Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 4
A BEININU Sigrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Frœðsluvarpsins, á beininu vegna „níð- fréttar“ Þjóðviljans Fræðsluvarpið hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Núna um mánaðamótin hófst vetrarstarf þess m.a. með nám- skeiði í íslensku og er það fyrsta skrefið í fjarnámi svokölluðu, þar sem nemendur geta nýtt sér Fræðsluvarpið til eininga í val- áfanga á framhaldsskólastigi. Á þriðjudag birtist svo gagnrýnin frétt á Fræðsluvarpið í Þjóðviljanum, þar sem því var haldið fram að fjamámið væri bæði dýrt og illa kynnt. Þar er bent á að skólagjöld vegna ís- lenskunámskeiðanna séu rúm- lega helmíngi dýrari en sambæri- leg gjöld hjá Öldungadeild Menntaskólans í Hamrahlíð. Einnig er þar gagnrýnt að námið sé fyrst og fremst ætlað fyrir fólk með staðgóða íslenskukunnáttu. Þar er einnig talað um handa- hófskennt val á aðilum sem feng- nir eru til þess að sjá um kennslu í einstökum greinum, svo drepið sé á nokkra þætti sem gagnrýndir voru í fréttinni. Sigrún Stefáns- dóttir, framkvæmdastjóri Fræðsluvarpsins er því á beininu þessa helgina. Hvað er fræðsluvarp? „Fræðsluvarp er þjónustuaðili fyrir skóla og allar fræðslustofn- anir sem vilja efna til fjarkennslu og nota til þess fjölmiðla, auk annarra hefðbundinna leiða til að ná til nemenda. Við lítum á okk- ur sem hvata og hjálpartæki. Við reynum að hafa forgöngu um samstarf milli þeirra stofnana sem vilja nýta sér fjarkennslu og veitum ráðgjöf og aðstoð við að gera þetta mögulegt.“ Er þetta fyrst og fremst hugsað fyrir fólk sem vill Ijúka fram- haldsskólanámi en á erfitt um vik að sækja öldungadeildir, t.d. vegna búsetu sinnar? „Ef þú ert að spyrja um fjar- námið í íslensku þá erum við bæði að hugsa um ,þann hóp, en líka allan almenning en við gerum náttúrlega engin kraftaverk. Við byrjuðum þetta starf í mars og það mun taka tíma og fé að byggja fjarnám upp. Hinsvegar er það á stefnuskrá okkar að efla fjarnám og fyrsta skrefið var tekið núna, þar sem nú er opnað- ur möguleiki á að fá einingar með fjarnáminu. Síðan ætlum við að byggja utan um það í samráði og takt við óskir framhaldsskóla- stigsins. Við erum að undirbúa núna áfanga í algebru, sem teng- ist framhaldsskólastiginu og er skylduáfangi. Síðan var hug- myndin á næsta ári, ef við verðum ekki drepin með fleiri svona níð- fréttum, að þróa fjarkennsluá- fanga í íslensku sem yrði skylduá- fangi.“ Þið byrjið ekki á skylduáfanga í íslenskunni? „Við byrjum ekki á skylduá- fanga og ástæðan fyrir því sú, er að við erum ekki bara að gefa fólki kost á námi sem vill taka þetta til áfanga. Við erum að uppfylla þarfir annarra hópa líka og sérfræðingar í íslenskri tungu töldu að þarna vantaði efni og þessvegna veljum við þennan áfanga. Ég fékk hóp sérfræðinga í íslenskri tungu til þess að taka ákvörðun um það, hvar ætti að byrja. Þeir töldu að það vantaði námsefni, ekki bara fyrir skóla heldur ekki síður fyrir almenn- ing, efni um mál og samfélag, rit- un, þýðingar og frásagnir." Samkvæmt lýsingu í fréttatil- kynningu frá ykkur sýnist mér ís- lenskunámið fyrst og fremst hugsað fyrir fólk sem hefur þegar lokið framhaldsskólanámi. Það er talað um að námið geti nýst m.a. skrifstofufólki hverskonar, riturum, kennurum, fjölmiðla- fólki, fólki í heilbrigðisstéttum, fólki á auglýsingaskrifstofum o.s.frv... „Það geta allir nýtt sér þessi námskeið. Þetta er efni sem á er- indi til allra sem hafa áhuga á því að læra eitthvað um íslensku. Það sem kom fram í fréttinni í Þjóð- viljanum að bæði útvarps- og sjónvarpsefni sé óþarft er regin- misskilningur. Við erum ekki bara að þjóna skólunum heldur erum við að reyna að ná til hins breiða almennings. Þessvegna teljum við mjög mikilvægt atriði að vera með útvarps- og sjón- varpsefni samhliða. Við vitum jú öll að fólk notar þessa miðla mjög mikið og við teljum að í nútíma- samfélagi sé það rétta boðleiðin til þess að koma efni á framfæri og vekja áhuga.