Þjóðviljinn - 06.10.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.10.1988, Blaðsíða 9
ERLENDAR FRETTIR Ungverjaland: Einkarekstur efldur Ungverska þingið samþykkti í gær einróma lög þess efnis, að útlendir aðilar megi eignast fyrir- tæki í Ungverjalandi, án þess að Ungverjar sjálfir eigi nokkuð í þeim. Er Ungverjaland eina Austur-Evrópuríkið sem til þessa hefur veitt erlendum aðilum slíka möguleika. Einnig stendur í lögum þessum að Ungverjum sé heimilt að versla með hlutabréf og reka einkafyrirtæki með allt að 500 starfsmönnum. Sumum þykir að með þessu sé Ungverjaland heldur betur að nálgast vestrænt efnahagsskipu- lag. Hin nýju lög, sem taka gildi í jan. n.k., skapa möguleika á myndun fjármagnsmarkaðar að vestrænni fyrirmynd. Má ætla að þessar ráðstafanir leiði til þess, að brátt komi til sögunnar í landinu einkafyrirtæki og hlutafélög af því tagi, sem ekki hafa þekkst þar frá því að komm- únistar tóku þar völd á st'ðari hluta fimmta áratugar. Kalman Kulcsar, dóntsmála- ráðherra sagði er hann kynnti lögin að ástæðulaust væri að ganga út frá þvf að fjármagns- markaður og hlutafélög væru fyrirbæri sem heyrðu kapítalíska heiminum einum til. Rétt væri að meta þetta tvennt eftir því, hversu mikið gagn þjóðarbúið hefði af því. Nýjungum þessum myndi að vísu fylgja breikkandi bil á milli tekna hinna ýmsu þjóð- félagshópa, en á hinn bóginn mætti ætla að frjáls fjármagns- markaður hvetti menn til að verja gróða sínum til fjárfestinga frek- ar en óhófsneyslu. Reuter/-dþ. Grósz, forsætisráðherra Ung- verjalands og aðalritari kommún- istaflokksins þar - nú stefnir hann að stórauknum einkarekstri og býður heim erlendu fjármagni. Alsír: Óánægja og óspektir Verulegar óspektir urðu á þriðjudagsnótt og í gær í Algeirs- borg, höfuðborg Alsírs. Fór fjöldi ungmenna um mikinn hluta borg- arinnar með brennum og skemm- darverkum og skeytti ekki hvað síst skapi sínu á bílum í eigu emb- ættismanna. Líklegt er að undir- rót óeirða þessara séu sparnað- arráðstafanir, sem ríkisstjórnin gerði nýlega, en þær eru líklegar til að skerða lífskjör almennings. Efnahag landsins mun hafa farið hrakandi undanfarið. Lögregla beitti táragasi til að dreifa óeirðafólkinu. Áður höfðu svipaðar óeirðir orðið í tveimur öðrum borgum í landinu, Rouiba og Bouira. Óeirðafólkið hvatti til allsherjarverkfalls og fóru margir að þeim tilmælum, að sögn frétta- manna, þó fyrst og fremst af ótta við að komast ekki heim að öðr- um kosti. Stjórnmálaráð Þjóð- frelsisfylkingarinnar (FLN), rík- isflokks Alsírs, sem kvatt var saman á neyðarfund af þessu til- efni, fordæmdi óeirðafólkið harðlega og lýsti því yfir, að ör- yggislið ríkisins myndi gera það, sem gera þyrfti, til að halda uppi lögum og reglu. Reuter/-dþ. Chile Kosið í gær Báðir aðilar sigurvissir Igær fóru fram forsetakosning- ar í Chile og var Pinochet ein- ræðisherra eini frambjóðandinn. Áttu kjósendur því um það eitt að velja hvort þeir vildu hafa hann sem forseta áfram eða hafna hon- um. Þetta eru fyrstu beinu forsetakosningar í landinu frá því að herinn rændi völdum þar 1973. Fái Pinochet, sem nú er 72 ára að aldri, meira en helming at- kvæða, hyggst hann verða forseti áfram til 1997. Fái hann hinsveg- ar minna en helming greiddra at- kvæða, á hann samkvæmt stjórn- arskránni að boða til nýrra forsetakosninga í des. næsta ár, og verði þá hverjum sem er frjálst að bjóða sig fram. Samkvæmt stjórnarskránni færu