Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 8
_______LEIÐARI_______ Eftir Olympíuleika Fjölmiölaumfjöllun um Ólympíuleikana í Seúl breyttist mjög frá degi til dags meðan á leikunum stóö. Fyrst voru fjölmiðlar mjög sam- stilltir í hrifningu sinni af glæsileik setningar- hátíöar og tíðindum af einstökum afrekum og köppum. En eftir því sem lengra leið varð gagnrýnistónninn sterkari - æ fleiri tóku undir þær raddir sem sögðu að stjörnuíþróttir nútím- ans væru komnar á það stig, að þeir sem standa vilja á sigurpalli þurfi að leggja á sig meira en líkami og sál þola. Og eyðileggja þar með sjálfa sig - og íþróttirnar um leið. Umskiptin urðu, eins og allir vita, með frétt- um af því að fótfráasti maður heims, Ben John- son, hefði verið sviptur gullverðlaunum sínum vegna lyfjaneyslu. Svo virðist reyndar sem fréttamenn og almenningur hafi um skeið ver- ið búinn að ýta frá sér því ógeðfellda lyfja- bruggi sem notað er til að píska afreksmenn áfram - enda hafa um fjölmiðla laumast fregnir af miklum framförum í þeim vísindum, að leita uppi lyf í líkama íþróttamanna og eftirstöðvar þeirra. En um leið og upp komst um Ben John- son var sem stíflu tæki úr. Þetta vissum við alltaf, skrifa menn, hver um annan þveran. Enginn kemst langt í þeim greinum þar sem mest reynir á afl og þol nema að skrúfa sig upp á óleyfilegum lyfjum. Hinsvegar hafa flestir vit á því að hætta lyfjatökum í tíma fyrir stórmót. Ben Johnson er ekki samúðar verður: hann vissi vel hvað hann gerði og hann hefur þar fyrir utan grætt miljónir dollara á sínum hlaupum. Hann lendir svo í kvörn þeirrar hræsni, sem gerir sigurvegarana að þjóðhetj- um og dýrlingum meðan allt leikur í lyndi en sparkar þeim út í ystu myrkur fyrirlitningarinnar þegar þeir reynast þeir bjánar að láta koma upp um sig. Það er því ekki nema von aðblaðið Korea Times skrifi: „Vandamál Johnsons er vandi þeirra allra“. íþróttafrömuðir láta nú hafa það eftir sér, að lyfjabruggið sé glæpur gegn íþróttunum og gegn íþróttamönnunum sjálfum - bæði þeim sem þar með hætta heilsu sinni og svo gegn keppinautum sem enn eru „hreinir" - taka ekkert inn sem óleyfilegt er. En málið er reyndar alvarlegra, eins og bent var á í þýska vikuritinu Spiegel nýlega en þar segir: „Lyfj- amálin eru fullkomlega rökrétt afleiðing af sjálfu risafyrirtækinu Olympíu, sem knúið er áfram í peninga- og gróðavímu, fyrirtæki sem þjóðir og auðhringar, sjónvarpsstöðvar og auglýsingastofur, lyfjasalar og íþróttakuklarar úr læknastétt græða stórfé á.“ Úr þessu, segir Spiegel, verður svo víta- hringur rammur: Ólympíuleikarnir þurfa stór- stjörnur eins og Ben Johnson til að laða til sín nægilega peninga til að rísa undir sér og skapa það spennuandrúmsloft sem heimsmót ganga fyrir. En stórstjarna verður enginn lengur án tvísýnnar efnafræði sem þegar til lengdar lætur eyðileggur íþróttamanninn og íþróttirnar og Ólympíuleikana um leið. Og þar fyrir utan ber tölvert á því að menn séu orðnir leiðir á öllu saman: að minnsta kosti horfðu Bandaríkja- menn mun minna (eða um 20 %) á leikana í sjónvarpi en reiknað var með. Gifurlegir hagsmunir eru í veði á Ólympíu- leikum, árangur á þeim krefst gífurlegra fjár- festinga, ofurmannlegrar þjálfunar og í mörg- um tilfellum hættulegra efnafræðitilrauna með mannslíkamann. íslendingar hafa að sjálf- sögðu verið með á Ólympíuleikum - en þegar horft er til þess ástands sem skapast hefur í íþróttaheimi, þá finnst manni skorta átakan- lega alvöruumræðu um það, hvernig smáþjóð á borð við okkur eigi og geti brugðist við. Við höldum áfram að sveiflast í ráðleysi milli mik- illa væntinga um árangur okkar manna og gremjufullra vonbrigða. Og síðan fara menn að skrúfa sig aftur upp úr svartsýninni með staðhæfingum í þá veru, að allt verði betra næst ef við gerum meira fyrir íþróttirnar, en það þýðir á nútímamáli að setja meiri peninga í púkkið. En samt heldur allt áfram að vera í lausu lofti - hvort sem spurt er um nauðsyn- legar fjárhæðir eða skynsamlegustu nýtingu þeirra eða hvern lut menn geta yfirleitt ætlað sér í íþróttaheimi sem verður harðari, grimmari og fjárfrekari með hverjum Olympíuleikum sem líður. Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppó. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson. Sigurður A. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnurómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmy ndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðsiustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarbiað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 8 — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.