Þjóðviljinn - 06.10.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.10.1988, Blaðsíða 8
SKAK Heimsbikarmót Stórmeistarasambandsins Skjótt skipast veður í Jóhann missti fótanna í vinningsstöðu. Hróksfórn Ehlvests mélaði varnir Spasskíjs. Dramatískt jafntefli Kortsnojs og Júsúpovs Klukkan er fímm. Keppendur storma uppá sviðið hver á fætur öðrum, heilsa andstæðingi sínum innvirðulega með handabandi, sumir brosa hlýlega en aðrir setja í brýnnar. Skákdómarinn fíkrar sig á milli borða og setur klukkur keppenda í gang. Þriðja umferð Heimsbikarmótsins er hafín. Ljósmyndarar hleypa af í gríð og erg enda hafa þeir einvörð- ungu fimm mínútur til þess að ljúka sér af. Þegar þeir hverfa á braut tekur þögnin öll völd, ekki má áreita ofur viðkvæm skilning- arvit séníanna. Hugir ailra eru njörvaðir byrj- unarafbrigðum, gambítum, hrókunum, áætlunum, fléttum, peðum, tvípeðum, leppunum, uppskiptum, skiptamunsfórnum. Hjörtu allra eru barmafull af tilhlökkun, vonum, væntingum, spennu, ótta, örvæntingu, þrjósku, vonbrigðum, gremju, hamingju, stolti. Fyrstir ljúka þeir Tal og Andersson sinni skák. Svíinn stýrði hvítu mönnunum en var ekki í baráttuham í gær enda vart búinn að jafna sig eftir ósigurinn fyrir Kasparov í fyrradag. Tal kvað ekki ganga heill til skógar um þessar mundir og því ekki að furða þótt hann kosti kapps um að sleppa snemma frá skákborð- inu. Sax atti kóngspeðinu á foraðið í fyrsta leiknum gegn Beljavskíj sem svaraði í sömu mynt. Eftir þó nokkur tilþrif í spænska leiknum sættust þeir á skiptan hlut. Nunn svaraði drottningarpeðs- Á morgun tefla: Margeir-Jóhann Sókólov-Portisch Kasparov-Ríblí Tal-Speelman Kortsnoj-Andersson Nunn-Júsúpov Spasskíj-Nikolic Beljavskíj-Ehlvest Timman-Sax leik Nikolics með kóngsind- verskri vörn, einsog hann á vanda til. Heilmiklar sviptingar voru í þessari viðureign en að lokum þóttust keppendur standa hnífj- afnir og handsöluðu samning uppá það. Speelman lék l.d4 gegn heimsmeistaranum sem hugðist halda uppteknum hætti og skella sér útí Grúnfeldsvörn. Og gerði það en fékk ekki að fara alfara- leið fyrir alræmdum „frumleika" hins ofurnærsýna og fótstóra Englendings. Eftir japl og jaml og fuður í kringum feigt umfram- peð Speelmans sömdu kapparnir um jafntefli. Kortsnoj tefldi einnegin Grún- feld gegn drottningarpeði Júsúp- ovs. I fyrstu fylgdi hann forskrift- inni úr viðureign Kasparovs og Júsúpovs í fyrstu umferð en ands- tæðingurinn breytti útaf. Svarta drottningin gleypti a-peð hvíts og lék lengi lausum hala í herbúðum óvinarins áður en hún hélt heim á leið. Spennan jókst, báðir áttu vænleg tvípeð, Kortsnoj lét ridd- ara en hélt tveim tengdum frels- ingjum á drottningarvæng. Þegar tímamörkum var náð og sýnt þótti að peðin skæðu færu í skiptum fyrir knapa Júsúpovs var samið um skiptan hlut. Timman sigraði Margeir í sviptingasömu endatafli, Ehlvest lét hrók af hendi til þess að geta mátað Spasskíj sem gafst upp áður, Jóhann var nærri því að feta í fótspor Margeirs en missti fót- anna og Ungverjinn hrósaði happi og sigri. -ks. Lajos Portisch - Jóhann Hjartarson Bogo-indversk vörn I. d4 Rf6 2. c4 e6 3. RD Bb4+ 4. Bd2 cS 5. Bxb4 cxb4 6. g3 0-0 7. Bg2 d6 8. Rbd2 Dc7 9. 0-0 b6 (Onákvæmur leikur sem var lík- lega undirbúinn þegar í 8. leik.) 10. d5 Bb7 (111 nauðsyn. 10. ... e5 strandar á II. Rxe5! dxe5 12. d6 og vinnur skiptamun.) 11. dxe6 fxe6 12. Rd4 Bxg2 13. Kxg2 e5 14. Rf5 Rc6 15. RD Had8 16. Re3 Kh8 17. Hcl Db7 18. Rd5 Re4! 19. Dc2 Rc5 (Þó e.t.v. megi sanna að byrjana- taflmennska Jóhanns hafi verið ónákvæm hefur Portisch ekki tekist að notfæra sér það og nú þegar stendur Jóhann allvel að vígi.) 20. Rg5 g6 21. Dd2 (Það er eins og Portisch missi þráðinn í þessari stöðu og Jóhann nær að hrifsa til sín öflugt frum- kvæði.) 