 19.00. Flóamarkaður Opið mánudag, þriðjudag og mið- vikudag frá kl. 14-18. Endalaust úr- val af góðum og umfram allt ódýr- um vörum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Flóamarkaður SDI, Hafnarstræti 17, kjallara. Búðarkassi óskast Upplýsingar í síma 21784. Er gamli sófinn fyrir? Vantar sófa eða hornsófa fyrir lítinn pening. Sími 22636 e.kl. 18. Til sölu tvíbreitt IKEA-rúm. Á sama stað fæst gefins svefnbekkur með 2 skúffum. Uppl. í síma 42662. Óska eftir rafmagnsritvél helst með leiðréttingarútbúnaði. Uppl. í síma 685541 e.kl. 20. Til sölu 60 hefti af Tímariti Máls og menn- ingar frá 1940-‘63. Sími 19714. Til sölu sófaborð og eins manns svefnsófi. Sími 83828. Til sölu 2 ullarteppi 4,85x3 m og 6,40x3,25 m. Upplýsingar í síma 671181 e.kl. 18. Til sölu sófasett 3-2-1 og fótaskemill. Uppl. í síma 17994. Regnhlífarkerra Býr einhver svo vel að eiga regn- hlífarkerru sem hann er vaxinn upp úr eða notar ekki lengur? Ef svo er þætti mér vænt um að fá hana lán- aða eða gefins. Síminn hjá mömmu er 32961 e.kl. 17. Miðstöðvarofn 110x70x8 sm fæst gefins. Tilvalinn fyrir sumarbústaðinn. Sími 16997 kl. 19-20. Vantar bókaskáp og þvottavél helst gefins eða mjög ódýrt. Á gamlan ísskáp 140 sm á hæð sem fæst gefins. Sími 621454 á daginn eða seint á kvöldin. Lítið sjónvarp óskast Óska eftir litlu sjónvarpi og helst sem allra fyrst. Uppl. í síma 23252. Ertu laus á morgnana? Tommi býr í vesturbænum og vant- ar einhvern til að vera hjá sér á morgnana frákl. 9-12 í 1-2 mánuði. Uppl. hjá mömmu í síma 23252. Kvenreiðhjól til sölu Sími 41999. 2 IKEA-rúm með dýnum til sölu 90x200 sm, annað úr furu en hitt úr járni (svart). Uppl. í síma 15807 e.kl. 16. Nýlegt rúm til sölu 120x200 sm(án gafla). Uppl. í síma 41373 e.kl. 18. Teiknistofa hættir Til sölu notuð húsgögn (fura, spónaplötur, ómálað): Frálagsborð (4), teikniborð með vél (1), teikningamöppustandur (198x80 sm), 2 skrifborðsstólar (Cardinal), veggföst stálmöppuhilla (1), um 50 möppur (Leitz o.fl.), möppuhillur (4- 5). Upplýsingar í síma 32686. Stórt herbergi til leigu Aðgangur að baði. Sérinngangur. Uppl. í síma 71891 e.kl. 19. Atvinna 19 ára stúlka með reynslu í banka- og verslunarstörfum óskar eftir at- vinnu. Margt kemur til greina. Vant- ar einnig húsnæði. Uppl. í síma 98- 34112. Til sölu hljómtækjaskápur. Uppl. í síma 16328. Til sölu 4 vetrardekk 135x13. Uppl. í síma 74448. Hjónarúm til sölu selst mjög ódýrt. Sími 10921 e.kl. 18. Ódýrt sófasett til sölu 4ra sæta sófi og 2 stólar, einnig 2 stakir hægindastólar, sem nýtt fóta- nuddtæki og gömul eldavél. Selst allt mjög ódýrt. Uppl. í síma 77295. Til sölu notuð eldhúsinnrétting ásamt vaski og blöndunartækjum. Uppl. í síma 38951. Antik-hjónarúm til sölu selst ódýrt. Uppl. í síma 17161. íbúð óskast Við erum námsfólk með 1 lítið barn og leitum að íbúð sem allra fyrst. Eigum bæði að byrja í skóla í haust og viljum helst ekki þurfa að sofa í bílnum. Vinsamlega hringið á auglýsingadeild Þjóðviljans i síma 681331 eða 681310. Óska eftir að kaupa ísskáp ekki hærri en 138 sm, svefnbekk m/skúffum með/eða án dýnu, svefnsófa frá IKEA og kvenmanns- hjól. Sími 17087. \ Frá menntamála- ráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla. Að Fjölbrautaskóla Suðurnesja vantar tón- menntakennara í stundakennslu til að sinna kór- stjórn. