Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 10
FOSTUDAGSFRETTIR Vísitölur Tvöflalt misgengi; nei takk Ari Skúlason: Kaupmátturinn nú ílágmarki ogþvíafar óhagstœttað tengja lánskjaravísitöluna launumfrekar. Kristján Thorlacius: Svo lengi sem ekki eru greiddar vísitölubœtur á laun á lánskjaravísitalan engan rétt á sér Skuldarar eru þegar búnir að taka á sig misgengi vegna þess að kaupmátturinn hefur verið að minnka. Ef hann fer að aukast er þeim gert að taka aftur á sig mis- gengi, miðað við að þessar hug- myndir verði að veruleika, sagð> Ari Skúlason, hagfræðingur ASI, aðspurður um ráðagerðir stjórnvalda í þá veru að tengja lánskjaravísitöluna laununum enn frekar. - Kaupmáttur launa er nú í lág- marki - við hljótum að gera ráð fyrir að hann muni aukast - en svona tenging er aðeins hagstæð þegar kaupmátturinn fer minnkandi. Sé hann á uppleið er hún afar slæm, og það er einfald- lega ekki rétt að Alþýðusam- bandið hafi beðið um nokkra slíka tengingu, sagði Ari. - Sú ríkisstjórn sem nú situr lætur launþega borga niður tapið hjá fyrirtækjunum, en þykir greinilega ekki nóg að gert, úr því að Iaunþegar eiga líka að taka þátt í að greiða niður skuldir fyrirtækjanna, sagði hann. Norrœna húsið Ævisagnir og saga Pingað um íslenskar sagnfrœðirannsóknir FAXAFEN 5, SlMI:685680 (SKEIFUNNI) Hver og einn af háfunum frá Balster er handunninn meö handbragði sem á aldalanga hefö að baki. Smíðajárnið, stálið, koparinn - allt fær þessa næmu meðhöndlun sem þarf til þess að notagildi og augnayndi fari saman. Form og' áferð er fjölbreytt, þannig að hvert eldhús fær háf við sitt hæfi. Líttu inn. Ráðstefna um íslenskar sagn- fræðirannsóknir verður haldin í Norræna húsinu á morgun og hefst klukkan níu. Er það Vísind- afélag Islendinga sem gengst fyrir þessari ráðstefnu, sem er öllum opin, og munu spgnfræðingar leitast við að kynná þar viðhorf sín til fræðanna og þær rannsókn- ir sem þeir eru að fást við. Fjórtán sagnfræðingar flytja erindi á ráðstefnunni, sem stend- ur með stuttum hléum fram til klukkan sex, og má nefna að Gunnar Karlsson ríður á vaðið með fyrirlestur sem nefnist „Sér- staða sagnfræði meðal fræð- anna“. Meðal annarra fyrirlesara eru Sveinbjörn Rafnsson, sem talar um miðaldasögurannsóknir á íslandi, Gísli Gunnarsson sem segir frá nýjum stefnum í fjöl- skyldusögu og hagsögu, Loftur Guttormsson sem rekur rann- sóknir á íslenskri uppeldissögu og Reykjavíkurhöfn um 1920. Blíðalognið notað til að þurrka seglin. Ljósmyndir verða stöðugt stærri hluti þeirra heimilda sem sagnfræðingar vinna úr. Þór Whitehead sem fjallar um stjórnmálsögu 20. aldar. Eitt af umræðuefnum ráðstefnunnar verða tengsl ævisagna og sögu, og fjalla Bergsteinn Jónsson og Þór- unn Valdimarsdóttir um það mál. Þetta er þriðja ráðstefnan sem Vísindafélag Islendinga gengst fyrir, og fjölluðu tvær hinar fyrri um vanda íslenskrar tungu á vor- um dögum og um grunnrann- sóknir á íslandi. Fyrirlestrarnir sem haldnir voru á þessum ráð- stefnum hafa verið gefnir út í bók eða eru í prentun, og einnig er gert ráð fyrir því að fyrirlestrar ráðstefnunnar á morgun verði prentaðir síðar. Gjöf Jóns Sigurðssonar Samkvæmt reglum skal veita fé úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar „til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit og annars kostar til þess að styrkja útgáfu merkilegra heimildarita". Heimilt er og að „veita fé til viðurkenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vísindarit í smíðum.“ Öll skulu rit þessi „lúta að sögu Islands, bók- menntum þess, lögum, stjórn og framförum." Þeir sem óska að rit þeirra verði tekin til álita um verðlaunaveitingu skulu senda nefndinni eitt til þrjú eintök. Æskilegt er að umsögn viðurkenndra fræðimanna, sérfróðra um efni ritsins, fylgi. Framangreind gögn skulu send í Forsætisráðu- neytið, Stjórnarráðshúsinu, 105 Reykjavík, en stíluðtil verðlaunanefndarinnar, fyrir 15. nóvem- ber næstkomandi. Reykjavík, 3. október 1988 Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar Magnús Már Lárusson, Sigurður Hróarsson, Sigurður Líndal. vel að vera sá að losna við láns- kjaravísitöluna, en það útheimti þá raunverulegan stöðugleika efnahagslífsins. Ef hægt er að tala um stöðugleika núna er hann til- kominn vegna verðstöðvunarinn- ar. En það hefur ekki verið hreyft við neinum raunverulegum vand- amálum; lausnirnar eru allar til bráðabirgða og því ekki trúverð- ugar, sagði hann. - Ég hef haldið því fram að svo lengi sem ekki eru greiddar vísi- töluuppbætur á laun eigi lánsk- jaravísitalan ekki rétt á sér, og er enn þessarar skoðunar, sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB; laun eru ekki einasta óverðtryggð nú, heldur er skorið af grunnlaununum í þokkabót og bannað að semja um launahækk- anir. Það gefur auga leið að við slíkar aðstæður á lánskjaravísital- an engan rétt á sér, sagði Krist- ján. HS ASI Kreflst samningsréttar Mannréttindi geta ekki orðið söluvara Afundi miðíjtjórnar Alþýðu- sambands Islands í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma: „Miðstjórn Alþýðusambands íslands mótmælir harðlega síend- urteknum aðförum stjórnvalda að samningsrétti verkalýðshreyf- ingarinnar. Grundvöllur lýðræð- islegra samfélaga byggir á því að þegnarnir geti gert með sér samn- inga og treyst því að þeir verði haldnir. Afnám samningsréttar kippir stoðunum undan því gagnkvæma trausti sem þarf að ríkja til þess að lýðræðislegt starf hafi eðlilegan framgang. Miðstjórn vekur sérstaka at- hygli á því að engar hömlur eru settar á samningsrétt annarra en launþega. Þann hátt hafa stjórnvöld haft á hvenær sem þeim hefur þótt henta. Til þess hafa þau misbeitt aftur og aftur því neyðarúrræði sem bráða- birgðalög eiga að vera samkvæmt stjórnarskránni. Miðstjórn krefst þess að stjórnvöld skili samningsréttin- um. Hann er mannréttindi sem eru ekki og mega aldrei verða söluvara.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.