21. ... b5 22. D (Hvítur varð að loka skálínunni a8-hl.) 22. ... b3 23. a3 Rd4 24. e4 (Það var augljóst að Portisch lék þessum leik ekki með glöðu geði. Jóhann nær nú að treysta stöðu sína með hverjum leiknum. Hann var hinsvegar tímanaumur en það kemur ekki niður á tafl- mennsku hans.) 24. ... bxc4 25. Hxc4 h6 26. Rh3 g5! m X # kW & ;//MÍ *■ Wi m SfcA Ai aaS A W <é>A S fé: abcdefgh (Skarplega teflt. Jóhann hefur hrifsað til sín öflugt frumkvæði og ráðleysisleg taflmennska Port- isch auðveldar ekki vörnina.) 27. Hc3 Df7 28. De3 Dg6 29. Re7? (Gefur tvö tempó alveg út í bláinn.) 29. ... Dh7 30. Rd5 Hf7 31. Rgl Hdf8 32. Hccl Dg6 33. Rc3 h5 34. HD Rce6 35. Hcfl h4 (Gefur upp á bátinn gegumbrot með g5-g4.) 36. g4 Rf4+ 37. Khl hc8 38. Hdl De6 39. Hfd2 Hc6 (Þessi leikur fékk ekki góða kynningu í skákskýringarsalnum. Betra var talið 39. ... Hfc7. Jó- hann var hinsvegar í miklu tíma- hraki en leikurinn er þó traustur og alls ekki víst að hann sé lakari en 39. ... Hfc7.) 40. Rd5 Hc2! 41. Rxf4 gxf4 42. Df2 Hh7 43. Re2 Hxd2 44. Hxd2 Dc4!! 8 7 i :# 1 6 i 5 i 4 3 S i. & 2 A & 1 <á? abcdefgh (Stórglæsilegur leikur sem mark- ar upphafið af geysilegum flækj- um sem ollu áhorfendum ómæld- um heilabrotum.) 45. Rxf4 (Til greina kom 45. h3.) 45. ... Dcl+ 46. Kg2 Kg8 Úrslit í þriðju umferð: Timman-Margeir 1-0 Ehlvest-Spasskíj 1 -0 Portisch-Jóhann 1-0 Ríblí-Sókólov bið Sax-Beljavskíj jafnt Nikolic-Nunn jafnt Júsúpov-Kortsnoj jafnt Andersson-Tal jafnt Speelman-Kasparov jafnt Jóhann og Portisch. Sá síðar- nefndi má prísa sig sælan. Staðan: 1 .-5. Beljavskíj, Kasparov, Nikolic, Timman og Ehlvest: 2 v. 6.-12. Sax, Júsúpov, Speelman, Tal, Andersson, Nunn og Portisch: 1,5 v. 13.-14. Ríblí og Sókólov: 1 v. + bið- skák 15.-18. Kortsnoj, Spasskíj, Jóhann og Margeir: 1 v. (Sennilega er þetta stóri afleikur- inn. Jóhann nefur teflt af miklu hugmyndaflugi en hér bregst honum bogalistin. Hann átti ekk- ert betra en 46. ... Rxf3 47. Kxf3 Hf7 48. Dxh4+ Kg8 og meira en jafntefli fyrirfinnst ekki í þessari stöðu.) 47. Rd5 Hf7 48. f4 Re6 49. f5 Rg5 (Jóhann hafði séð þessa stöðu fyrir en greinilega sést yfir svar- leik Portisch sem gerbreytir stöðunni.) 50. He2 Dc4 51. De3 Kf8 52. h3 Hg7 53. Rc3 a5 54. Hd2 Dc6 55. Dd3 Hd7 56. De3 hg7 57. Hf2 Dc4 58. f6 Hg6 59. Db6 og Jóhann gafst upp. Sorgleg endalok á kröftuglega tefldri skák. ________MINNING__________ Bjami Þórarinsson eirsmiður Nesvegi 56, Reykjavík Bjarni Þórarinsson eirsmiður lést 25. sept. sl. Hann var fæddur 12. júlí 1915 og var því 73 ára að aldri. Bjarni ólst upp í Vestur- bænum hjá vönduðum foreldr- um. Hann lærði eirsmíði hjá Vélsmiðjunni Héðni skammt frá fæðingar- og uppeldisstað og starfaði þarallasínastarfsævi. En hann var hættur störfum fyrir nokkru er hann lést. Bjarni var kunnur fyrir hæfni sína í starfi og lét ekki frá sér fara verkefni nema þau væru sem best úr garði gerð. Hann leiðbeindi mörgum ungum nemum varð- andi smíði og reglusemi og eiga því efni. Bjarni var stéttvís maður og starfaði mikið og vel fyrir stétt- arfélag sitt, Félag járniðnaðar- manna. Hann var fjármálaritari í stjórn félagsins í tólf ár 1944-1955 og félagslegur endurskoðandi frá 1957 til 1987. Við andlát hans þakka vinnufélagar og stéttarfé- lagar Bjarna honum góð störf, vinsemd og tryggð við stéttarfé- lagið. Góður og vandaður félagi er fallinn frá. Við minnumst hans með virðingu og þakklæti. Ég votta eftirlifandi konu hans, börnum og barnabörnum samúð við andlát hans. margir honum þakkir að gjalda í Guðjón Jónsson 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.