Þjóðviljinn - 05.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.10.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Patreksfjörður Ríkisútvarpið Herferð Heilbrigð æska Heilbrigðisráðuneytið fer af stað með herferð ígrunnskólum. Kjörorðið er „mitt líf-ég veV'. Heilbrigðisráðherra dreifir veggspjöldum í Foldaskóla Um þessar mundir er að fara af stað herferð í grunnskólum landsins á vegum heilbrigðisráðuneytisins undir kjörorðinu „mitt líf- ég vel“. Sér- stökum veggspjöldum, límmiðum og barmmerkjum vcrður dreift til allra grunnskólanema á aldrinum 11-16 ára og hófst sú dreifing í gær þcgar Guðmundur Bjarna- son heilbrigðisráðherra dreifði þessum gögnum í tveimur bekkj- um Foldaskóla. Sérstök áhersla er lögð á að unglingarnir beri sjálfir ábyrgð á sínu lífi og verði meðvitaðir um að þeir eru alltaf að velja og hafna. lands og Æskulýðsráðs ríkisins. Guðmundur sagðist vænta mikils af samstarfi þessara aðila og stefna nefndarinnar væri að ná beint til fólks í stað þess að sentja skýrslur sem hyrfu ofan í skúffur eins og oft vildi verða nteð störf nefnda. -hmp Heilbrigðisráðherra hélt í gær blaðamannafund í Foldaskóla ásamt fulltrúum sérstakrar nefndar sem hann skipaði til að efla heilbrigði æskunnar. Á fund- inum sagðist hann hafa lagt áherslu á það í sínu embætti að finna leiðir til varnar sjúkdóntum og slysum. Þetta þýddi að ein- staklingurinn bæri ábyrgð á eigin heilsufari. Hann yrði að hugsa um heilsufar sitt á hverjunt degi og velja og hafna. Besta leiðin til að breyta lífsstíl fólks væri að ná til unglinganna. Hrafn Friðriksson, formaður „heilbrigðisnefndarinnar", sagði æsku íslands yfirleitt búa við gott heilsufar. En á unglingsárunum færu forstigseinkenni ýmissa langvarandi sjúdóma að gera vart við sig og of seint væri að grípa til forvarnaraðgerða á miðjum aldri. Með herferðinni væri verið að benda fólki á að taka tillit til fleiri þátta en t.d. bara reykinga til að bæta heilsuna. Það væri skoðun Alþjóða heilbrigðisstofn- unarinnar að með því að beita sér að mörgum þáttum í einu og hefja heilbrigt líferni snemma næðist besti árangurinn í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Sjúkdómar eins og krabbamein og hjartasjúkdómar gætu verið að þróast í áratugi og sannað væri að þeir tengdust neysluvenjum. í nefndinni sem heilbrigðisráð- herra skipaði eiga sæti fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins, íþrótta- sambands íslands, Landlæknis- embættisins, Ungmennafélags ís- Ástráður Ingvarsson kominn í skyrtuna og búinn að hnýta á sig slifsið og þá á að vera von á loðnu. Loðna Meira nú en í fyrra 7.300 tonn af loðnu eru komin á land á móti 5.300 á sama tíma ífyrra Það sem af er loðnuvertíðinni hafa koinið að landi flciri tonn en á sama tíma í fyrra. Nú hafa veiðst um 7.300 tonn af loðnu á móti 5.700. Að sögn Ástráðs Ingvarssonar hjá Loðnunefnd var haugasjór á miðunum í fyrrinótt og lágu nokkur skipanna í vari af þeim sökum. í gær var farið að hægjast um og skipin á leið á miðin, sem eru um 130 sjómílur norður af Skagatá við miðlínu á milli Græn- lands og íslands. Af 48 loðnuskipum sem hei- mild hafa til loðnuveiða í ár