Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 14
bamið Rætt við Gunnar M. Sandholt, yfirmann fjölskyldu- deildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, en sá sem því starfi gegnir á hverjum tíma er jafnframt framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar borgarinnar - Munurinn liggur ekki síst í því að hér er starfsmannahaldi til að dreifa, en það er meira en sagt verður um langflestar barnaverndarnefndir annars staðar á landinu, sagði Gunnar M. Sandholt, yfirmaður fjöl- skyldudeildar Fél- agsmálastofnunar og þar með framkvæmdastjóri barnavernd- arnefndar Reykjavíkurborgar, er við hófum þetta spjall á að inna hann eftir muninum á Reykjavík og svo aftur fámennum byggðar- lögum með tilliti til barnavern- darmála; þá hefur Reykjavík um- talsverða burðargetu ef svo mætti segja og getur sinnt ýmsum kostnaðarsömum verkefnum sem víða annars staðar er tómt mál um að tala. Þá munar líka mikið um að hér erum við að mestu laus við þessa persónulegu nálægð sem getur gert mál af þessu tagi svo erfið viðfangs í fámennum sveitarfé- lögum; við erum ekki með mál Siggu í næsta húsi til meðferðar, og náfrænka hennar í barnaverndarnefndinni, eða ein- hver sem hefur þekkt hana frá blautu barnsbeini. Við þurfum aftur að gæta að því að kerfið vaxi okkur ekki upp fyrir höfuð, verði of ópersónulegt og einstaklingur- inn týnist. Og það er þessi fa- gvæðing sem forveri minn í starfi, Guðrún Kristinsdóttir, hefur ver- ið að kanna og reyna að leggja mat á; hvaða þýðingu hefur hún í rauninni haft. Það verður spenn- andi að sjá livað út úr því kemur. Að vísu getur verið erfitt að meta slíkt; hinn algjöri skortur á þjónustu á þessu sviði víða á landsbyggðinni veldur því að þegar mál eru orðin of viðamikil til að við þau ráðist í héraði ef svo mætti segja, þá flytur fjölskyldan sem hlut á að máli í burtu, eða er jafnvel stuggað á brott. Félagsmálastofnun Reykjavík- urborgar hefur sætt margvíslegri gagnrýni eins og við vitum, og er auðvitað langt í frá hafin yfir gagnrýni, en þrátt fyrir allt fer það ekkert á milli mála að þjón- ustuúrræðin á félagsmálasviðinu eru hér. Það eru bara tvö eða þrjú sveitarfélög á landinu sem hægt er að nefna í sömu andrá og Reykjavík þegar um félagsmála- þjónustu er að ræða. Og það má nú reyndar segja að það Iiggi í eðli höfuðborgar að laða til sín vandamálin; þau vandamál sem eru smásamfélaginu um megn. Hrepparnir: liöónýtar einingar til félagsmálastarfs Ég á sæti í nefnd sem hefur það verkefni með höndum að endur- skoða barnaverndarlögin, og í því sambandi eru þær mikið áhyggjuefni þessar litlu einingar, ég vil leyfa mér að segja liðónýtu einingar, sem hrepparnir eru til alls félagsmálastarfs; það er gífurlegt misræmi í því sem fjöl- skyldum er boðið upp á, og þar með börnunum, eftir búsetu. En hér erum við komnir inn á mál sem Barnaverndarráð hefur á sinni könnu, og þess er skylt að geta að ráðið hefur staðið fyrir námskeiðum til að kenna barna- verndarnefndum viðeigandi vinnubrögð. Samanburðurinn við Norður- lönd sem okkur er svo gjarnt að grípa til; hvernig förum við út úr honum þar sem börn og velferð þeirra er annars vegar? Hin almennu fjölskyldupólit- ísku úrræði eru miklu vanþróaðri hér en þar, það fer ekkert á milli mála. Húsnæðismál; tekju- jöfnun, það er að segja barnabót- akerfið allt saman eða fjárhags- legur stuðningur ríkisins við barnafjölskyldur svo maður segi sama hlutinn með öðrum orðum; samfelldur skóladagur; og svo náttúrlega kaupmáttur launa, þar með talið hjá barnafjölskyldum. Á þessum sviðum standa Norður- landaþjóðirnar okkur langtum framar. Þetta er líka spurning um upp- byggingu félagsþjónustunnar; þeir eru búnir að gera breytingar á sínu sveitarstjórnarkerfi sem hefur það í för með sér að sveitarstjórnirnar eiga nú orðið að ráða þokkalega við félags- þjónustuna, og að auki hafa þeir fylkið sem millistig, og ríkið styrkir sveitarfélögin; gerir ákveðnar kröfur, en endurgreiðir líka kostnaðinn við