Þjóðviljinn - 06.10.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 06.10.1988, Page 1
Fimmtudagur 6. október 1988 219. tölublað 53. árgangur Ríkisstjórnin Fjáriagafnimvaip endurskoðað Fjármálaráðherra: Reiknar með að leggjaframfjárlagafrumvarp 10-20 dögum eftiraðþing kemursaman. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra reiknar með að leggja fram fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í kringum 20.- 30. október en þing kemur saman þann 10. október. Það er álit ríkislögmanns að ef ríkisstjórn er mynduð rétt áður en þing kemur saman sé ekki óeðlilegt að hún taki sér 2-3 vikur til að ganga frá fjárlögum. Á fyrsta og öðrum degi þingsins verður að öllum lík- indum gengið frá skipun nefndar- formanna og forseta þingsins og Stefndi Í4 miljarðafjárlagahalla. Þingið ifri að lokinni setningu dregið um sæti. Síðan fer þingið heim á meðan beðið er eftir fjárl- agafrumvarpinu. Ólafur sagði í samtali við Þjóð- viljann að hann vildi ekki leggja fram eitthvert gerviplagg í upp- hafi þings, sem ekkert mark yrði takandi á. Hann hefði látið ríkis- lögmann kanna lögmæti þess að fresta fjárlagafrumvarpi eitthvað fram yfir þingbyrjun. Ríkislög- maður hefði túlkað stjórnskipun- arrétt Ólafs Jóhannessonar á þann veg að ekki væri óeðlilegt fyrir nýmyndaða ríkisstjórn að ætla sér einhvern tíma í gerð fjár- lagafrumvarps. Ólafur sagði að nú væri unnið að hinum pólitíska þætti fjárlaga, það er ákvörðun- um um útgjalda- og tekjuliði. Að sögn Indriða Þorlákssonar fjárlaga og hagsýslustjóra er nú verið að færa tölur upp til verð- lags næstu áramóta. Þegar hinni pólitísku ákvarðanatöku væri lokið tæki tæknivinna og prentun 8-12 daga. Fyrir hefði legið góð greining á horfum í efna- hagsmálum eftir síðustu bráða- birgðalög þar sem ekki var gert ráð fyrir neinum ráðstöfunum. Þessi greining hefði verið lögð fyrir ríkisstjórnina á þriðjudag. Indriði vildi ekki skýra frá því hvað þessi greininggerði ráð fyrir miklum halla á fjárlögum, en vís- aði í yfirlit um fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þar kom fram að allt stefndi í 3,5 miljarða halla á fjárlögum og ef teknar væru með auknar niður- greiðslur, styrkur til ullariðnað- ar, skuldbreytingasjóður hús- næðismála og endurgreiðsla sölu- skatts til fiskeldis og loðdýra- ræktar, sem er samanlagt upp á 800-900 miljónir, hefði hallinn getað orðið rúmir 4 miljarðar. Indriði sagði þann tíma sem færi í tæknivinnu fjárlagafrumvarpsins fara eftir því hvað hinar pólitísku ákvarðanir snertu marga fjár- lagaliði og rekstrarliði stofnana. -hmp Utvarp Góðra vina fundur JónasArnason fyrsti gesturnýs sunnudagsþáttar Ríkisútvarpsins Sá landskunni útvarpsmaður Jónas Jónasson fer af stað með nýstárlegan þátt í Ríkisútvarpinu sunnudaginn 23. október. Allir þættirnir verða teknir upp í Duus-húsi til að skapa réttu stemmninguna. Jónas Árnason skáld og söngtextasmiður verður fyrsti gestur þáttarins sem heitir „Á góðra vina fundi,“ og var þátturinn tekinn upp á þriðju- dagskvöld fyrir fullu húsi. Jónas Árnason söng sjálfur nokkur laga sinna og kór Lang- holtskirkju tók undir við stjórn Jóns Stefánssonar. Að vanda skortir