Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 6
DAGAR ÆSKUNNAR SENN TALDIR Pjóðfélög vesturlanda „eldast “ með hverju árinu sem líður. Helge Steener: Æskan á eftir að eftirláta þeim eldri forystuna í tísku, tónlist og öðru því sem setur svip sinn á hvern tíma Dagar æskunar eru brátt taldir. Eftir nokkur ár veröur táningurinn í gallabuxum með kókflöskuna í hendi horfinn úr auglýsingamyndunum. í staö- inn kemur vel sett manneskja sem höfðar til eldra fólks. Þeir dagar þar sem allt miöast viö æskuna eru á hröðu undan- haldi. Þeir yngri eiga eftir aö eftirláta þeim eldri forystuna í tísku, tónlist, og öðru því sem mestan svip setur á nútímann hverju sinni. Þjóöfélög Vesturlanda sem sí- fellt „eldast" eiga eftir að breytast úr stressuöum og mi- skunnarlausum samfélögum yfir í mýkri og rólegri samfélög, þegar fram líða stundir. Ástæðan er jafn augljós og hún er óumflýjan- leg. Alls staðar í hinum vestræna heimi á eftir að dynja yfir elli- bylgja. Við hér á landi munum ekki fara varhluta af þessari elli- bylgju, þótt mikið sé um barns- fæðingar nú sem stendur. Eftir um það bil 30 ár skellur á okkur fyrsta bylgjan, svo aftur önnur 10 árum síðar, en hún verður mun öflugri. Þá komast þeir sem núna eru á aldrinum 35- 45 ára á eftirlaunaaldur. En sá hópur er afleiðing mesta frjó- semistímabils íslandssögunnar, sem hófst árið 1940 og lauk árið 1960 þegar hún náði hámarki sínu. Síðan hefur dregið smátt og smátt úr fæðingum hérlendis. Æskan á útleið - Það má sjá nú þegar ýmis merki þess að æskan sé að láta undan í baráttunni við hina eldri um athyglina. Eitt þessara merkja má sjá í bandarískum sáp- uóperum. Nú í seinni tíð fjölgar þeim þáttaröðunum stöðugt sem fjalla um eldra fólk. Aðalhlut- verkin eru í höndum mun eldra fólks en áður var. Þetta sagði Helge Steener í samtali við Nýja Helgarblaðið, en hann er norskur sérfræðingur sem fengist hefur við rannsóknir á því, sem ætla mætti að framtíðin beri í skauti sér. Hann sat nýlega ráðstefnu í Bandaríkjunum þar sem aðalum- ræðuefni var væntanleg elli- bylgja. Að sögn Helge er hinn alþjóð- legi auglýsingarbransi þegar far- inn að búa sig undir yfirtöku hina gömlu. Sérstaklega er bandaríski auglýsingaiðnaðurinn upptekinn af þessu núna. En þar kom frjós- emistímabil stríðsáranna mun fyrr en í Evrópu, þannig að elli- bylgjan verður fyrr á ferðinni þar en í „gamla heiminum“, sagði Helge og bætti við að það væri einmitt þessi hópur sem yrði uppistaðan í stríðinu, hópi ellilíf- eyrisþega þegar ellibylgjan nær hámarki í kringum 2020. Þessi kynslóð sem fæddist í og eftir stríð, hefur oft verið kölluð eftir- réttakynslóðin. Hún hefur yfir- leitt fengið allt sem hana hefur langað í. Á sjötta áratugnum fékk hún ódýr námslán. Sjöunda áratugnum hagstæð húsnæðislán og nú situr þessi kynslóð í skuld- lausum eignum, og fer með völd á flestum sviðum þjóðfélagsins hvort sem það er í viðskiptum, menningu, fjölmiðlun eða stjórnmálum. Frekir ellilífeyrisþegar - Að öllum líkindum mun þessi kynslóð eiga eftir að nota allt sitt á sjálfa sig frekar en að láta