er fjórðungur þegar byrjaður eða 12 skip, flest í eigu eða á samningi við loðnuverksmiðjur. Fastlega má búast við að vel veiðist á næstunni því Ástráður hjá Loðnunefnd er ekki eingöngu í skyrtunni frægu heldur er hann líka kominn með forláta bindi við skyrtuna sem ku magna veiðiáh- rif hennar sem voru þó umtal- sverð fyrir eins og sannaöist á síð- ustu vertíð. Rannsóknaskipið Árni Frið- riksson er nýkontinn úr loðnu- leiðangri, en skipið var leigt Grænlendingunt til loðnuleitar við A-Grænland. Ekki fannst sú loðnumergð sem Grænlendingar vonuðust eftir að þar væri en á miðum íslensku skipanna fundust góðir loðnuflekkir sem lofa góðu um veiðarnar. -grh ASÍ Jakinn ekki í miðstjóm Guðmundur J. Guðmundsson mun ekki gefa kost á sér til cndur- kjörs í miðstjórn Alþýðusam- bands Islands á þingi þess, sem haldið verður í nóvember. Þessa yfirlýsingu gefur hann í nýju tölu- blaði Mannlífs sem kcmur í versl- anir á föstudag. „Ég útskýri það með því að ætli menn að halda áfram eftir sextugt verða þeir að vera haldnir óseðj- andi metnaðargirnd og vera með fádæmum heilsuhraustir. Ég er hvorugt," segir Guðmundur í viðtalinu í Mannlífi. Þá segist Guðmundur J. ætla að hætta sem formaður Verka- mannasambandsins á næsta þingi sem haldið verður að ári. Guðmundur J. gefur Ásmundi Stefánssyni, forseta ASÍ, góða einkunn í þessu stutta spjalli, en aðra sögu er að segja af aðstoð- arfólki Ásmundar, þeim Ara Skúlasyni hagfræðingi og Láru Júlíusdóttur lögfræðingi, „sem er háborgaraleg gljápía. Þau eru fjárhundar forsetans, en þau frelsa nú varla heiminn - og ekki einu sinni ASÍ,“ segir orðrétt í spjallinu. Forystumenn í verkalýðshreyf- ingunni, sem Þjóðviljinn ræddi við í gær, sögðu að þessi ákvörð- un Guðntundar J. kæmi þeim ekki á óvart, enda talið mjög óvíst að hann næði endurkjöri eftir afleiki í stjórnarmyndunar- viðræðunum. _Sáf Grímuþjófarnir Málið upplýst Þrír menn hafa játað á sig inn- brotið í einbýlishús að Sævar- görðum á Seltjarnarnesi í lok síð- asta mánaðar, þar sem þeir veittust að hjónum um áttrætt, rændu þau og misþyrmdu. Að sögn Rannsóknarlögreglu ríkisins var fjórði maðurinn í vit- orði með árásarmönnunum en hann benti félögum sínum á unt- rætt hús af handahófi og taldi þeim trú um að þar væri verðmæti að finna. Allt eru þetta karlmenn um og yfir þrítugt og hafa iðulega komið við sögu Rannsóknarlögreglunn- ar. Rannsókn málsins stóð yfir í 10 daga en þrátt fyrir að henni sé svo til lokið er ekki búist við að fjórmenningunum verði sleppt úr haldi á næstunni. „rh Vinnsian stokkuð upp Hraðfrystihúsið: Lækkun vaxta og rafmagns raunhœfar efnahagsaðgerðir. Af30 miljóna lánveitingufrá Byggðastofnun sl. vorfékkfyrirtækið 10 miljónir en stofnanahákarlar syðra gleyptu 20 miljónir Vetrardagskráin Stjórn Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar hcfur á prjónunum ýmsar nýjungar varðandi vinnslu sjávarafurða í framtíðinni annað en frystingu, fari svo að cfnahags- aðgcrðir ríkisstjórnarinnar reynist raunhæf leið til hjálpar útflutningsatvinnuvegunum, ss. lækkun vaxta og rafmagns. Að sögn Sigurðar Viggós- sonar, stjórnarformanns Hrað- frystihússins, er ekki tímabært