“ Það er samt ekki nauðsynlegt að fylgjast með sjónvarps- og út- varpsþáttum til þess að stunda námið? „Útvarpsþættina geturðu rétti- lega fengið á snældum. En það hringdu t.d. menn í mig í gær sem voru mjög ánægðir með þessa út- varpsþætti, ekki vegna þess að þeir hefðu ætlað að fara að stunda formlegt nám í íslensku, heldur vakti útvarpsþátturinn áhuga þeirra, og til þess er líka leikurinn gerður." Hver er eiginlega munurinn á Fræðsluvarpinu og venjulegum bréfaskóla eða lingvafóni? „Við höfum víðari starfsvett- vang. Við erum að reyna að ná til fleiri. Þér getur gagnast að hlusta á útvarpsþættina og það geturðu gert frítt. Við teljum líka rétt að nota sjónvarp til þess að koma þessu efni á framfæri vegna þess að mesti fjöldinn horfir á sjón- varp og þetta efni sem er í sjón- varpi á að geta nýst á mjög marg- víslegan hátt inn í kennslu. Ekki bara í fjarkennslupakkanum heldur við mjög önnur tækifæri í kennslu á framhaldsskólastigi og jafnvel í kennslu efst í grunnskóla og í Háskóla. Ég t.d. nota einn af þessum þáttum í kennslu í fjöl- miðlanámskeiði í Háskólanum, þátt um ritun.“ í greininni er bent á að það sé helmingi dýrara að stunda nám í Fræðsluvarpinu heldur en í öld- ungadeild. „Vissulega vildum við að verð- ið væri lægra. Það var mennta- málaráðuneytið sem ákvarðaði verðið. Þetta er ekki ákvörðun sem var tekin af mér. Ég get hins- vegar bent á að einkakennsla hef- ur alltaf verið dýrari heldur en hópkennsla. Þarna er verið að sinna hverjum nemanda út af fyrir sig en ekki í hópi. Þegar ver- ið er að tala um verð þá finnst mér rétt að benda á það, að þarna þarf nemandinn ekki að flytja sig um set, t.d. ef hann ætlar að þreifa fyrir sér og athuga hvort hann ætlar að fara í öldungadeild. Búi hann út á landi getur hann tekið fyrstu skrefin heima hjá sér án þess að leggja í þann stofnkostn- að að þurfa að flytja á milli landshluta til þess að byrja sitt nám. Hann getur sparað sér þann kostnað. Hann getur líka sparað sér þann kostnað að þurfa að þeytast á milli staða í byggð.“ Hefði ekki verið eðlilegt að rík- ið greiddi þennan námskostnað jafn mikið niður og það greiðir niður nám í öldungadeild? Þú tal- aðir um að þarna opnaðist mögu- leiki fyrir fólk á landsbyggðinni án þess að það þyrfti að flytja sig um set. Er ekki verið að mismuna fólki eftir búsetu með þessu? „Vissulega hefði ég óskað eftir því að þetta væri hvorutveggja jafn dýrt eða jafn ódýrt, en menntamálaráðunevtið verður að svara fyrir það. Fyrst við erum að tala um verð vil ég til gamans benda á að þessi 4.000 kr. kostn- aður er jafn mikill og það kostar að fara í litgreiningu eitt kvöld. Ég hef ekki orðið vör við að fólki finnist litgreiningin dýr.“ Stefnið þið að því að hægt verði að Ijúka stúdentsprófi einhvern tímann í framtíðinni með fjar- námi? „Ég teldi það eðlilegt fram- hald. Það ræðst af fjármunum. Á þessu ári höfum við 6 miljónir úr að moða til að gera allt sem við þurfum að gera. Það er ljóst að framhaldið ræðst alfarið af fjár- magni. Ég hef kynnt mér kerfi þar sem hefur verið hægt að taka öldungadeildina alfarið í fjar- námi og það hefur gefist mjög vel. Margt hér á landi mælir með þessari leið. Landið er strjálbýlt og víða ekki til kennarar.“ Þið hafið sótt um 42 miljón króna fjárveitingu á næsta ári. Hvað liggur að baki þeirri áætl- un? Hugmyndin er sú að þessari upphæð yrði skipt jafnt á þrjú stig, grunnskólastigið, fram- haldsskólastigið og almennings- fræðsluna. Stóra spurningin fyrir Fræðsluvarpið er hvernig verður staðið að því að borga útsending- arkostnað. Einsog er þurfum við að borga 40 þúsund krónur fyrir hverja klukkustund í sjónvarp- inu. Við höfum hinsvegar ekki þurft að borga fyrir útsendingar í útvarpi." Væri ekki eðlilegt að líta á þetta sem fundið fé fyrir sjónvarpið að fá ókeypis efni til útsendingar? „No comment. Við þurfum að finna lausn á þessu. Einhver þarf að borga og spurningin er hvernig það mál verður leyst í framtíð- inni.“ Hvernig hafa viðbrögð al- mennings verið við Fræðsluvarp- inu? „Þau hafa verið mjög jákvæð og ég hef orðið vör við mikinn áhuga og sérstaklega úti á landi. Ég held að fólk eygi þarna nýjan möguleika, sem mér þætti mjög vænt um að yrði ekki drepinn með níðskrifum." Það vekur eftirtekt að nú þegar þetta barn þitt er að komast á koppinn, þá sækirðu um stöðu sem dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá Sjónvarp- inu? „Ég er að minna útvarpsráð á mig.“ Þú hefur ekki hug á að yfirgefa Fræðsluvarpið? „Það hvarflar ekki að mér að ég fái dagskrárstjóraembættið. Þá ályktun dreg ég af fyrri reynslu." En ef þú fengir það? „Ef ég fengi það, ef svo ólík- lega vildi, til þá myndi ég taka stöðuna." Og yfirgefa þetta afkvæmi? „Ég held að einhver annar hljóti að vera til sem gæti tekið við barninu, ættleitt það og fært það til þroska.“ -Sáf Fræösluvarpiö er fyrir alla 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.