börn njóta góðs af því, sagði Helge. Auk þess verður hún mun heilsu- hraustari en verið hefur með undanfarandi kynslóðir á þessum aldri, og mætti segja að hún verði á sínum besta aldri um það leyti sem hún kemst á eftirlaun. Ekki þarf hún heldur að kvarta yfir fjárhagnum, ef fer sem horfir. Flestir, alla vega hér í Noregi og víðast hvar á Vesturlöndum, eiga rétt á lífeyrisgreiðslum, mismikið Lausnin er fleiri böm Ólafur Ólafsson landlæknir: Verðum að búa svo í haginn að það sé áhugavert að eignast börn Eina leiðin held ég sé að stuðla að fleiri fæðingum. Þannig getum við dregið úr þeim vanda sem verður þegar þessi stóra kynslóð sem nú er í blóma lífsins kemst á eftirlaunaaldurinn, sagði Ólafur Ólafsson landlæknir þegar hann var spurður um hvernig hægt verður að veita öllu þeim sem komir verða af léttasta skeiðinu, aðhlynningu í ellinni. Samkvæmt upplýsingum í bók- inni Gróandi þjóðlíf sem Fram- tíðarnefndin sendi frá sér, er gert ráð fyrir að í dag séu átta á vinnu- aldri á bakvið hvern ellilífeyris- þega í landinu. Árið 2020 er gert ráð fyrir að þeir verði einungis fimm. Nú þegar er mjög erfitt að manna þá þjónustu sem sjúkum og öldruðum er veit. - Brýnast tel ég að efla heimil- isþjónustana. Það er ekki spurn- ing að það er hagkvæmasta lausnin. Það er líka ljóst að flestir aldraðir vilja vera heima hjá sér sem lengst, og með því að bæta heimilisþjónustuna getum við gert mörgum öldruðum það kleift að búa heima hjá sér þótt séu komnir á háan aldur, sagði land- læknir. Þegar Ólafur var spurður hvernig hann teldi að ganga mundi að manna þessa þjónustu í framtíðinni teysti hann sér ekki til að svara, en hann sagði að út- litið væri svart. - í nágrannalöndunum hafa menn brugðið á það ráð að skylda aðstandendur til að annast sína nánustu þegar leggja þarf þá á sjúkrahús, sagði Ölafur og bætti við, að eina leiðin til að draga úr þeim vanda sem verður eftir fjörtíu ár, þegar ellilífeyrisþegum hefur fjölgað um rúmlega helm- ing, sé að ala fleiri börn. - Við verðum að búa svo í hag- inn og það strax í dag að það sé áhugavert fyrir ungt fólk að eignast börn, sagði landlæknir. Tíska framtíðarinnar á eftir að taka mið sitt af þörfum hinna fullorðnu. Mynd Jim Smar að vísu. En eins og málum er háttað munu margir halda því sem næst fullum launum þegar þeir leggja niður störf vegna aldurs. Einnig mun stór hópur þeirra erfa foreldra sína fyrst þeg- ar þau eru komin af léttasta skeiðinu, sagði Helge og benti á, að miðað við núverandi skattar- eglur, td. í Noregi, mætti gera ráð fyrir að ekki þyrftu komandi elli- lífeyrisþegar að hafa áhyggjur af skattinum. Að sögn Helge er það ljóst að þessi hópur mun verða mjög áhugaverður sem neytendur, ekki eingöngu vegna þess að hann kemur til með að hafa næga peninga milli handanna, heldur einnig vegna þess að hann verður í raun stærsti markhópur framtíð- arinnar. Þannig mun iðnaðurinn og sölumennskan taka mið sitt af honum. Sveigjanlegri vinnutími - Ég er þeirrar skoðunar að samfara þessari ellibylgju muni þjóðfélagsþegnar framtíðarinnar lifa einangraðra