að útlista hvað vakir fyrir stjórnend- um fyrirtækisins að svo stöddu því framtíðin sé óskrifað blað á meðan ekki sé enn vitað liver verði endanleg áhrif efnahagsað- gerða ríkisstjórnarinnar. Á með- an beðið er hefur fastráðningars- amningum 45 manns verið sagt upp með eins mánaðar fyrirvara til að fyrirtækið geti haft frítt spil á borðinu þegar ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar liggja fyrir. Á með- an er afli togarans Sigureyjar og togbátsins Þryms BA seldur þar sem hagkvæmast þykir hverju sinni og starfsmenn fyrirtækisins eru á dagvinnulaunum án nokk- urs kaupauka. í mars sl. fékk Hraðfrystihúsið 30 miljóna króna lán frá Byggða- sjóði og aðspurður hvernig milj- ónirnar hefðu nýst fyrirtækinu sagði Sigurður að einungis 10 miljónir hefðu runnið til þess. Afganginn, um 20 miljónir, hirtu stofnanahákarlarnir svonefndu fyrirsunnan, bankarogopinberir sjóðir. „Það var verulegur hagnaður af rekstri fyrirtækisins framan af í fyrra en með haustinu byrjaði að halla undan fæti. Þá var byrjað að lofa raunhæfum aðgeröum til hjálpar sem aldrei komu. f dag er lofað að millifæra fjármagn til út- flutningsatvinnuveganna en við vitum að það læknar ekki rekstr- argrundvöllinn heldur deyfir hann. Við horfurn fyrst ogfremst til lækkunar vaxta og rafmagns og ef það nær fram að ganga og við fáum að vera í friði, mun þetta fyrirtæki blómstra," sagði Sig- urður Viggósson. Ríkisútvarpiö hefur nú gengið frá dagskrá sinni fyrir kom- andi vetur. Er þar um að ræða bæði breytingar og nýjungar frá því sem verið hefur. Hinir ein- stöku liðir dagskrárinnar munu hafa sinn fasta tíma frá upphafi og veturinn út, þannig að hlust- endur geta fyrirfram gengið þar að þeim vísuin. A Rás 1 leggja eftirtaldar fram- leiðsludeildir til efnið: Barna- og unglingadeild, Fréttastofa, Fræðslu- og skemmtideild, Leiklistardeild, Tónlistardeild og landshlutastöðvarnar á Akur- eyri, Egilsstöðum og ísafirði. Að auki sér svo Fjarkennsludeild um fræðsluútvarp. í dag og næstu daga veröur leitast við að kynna hér í blaðinu helstu þætti vetrardagskrárinnar. Er þá eðlilegast að byrja á Frétta- stofunni. Á fimmtudögum kl. 18.05 verður þátturinn Að utan. Þessi þáttur var áður kl. 19.35. Fjallað verður allítarlega um tiltekin efni af erlendum vettvangi, sem ber hátt í erlendum fréttum og brugð- ið Ijósi á baksvið þeirra atburða sem um er getið. Á sama tíma á föstudögum, kl. 18.05, verður þingmálaþáitur Atla Rúnars Halldórssonar. Án efa mun Atla Rúnari takast að laða fram andrúmsloftið í þing- sölunum, sem ætla má að stund- um verði eldfimt í vetur. Á laugardögum kl. 9.30 verður flutt fréttayfirlit liðinnar viku og endurfluttur þingmálaþátturinn frá deginum áður. Þá verður og kl. 13.10 á laugar- dögum fréttaþátturinn Hér og nú sem legið hefur niðri að undan- förnu. Verða þar ýmist fluttar fréttaskýringar um innlend mál- efni eða fjallað um viðburði sem eru í brennidepli þá stundina. Tekin verða til meðferðar þrjú efni hverju sinni. Auk þess verða svo 19 fréttatímar á sólarhring á samtengdum rásum 1 og 2. -mhg. -grh Miðvikudagur 5. október 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.