Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Aumingja blessuð ríkisstjórnin Ég, Skaöi, hefi margt reynt og séð og þekki skaplyndi margra manna eins og þeir Ódysseifur og Steingrímur Hermannsson en samt hlýt ég að undrast ruglið og vitleysuna í fólkinu. Hún ríður ekki við hóflegan einteyming heldur geysast fjórir ólmir hestar með hana yfir torfærur mannsandans og stjórnmálanna. Ég tek nú barasta dæmi af Guðjóni vini mínum og félaga í Sjálfstæð- isflokknum, en saman höfum við Valhallar skyr lapið í meira en fjörutíu ár. Ég hitti hann í gær og égspurði hann rétt si sona hvort hann hygði ekki gott til að steypa þessum gæðasnauða þríhöfða þurs vin- strimannastjórnar til andskotans svo sem Þorsteinn formaður vor hvatti til í barátturæðu á dögunum. Æ ég veit það ekki Skaði, sagði hann og var eitthvað flóttalegur á svipinn fannst mér. Veistu það ekki? hváði ég. Ertu kannski hræddur við þessa and- skota? Ætlarðu bara að vera Guðjón bak við tjöldin? Nei, það er nú hængurinn, sagði vinurminn Guðjón. Égerekkert hræddur við stjórnina. Og hvað er þá að? spurði ég Ég er ekkert hræddur við þessa Dennajónaólafíu. Allt væri það í lagi. En mér finnst éggeti ekki varið það fyrir minni kristilegu sam- visku að vera vondur við kerlingarhróið. Kerlingarhróið? Skaði minn. Stjórnin á bágt. Það eru allir á móti henni. Betur að satt væri Guðjón, sagði ég. Og hverjir eru þessir allir? Það er nú Sjálfstæðisflokkurinn okkar, sagði Guðjón. Þó nú væri, sagði ég. Og samt er í honum alltof mikið af lötum mönnum og værukærum sem aldrei skilj a hverj um hin rauða klukka glymur. Svo er það Kvennalistinn. Ég er nú eins og Páll postuli, sagði ég. Ég tel kvenmenn ekki með á málþingi. Og Albert og hans menn Ojæja, sagði ég. Maður veit það aldrei. Er Hafskipsokkiðeða marir þaðíhálfukafi? Frystihúsin eru á móti stjórninni og segja að hún styðji þau eins og gálgi hengdan mann. Guðjón minn, það hefur aldrei verið til hamingjusamur útgerðar- maðurá íslandi. Iðnaðurinn er á móti stjórninni, sagði Guðjón. Iss, hver hlustar á þær upplituðu ullarbrækur? spurði ég. Sparifjáreiegendur eru á móti stjórninni, sagði Guðjón. Ojæja, sagði ég. Ekki á ég von á, að þeir ráðist upp á Orminn langa með verðbréf að vopni. Verklýðshreyfingin er á móti stjórninni, sagði hann. ASÍ og BSRB og þeir allir. Þeir eru nú aðallega upp á móti sjálfum sér, sagði ég. Æskulýðsfylkingin kommanna sjálfra er á móti stjórninni. Jáen hippakynslóðin þeirra er með henni, sagði ég. Þetta éturhvað annað upp. Flokkur mannsins er á móti stjórninni, hélt Guðjón áfram af óbi- fandi þrautseigju. Guðjón minn, sagði ég. Hvurslags rugl er þetta íþér? Sástu ekki skoðanakönnun um daginn þar sem sagði að 65 prósent kjósenda styddu þetta stjórnarafstyrmi? Já en það er ekkert að marka, Skaði, sagði Guðjón. Það eru svo miklu færri sem styðja stjórnarflokkana. Fólkið er ekki með stjórninni heldur með valdhöfunum, sem við Sjálfstæðismenn höfum kennt því aðelska og virða. Nei, hélt hann áfram. Ég fer ekki ofan af því, að ég verð að standa með stjórninni vegna þess að enginn annar gerir það. Hún á það inni hjá mér hún langamma mín. Langamma þín? hváði ég. Já. Hún fór einu sinni til kirkiu og presturinn var eitthvað að hamast út í djöfulinn í sinni prédíkun. A eftir kom gamla konan til hans og sagði si sona: Ekki skil ég, séra minn, hvernig þú getur fengið þig til þess að vera svona vondur við andskotann. Þetta er nú aumingi sem á engan að. # í RÓSA- I GARÐINUM Traustir skulu hornsteinar Hann (Halldór Blöndal alþing- ismaður) sagði að ef Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn ættu að geta unnið saman yrði Alþýðuflokkurinn að fá ráðningu fyrir hegðun sína allt frá 1978. Morgunblaðið Af félagslegri dýrafræ&i - En ef ég vík aftur að Félags- vísindadeildinni. Verður þú þar refur í hænsnakofa? - Ég held það sé öllum gagn- legt að fjölbreytni í skoðunum sé til íháskólanum. Viðtal við Hannes Hólmstein Gissurarson í DV Gegn streitumyndun Nú gerist það nokkurn veginn samtímis að stjórnarmyndunar- keppninni er lokið og ólympíu- leikarnir í Kóreu eru að fj ara út. Þá mætti að skaðlausu verða hlé á spennandi fréttaflutningi af íþrótta- og stjórnmálagörpum. Tíminn Hinskelfilega vöntun Öfgarnir í sjónvarpinu eru "hreint ekki nægilegir. Það er alls ekki nóg af virkilega lélegu efni í dagskránni. DV Hnignun hjákonunnar fögru Benda Borgaraflokksmenn á að lítilmótleg framkoma þeirra sem Ieiddu stjórnarmyndunar- viðræðurnar í garð Alberts Guð- mundssonar... hafi í raun sýnt fram á að verið væri að nota Borgaraflokkinn sem ónýta vöru í hrossakaupum hinna flokkanna - vöru sem aldrei hafði staðið til að nota. Morgunblaðlð Brauð har&nar meðaldri Af ofangreindu má ætla að stjórn Steingríms Hermanns- sonar hefji lífdaga sína á mjög óstöðugum brauðfótum. Morgunblaðið Leggur drottinn líkn með þraut Hefðu hvorki Ólympíuleikar eða hörð stjórnmálaátök komið til, er hætt við að deilurnar í Frí- kirkjusöfnuðinum hefðu verið eitt helsta umræðuefnið nú á haustdögum. Víkverji Morgunblaðsins Ekki er allt sem sýnist Síðustu misserin virðast þeir Þórður Friðjónsson og Ólafur ís- leifsson hafa verið helstu efna- hagsráðunautar ríkisstjórnarinn- ar. Morgunblaðið Eitt eilífðar skákmót... Kortsnoj tefldi við látinn stór- meistara. 2 SfÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. október 1988 Fyrirsögn í Timanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.