félagsþjón- ustuna að hluta til, og í miklu meira mæli en hér. Það er því óhætt að slá því föstu að almennt talað er félagsþjón- ustan hér á landi mjög vanþróuð, miðað við það sem gengur og ger- ist í Skandinavíu, og ég held nú að þetta sé niðurstaða allra sem hafa tekið sér fyrir hendur að bera þessa hluti saman. En nátt- úrlega eru aðstæður að ýmsu leyti aðrar. Svo ef við tökum aftur Reykja- vík þá var gerð hér samræming á félagsþjónustunni á árunum fyrir 1970 sem landslög gerðu ekki ráð fyrir, og upp á þennan Norður- landasamanburð má skjóta því að að samræmd félagsmálalög- gjöf er þar alls staðar við lýði nema reyndar í Noregi. Hérna er aftur engin samræmd félagsmála- löggjöf, en Reykjavík reið sem sagt á vaðið fyrir rúmum tuttugu árum, sameinaði nefndir og sam- ræmdi sína félagsþjónustu. Hjálp til sjálfshjálpar í Reykjavík er skipulag þess- ara mála því að mörgu leyti líkt og gengur og gerist á Norður- löndunum; hér er unnið eftir hug- myndum um heildarsýn þar sem fjölskyldan er útgangspunktur- inn, það er unnið út frá hugmynd- um um hjálp til sjálfshjálpar, en þær hugmyndir eru reyndar forn- ar í íslenskri löggjöf. Endurhæf- ingarhugmyndir skipa hér einnig veglegan sess. í einu orði sagt er fjölskylduviðmiðuð heildarsýn lykilatriðið í „stefnuskrá“ Fé- lagsmálastofnunar. Þá er gert ráð fyrir að einn aðili hafi sem mest með mál einnar fjölskyldu að gera, en ekki allt upp í þrír eins og áður; Framfærsluskrifstofa, skrifstofa Barnaverndar og Á- fengisvarnarnefnd. Við héldum mjög fjölmennt þing norrænna félagsráðgjafa hér í sumar, og þá lá náttúrlega beint við að bera sig saman við koll- egana; mér sýnist nú að á Fé- lagsmálastofnun hér í Reykjavík skipi barnaverndarmál og barna- verndarumræðan miklu veglegri sess en þar sem ég þekki til í stór- borgum á Norðurlöndum, og að okkar vinnubrögð séu fullt eins góð og þar, þótt beinn saman- burður hafi ekki verið gerður. En að vonum vitum við um ýmsa ágalla á okkar kerfi og okk- ar vinnubrögðum, og þessa ágalla höfum við verið að takast á við, en ýmislegt tengist til dæmis vist- unum barna og vinnubrögðum í barnavernd. Þetta með vistanirnar; manni sýnist býsna mikil áhersla hafa verið lögð á sveitina í gegnum tíð- ina... Já, og ég veit nú ekki nema ég verði að segja því miður. Sé litið til reglugerðar um vernd barna og ungmenna frá því um 1970 þá er þar sagt hreint út að stefnt skuli að því að vista börn í sínu hverfi ef þau eru sett í skammtímafóstur. En það er afskaplega sterk hefð fyrir því hér að það sé börnum alveg sérstaklega hollt að fara sem fjærst foreldrum sínum og vistast uppi í sveit. Og það er ann- að í þessu; við erum alltaf að leita að fósturheimilum hérna í Reykjavík, sérstaklega þegar að- eins þarf að vista í skamman tíma, og ég vildi svo sannarlega að það gengi betur, en málið er bara að við erum þá að leita að þess konar fjölskyldum sem er alltaf að verða minna um. Við erum að leita að tiltölulega ungu fólki sem býr við efnahagslegt ör- yggi þannig að afkomulegu ör- yggi barnsins sé ekki ógnað á fósturtírnanum, en þetta útilokar ljóslega fólk sem stendur á haus í húsnæðisbasli. Þáviljumvið helst fjölskyldur þar sem annað hvort hjónanna er heima, að minnsta kosti til að byrja með. Og þetta fer einfaldlega sjald- an saman: ungar fjölskyldur eru hvorki efnahagslega sjálfstæðar né búa við öryggi ef annaðhvort hjónanna er heima við. Það er því ekki að undra að þetta hefur ekki gengið nógu vel. En undanfarin tvö ár höfum við verið að byggja upp kerfi svokall- aðra skammtímaheimila, þar sem börn eru vistuð á einkaheimili í staðinn fyrir vistheimili, þar sem það er talið fært, og þetta kemur meðal annars upp úr skoðun á okkar vistunarmálum og sem við- leitni til að bæta starfið. Við höfum bætt við starfsfólki sem hefur sérstaklega með þessi vistunarmál að gera, og þá til að tryggja að reglurnar sem vistað er eftir séu skýrar; að gerð sé áætlun um hvert einasta barn - hvert stefni með það þegar það