Þjóðviljinn - 04.10.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.10.1988, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR Seoul Úlympíuleikunum lokið Sovétmenn sigruðu íhandbolta, fótbolta og körfubolta og hlutuflest verðlaun. „Flo-Jo“ varð affjórum gullverðlaunum. Ekkertgekk hjá Bjarna og Sigurði íjúdóinu 24. ólympíuleikum nútímans lauk á sunnudag við mikla afhöfn eins og venja er. Þykja leikarnir hafa tekist sérlega vel og fórst Kóreumönnum gestgjafahlu- tverkið vel úr hendi. Enda þótt mörg atvik séu eftirminnileg er víst að leikanna verður minnst sem ólympíuleika lyfjanotkunar, en lyfjanotkun Ben Johnsons er eflaust minnisstæðasta atvikið. Sovétmenn bestir Það fer ekki á milli mála hvaða þjóð hefur á að skipa besta íþróttafólkinu; Sovétmenn unnu flest afrekin á leikunum. Þeir hlutu flest verðlaun en A- Þjóðverjar komu'þeim skammt að baki. Þá er athyglisvert að So- vétmenn sigruðu í handbolta, fót- bolta og körfubolta og urðu jafn- framt í öðru sæti í blakinu. Ótrú- lega góður árangur og einstakur í sinni röð. Úrslitaleikur Sovétríkjanna og S-Kóreu í handboltakeppninni var mjög hraður og skemmti- legur. Kóreumenn héldu leiknum lengi vel í jafnvægi en markverðir beggja liða sýndu góð tilþrif. Sovétmenn náðu þó góðri forystu fyrir leikhlé en staðan í hálfleik var 17-11. f síðari hálfleik drógu Kóreumenn á risana og minnkuðu muninn í 20-19. Lengra komust þeir ekki og Sov- étmenn náðu öruggri forystu á nýjan leik og sigruðu 32-25. Rymanov átti mjög góðan leik á línunni hjá Sovétmönnum og skoraði 8 mörk en hornamaður- inn Karchakevich átti heiðurinn af mörgum þeirra. Hann stjórn- aði öllum hraðaupphlaupum liðs- ins og er án efa skemmtilegasti hornamaður heims í dag. Kang var atkvæðamestur Kóreumanna og skoraði 11 mörk en hann varð jafnframt markahæsti leikmaður keppninnar með 51 mark. I keppninni um bronsið sigr- uðu Júgóslavar Ungverja, 27-23, en liðin léku einmitt til úrslita í heimsmeistarakeppninni 1986 og sigruðu Júgóslavar einnig þá. Sovétmenn sigruðu Brasil- íumenn í skemmtilegum úrslita- leik knattspyrnukeppninnar með tveimur mörkum gegn einu eftir framlengdan leik. Brasilía varð fyrri til að skora, Romario Farias skoraði eftir hornspyrnu en hann varð markakóngur keppninnar með sjö mörk. Sovétmenn jöfn- uðu í síðari hálfleik úr vítaspyrnu en Míkhaíltsjenkó var þá brugðið rétt innan vítateigshornsins. Do- brovolskí skoraði örugglega úr spyrnunni en sigurmark Sovét- manna kom ekki fyrr en í fram- lengingu en Savitsjev slapp þá inn fyrir vörn Brasilíu og vippaði knettinum snyrtilega yfir mark- Verolaunaskipting Sovétríkin...... A-Þýskaland..... Bandaríkin...... Suður-Kórea..... Vestur-Þýskaland Ungverjaland.... Búlgaría........ Rúmenía......... Frakkland....... Kína............ 39-22-36 37-35-30 36-31-27 12-10-11 11-14-15 ..11-11-6 10-12-13 ....7-11-6 .... 7-4-6 5-11-12 Bretland................................................5-10-9 Kenýa.....................................................5-2-2 Japan.....................................................4-3-7 Astralía..................................................3-6-5 Tékkóslóvakía.............................................3-3-2 Júgóslavía................................................3-4-5 Nýja-Sjáland.............................................3-2-8 Kanada....................................................3-2-5 Pólland..................................................2-5-9 Noregur..................................................2-3-0 Holland...................................................2-2-5 Danmörk ..................................................2-1-1 Brasilía..................................................1 -2-3 Finnland..................................................1-1-2 Spánn.....................................................1-1-2 Tyrkland..................................................1-1-0 Marokkó...................................................1-0-2 Austurríki................................................1 -0-0 Portúgal..................................................1 -0-0 Surinam...................................................1-0-0 Svíþjóö..................................................0-4-7 Sviss ....................................................0-2-2 Jamaíka..................................................0-2-0 Argentína................................................0-1-1 Chile....................................................0-1-0 CostaRica................................................0-1-0 Indónesía................................................0-1-0 íran.....................................................0-1-0 Hollensku