Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 16
Mynd: Jim Smart. Af ermskiim gyðingi úr höfuðvígi Azera, sovéskra Tyrkjafrænda Garríj Kasparov, heims- meistari karla í skák, er númer 13 á Heimsbikarmóti Stór- meistarasambandsins sem fram fer þessa dagana. Hann dró sér þá tölu í beinni útsend- ingu Stöðvar2, sem hefurveg og vanda af mótinu, og að ýmsum viðstaddra sótti grun- ur um brögð í tafli. En líklega var þetta bara ein af þeim undursamlegu náðarverkum forsjónarinnar sem úir og grú- ir af í kringum okkur. Kaspar- ov er nefnilega lukkunnar pamfíll og 13 er happatala hans. 13di apríl... Þann I3da apríl árið 1963 ól Klara Shagenovna drenghnokka í alþjóðaborginni Bakú við Svart- ahaf. Honum var gefið nafnið Garríj. Faðir hans var Kim Mois- ejevitsj Waihnstein, listhneigður verkfræðingur af húsi og kyn- þætti Davíðs, en hann lést þegar Garík litli, einsog snáðinn var nefndur, var aðeins 7 ára gamall. Klara er af ermsku bergi brotin og má því til sanns vegar færa að fjölskyldan sé „alþjóðleg" því Bakú er sem kunnugt er höfuð- borg sovétlýðveldisins Azer- bajdzhan. f einu héraða þess, Fjalla-Karabakh, hafa verið miklar væringar með Armenum og Azerum og löngum hefur ver- 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. október 1988 ið grunnt á því góða með þessum þjóðum. Azerar eru múslímir og náfrændur Tyrkja sem drápu 1,5 miljónir Armena um og eftir fyrri heimsstyrjöld. Þegar ólgan var sem mest á þessum slóðum vegna Fjalla- Karabakhs (sem er einskonar landeyja í Azerbajdzhan, byggð Armenum) söfnuðust Armenar hundruðum þúsundum saman um miðbik Jerevans, höfuðborg- ar Armeníu, og kröfðust þess að héraðið yrði sett undir ermsk stjórnvöld. Meðan því fór fram gengu Azerar berserksgang í borginni Sumgaít í Azerbajdz- han, misþyrmdu fólki, nauðguðu konum og drápu tugi Armena. Öll þessi válegu tíðindi hafa borist okkur á undanförnum mánuðum frá heimaslóðum Garríjs Kasparovs heimsmeist- ara. Engar sögur fara af ofsókn- um á hendur Armenum í Bakú enda eru þeir taldir hafa litla sam- úð með frændum sínum í Fjalla- Karabakh. Engu að síður hljóta þeir að vera uggandi. Ermsk ættarnöfn enda iðulega á -an. Sem dæmi um þetta má nefna nokkra Armena sem skarað hafa fram úr í Sovétríkj- unum; tónskáldið Khatsjatúrjan, stjórnmálarefinn Mikojan, og stórmeistarana Vaganjan og Petrosjan, fyrrum heimsmeist- ara. Eftirnafn móðurfólks Garr- íjs er Kasparjan. Þegar Garríj var í bernsku var „hnignunarskeiðið“ í algleymingi í Sovétríkjunum, þ.e.a.s. valdatími Leóníds Bréz- hnevs. Á þeim dögum þótti víst að gyðingleg ættarnöfn á borð við Wainshtein væru dragbítur á frama manna. Þegar ljóst var orðið að Garríj byði mikill frami í skákheiminum ákvað fjölskyldan að drengurinn legði föðurnafnið fyrir róða en tæki þess í stað upp rússneskaða útgáfu móðurn- afnsins; Kasparov. Og við það situr. Mynd: Jim Smart. Hérra 13 og Botvínník Kasparov hefur ítrekað látið þau orð falla að fyrirmynd sín í skáklistinni sé Alexander heitinn Aljekhíne. En það er deginum ljósara að hann á fáum mönnum jafn mikið upp að inna og Míkha- fl Bótvinník. Það er alkunna að Botvínník var heimsmeistari um langt árabil, óslitið frá 1948-1957, 1958-1960 og 1961-1963. Alls í 13 ár! Árið 1963 stofnaði hann skák- skóla sem nafntogaður er um all- an heim en heitir nú Skákskóli Botvínníks og Kasparovs. Hið nýja nafn segir mikið um nána vináttu þeirra félaga. Kasparov: „Árið 1973 var ég drenghnokki sem hafði gaman af því að grípa stöku sinnum í tafl. Þá bauð Míkhaíl Moisejevitsj (Botvínník) mér inngöngu í skóla sinn. Sú kennsla sem ég fékk þar næstu fimm árin er ómetanleg. Hann...treður ekki viðhorfum sínum uppá nemendur. Botvínník staðfesti þá skoðun mína að skákstíll Áljekhínes hentaði mér vel. Þegar ég varð unglingameistari Sovétríkjanna árið 1977 óskaði Míkhaíl Moise- Föstudagur 7.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.