lífi en við í dag. Fólk mun leggja meira upp úr fjölskyldulífi. Það verður vafa- laust komin svokölluð „sjón- varpsverslun". Fólk getur setið heima hjá sér í sófanum og keypt í matinn í gegnum sjónvarp, og einnig má gera ráð fyrir að öll bankaþjónusta verði í gegnum sjónvarpið heima og jafnframt verði hægt að panta miða í leikhús og bíó beint, og ef ekki er uppselt þá prentar maður út að- Ólafur Ólafsson landlæknir telur að brýnast sé að efla heimilisþjónustu aldraðra. Pétur Blöndal formaður Landsam bands lífeyrissjóða telur útilokað ac lífeyrissjóðirnir geti staðið við loforc sín eftir árið 2020. 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. október 1988 göngumiðann sjálfur heima. Þannig má jafnframt gera ráð fyrir að sala á alls lags farmiðum verði. Allt verður svo borgað með plastkortum, sagði Helge. Hann gerir einnig ráð fyrir að vinnutími verið mun sveigjan- legri en í dag og að fólk verði ekki skikkað til að leggja niður störf þegar það nær eftirlaunaaldri. Snyrtistofum fjölgar Þó fólk muni lifa einangraðra lífi í framtíðinni mun það kapp- kosta að halda sér í formi og líta vel út, að áliti Helge. Þanniggerir hann ráð fyrir að snyrtisérfræð- ingar framtíðarinnar eigi eftir að hafa nægan starfa við að lagfæra hrukkur, jafnframt má búast við Bömum fækkar öldruðum fjölgar auknum áhuga aldraðra á heilsu- rækt, og sala á alls kyns efnum sem hressa fólk muni aukast til muna. - Það er almenn skoðun þeirra sem fást við spá um framtíðina að fólk komi til með að gera meiri kröfur til umhverfisins, einnig er fastlega gert ráð fyrir að meiri kröfur verði gerðar til allrar framleiðslu, og að auglýsingar hafi meira upplýsingagildi en í dag. Ellilífeyrisþegar framtíðar- innar eiga eftir að verða kröfu- harðir, og þeir eiga hvergi eftir að gefa eftir í baráttunni um skipt- ingu þjóðarkökunnar, sagði Helge og bæti við að þeir gömlu myndu væntanlega ekki líta á sig sem gamalmenni, heldur sem fullorðið fólk sem fært sé í flestan sjó. Áriö 2020 munu íslendingar sem komir eru yfir 65 ára aldur veröa um 48.000. Á sama tíma er áætlað aö börn á aldrinum 0-14 ára verði rétt rúmlega 46.000. Árið 1985 voru þeir sem komir voru yfir 65 ára aldur 24.300. Sama ár voru börn undir 14 ára aldri 63.500, þannig á börnum eftir aö fækka á íslandi um 17.500 á næstu fjörtíu árum, en þeim sem komir eru af léttasta skeiðinu aö fjölga um 23.700 Þessi spá lýsir vel þeirri þróun sem nú á sér stað í aldursamsetn- ingu íslensku þjóðarinnar, en hún “teldist" nú með hverju ár- inu sem líður. Árið 2020 verða þeir sem orðnir eru 55 ára eða eldri 31,4% þjóðarinnar. Árið 1985 var þessi aldurshópur ekki nema 18,3%. Þessar upplýsingar koma fram í mannfjöldaspá sem gerð var fyrir svokallaða Framtíðarnefnd sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra skipaði árið 1984. í bókinni Gróandi þjóðlíf sem Framtíðarnefndin sendi frá sér er að finna ýtalega spá um mannfjölda og aldurssamsetn- ingu hans á íslandi fram til ársins 2020. En samkvæmt aðalspá nefndarinnar verða íslendingar árið 2020 275.600 