Þjóðviljinn - 05.10.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.10.1988, Blaðsíða 9
ERLENDAR FRETTIR Stefnuræða Carlssons Áhersla lögð á baráttu gegn mengun ogskattalækkanir Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, hélt stefnu- ræðu í gær við setningu sænska ríkisdagsins (þingsins). Hét hann þar ráðstöfunum til að koma í veg fyrir og draga úr mengun og breytingum í fjármálastjórn, sem eiga að fela í sér skattalækkanir. Meðal ráðstafana þeirra til um- hverfisverndar, sem Carlsson lof- aði fyrir hönd stjórnar sinnar, sem eins og kunnugt er hélt velli í nýafstöðnum þingkosningum, var bann við notkun klórflúor- kolefnasambanda, sem talið er að eyði ósonlaginu í lofthjúpi jarðar. Ennfremur sagði Carls- son að á nýbyrjuðu kjörtímabili stæði til að herða á reglum við- víkjandi mengun frá iðnaði og varðveislu eitraðra úrgangsefna. Hann kvað sænsku stjórnina ætla sér að halda áfram að fá önnur ríki til samstarfs um ráðstafanir gegn mengun í lofti og sjó og til verndunar gufuhvolfi jarðar. Pá endurtók forsætisráðherrann fyrri loforð stjórnarinnar um að leggja niður öll kjarnorkuver landsins á tímabilinu fram til árs- ins 2010. Þetta, hversu mikill hluti stefnuræðunnar var um um- hverfisverndarmál, sýnir að sæn- skir jafnaðarmenn hyggjast draga lærdóm af úrslitum kosn- inganna, en í þeim kom fram stóraukinn áhugi almennings á umhverfisverndarmálum og sýndi sá áhugi sig best í sigri Um- hverfisflokksins (græningja). Samkvæmt ræðunni ætlar stjórnin að lækka virðisaukaskatt um þrjú prósent á komandi ári. Gert er ráð fyrir að sú ráðstöfun komi ekki hvað síst verka- mönnum til góða og dragi þar að auki úr verðbólgu, sem nú er sex prósent á ársgrundvelli. Það þyk- ir Svíum meira en nóg, þótt lítið sé á heimsmælikvarða. Síðar er ráðgerð lækkun á tekjuskatti og ráðstafanir sem vonast er til að örvi fólk til að vinna og spara meira. Carlsson tók einnig fram að Svíar myndu ekki þola neinar yfirtroðslur af hálfu erlendra að- ila á sænsku yfirráðasvæði, og mun þar hafa átt við þann sterka grun Svía að erlendir kafbátar, og þá helst sovéskir, hafi undanfarin ár athafnað sig í sænska skerja- garðinum. - Litlar breytingar hafa verið gerðar á ríkisstjórninni frá því fyrir kosningar, og er sú helst að í embætti dómsmálaráðherra hefur verið skipuð Laila Freivalds, sem hing- að til hefur helst látið að sér kveða í neytendamálum. Reuter/-dþ. Carlsson - öll kjarnorkuver lögð niður fyrir 2010. Olían Brot á samþykktum um olíuframleiðslukvóta veldur sundrungu í OPEC. Japan-Sovét: Ovænt uppákoma Næstum útdauð þjóð kemurþeim í hársaman r Ilok hcimsstyrjaldarinnar síðari varð Japan að láta af hendi við Sovétríkin suðurhluta Sakhalín- eyjar auk Kúrileyja. Kúrileyjar mynda keðju milli Hokkaídó, þeirrar nyrstu af fjórum helstu Japanseyjunum, og Kamtsjatka- skaga, sem gengur suður úr meginlandi Norðaustur-Síberíu. Japanir hafa yfirleitt sætt sig þol- anlega við þennan missi, enda áttu þeir ekki annars kost þegar landaafsal þetta var ákveðið. Með undantekningu þó; þeir telja að Sovétmenn hafi með rangind- um tekið til sín nokkrar þær syðstu af Kúrileyjum, sem eru ör- stutt frá norðausturströnd Hokk- aídó. Deilan um eyjar þessar hefur verið alvarlegasti þrándurinn í götu eðlilegra samskipta Japans og Sovétríkjanna um langt skeið. Heldur Japansstjórn sér við það sem meginreglu að samskipti Japana við Sovétríkin, menning- arleg, viðskiptaleg og önnur, verði aldrei