Þjóðviljinn - 05.10.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.10.1988, Blaðsíða 1
Ólympíufarar Komu heim í gær Góður andi þráttfyrir að takmark um árangur hafi ekki náðst Sveit íslands á ólympíuleikun- um í Seoul kom til landsins í gær. Gísli Halldórsson, formaður ól- ympíunefndar, sagði við heimkomuna að andinn hjá keppendum væri góður þrátt fyrir að sá árangur hefði ekki náðst sem stefnt var að. íslendingar ættu áttunda besta handknatt- leikslið heimsins eftir þessa leika og aðeins óheppni í leiknum við Austur-Þjóðverja hefði ráðið því að liðið varð ekki í sjöunda sæti. „Það voru ummæli manna eftir leikinn gegn Austur-Þjóðverjum að íslendingar hefðu átt mjög góðan leik,“ sagði Gísli. Austur- Þjóðverjar hefðu náð að jafna stöðuna tvisvar á síðustu sekúnd- um og með örlítilli heppni í víta- kastskeppninni hefði liðið náð sjöunda sæti. Óneitanlega hefði liðinu orðið mjög bylt við eftir leikinn gegn Sovétmönnum og það tap hefði verið tekið mjög alvarlega. „Það voru stíf funda- höld eftir leikinn við Sovétmenn þar sem stálinu var stappað í menn og ég tel að það hafi haft mikið að segja gegn Austur- Þjóðverjum,“ sagði Gísli. Aðstandendur ólympíufar- anna voru ekki að kvelja þá með frammistöðunni og fögnuðu þeim innilega við íþróttamiðstöð- „Þannig fór um sjóferð þá,“ gæti Gísli Halldórsson, formaður ólympíunefndarinnar verið að segja við Bogdan þjálfara handknattleiksliðsins, þegar þeir kvöddust í gær. Mynd: Þóm ina í Laugardal. Þeir lögðu af stað frá Seoul klukkan 8 á mánudags- kvöld og eftir 30 tíma ferðalag höfðu ólympíufararnir flogið í gegnum tvo mánudaga og sjálf- sagt fegnir að koma heim. -hmp Bandaríkjamarkaður Fiskkaupum frestað Aukin andstaða viðhvalveiðistefnuIslendinga. Fiskkaupendur kippa að sérhöndum íslenskar sjávarafurðir eiga nú undir högg að sækja á Bandaríkj- amarkaði sem aldrei fyrr vegna andstöðu Grænfriðunga og al- menningsálitsins gegn hval- veiðistefnu íslenskra stjórnvalda. Sífellt fleiri fiskkaupendur kippa að sér hendinni og nýverið hafa margir skólar í Boston hætt að bjóða upp á íslenskan fisk í skóla- máltíðum. Bandaríska veitingahúsakeðj- an Long John Silver hefur ákveð- ið að fresta fyrirhuguðum fisk- kaupum frá dótturfyrirtæki Sölu- miðstöðvarinnar, Coldwater Se- afood Corporation, vegna hval- veiða íslendinga um óákveðinn tíma og samkvæmt fréttum vestra hefur stjórn fyrirtækisins afráðið að hætta með öllu kaupum á ís- lenskum fiski á næstunni vegna almenningsálitsins vestra og kröftugra mótmæla Grænfrið- unga gegn íslenskum sjávaraf- urðum. Þá hafa samningar Iceland Se- afood Corporation, dótturfyrir- tækis Sambandsins í Bandaríkj- unum, við fiskkaupendur dregist, en talsmenn fyrirtækisins neita því alfarið að það sé vegna hval- veiðistefnu Islendinga heldur eingöngu vegna þess að Iceland Seafood hefur verið að kynna bandarískum kaupendum nýjar neytendaumbúðir. -grh Skák Margeir stal senunni Margcir Pétursson kom, sá og sigraöi í annarri umfcrö Hcimsbikarmóts Stór- meistarasambandsins sem tefld var í gær, lagði sjálfan Lajos Portisch aö velli eftir æsispennandi skák. Pegar hvítur haföi leikiö 34 sinnum átti Ungverjinn tveggja kosta völ og voru báðir illir; drottningar- missir ellegar mát. Garríj Kasparov atti kappi við Ulf Andersson. Eftir sóknartilburði hcims- meistarans í uppskiptaafbrigði drottning- arbragðs var öllum aðli í skyndingu rutt út af borðinu í harmageddon tímahraks. Peg- ar orrustureyknum létti var ljóst að fót- gönguliðar Kasparovs yrðu á undan sæn- skum kollegum sínum uppí borð og því lagði Andersson niður vopnin. Sjá skákskýringu Heiga Ólafssonar á síðu 8 Alþingi Þröng á þingi Fœrri ráðherrastólar en fjölga þarfþingmannasœtum um þrjú „Við höfum nóg þingmanna- sæti á Alþingi þrátt fyrir nokkra fjölgun frá því sem var og verður sætum bætt við til endanna. Að vísu verður aðeins þrengra um þingmennina en síðast en ekki svo að orð sé á gerandi," sagði Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis. Það er því óhætt að fullyrða að þröngt verði setinn bekkurinn á komandi Alþingi sem verður sett þann 10. október nk. og verður að bæta við 3 þingmannasætum vegna fækkunar í ráðherraliði nú- verandi stjórnar miðað við það sem var í síðustu ríkisstjórn. Að sögn Friðriks hefur ávallt þurft að bæta við sætum fyrir þingmenn þegar varamenn leysa ráðherra af vegna þess að vara- mennirnir sitja ekki í ráðherra- stólum heldur í sætum þing- manna. Friðrik sagði að alltaf hefði verið gert ráð fyrir viðbót- arsætum í þeirri innréttingu sem nú er í sölum Alþingis og fyrst var tekin í notkun á síðasta þingi.grh Frœðsluvarp Harkaleg viðbrögð Fréttir Þjóðviljans í gær um fyrstu spor Fræðsluvarpsins hafa Ieitt til harkalegra viðbragða. Fræðsluvarp er fjarkennsla þar sem styðjast á við útsendingar í Ríkisútvarpi og -sjónvarpi. Einkum hefur orðið að umræðu- efni fyrirhuguð íslenskukennsla Fræðsluvarpsins sem á að byggja á nýju námsefni. Heimir Pálsson, deildarstjóri hjá bókaútgáfunni Iðunni, og Valtýr Valtýsson, skólastjóri Málaskólans Mímis, hafa athuga- semdir fram að færa. Sjá síðu 2 Foxtrot Núllinu náð 37 þúsund manns hafa nú séð spennumyndina Foxtrot, nýjustu afurð íslenskrar kvikmyndagerð- ar, og að sögn Hlyns Óskars- sonar, fjármálastjóra Frostfilm, má nú heita að núllinu í fjármála- dæminu hafi verið náð. Að sögn Hlyns eru aðstand- endur myndarinnar nokkuð ánægðir með þessar undirtektir, en sýningar eru nú hafnar úti á landi, auk þess sem áfram er sýnt í tveimur kvikmyndahúsum í Reykjavík. Hlynur sagði að sýningar á Foxtrot hæfust innan skamms á Norðurlöndum; „hún verður frumsýnd í Noregi nær jól- um og sýnd á sex stöðum þar í landi, og síðan víðar á Norður- löndunum,“ sagði hann. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.