þá um leið fram þingkosningar og Pinochet léti af völdum þremur mánuðum síðar. Kosningaspám ber ekki sam- an. Samkvæmt spám Pinochet- sinna fær einræðisherrann um 55% atkvæða, en andstæðingar hans segjast sannfærðir um að þeir vinni stórsigur. Rafmagns- línur voru sprengdar í sundur í gærmorgun, skömmu áður en kjörstaðir voru opnaðir, með þeim afleiðingum að rafmagns- laust varð í höfuðborginni Santi- ago og öllum miðhluta landsins. Ekki er vitað hverjir voru þar að verki. Pinochet kennir vinstri- sinnuðum skæruliðum um, en stjórnarandstæðingar gáfu í skyn grunsemdir um að aðilar á vegum stjórnarvalda hefðu valdið Bandaríkin líta svo á, að þau greiði meira af sameigin- legum herkostnaði Atlantshafs- bandalagsins en þeim beri. Þau krefjast þess að önnur ríki banda- lagsins auki fjárveitingar sínar til herþarfa um þrjú prósent um- fram verðbólgu árlega. Markmið þetta var sett 1979, en því fer fjarri að öll ríki bandalagsins hafi varið fé til herja sinna sem því svarar síðustu árin. William Taft, aðstoðarvarnar- málaráðherra Bandaríkjanna, lét í gær í ljós óánægju þeirra með þetta á fundi með ambassadorum annarra Natóríkja í aðalstöðvum bandalagsins í Brússel. Að sögn heimildarmanns Reuters þar tók Taft skýrt fram, að þolinmæði Bandaríkjamanna viðvíkjandi þessu væri á þrotum. Hann sagði að herir Atlantshafsbandalagsins væru ekki nógu vel skipulagðir, æfðir eða búnir vopnum af nýj- sprengingunum með það fyrir augum að spilla fyrir kjörsókn í höfuðborginni, þar sem talið er að Pinochet njóti tiltölulega lítils fylgis. ustu gerðum. Þar að auki væri skortur á skotfærum. Besta ráðið til að bæta úr þessu væru auknar fjárveitingar til herjanna. Er gef- ið í skyn að þrýstingur almenn- ingsálits í Bandaríkjunum muni Búist var við fyrstu tölum frá atkvæðatalningu í gærkvöldi, en ekki er víst að talningunni verði að fullu lokið fyrr en eftir tíu ^a8a- Reuter/-dþ. knýja þingið þar til að draga úr herstyrk Bandaríkjanna í Evr- ópu, nema því aðeins að hin Natóríkin greiði meira af sam- eiginlegum herkostnaði banda- lagsins. Reuter/-dþ. Leggið meira fram Bandaríkin óánœgð með fjárveitingar annarra Natóríkja til vígbúnaðar Pentagon, þar sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna er til húsa. Að mati manna þar leggja bandamenn Bandaríkjanna í Nató of lítið fram upp í sameiginlegan kostnað við heri bandalagsins. Amnesty International Svört skýrsla fyrir síðastliðið ár 135 ríki gagnrýndfyrir brot á mannréttindum Hundrað þrjátíu og fimm ríki fá á sig meiri eða minni gagnrýni fyrir brot gegn mannréttindum í ársskýrslu Amnesty Internation- al, hinna kunnu alþjóðlegu bar- áttusamtaka fyrir mannréttind- um, fyrir árið 1987. Ákærurnar eru varðandi ýmiskonar brot, allt frá morðum til „vægari“ hrotta- skapar gagnvart fólki, sem stjórnarvöld hafa vanþóknun á. í skýrslu samtakanna, sem hafa aðalbækistöðvar í Lundún- um, er bent á að öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafi undir- ritað mannréttindaskrá þeirra, en engu að síður ofsæki mörg þeirra þá þegna sína, er berjast fyrir því að skráin sé í heiðri höfð. Tugir ríkisstjórna eru í skýrslunni ákærðir fyrir mannrán og morð á pólitískum andófsmönnum. í þriðja hverju þeirra ríkja, sem at- huganir s: ’itakanna ná til, sættu karlar,k' r og börn pyndingum á árinu í að minnsta kosti helmingi ia heims sátu menn fangelsaðir fyrir að láta skoðanir sínar í ljós. Rómanska Ameríka