talsins. Þannig er gert ráð fyrir að okkur fjölgi um rúm 28.000 á næstu fjörtíu árum. Á síðast liðnu ári fjölgaði okkur um 1,37% en í spánni er gert ráð fyrir að okkur fjölgi um 0.5-07% árlega fram til ársins 2020 Gamlar spár Hér á landi var fyrst gerð spá um mannfjölda árið 1961, en að þeirri spá stóð Framkvæmdaáætl- un ríkisins. Sú spá náði til áranna 1962-1970 fyrst og fremst, en lengst til aldamóta. Spá Fram- kvæmdaáætlunar var byggð á hreinum framreikningi eftir fæðingar- og dánartíðni á árunum fyrir 1960, og átti mannfjöldi á landinu samkvæmt þessari spá að vera orðinn 279.00 árið 1985 og 374.00 árið 2000. Hefði það svar- að til 2,1% fólksfjölgunar á ári frá 1985 til aldamóta. Ekki gekk þessi spá eftir, en ástæðan er ein- föld: fæðingum hefur fækkað hér á landi eins og annars staðar í hinum vestræna heimi. Á árunum 1850 til 1940 fædd- ust hér á landi 2000 til 2900 börn á ári. Á árum heimsstyrjaldarinnar síðari tók við nýtt skeið og fjölg- aði okkur þá mjög ört. Þannig Sjóðimir tæmast árið 2020 Pétur Blöndal: Þeir sem eru tvítugir í dag fá ekkert úr lífeyrisjóðunum, efekkert verður að gert Það er deginum Ijósara, að miðað við núverandi forsendur verða flestir lífeyrissjóðir lands- manna gjaldþrota árið 2020, mið- að við að þeir geti ávaxtað fé sitt um 2% umfram laun. Þetta sagði Pétur Blöndal, en hann hefur gert reiknislíkan sem sýnir þróun líf- eyrissjóðakerfisins allt fram til ársins 2090 - Eign allflestra íslenskra líf- eyrissjóða nær hámarki árið 2020, en þá fer að halla undan fæti, og eftir það geta þeir ekki staðið við þau loforð sem gefin eru í dag, sagði Pétur. Flestir lífeyrissjóðir hafa heitið því að hver sjóðsfélagi fái sem nemur 54% af verkamanns- launum þegar hann lætur af starfi við 67 ára aldur, að því tilskildu að viðkomandi hafi greitt í sjóð- inn í 30 ár. Vilji viðkomandi fresta því til sjötugs að þiggja greiðslu úr sjóðnum, á hann rétta á 63% af verkamannslaunum. - Það liggur á borðinu að eitthvað verður að gera ef koma á í veg fyrir að þeir sem komast á ellilífeyrisaldur eftir árið 2020 fá ekki sinn lífeyri úr sínum sjóðum. Það gera allir ráð fyrir því í dag að fá þessa peninga til baka sem þeir borga í lífeyrissjóðina. Ungt fólk sem nú er tvítugt, sér fram á það að þegar það verður 67 ára verða engir peningar fyrir hendi til að borga ellilífeyri, sagði Pétur. Hann benti á þrjár leiðir til að leysa vandann: í fyrsta lagi að sjóðunum verði gert kleift að ávaxta sitt fé um 3% umfram laun. í öðru lagi að hækka iðgjöld úr því sem nú er, og í þriðja lagi að skerða bótagreiðslur, þ.e.a.s. að lækka bótagreiðslur til muna. Mannfjöldi: 100.000 80.000 l 60.000 | 40.000 j 20.000 55 ára og eldri 0-19 ára I Árlð 1985 2000 2020 A þessu línuriti sést vel hvert stefnir í aldurssamsetningu íslensku þjóðarinnar fæddust 3400 börn árið 1945 og árið 1950 fæddust 4100 börn. Há- marki náði þessi fólksfjölgun árið 1960, en það ár fæddust 4900 börn. Árið 1985 var þessi tala komin niður í 3800. Þrátt fyrir þá staðreynd að aldrei hafi eins margar konur verið á barnsburð- araldri