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja, fyrir 15. október n.k. Menntamálaráðuneytið FRETTIR Póstmenn Skerðingu mótmælt Stjórn Póstmannafélags Is- lands mótmælir harðlega öllum aðgerðum er skerða samningsrétt launafóiks. í ályktun frá félaginu er lögð áhersla á að frjáls samningsréttur sé órjúfanlega tengdur lýðræðinu í þjóðfélaginu og því varað við að aðför að einu af grundvallarat- riðum þess býður upp á aðför að öðrum. „Málið snýst þarafleiðandi ekki aðeins um krónur og aura, heldur um virðingu okkar fyrir dýrmætustu arfleifðinni - sjálfu lýðræðinu," segir orðrétt í álykt- iininni. Þá er tekið undir samþykkt BSRB um aðgerðir í efna- hagsmálum en bent á að vandi þjóðarbúsins stafi ekki af kjara- samningum undanfarinna ára heldur af óráðsíu og bruðli þeirra sem bera ábyrgð á fjárfestingum í landinu. íslenska óperan Eugene Onegin Vetrardagskrá óperuvina hefst með myndbandasýningu á Eug- ene Onegin í kvöld 4. október kl. 20.00. í aðalhlutverkum eru Pet- er Dvorski sem Lenski, Wolfgang Brendel sem Onegin, Mirella Freni er Tatjana og Nocolai Ghi- aurov er Gremin fursti. Sviðsetningin er frá Ljóðrænu óperunni í Chicago 1985. Sýning- in verður í Þjóðleikhúskjallaran- um og hefst klukkan 20.00. Þjóðleikhúsið Þýskt látbragð Ralf Herzogmeð gestasýningu Þýski látbragðsleikarinn Ralf Herzog verður með gestaleik á Litla sviði Þjóðleikhússins að Lindargötu 7 miðvikudaginn 5. og fimmtudaginn 6. október kl. 20.30. Ralf Herzog fæddist í Dresden árið 1952 og fékk þegar á skóla- aldri mikinn áhuga á látbragðs- leik eftir að hafa séð fyrsta gesta- leik snillingsins MarceJ Marceau í Austur-Þýskalandi. Herzog fór ungur að sýna listir sínar og hóf hnitmiðað nám í látbragðsleik hjá leikhópi Gerd Glanze við óp- erettuleikhúsið í Dresden á með- an hann var enn í skóla. Jafnhliða vélsmíðanámi stofnaði hann eigin leikhóp. Ralf Herzog starfaði sem ljósa- Ríkisútvarpið Nýr varafréttastjóri Atli Rúnar Halldórsson frétta- maður hefur verið ráðinn vara- fréttastjóri á fréttastofu Ríkisút- varpsins í stað Friðriks Páls Jóns- sonar sem tekur við starfi frétta- manns útvarps og sjónvarps í Kaupmannahöfn. Hann er fyrsti fréttamaðurinn sem þessir miðlar ráða sameiginlega til starfa er- lendis. Þá er Ögmundur Jónasson fréttamaður sjónvarps á heimleið og tekur við starfi varafrétta- stjóra erlendra frétta á frétta- stofu sjónvarpsins. -grh. Atli Rúnar Halldórsson maður og sviðsmaður í Kulturpa- lats og síðar sem leikbrúðustjórn- andi við Ríkisbrúðuleikhúsið í Dresden. Síðan starfaði hann sem aðstoðarleikstjóri og leiðbeinandi við Theater der Jungen Generation (Leikhús ungu kynslóðarinnar) í Dresden og fleiri leikhús í Þýska alþýðulýð ■ veldinu. Hann hefur unnið sjálfstætt við list sína síðan 1983 og árið 1984 tók hann þátt í