er vist- að - og sérstaklega erum við að reyna að koma okkur upp ákveðnu viðvörunarkerfi ef um endurteknar vistanir er að ræða, án þess að þær séu áætlaðar. Refir, minkar, fiskeldi, börn? Við höfum alltaf vistað eitthvað af börnum úti á lands- byggðinni. Bændakonurnar hafa þá í þeim tilfellum haft tíma og svigrúm, gjarnan rúmgott hús- næði og viljann til að annast þessa hluti. Sumardvalarþjónusta bænda við þéttbýlisstaðina hefur líka átt sinn þátt í að stuðla að þessari þróun. Er hægt að tala um þetta sem aukabúgrein hjá bændafólki á þessum þrengingartímum í land- búnaðinum? Tilhneigingin er nokkur hjá bændum að gera þetta að „auka- búgrein“ eins og þú segir, og það kemur sérstaklega skýrt fram í sambandi við sumardvalirnar, sem tengist til dæmis ferðaþjón- ustu bænda. Á þessu fyrirkomulagi má bæði finna jákvæðar hliðar og nei- kvæðar eins og gengur; stærsti gallinn er sá að um minni sérfræð- iþjónustu verður að ræða, þar sem börnin eru send burt frá henni ef svo mætti segja. Þau þurfa oft sérkennslu, þau þurfa oft ráðgjöf og skoðun sálfræðinga og barnageðlækna, og náttúrlega verður erfitt um vik að koma slíku við ef þau eru send langt í burtu. Þar við bætist - og það er nú raunar engin viðbót heldur að- alatriði - að það verður svo erfitt um vik að vinna með tengsl for- eldranna og barnsins, en foreldr- arnir taka í flestum tilvikum aftur við barninu. En þessi rofnu tengsl foreldranna og barnsins eru kannski alvarlegasta hliðin á þessum sveitavistunum. Hvert stefnir með barnavernd- armál hér hjá okkur? Er hægt að tala um að einhver ákveðin þróun sé í gangi, til góðs eða ills? Þróunin er sú að fleiri fjöl- skyldur bera sig nú eftir þjónustu Félagsmálastofnunar. Þróunin hefur einnig verið í þá átt að al- varlegum barnaverndarmálum hefur fjölgað verulega í Reykja- vík, alltént ef við leggjum þann mælikvarða á alvarleg barna- verndarmál að það séu mál sem eru lögð fyrir barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Én ég vil nú fara varlega í að fullyrða að vanræksla og ill með- ferð á börnum hafi aukist stór- lega. Hluti af þessari aukningu á málum hjá barnaverndarnefnd getur mætavel stafað af því að starfsmenn beini málunum frekar í þennan farveg, til þess einfald- lega að tryggja festu í málsmeð- ferð. Rammi utan um tilveruna Hitt er svo aftur annað mál að ef maður lítur í kringum sig og hugar að aðbúnaði barna sem líð- ur illa, þá er það ekki bara Fé- lagsmálastofnun og barnavernd- arnefnd sem sjá teikn um slíkt. Skólarnir segja okkur það líka að það séu miklu fleiri böm sem líð- ur illa og eru tilfinningalega van- rækt; barnageðlæknar hafa þá sögu að segja að þeim börnum fari fjölgandi sem eru með hegð- unarerfiðleika og skapgerðar- bresti, og fá ekki þann ramma utan um sína tilveru sem þau þurfa á að halda. Þá er engum blöðum um það að fletta að stöðugleiki í lífi barna fer minnkandi; þannig hefur hjón- askilnuðum farið fjölgandi eins og alkunna er og fleiri og fleiri börn hafa búið við fleiri og fleiri fj ölsky lduaðstæður, ef maður getur orðað það svo klúðurslega. Það er margt í þessu sem bend- ir til þess að þeim börnum fari fjölgandi sem hafa það slæmt til- finningalega. En þetta þarf auðvitað ekki að þýða það að verr og verr sé hugsað um allan barnaskarann. Börn njóta miklu meiri athygli en þau hafa áður gert, og eiga sér jafnframt fleiri málsvara en fyrir nokkrum árum. En það er þá líka spurning hvort þau þurftu eins mikið á því að halda þá. Og úr því að þú varst að velta fyrir þér samanburðinum við næstu þjóðir þarna áðan, þá má segja að margt bendi til þess að við höfum það jafngott eða betra en Skandínavar, svona í heildina; við segjumst að minnsta kosti vera miklu hamingjusamari og erum með þjóðartekjur eins og þær gerast hæstar, og stöndum í einu orði sagt afskaplega vel að vígi ef efnislegir velmegunarmæl- 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ \ Föstudagur 7. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.