nema takmörkuð fyrr en Sovétmenn hafi skilað eyjum þessum. Sú helsta þeirra heitir Kunashiri. Nú er komið nýtt upp á diskinn í deilu þessari. Sjósóknari einn á Hokkaídó, Tadaichi Shiiku nefndur, formaður samvinnufé- lags fiskimanna í plássi sem heitir Utari, er staðráðinn í að hefja samvinnu við sovéska fisk- vinnslustöð á Kunashiri um fiski- rækt. Hafa Shiiku og félagar hans þegar kc> st að samkomulagi um þetta v ) það sovéska fyrir- tæki, er fiskvinnslustöðina rekur. Það fylgir sögunni að ráðamenn í Moskvu hafi orðið kátir við frétt- ina af þessu, en í Tókíó náðu menn ekki upp í nefið á sér fyrir reiði. Er ekki talið ólíklegt að þessi atvik verði til þess, að téð deila blossi upp af endurnýjuðum krafti. Sérstök hlið á þessu er að Shi- iku og félagar hans eru ekki Jap- anir í orðsins þrengstu merkingu, heldur Ainúar, af fornri þjóð og sérkennilegri er fyrr á tíð byggði Japan suður fyrir það svæði, þar sem Tókíó stendur nú, auk Sak- halín og Kúrileyja og Kamtsjatka að nokkrum hluta. Nú eru aðeins um 3000 óblandaðir Ainúar eftir á Hokkaídó, og flestir þeirra hafa þar að auki týnt niður tungu sinni. í aldanna rás hefur jafnt og þétt hallað undan fæti fyrir þeim vegna ágangs annarra þjóða og þá einkum Japana, sem öldum saman æfðu sig í hernaðaríþrótt- um með því að berjast við Ainúa. Af Japana hálfu voru þau stríð rekin sem ósvikinn útrýmingar- hernaður og herstjórar, sem þóttu standa sig einkar vel í því að slátra Ainúum, voru sæmdir heiðursnafnbótum eins og „villi- mannaútrýmandi. “ í útliti líkjast Ainúar meira Evrópídum („hvítum“ mönnum) en Austur-Asíumönnum og tunga þeirra er mjög sérstæð. Þeir voru fyrr á tíð einkum veiði- menn og sjósóknarar, en hafa nú tekið upp akuryrkju og önnur störf að fýrirmynd Japana. í trú- arbrögðum þeirra var bjarnar- dýrkun meginatriði. „Það er með okkur eins og indíána Ameríku," segir Shiiku. „Við höfum verið reknir frá löndum forfeðra okkar og sætt kúgun Japana í aldaraðir.“ í augum Japana jaðrar téð fram- takssemni hans og félaga hans við landráð, en hann kveður sig engu skipta hvað þeir rausi og tauti, þar eð Kunashiri heyri með réttu Ainúum til og þá varði því engu hvort hún opinberlega teljist sov- ésk eða japönsk. „Ef stjórnin stöðvar fyrirtæki okkar með lög- gjöf, þá er það apartheid gegn Ainúum.“ Ummæli sem þessi eru ekki ástæðulaus, því að Ainú- ar hafa lengi sætt og sæta enn stækri fyrirlitningu af hálfu Jap- ana, enda eru menn í þeim heimshluta ekki eins viðkvæmir fyrir því að þeim sé brugðið um kynþáttafordóma og í Evrópu og Norður-Ameríku. Kveður svo rammt að þessu að karlmenn af Ainúaþjóð vilja varla kvænast öðrum konum en japönskum, þar eð í því felst þeirra eini mögu- leiki til að hækka lítillega í mannfélagsstiganum. Eiga þeir þó ekki völ á japönskum kven- kostum nema af lægstu stigum. Hefur þetta að sögn valdið tíðum sjálfsmorðum meðal Ainúa- kvenna, sem af nýnefndri ástæðu eiga engan kost gjaforðs, því að auðvitað vill enginn japanskur karlmaður kvænast þeim. Ainúar á Hokkaídó hafa nú stofnað félag til baráttu fyrir auknum réttind- um sér til handa. Reuter/-dþ. Lægsta verð í 26 mánuði Olíuverð á heimsmarkaðnum hefur farið lækkandi undan- farið og í gær varð það lægra en nokkru sinni s.l. 26 mánuði. Jafn- framt veitti Saúdi-Arabía öðrum ríkjum í Sambandi olíufram- leiðsluríkja (OPEC) alvarlega á- minningu um að hlýða samþykkt- um sambandsins um fram- leiðslukvóta, að öðrum kosti myndi