Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 13
Hákarlar á bak við tjöldin Það kom flatt upp á margan ísfirðingin þegar það fréttist að Árni Sigurðsson fyrrum ritstjóri og eigandi Vestfirska fréttablaðsins og fyrrum bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins á ísafirði bauð 152 milljónir króna í rækjuverk- smiðju O.N.ÓIsen á ísafirði og skaut keppinautum sínum ref fyrir rass og hreppti góss- ið. En Árni hefur dvalið um skeið vestur í Bandaríkjunum við skíðakennslu enda mar- gfaldur íslandsmeistari á skíðum héráðurfyrr. ísfirðing- ar fullyrða hinsvegar að bak við tilboð Árna standi mágarn- ir Eiríkur Böðvarsson fram- kvæmdastjóri Niðursuðu- verksmiðjunnar hf. á ísafirði og Jón Guðlaugur Magnús- son framkvæmadstjóri Mar- bakka hf. í Kópavogi og fyrrum bæjarritari á Isafirði sem ætli sér með kaupunum að gerast stærstu rækjufram- leiðendur við norðanvert ísa- fjarðardjúp. Allir fá sér konu Þegar nýir ráðherrar taka við fylgja þeim nýir aðstoðarráð- herrar inn í ráðuneytin. Ráð- herrar Alþýðubandalagsins hafa ekki enn ráðið menn sér til aöstoðar en talið er nokkuð Ijóst hverjir þar verða tilkallað- ir og er álitið að það verði þrjár konur. Þannig er talið að Svanfríður Jónasdóttir bæjarfulltrúi á Dalvík og vara- formaður Alþýðubandalags- ins verði aðstoðarmaöur Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra, að Guðrún Agústsdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík verði aðstoðar- maður Svavars Gestssonar menntamálaráðherra og að Álfhildur Ólafsdóttir ráðu- nautur í Vopnafirði verði Steingrími J. Sigfússyni til aðstoðar í landbúnaðarráð- uneytinu. Hurðum skellt í Hafnarsambandi Hafnasambandsþing sveitarfélaga á ísafirði í síð- ustu viku var fjölsótt og hitnaði oft í kolunum að venju, eink- um þegar kom að því að kjósa stjórn þess. Alþýðubanda- lagsmenn höfðu fjölmennt á þingið og lögðu þeir áherslu á að ekki væri eingöngu kosið eftir búsetu heldur einnig eftir pólitískum línum. Eftir miklar umræður í uppstillinganefnd náðist loks samkomulag þar sem Kristni Gunnarssyni, bæjarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins í Bolungavík var stillt upp í varastjórn, sem fulltrúa Vestfirðinga, en þeir fengu ekki fulltrúa í aðalstjórn. Gestgjafar þingsins, Bolvík- ingar og ísfirðingar voru margir ekki sáttir við þessa niðurstöðu og einn þeirra, hafnarstjórinn á ísafirði, Sturla Halldórsson, gekk út af fundinum með nokkrum látum og sást ekki meira á þinginu. Sigrún volg Einsog fram hefur komið í fréttum fékk Hrafn Gunn- laugsson fjögurra ára leyfi frá störfum sem dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar. Þrettán manns sóttu um að leysa hann af í þessi fjögur ár, þar af óskuðu tveir nafn- leyndar. Þeir sem ekki fóru fram á nafnleynd eru þau Björn Emilsson, Bryndís NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA13 Af fjármálastjórn Schram, Guðmundur Krist- jánsson, Helgi Ragnar Sverrisson, Hlín Agnars- dóttir, Jón Hermannsson, Lárus Ýmir Óskarsson, Óli Örn Andreassen, Sigrún Stefánsdóttir, Sigrún Val- bergsdóttir og Sigurður Snæberg Jónsson. Talið er að erfitt verði fyrir útvarpsráð að ganga enn einusinni fram- hjá Sigrúnu Stefánsdóttur, en stutt er síðan hún þurfti að lata í minni pokann fyrir Boga Ág- ústssyni þegar nýr frétta- stjóri var ráðinn að Sjónvarp- inu. Ýmsir telja'samt Sigrúnu ekki réttu manneskjuna í þetta starf og vilja frekar sjá Lárus Ými í starfinu því starf þetta kalli fyrst og fremst á hug- myndaríkan eldhuga. Þó er talið að útvarpsráð óttist það að Lárus Ýmir verði að fá út- rás fyrir listamanninn í sér, með vissu millibili einsog sá sem á að leysa af hólmi nú, en Hrafn hefur ansi oft þurft leyfi frá störfum vegna anna við kvikmyndagerð. _________Verður fordæmið betra? Ólafur Ragnar Grímsson, nýbakaður fjármálaráðherra, hefur lýst því yfir að hann muni ekki taka eina einustu krónu úr ríkissjóði í bílastyrk eða bílakaup fyrir sjálfan sig. Með því vill hann verða for- dæmi annarra ráðherra í ráð- deildar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Reyndar hefur einn ráðherra sýnt þetta fordæmi þegar, en það er Jó- hanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, en hún ekur um á eigin bíl. Menn minnast þess að Jón Baldvin Hannibalsson, forveri Ólafs Ragnars í ráðuneytinu, hafði uppi stór orð um að hann myndi festa kaup á sítróen bragga þegar hann tók við embættinu. Bragginn varð reyndar að fokdýrum Pajero- jeppa, sem Jón Baldvin þeyttist á um borg og bý. Ólafur Ragnar hyggst ekki selja jeppann heldur leyfa starfsfólki ráðuneytisins að nota hann í snatt. Bíða menn nú spenntir eftir því hvort for- dæmi Ólafs Ragnars verði betra en fordæmi Jóns Bald- vins. Einum aðdáanda nýs fjár- málaráðherra-varð á orði fyrir framan sjónvarp á dögunum 1 að „þarna er nú sparigrísinn okkar." Dönsku kvik eldhús- og baðinnréttingarnar eru vandaðar úr völdum viði og í fjölmörgum stílteg- undum og litum. Verðið er lægra en þú átt að venjast og afgreiðslutíminn er aðeins 3 vikur frá staðfestingu. Þú færð allt kvik sem þig vantar fyrir minna fé en aðrir bjóða og 10% afslætti í október. Þér bjóðast AEG tæki í eldhúsið á sömu kjörum. Komdu í dag og sjáðu þetta með eigin augum. Einn samningur, ein heildarlausn. Margir litamöguleikar. Góð greiðslukjör. Stuttur afgreiðslutími. AEG tæki með í samningnum. Ódýr lausn en vönduð. OPIÐ HÚS í DAG 10-16 OGÁ MORGUN SUNNUDAG 13-16 Fit hf f A FJARÐARKAl m -< HÓLSHRAUN z > I 1 H Z SKÚTAHRAUN 2, HAFNARFIRÐI, S: 651499 Hér sérðu merkilegt verðtilboð á dönsku fe innréttingum og AEG eldhústækjum:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.