Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 15
Gunnar M. Sandholt: Börnum er mismunað gífurlega eftir búsetu. Mynd: Jim Smart. ikvarðar eru lagðir til grundvall- ar; við búum í fínni húsum, ferð- umst meira, tölum meira í far- síma, eigum fleiri tölvur, og þannig áfram og áfram. En þau börn sem standa höllum fæti vegna veikgerðra fjölskylduaðstæðna fá miklu minni stuðning hér. Óöryggið í húsnæðismálunum er meira, vinnutími foreldra er lengri, og út frá sjónarhóli barnanna skiptir kannski ekki öllu máli hvort for- eldrarnir eru fjarverandi löngum stundum við vinnu vegna neyslupressu sem á þeim er, eða hvort þeir eru hreinlega svona illa staddir fjárhagslega og verði því að vinna svona mikið. Eftir stendur hitt að foreldr- arnir eru mikið í burtu; samfelld- ur skóladagur er ekki til, og börn- in því svo og svo mikið í reiði- leysi. Samstarf skóla og foreldra, dagheimila og foreldra; þetta er ákaflega brotakennt hjá okkur. Og allt bítur þetta í skottið á sér: hvenær í ósköpunum eiga for- eldrar að hafa tíma til að sinna samstarfi við skólana og dag- heimilin? Aðeins nánar um meðferð barnaverndarmálanna sjálfra... Samvinna fjölskyldu og starfsmanns Málefni flestra fjölskyldna sem hingað leita eru unnin að beiðni þeirra sjálfra, og í samvinnu fjöl- skyldu og starfsmanns. Mikilvæg- ustu úrræðin sem við höfum úr að spila eru tvímælalaust viðtöl skjólstæðinganna við félagsráð- gjafa; stuðningsviðtöl, ráðgjöf og leiðbeiningar um hin ýmsu vandamál sem á fólki brenna. Fólk leitar hingað mikið vegna fjárhagserfiðleika, og oft er fjár- hagsaðstoð raunhæfur kostur til að hjálpa fólki að komast út úr einhverjum kröggum. Þá erum við með húsnæði, og erum reyndar stærsti leigusalinn á landinu. Þetta er ákaflega mikil- vægt úrræði, þótt samþjöppun þess húsnæðis skyggi nokkuð á, en það á sér þá skýringu að á árunum í kringum 1970 lá mönnum svo mikið á að útrýma braggahverfunum að því var ekki sinnt sem skyldi að dreifa þeim íbúðum sem komu í staðinn. Það er aftur gert núna og aðeins leyfðar stakar íbúðir, og það er til mikilla bóta. Síðan höfum við úrræði á borð við vistun eða fóstur barns, ef til þess þarf að koma, og rekstur á- kveðinna stuðningsstofnana eins og mæðraheimilis, þar sem hægt er að vista móður og barn saman; ýmis úrræði sem varða unglinga og svo framvegis. En flest mál byrja, og enda, sem almenn stuðningsmál. Á hverju ári eru má kalla þriðjung- ur allra mála hér skammtímaað- stoð, sem fólk virðist geta nýtt sér og þarf þá ekki að leita hingað aftur. Þá er annar þriðjungur til lengri tíma; frá tveimur árum og upp í fimm, og lýkur þá með ein- hverri lausn. Síðasti þriðjungur- inn er svo mál sem eru til langtím- ameðferðar. Þarna erum við meðal annars að tala um alls kon- ar vistunarúrræði, til dæmis fyrir öryrkja, gamalmenni, og einnig fósturmál barna sem eru í sumum tilfellum fóstruð allt upp að 16 til 18 ára aldurs. Enda eigum við að styðj a þau börn sem hér um ræðir þangað til þau eru orðin uppkom- in, og skila þeim þá heilu og höld- nu til samfélagsins. Að öllu samanlögðu er því ekki hægt að segja að þetta hlutfall mála til langs tíma sé ógnvekjandi. En við tökum dæmi af því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þegar mál eru tilkynnt til okkar sem barnaverndarmál, þá skulum við segja að við fáum til- kynningu frá nágranna. Segjum að nágranninn hringi vegna þess að hann verður var við að barn er gróflega vanrækt og hrjósi hugur við því sem hann sér. í slíkum málum er tilkynningaskylda til barnaverndarnefndar. Við skul- um gefa okkur að ekki sé verið að tilkynna einhvern einstakan at- burð, heldur fremur ástand sem hefur varað í langan tíma, enda er síðarnefnda tilfellið algengara. Við reynum þá að leggja mat á hvað þarna er að gerast. Fyrst af öllu tilkynninguna