Þjóðviljinn - 05.10.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.10.1988, Blaðsíða 12
SPURNINGIN Finnst þér stefna í aö Kron og Hagkaup veröi einráð í matvöruverslun- inni hér á höfuðborgar- svæðinu? Áslaug Skúladóttir, deildarstjóri: Þaö er nú of stutt síðan ég fluttist heim frá útlöndum til aö ég geti sagt til um þaö, en er þetta ekki allt sama tóbakið? Hrefna Þórðardóttir, nemi: Ég veit það hreinlega ekki. Ég versla nú líka svo lítið. Jóhann Guðmundsson, ellilífeyrisþegi: Ja, sýnist ykkur þaö ekki? Og þessi þróun finnst mér ekkert sérstaklega æskileg. Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar: Nei, það sýnist mér ekki. Anna Guðmundsdóttir, þvottahúsi Ríkissþítalanna: Að minnsta kosti Hagkaup. Við verslum allt of mikið við þá, enda er allt að verða búið með kaup- manninn á horninu. þlÓÐVIUINN Miðvikudagur 5. október 1988 218. tölublað 53. drgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Valgerður H. Bjarnadóttir: Það er einna erfiðast að eiga við þetta velviljaða áhugaleysi þar sem fallegar fyrirætlanir víkja alltaf fyrir öðrum sjónarmiðum þegar kemur að framkvæmdinni. Norræn ráðstefna Konur í fyri rtækjarekstri Ætlum að safna saman upplýsingum og taka ákvarðanir um hvernig vinna á að bœttri aðstöðu kvenna tilfyrirtœkjareksturs, segir Valgerður H. Bjarnadóttir r Qformlegur samstarfshópur á Norðurlöndunum vinnur nú að undirbúningi ráðstefnu um konur og rekstur fyrirtækja. Ráðstefnan verður haldin í Dan- mörku snemma á næsta ári. - Með ráðstefnu sem þessari gefst konum í atvinnurekstri og áhugafólki um þessi mál tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar auk þess sem vitneskja um það sem verið er að gera annars- staðar á Norðurlöndunum getur nýst okkur hérna heima, sagði Valgerður H. Bjarnadóttir sem hefur haft frumkvæðið að þátt- töku íslendinga ráðstefnunni Töluverð aukning hefur orðið á síðari árum í þátttöku kvenna í uppbyggingu atvinnulífsins, ekki síst í dreifbýlinu, og á það við í löndum um heim allan. Hins veg- ar reka konur gjarnan öðruvísi fyrirtæki en karlar og á öðrum forsendum. Margar konur stofna fyrirtæki vegna þess að atvinnu- möguleikar eru þröngir annað hvort vegna atvinnuleysis eða byggðaröskunar eins og á til dæmis við hér á landi. En þrátt fyrir virkari þátttöku kvenna í atvinnurekstri eru þær enn að miklu leyti utangátta í við- skiptaheiminum og eiga oft erfið- ara með að fóta sig í frumskógi fjármagns og viðskipta. Til að mæta þörf kvenna fyrir stuðning hafa síðustu ár verið haldin mörg og mismunandi námskeið um stofnun og rekstur fyrirtæka og hefur m.a. verið í gangi á Norðurlöndunum verk- efnið Brjótum múrana. - Markmiðið með þessari ráð- stefnu núna er að safna saman þeim upplýsingum sem til eru um stöðu kvenna á þessu sviði og taka ákvörðun um hvernig við ætlum að standa að úrbótum í framtíðinni, sagði Valgerður. Stefnt er að því að breiður hóp- ur fólks taki þátt í ráðstefnunni bæði konur sem reka fyrirtæki, áhugafólk um þessi mál og stjórnmálamenn. Aðspurð um hvernig til hefði tekist með verkefnið Brjótum múrana, sem er samnorrænt verkefni sem miðar að því að brjóta upp hinn kynskipta vinnu- markað, sagði Valgerður að mál- in hefðu vissulega þokast í rétta átt þó erfitt væri að gera sér grein fyrir hverju sú þróun væri að þakka. - Það efast enginn lengur um að átak þarf að gera í atvinnumál- um kvenna og þátt þeirra í rekstri fyrirtækja og stjórnun en það sem er einna erfiðast að mæta er þetta velviljaða áhugaleysi sem gætir svo víða. Það er svo auðvelt að tala og leggja fram fallegar áætl- anir en þegar kemur að fram- kvæmdinni virðist alltaf vera hægt að benda á önnur sjónarmið sem rétt er að hafi forgang. Val ráðherra Alþýðubandalagsins í nýmyndaða ríkisstjórn er dæmi- gert fyrir þetta ástand og því mið- ur langt frá því að vera eitthvert einsdæmi, sagði Valgerður. 'Þ 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.