verðfallið halda áfram. Nokkurn þátt í verðfallinu undanfarið átti orðrómur um að einnig Saúdi-Arabía myndi auka olíuframleiðslu í trássi við sam- þykktir OPEC. Þetta virðist ekki standa til í bráð, en hinsvegar segjast Saúdi-Arabar ekki ætla að draga úr olíuframleiðslu sinni til að vega upp á móti kvótabrot- um annarra olíuframleiðsluríkja. fran sakaði Sameinuðu Araba- furstadæmin og Kúvæt nýlega um að dæla upp meiri olíu en sem næmi kvóta þeirra. írak neitar að taka mark á neinum kvótaregl- um, þótt það sé einn stofnaðila OPEC. Ein af meginástæðunum til þess að líkur eru taldar á á- framhaldandi verðfalli er að sennilegt þykir að íran og írak reyni á næstunni að dæla upp sem mestri olíu til þess að afla tekna til enduruppbyggingar eftir nýaf- staðið stríð þeirra á milli. Inn í þetta mun blandast valda- barátta innan OPEC milli Saúdi- Arabíu, sem þar er í forustuað- stöðu, og ýmissa annarra aðildar- ríkja. Sumir sérfræðingar í olíu- málum telja, að þrátt fyrir yfirlýs- ingu Saúdi-Arabíu í gær muni ekki langt um líða þangað til einnig hún taki til við að auka olíuframleiðslu sína, með það fyrir augum að valda slíku verð- falli að Iran, írak og önnur ríki, sem brjóta kvótareglur, neyðist til að draga úr framleiðslu sinni til þess að verðið hækki á ný. Þetta gerðu Saúdi-Arabar þegar verð- fall var 1986. Auk mikillar framleiðslu veld- ur önnur ástæða miklu um verð- fallið. Hátt olíuverð frá OPEC á fyrstu árum þessa áratugar leiddi til þess að Vesturlönd lögðu áherslu á nýtingu annarra orku- linda, með þeim árangri að olíuþörf þeirra minnkaði. Lækk- andi olíuverð dregur úr líkum á verðbólgu í iðnvæddum ríkjum og verður þeim þannig til góðs, en öðru máli gegnir að sjálfsögðu um olíuframleiðsluríkin, einkum þau sem eru skuldum vafin. Reuter/-dþ. Litháísk gras- rótarhreyfing Samtök er nefnast Litháíska perestrojkuhreyfingin munu halda fyrsta þing sitt síðar í mán- uðinum, að sögn talsmanns sam- takanna í gær. Talsmaðurinn, Algis Cekuolis, starfar sem rit- stjóri í Vilnius, höfuðborg Lithá- ens og er félagi í kommúnista- flokki sovétlýðveldis þessa. Hann kvað samtökin vera gras- rótarhreyfingu, sem starfað hefði síðan í júní og nyti þegar mikils fylgis. Cekuolis kvað hreyfing- una hvorki þjóðernissinnaða né andkommúníska, heldur vildi hún vinna að endurnýjun þjóð- lífs. Talið er að hreyfingin hafi orðið fyrir áhrifum og hvatningu frá Alþýðufylkingunni í Eist- landi, sem hélt fyrsta þing sitt um helgina. Svipuð hreyfing hefur verið stofnuð í Lettlandi. dþ Auglýsing frá iðnaðarráðuneytinu Ráöuneytiö vekur athygli á eftirfarandi atriöi í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um fyrstu aðgerðir og stefnu í ríkisfjármálum, með vísan til bráða- birgðalaga nr. 83. 28. september 1988: „Gjaldskrár fyrirtækja á vegum ríkis eða sveitarfélaga, og gjaldskrár sjálfstætt starfandi sérfræðinga, verða óbreyttar til 28. febrúar 1989, að öðru leyti en því, að heimilt verður að taka tillit til hækkana á erlendu innkaupsverði aðfanga. Sama gildir um hvers kyns útselda vinnu og þjón- ustu.“ Þannig munu gjaldskrár hitaveitna og rafveitna yfirleitt haldast óbreyttar til 1. mars á næsta ári. Þá er einnig vakin athygli á því, að útseld vinna sérfræðinga rannsókflastofnana ríkisins mun haldast óbreytt til 1. mars á næsta ári, sem og annarra sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Miðvikudagur 5. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.