sjálfa; hvað gengur viðkomandi til, hversu ár- eiðanleg er heimildin, og enn- fremur öflum við upplýsinga frá opinberum aðilum ef einhverjir slíkir eru þegar í sambandi við fjölskylduna, t.d. skóla, dag- heimili eða heilsugæslustöð, til að ganga úr skugga um að við séum á réttu róli í málinu. Þarf tíma til aö vinna traust Af sjálfu leiðir að við höfum alltaf samband við foreldra þess barns sem tilkynnt er um, en það fer eftir eðli málsins hvort við för- um heim til þeirra og bönkum upp á fyrirvaralaust eða boðum komu okkar, eða hvort við boð- um þau til viðtals á skrifstofuna hjá okkur. Þessu næst verður að reyna að meta hverjir erfiðleikarnir eru og vinna traust foreldrisins, eða for- eldranna, vegna þess að mark- miðið er alltaf að styðja fólk til að bæta það sem úrskeiðis hefur far- ið. Langflestir vilja lagfæra svona hluti, flestum er vel við börnin sín og ef um það er að ræða gera flestir sér grein fyrir því að þeir hugsa ekki nógu vel um þau. En á móti kemur að fólk er ákaflega viðkvæmt fyrir þessum hlutum, fer í varnarstöðu, og oft gætir mikillar afneitunar á þessu fyrsta stigi. Næsta stigið er svo greining, og á grundvelli hennar er reynt að leggja upp áætlun, og þar getur margt komið til; í alltof mörgum tilfellum gerum við bara grein- inguna og sjáum að við höfum ekki svigrúm til að vinna meira í málinu að sinni, og látum okkur þá einfaldlega nægja að koma með einhverjar ábendingar til viðkomandi foreidris. f öðrum tilfellum er viðkomandi veitt við- tal og reynt að fylgja málinu eftir í hendur annarra meðferðaraðila, og það er nú orðið til töluvert framboð af ýmiss konar úr- ræðum; áfengismeðferð, göngu- deildarviðtöl á geðdeildum, við- töl á barnageðdeild, stundum er fýsilegt að beita einhverjum úr- ræðum í samvinnu við skóla eða dagheimili. Nú en ef málið er mjög alvar- legt og samvinna næst ekki, þá mundi mál verða kynnt fyrir barnaverndarnefnd Reykjavík- ur, en í flestum tilfellum hefur þó mál verið lengi til meðferðar áður en til þess kemur. Hinir fullorönu hafa skilgreint vandamálin Við meðferð almennu stuðn- ingsmálanna er hættan sú að það skorti viðmiðunina við þarfir barnanna. Það er gert ráð fyrir því að fjölskyldan sem heild sé skoðuð sem skjólstæðingur, og þá er það hinn fullorðni sem skil- greinir vandamálið. Gagnrýni af þessu tagi hefur stundum verið viðruð, og að mínu viti oft með réttu. Við höfum líka verið að vinna markvisst að því að auka viðmiðunina við þarfir barnsins þegar mál tiltekinnar fjölskyldu kemur inn á borð hjá okkur. Það sem til þarf er fyrst og síð- ast það að starfsmenn hafi tíma. Tíma til að setjast niður með skjólstæðingnum og greina það sem að er. Starfsmenn þurfa betri aðgang að börnunum til að vinna ’ traust þeirra og greina líðan þeirra, og það er líka spurning um tíma, og að auki þurfa starfs- menn að geta ætlað sér meiri tíma með þeim sem sinna börnunum mest, t.d. kennurum og fóstrum. Þetta er mjög mikilvægt, vegna þess að þegar vel tekst til um sam- vinnu eru skóli og dagheimili ein- hver mikilvægustu úrræðin; þar er fólkið sem umgengst börnin á hverjum degi. Við höfum líka verið með sér- stök námskeið fyrir starfsmenn þar sem þetta atriði - fókusinn á barnið í bárnaverndinni hefur verið tekið upp. Það hefur sýnt sig að börnin eru dálítið „fjarver- andi úr sjúrnalnum" ef svo mætti segja, en þessi mál standa og falla með því að við höfutruiægilegan mannskap, og þar méð tímátd að sinna því sem sinna þarf. Hérna eru of fáir starfsmenn miðað við málafjöldann, en ég held hins- vegar ekki að uppbygging kerfis- ins hér í Reykjavík standi góðri barnaverndarvinnu fyrir þrifum. Það er frekar verkurinn úti á landi þar sem allt vantar; starfs- menn, skipulag og fé. Y Föstudagur 7. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.