Antilleyjur....................................0-1-0 Perú .....................................................0-1-0 Senegal..................................................0-1-0 Jómfrúreyjar.............................................0-1-0 Belgía...................................................0-0-2 Mexíkó...................................................0-0-2 Kólumbía.................................................0-0-1 Dijbouti.................................................0-0-1 Grikkland.................................................0-0-1 Mongólía .................................................0-0-1 Pakistan..................................................0-0-1 Filipseyjar 0-0-1 Thailand..................................................0-0-1 vörð Brasilíu. Nokkuð sanngjarn sigur í leik tveggja góðra liða. Sovétmenn sigruðu einnig í körfunni eins og áður hefur verið greint frá en þeim tókst ekki að sigra í blakinu. Þeir töpuðu úr- slitaleiknum gegn Bandaríkjun- um, 3-1, eftir að hafa unnið fyrstu hrinuna. Bandaríkjamenn voru einfaldlega betri aðilinn en mikið helv. spila bæði liðin skemmtilegt blak. „Flo-Jo“ missti af einu guili Frjálsíþróttakeppnin er venju- lega hápunktur ólympíu- leikanna. Stjarna þeirra í ár er vafalaust Florence Griffith Joyn- er, eða Flo-Jo eins hún er gjarnan kölluð. Hún sigraði með ótrú- legum yfirburðum í 100 m og 200 m hlaupum eins og minnisstætt er, og þá var hún í sigursveit Bandaríkjanna í 4x100 m boð- hlaupi. Hún varð þó að láta sér nægja silfur í 4x400 m boðhlaupi en þar sigruðu þær sovésku verð- skuldað. Flo-Jo hefur reyndar ekki æft 400 m hlaup í fimm ár og því hálf furðulegt að láta hana hlaupa. Virðist sem ætlunin hafi verið að láta hana vinna fern gullverðlaun en það tókst ekki. Bandaríska sveitin hljóp 4x100 m á 41,98 sek., A-Þjóðverjar urðu aðrir á 42,09 sek. og Sovét- stúlkur þriðju á 42,75 sek. í 4x400 m boðhlaupi sigraði sovéska sveitin á 3.15,18 mín. en banda- ríska sveitin hljóp á 3.15,51 mín. A-þýska sveitin varð þriðja á 3.18,29 mín. 4x100 m boðhlaup karla var varla svipur hjá sjón vegna fjar- veru bandarísku sveitarinnar. Þeir hafa langbestu sveitinni á að skipa og biðu menn eftir heims- meti en sveitin var dæmd úr leik í undankeppninni vegna rangrar skiptingar. Fyrir vikið missti Carl Lewis af sínum fjórðu verð- launum en hann hljóp ekki í undankeppninni. Sovéska sveitin sigraði í hlaupinu á 38,19 sek. en sú breska varð önnur á 38,28 sek. og franska sveitin þriðja á 38,40 sek. Bandaríkjamenn sigruðu hins vegar örugglega í 4x400 m boð- hlaupi á heimsmetsjöfnun, 2.56,16 mín, en gamla metið er frá ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Sigur Bandaríkjanna kom ekki á óvart þar sem þeir unnu þrefaldan sigur í 400 m hlaupi. Sveit Jamaíka varð önnur á 3.00,30 mín. en V-Þjóðverjar urðu þriðju á 3.00,56 mín. -þóm -____________________________________________é Florence Griffith Joyner er ein skærasta stjarna ólympíuleikanna. Ælti hún sé á lyfjum? Noregur Bjami meiddist - Brann tapaöi Moss hefndifyrir bikarleikinn og stefnir á silfrið íslendingaliðin í Noregi, Brann og Moss, átfust við um helgina og má segja að Gunnar Gíslason hafi sigrað þá Bjarna Sigurðsson og Teit Þórðarson. Liðin léku í undanúrslitum norska bikarsins fyrir skömmu og sigraði þá Brann, en nú snerist dæmið við og Moss fór með sigur af hólmi. Bjarni Sigurðsson meiddist illa í leiknum - þegar einn leikmanna Moss rak hnéð harkalega í kinn- bein Bjarna. Talið er að Bjarni sé kinnbeinsbrotinn og þegar atvik- ið var sýnt í sjónvarpi var greini- legt að íeikmaðurinn var ekki að hugsa um boltann. Eftir þetta skoraði Moss sigurmarkið en í hálfleik var staðan jöfn, 1-1. Við þennan sigur eygir Moss möguleika á að hreppa annað sætið í deildinni en Brann er hins vegar enn í fallhættu þegar aðeins einni umferð er ólokið í 1- deildinni. Moss er með 37 stig eins og Lilleström og munu liðin eigast við um næstu helgi. Ljúki leiknum með jafntefli gæti Molde skotist upp fyrir bæði liðin en lið- ið hefur 36 stig í fjórða sætinu. Rosenborg er langefst í deildinni með 47 stig. Brann er enn í fallhættu þar sem þriðja neðsta liðið leikur aukaleik við lið númer þrjú í 2. deild. Brann er nú í fjórða neðsta sæti með 22 stig en Bryne er með 20 stig og gæti því náð Brann í síðasta leiknum. „Ég reikna með að Bryne vinni B 1919 í síðasta leik sínum og því verðum við að vinna okkar leik,“ sagði Teitur Þórðarson þjálfari Brann eftir tapleikinn gegn Moss. Bjarni verður sennilega ekki með Brann í síðasta leiknum vegna meiðsla sinna og óvíst er hvort hann getur leikið með ís- lenska landsliðinu gegn Tykjum í næstu viku. -bb/þóm 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.