fær hvað verstan vitnisburð í skýrslunni, en þar var á árinu mikið um pynd- ingar á andstæðingum ríkis- stjórna. Þar virðist starfsemi morðsveita, sem tengdar eru her og lögreglu og athafna sig með fullu eða að minnsta kosti þegj- andi samþykki stjórnarvalda, hafa aukist á árinu. Morðsveitir þessar voru sérstaklega athafna- samar í Salvador, Kólombíu, Panama, Paragvæ, Brasilíu, Hondúras og Perú. Ástandið í mannréttindamál- um virðist ekki heldur hafa batn- að á árinu í Asíu. Af hálfu stjórn- arvalda þar var lítið um ráðstaf- anir til að tryggja að mannréttindi væru í heiðri höfð, og ríkisstjórnir þær, sem mest brutu af sér á þeim vettvangi, voru ekki fremur en fyrri daginn reiðubúnar að kannast við mis- gerðir sínar. Hernaður, óöld og óeirðir í Afganistan, Sri Lanka, Punjab, Burma og Bangladesh áttu sinn þátt í takmarkaðri virð- ingu, sem mannréttindum í þess- um löndum var sýnd á árinu. í Afríku færðust þessi mál hinsveg- ar heldur til betri vegar, en þó er þar víða ennþá stórlega níðst á mannréttindum. Frá að minnsta kosti 18 Afríkuríkjum fékk Amn- esty fréttir um pyndingar og aðra illa meðferð á föngum. í skýrslunni er lýst yfir áhyggj- um út af fjölda dauðadóma í allmörgum ríkjum, þar á meðal Suður-Afríku, íran, Kína og Bandaríkjunum. í aðalfangelsi Pretoríu í Suður-Afríku voru á árinu hengdir 164 menn, allir blökkumenn að níu undantekn- um. Þaðan úr landi hafa og borist fullyrðingar þess efnis, að lög- regla og annað öryggislið sé tekið til við að taka fólk af lífi án dóms og laga, og af yfirvalda hálfu sé sýnd tregða á rannsókn slíkra mála. 132 menn voru teknir af lífi í Kína á árinu og 158 í tran, sam- kvæmt fréttum frá þessum löndum. I Bandaríkjunum voru 25 menn teknir af lífi yfir árið og þar eru 1982 dauðadæmdir menn í fangelsum. í skýrslunni er lýst yfir alvarlegum áhyggjum vegna grunsemda um að kynþátta- hyggja valdi nokkru um, hverjir teknir séu af lífi þarlendis. Ýmis Evrópuríki eru í skýrsl- unni gagnrýnd fyrir að fangelsa menn, sem af samviskuástæðum neita að gegna herþjónustu. í Tyrklandi voru á árinu fleiri þús- und manns í fangelsum af pólit- ískum ástæðum. Pyndingum er þar mikið beitt og að minnsta kosti 17 menn létust af völdum þeirra þarlendis 1987. ísrael fær í skýrslunni harða gagnrýni fyrir mannréttindabrot á Palestínu- mönnum, og ekki var ástandið í þeim efnum betra í öðrum ríkjup» í Austurlöndum nær. Bresk yfir- völd eru grunuð um að hafa hegð- að sér full hrottalega, sérlega gegn hryðjuverkamönnum á Norður-írlandi og dregið er í efa réttmæti fangelsisdóma sem tíu frar hlutu, ákærðir fyrir spreng- ingar í Bretlandi. írar þessir full- yrða sjálfir að þeir séu saklausir af umræddum hryðjuverkum. Sovétríkin fá í skýrslunni lof fyrir breytingar til batnaðar þar- lendis. Þar voru nokkrir sam- viskufangar látnir lausir á árinu, handtökum af pólitískum ástæð- um fór fækkandi og umræður um mannréttindi, áður harðbannað- ar, hafa hafist. Hinsvegar er á það bent, að ennþá hafi þarlendis engar breytingar verið gerðar á lögum með það fyrir augum að koma í veg fyrir að sovéskir borg- arar séu fangelsaðir fyrir að neyta réttinda sinna á friðsamlegan hátt. Og í árslok 1987 voru í Sov- étríkjunum ennþá að minnsta kosti 300 samviskufangar, sumir í fangelsum, aðrir í útlegð og enn aðrir gegn vilja sínum á geð- veikrahælum. Reuter/-dþ. Fimmtudagur 6. október 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.