Þjóðviljinn - 06.10.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.10.1988, Blaðsíða 4
þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Tekjuskattur af fjármagnstekjum Þeir sem hafa tekjur þurfa flestir aö greiða hluta þeirra til sameiginlegra þarfa þjóöfélagsins. Ríki og sveitarfélög þurfa fé til aö standa undir fjölbreyttri þjón- ustu viö þegnana. Þótt menn bölvi oft skattinum og mörgum finnist að oft sé farið illa með almannafé, þá una flestir því aö einhver hluti af launum þeirra sé tekinn til aö greiða kostnað vegna sjúkrahúsa, skóla, hafnargeröar, fegrunar og snyrtingar, svo aö fátt eitt sé nefnt af þeim fjölmörgu verkefnum sem nær allir lands- menn eru í reynd sammála um aö leysa þurfi þannig aö sem flestir greiöi í sameiginlegan sjóð. Stundum gera menn greinarmun á þeim tekjum sem menn afla meö vinnu sinni og þeim tekjum sem þeir hafa af eignum sínum. Reyndar er í flestum tilvikum um lítinn eðlismun að ræöa því aö í báðum tilfellum er oftast um að ræöa einhvers konar leigutekjur. Sá sem þiggur laun fyrir vinnu sína er að selja vinnuafl sitt á leigu. Samkvæmt fyrirframgerðum samningi þarf sá, sem fær fólk til vinnu, aö greiða fyrir leigutímann. Út- leiga á húseignum, landspildum eða silungsám byggir einnig á því aö greitt sé ákveðiö gjald sem fer eftir lengd leigutímans. Og hið sama á aö sjálfsögðu við um þaö þegar menn fá vaxtatekjur. Þá er peningaeign seld á leigu um ákveðinn tíma og leigugreiðslan er háð tíman- um; því hærri vaxtagreiðslur, þeim mun lengri sem lánstíminn er. Það vekur því nokkra furðu að við skattlagningu ríkis- ins er gerður greinarmunur á leigutekjum. Sá sem leigir út vinnuafl sitt þarf að greiða tekjuskatt af vinnulaunun- um ef þau fara upp fyrir ákveðið mark. Hið sama á við um þann sem hefur tekjur af því að leigja út húsnæði, en í því tilfelli er þó tekið tillit til viðhaldskostnaðar. En sá sem hefur tekjur af því að leigja út peninga þarf ekki að greiða neina skatta. Vaxtatekjur eru algjörlega skattfrjálsar. Nú má færa að því rök að hluti vaxtanna, þ. e. verðbótaþátturinn, fari í nokkurs konar viðhaldskostnað. Verðtrygging á að hafa þau áhrif að verðgildi peningaeignar rýrni ekki. Fyrir verðtryggðan höfuðstól á að vera unnt að kaupa sama magn af sams konar vöru eða sams konar þjón- ustu hvort heldur þau kaup fara fram í dag eða eftir mörg ár. Auðvitað er ekki einfalt að finna mælikvarða sem unnt er að fara eftir í þessum efnum en á undan- förnum árum hafa menn notað til þess vísitölur eða verð á erlendri mynt. En vaxtatekjur umfram verðbæt- ur, raunávöxtunin, verður til að auka raunverulegt verðgildi höfuðstólsins og eru því hreinar tekjur fyrir sparifjáreigandann. Þessar tekjur eru skattfrjálsar. Það er engu líkara en yfirvöld telji peningaeign vera á einhvern hátt merkilegri en aðrar eignir. Geti einhver snarað út fyrir íbúð og leigi hana síðan út, þarf hann að greiða skatt af þeim leigutekjum sem eru umfram það sem þarf til að viðhalda verðgildi íbúðarinnar. Noti ann- ar maður sömu upphæð til að kaupa fyrirtæki og fyrir- tækið gangi það vel að hann hafi af því tekjur eftir að allur kostnaður hefur verið greiddur, þá þarf hann að greiða skatt af þeim tekjum. En sá sem á jafnvirði íbúðar eða fyrirtækis í reiðufé og leigir það út, þarf ekki að greiða neinn skatt af vaxtatekjunum, þótt þær séu hærri en nemur verðtryggingu höfuðstólsins. Nú hafa stjórnvöld lýst því yfir að fyrirhugað sé að skattleggja raunvaxtatekjur sem fara fram yfir ákveðið viðmiðunarmark. Almenningur vill að skattbyrðum sé dreift eðlilega og sá hluti hans, sem á eitthvert sparifé, er því tæpast andsnúinn að greiddur sé tekjuskattur af raunvaxtatekjum. Engu að síður verða stjórnvöld að skýra mjög vel út hvað þau hyggjast fyrir í þessum efnum svo að lýðskrumarar afflytji ekki þeirra mál.. KLIPPT OG SKORIÐ Sögurnar og veruleikinn Það eru ekki bókmenntirnar, þessar djúpvitru og alvörugefnu og framsæknu, sem bregðast við stórtíðindum dagsins. Að minnsta kosti ekki á okkar menn- ingarsvæði, ekki á okkar tímum. Enda hafa menn lengi þann steininn klappað að rithöfund- arnir eigi ekki að lúta svo lágt að pæla í andskotans veruleikanum og djöfuls samfélaginu. Þeir gætu flækst inn í pólitík og meitt sig. Þess í stað er þeim hollast að gefa sig á vald hinu frjálsa ímynduna- rafli og skapa heiminn upp á nýtt eftir sínu höfði. Svo skapar hver sinn heim og vanþakklátur pöpullinn hristir hausinn og segir: Ekkert kemur mér þetta við. Eða: Hvaða rugl er nú þetta? Eða: Séð hefur maður annað eins. Aftur á móti vita þeir sem búa til njósnamyndir og spennu- myndir