Túlkendasam- keppni Austur-Þýskalands og vann þar til gullverðlauna. Leikhópur hans, das Pantom- ime Studio Dresden (Látbragðs- smiðjan í Dresden), er tengdur Robotronieikhúsinu. Atvinnu- leikhópurinn „Salto vitale“ hefur síðan orðið til úr þessari smiðju. Þekktustu sýningar hans eru einleiksverkin: „Optische Vari- ationen" (Sjónræn tilbrigði), „Der Mantel" (Frakkinn) eftir Gogol, „Blitzdonnerschock - ein Stock“ (Þrumueldingarsjokk - stafur) og „Herzog’s Jazz Club“ (Jassklúbbur Herzogs) ásamt styttri þáttum fyrir skemmtanir. Þá hefur hann m.a. gert eftirtalda sjónvarpsþætti: „Da liegt Musike drin“ (Þarna er tónlistin), „Ein Kessel buntes“ (Skrautlegur ket- ill) og „Die Pfundgrube“ (Pund- gryfjan). Herzog er ásamt öðrum frumkvöðull hinna árvissu lát- bragðsdaga í Dresden sem þjóna þeim tilgangi að hvetja áhugalát- bragðsleikara. Ralf Herzog hefur verið með gestaleiki í Pól- landi, Sovétríkjunum, Ungverja- landi, Búlgaríu, Kóreu, Kúbu, Vestur-Berlín, Alsír, Marokkó, Túnis og Eþíópíu. MINNING Svava Halldórsdóttir Fœdd 8. júlí 1916 - Dáin 26. september 1988 Það eiga margir þung spor í stofnunum þar sem möguleikar fólks til heilsu og lífs ráðast. Ekki síst þegar um er að ræða ung börn með órudda ævibrautina fram- undan. Mikils er um vert, að starfsfólki slíkra stofnana sé gefið að létta þessi spor. En slíkt flokk- ast raunar fremur undir list, eða galdur, en fagkunnáttu, þó að vissulega geti hún bætt úr ýmsum brestum. Svava Halidórsdóttir var lista- maður - eða seiðkona - í þessu efni, eins og fleirum. Hún var um árabil matráðskona á dagdeild Barnageðdeildar Landspítalans. f eldhúsinu á Dalbraut tók hún á móti foreldrum sem komu með og sóttu misveik börn sín, bauð uppá kaffisopa og hlýlegt rabb. Þar bar margt á góma, því að áhugamál Svövu voru Hin fjöl- breyttustu, matargerð, blóma- rækt, heimspeki, eilífðarmálin og yfirnáttúruleg fyrirbrigði af ýms- um toga. Og hvað sameiginlega viðfangsefnið - barnið - varðaði var Svövu einkar lagið að láta gleymast, að um „tilfelli" væri að ræða. Óþrjótandi áhugi hennar á litlu manneskjunni sem hún sinnti var einfaldlega ekki á þeim nótunum. Foreldrar og systkini fóru ekki varhluta af umhyggj- unni, sem entist þó að samskipt- unum við Dalbraut lyki. Svava fylgdist grannt með fyrrverandi skjólstæðingum sínum og ef eitthvað bjátaði á mátti búast við að heyra frá henni. Svava var virkur félagi í Um- sjónarfélagi einhverfra barna frá stofnun þess árið 1977 og þar til þrekið fór að dvína fyrir nokkru. Hún lagði sig fram um að bæta hag einhverfra og fjölskyldna þeirra á þeim vettvangi jafnt og í vinnunni. Hún var t.d. ásamt nokkrum öðrum góðum konum drifkraftur í árlegri fjáröflun fé- lagsins og voru þá gjarnan seld til ágóða fyrir UEB ósköpin öll af blómum sem Svava hafði ræktað. Fyrir hönd Umsjónarfélags ein- hverfra barna er henni hér með þakkað fyrir sitt góða framlag. Hún var sérstæður persónuleiki sem við munum eftir. F.h. Umsjónarfélags einhverfra barna Hallgerður Gísladóttir 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.