ekki tilþrifin hjá Jónasi Árnasyni þegar hann bregðuráleik. Hérsyngurhann um „Lady Fish and Chips" með ekki ólíkum töktum og þegar hann hélt ræður í sölum Alþingis héráárumáður. Mynd: Jim Smart A Imannatryggingar Bætur hækka Bætur almannatrygginga hækkuðu um 3% 1. október sl. Hækkunin nær til tekjutrygg- ingar, heimilisuppbótar og sér- stakrar heimilisuppbótar. Þessi hækkun er hluti af fyrstu efna- hagsaðgerðum ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, en í þeim er gert ráð fyrir að kjör og afkoma lífeyrisþega verði bætt. Eftir hækkunina er grunnlíf- eyrir 9.577 krónur, tekjutrygging 17.620 kr., heimilisuppbót 5.990 kr. og sérstök heimilisuppbót 4.120 kr. Eftir bótahækkunina nú eru bætur einstaklings 37.307 kr. en lágmarkslaun kr. 33.040. Bætur almannatrygginga eru því orðnar 13% hærri en lágmarkslaun. Heimsbikarmótið Bókað gegn bakhjörium Borgarráð samþykkir samhljóða að ferðamálanefndReykjavíkur verði bakhjarl heimsbikarmótsins. Elín G. Ólafsdóttir: Kostnaður borgarinnar vegna þess arna allt of mikill Á fundi borgarráðs í fyrradag var samþykkt samhljóða að ferðamálanefnd Reykjavíkur yrði bakhjarl heimsbikarmótsins í skák sem Stöð 2 stendur nú fyrir í Borgarleikhúsinu. Elín G. Ól- afsdóttir, áheyrnarfulltrúi Kvennalistans í ráðinu, lét bóka mótmæli gegn þessari ákvörðun, og segir þar að kostnaður borgar- innar vegna þessa máls sé allt of hár. Bakhjarlskostnaður þessi nemur alis 4,5 miljónum króna, og á borgarráðsfundinum var ferðamálanefnd veitt 2,5 miljóna króna aukafjárveiting vegna þess arna. í tillögu ferðamálanefndarinn- ar segir að íslenska sjónvarpsfé- lagið kynni borgina í auglýsing- um og útsendingum vegna móts- ins. Félagið tekur að sér að birta að minnsta kosti 50 auglýsinga- myndir fyrir Reykjavíkurborg og á hver þeirra að vera allt að 30 sekúndna löng. Þá framleiðir fé- lagið og fjölfaldar stutta kynning- armynd fyrir ferðamálanefnd, og bíður útfærsla þess verkefnis nán- ara samkomulags. -Þessi eyðsla er ögrun, á sama tíma og fólk er að missa 'atvinn- una og fyrirtæki sigla í strand, sagði Elín, en bókun hennar er svofelld: „Ég tel 2,5 miljón króna aukafjárveitingu vegna auglýs- inga og kynningarmyndar, sbr. samþykkt ferðamálanefndar, of háa. Reyndar tel ég að heildar- kostnaður borgarinnar vegna þessa máls, sem er 4,5 miljónir krória auk húsnæðis, sé allt of mikill." Formaður ferðamálanefndar er Júlíus Hafstein, en ekki tókst að hafa uppi á honum í gær vegna þessa. HS Grandi hf. Nýstjóm Nýireigendurtaka við Á hluthafafundi í Granda hf. í gær var kosin ný stjórn fyrir fyrir- tækið. í stjórninni sitja nú þeir Árni Vilhjálmsson, Jón Ingvars- son, Kristján Loftsson, Gunnar Svavarsson og Benedikt Sveins- son. Varamenn eru Hjörleifur Kvaran, Ólafur Bjarki Ragnars- son og Ragna Bergmann. Árni verður stjórnarformaður og Jón varamaður hans. Gamla stjórnin sem lét af völd- um í gær hafði verið tilnefnd af fyrri eigendum. í henni sátu þau Ragnar Júlíusson, Þröstur Ólafs- son, Baldur Guðlaugsson og Þór- arinn V. Þórarinsson. Varamenn þeirra voru Hjörleifur Kvaran, Ólafur Davíðsson og Ragna Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.