og skáldsögur þeim skyldar vel hvað klukkan slær. Þeir fylgjast með stórmálunum og leggja út af þeim. Og síðast en ekki síst: þeir taka að sér pöntun samfélagsins. Það er að segja: þeir skrifa það sem menn vilja heyra, eða hafa - hvort sem þeir gera sér grein fyrir því eða ekki - einhverja dulda þörf á að heyra. Pörf fyrir ævintýri Því er fram haldið að börn hafi þörf fyrir gömlu og góðu ævintýr- in eins og þau eru, vegna þess, að þar er þeim fyrst stefnt inn í skelfilegan lífsháska (svo þau komist að því hvað heimurinn er hættulegur þegar komið úr út fyrir þröskuldinn hjá mömmu). Og síðan færir ævintýrið þeim þá huggun, að í háskanum er von bæði í heppni og hjálparmönnum og að allt muni fara vel að lokum. Þjóðfélögin eru - mörg hver að minnsta kosti - dálitið lík börnum í þörf sinni fyrir sögur- hvort sem þær eru nú sagðar í kvikmynda- tjaldi eða (ennþá og með gjör- samlega úreltum aðferðum) prentaðar á bók. Ein spennandi skáldsaga Eða svo fannst þessum klipp- ara hér þegar hann gleypti í sig fyrir svefninn nýlega „spennadi skáldsögu“ (hún heitir það í undi- rtitli) sem kom fyrir skemmstu út hjá bókaklúbbi Almenna bóka- félagsins. Hún heitir Þagnarums- átur og er eftir A. J. Quinnell. Þetta er um margt haglega skrifuð saga og vafalaust betri af- þreying en margt annað. En það er ekki málið eins og krakkarnir segja. Heldur hitt, að hún er gott dæmi um það hve vel afþreying- arhöfundar kunna á sitt heima- fólk. Hvað er til marks um það? Jú. Sagan gerist í höfuðborg ónefnds ríkis í Mið-Ameríku. Þar er harðstjóri einn og Kanavinur kominn að fótum fram. Bylting- armenn sækja fram, ná sambandi við metnaðargjarnan herforingja og steypa einvaldanum. Höfund- ur passar sig á því að taka það skýrt fram að hann hafi ekki átt betra skilið. En hitt varðar þó mestu, að allt bendir til þess að landið fari úr öskunni í eldinn - við tekur byltingarforingi sem mun sannarlega keyra landið til andskotans í sínum marxisma, fólsku og mikilmennskubrjálæði. f landinu er bandarískur sendi- herra og byltingarmenn taka hann höndum og hans lið. Þessa gísla á að nota í skiptimynt við Bandaríkin. Og á meðan fær kúb- anskur leynilögreglumaður að yfirheyra sendiherrann og reyna að fá upp úr honum upplýsingar um samsæri sem sendiherrann hefur skipulagt - og gengur út á það að gera hallarbyltingu í Ha- vana og hrekja Castró frá völd- um. Kúbumaður og sendiherra eru „hinn mannlegi þáttur“ sem verður að vera í lagi í sniðugum reyfara af þessu tagi. Þeir eru á öndverðum meiði og glíma hart, en samúðin er með þeim báðum. Þeir eru nefnilega báðir ljóngáf- aðir riddarar einmanaleikans og hafa báðir beðið skipbrot í ást- um. í staðinn fyrir veruleikann En þá er eftir að geta um þann þátt sögunnar sem forvitnilegast- ur er: hvernig svalað er bandar- ískri þörf fyrir pólitískt ævintýri með Iífsháska og góðum málalok- um. í Washington sitja menn og leggja á ráðin um það hvernig frelsa megi gíslana - og sú aðgerð má ekki mistakast eins og þegar reynt var að frelsa gísla úr hönd- um írana eftir klerkabyltinguna. Og það er svartur liðþjálfi (ein sniðuheitin enn: bjargvætturinn er svartur, amk ein „jákvæð“ svört hetja verður að vera í hverri bók) sem tekur ráðin af skriffinn- um og drembilátum herforingj- um. Hann bjargar sendiherran- um og öðrum gíslum með lítilli sveit harðsnúinna manna sem sameina í sér hörku og hugprýði og göfugmennsku eins og þeir eru allir langir til. Að lokum hefur þetta hér gerst í ævintýrinu Þagnarumsátur: Bættur er skaðinn frá því í f ran um árið - aðgerðin tókst. Sá sigur er upphaf mikilla um- bóta á her og leynilögreglu Bandaríkjanna sem verðugir menn stýra (Sendiherrann og svarti liðþjálfinn). Kommar drápu einræðisherr- ann en Kanar gerðu svo innrás og steyptu kommum og lýðræði komst á. Ekkert af þessu hefur gerst í raun og veru, en ’öandarískt þjóðfélag og þeir sem áhyggjur hafa af því, þurfa á slíkum at- burðum að halda, sér til huggun- ar og uppörvunar. Því er ævintýr- ið sagt. Og því verður bókin að sjálfsögðu kvikmynduð með miklum tilþrifum - ef ekki er þeg- ar búið að því. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík / Sími681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson. Sigurður Á. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Omarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: OlgaClausen. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílau8asölu:70 kr. Nýtt helgarblað: 100kr. Askriftarverð á mánuði: 800 kr. SiÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 6. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.