fækkaði barneignum um 22% frá því árið 1960. Á sama tíma fjölgaði konum á þessum aldri um 62% V,ið upphaf seinni heimsstyrj- aldarinnar fæddi hver kona á barnsburðaraldri að meðaltali 3 börn. Á árunum 1956 til 1960 fæddi hver kona 4,2 börn. Fyrir þremur árum var þessi tala komin niður í 1,9 börn á hverja konu. Þessi þróun hér á landi á sér sam- svörun með nágrannaþjóðunum. Þannig er fæðing á hverja konu komin niður í 1,5 barn á hinum Norðurlöndunum kringum 1984. Til þess að komandi kynslóðir verði jafn fjölmennar þeirri sem nú er á barnsburðaraldri þarf hver kona að eignast að meðaltali 2,1 barn. Sérfróðir menn um mannfjöldaspá í V-Evrópu telja ekki miklar líkur á að enn frekar dragi úr fæðingatíðni, heldur sjá menn ekki nein merki þess að fæðingum fari fjölgandi að neinu ráði. Að vísu hefur fæðingum fjölgað nokkuð að undanförnu á Norðurlöndunum, en það mun hvergi nærri duga til að viðhalda stærð þeirrar kynslóðar sem nú er á barnsburðaraldri. Aldurs- samsetningin Það heyrist oft talað um vanda- mál aldraðra í dag. Mikill skortur er á hjúkrunarrými í landinu fyrir aldraða, einnig hefur uppbygging á þjónustu við þá gengið hægt. Margir kvarta yfir ónógu plássi á dvalarheimilum, og jafnframt stöndum við okkur mjög illa í því að bæta heimilisþjónustu fyrir aldraða. í raun eru þessi vanda- mál sem við stöndum frammi fyrir í dag smámunir miðað við þau vandamál sem ellibylgja framtíðarinnar ber í skauti sér. Eftir aðeins um fjörtíu ár komast fjölmennustu árgangar íslands- sögunar á eftirlaunaaldur. En á samtíma hefur börnum og ung- lingum fækkað verulega. { dag er talið að á bak við hvern ellilíf- séu um átta vinnandi. Vrið 2020 verða aðeins fimm á bak við hvern ellilífeyrisþega. En þá er miðað við að eftirlaunaald- ur verði 70 ár. Enn alvarlegra verður dæmið ef miðað er við 65 ára aldur og tekið er inn í mynd- ina að stöðugt er krafist lengri skólagöngu af ungu fólki sem leiðir til þess að það kemur seinna inn á vinnumarkaðinn. Ef þessir þættir eru tekir inn í mynd- ina má gera ráð fyrir að einungis tveir til þrír vinnandi beri uppi hvern ellilífeyrisþega framtíðar- innar. Þó ætíð sé óvissa í spá um mannfjölda, og sérstaklega erfitt að spá um fæðingar, má ganga út frá því vísu að þeim eldri á eftir að fjölga verulega. Þannig voru þeir árið 1985 25.000 en verða árið 2020 48.000, eða u.þ.b. 17% þjóðarinnar. Fólki á vinnualdrin- um 20 til 65 ára á samkvæmt spánni að fjölga á sama tíma að- eins um 5%. Árið 1985 voru 132.500 manns á þessum aldri. Að fjörtíu árum liðnum er gert ráð fyrir að þeim hafi fjölgað um 33.000. Börn á grunnskólaaldri eru samkvæmt þeim forsendum sem spáin byggir á, átta þúsund færri en þau voru árið 1985, en þá voru þau 37.500. í allt munu Is- lendingum innan við tvítugt fækka um rúm 11.000 fyrir árið 2020. Sú fækkun mun síðan að sjálfsögðu vinda upp á sig, og áður en 21. öldin er úti munu ís- lendingar verða mun færri en þeir eru í dag, gangi spá Framtíðar- nefndar eftir! I Sævar Guðbjörnsson 1 Föstudagur 7. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.