Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 18
Er líkklæðið í Torino falsað? Nýlega var sagt frá úrskurði sérfræðinga: Sá „helgur dómur“ sem frægastur er í samanlagðri kristni, „líkklæðið helga“ í Torino á Italíu, sem kaþólskir menn hafa löngum trúað að sé líkklæðið sem líkamiJesú frá Nasaret var vafinn í, er sem sé falsað og ekki eldra en frá seinni hluta miðalda. En er það endanleg lausn á dularfullri gátu? Líkklæöi þetta er handofinn líndúkur sem er 4,36 m á lengd og 1,10 m á breidd, og á honum eru tvær gulleitar myndir af manni, sem hefur verið krossfestur, framan frá og aftan frá. Á einstaka stöö- um hefur dúkurinn oröiö fyrir skemmdum af völdum vatns og elds og verið bættur. í fjór- ar aldir hefur hann verið í kon- ungskapellunni í dómkirkjunni í Torino, en hann er ekki til sýnis nema á fimmtíu ára fresti. Er þessi dúkur falsaour eða ófalsaður? Kaþólska kirkjan sem er gætin mjög hefur aldrei viður- kennt opinberlega að hann sé raunverulega líkklæði Krists: það er undir hverjum og einum kom- ið hvort hann trúir því eða ekki. En nú í ár féllust ráðamenn í Páf- agarði loks á að málið væri tekið til vísindalegrar athugunar. Smá- bútar voru teknir úr dúknum og afhentir rannsóknastofum svo hægt væri að aldursgreina hann með „karbon-14“ aðferðinni. Hinn 28. ágúst kvað svo Richard Luckett nokkur, prófessor í forn- leifafræði við háskólann í Cam- bridge, upp þann dóm í dagblað- inu „Evening Standard" að lík- klæðið væri frá árinu 1350. Er því þar með lokið, og ekki annað eftir en loka dómkirkjunni? En fyrst er að athuga hvaðan líkklæðið er komið. Fyrir tæpum tuttugu öldum krossfestu Róm- verjar í Palestínu mann sem tald- ist vera guðs son. En lærisveinar hans fullyrtu að hann hefði risið upp frá dauðum þremur dögum síðar og sannað þannig guðlegt eðli sitt. Síðan hefjast ný trúar- brögð og nú á dögum telst einn miljarður manna kristinn. Forn- leifafræðin geymir þó harla lítil vegsummerki um þessa atburði, og er fátt annað til vitnis um þá en guðspjöllin fjögur. í Matteusar- guðspjalli stendur að Jósef frá Arimaþeu hafi tekið lík Krists og sveipað það „hreinu líkklæði". I Jóhannesarguðspjalli er því bætt við að lærisveinarnir hafi fundið „líndúkana" í gröfinni eftir upp- risuna, þremur dögum síðar. Sagnfræðingar myndu telja það mikið kraftaverk að finna þetta líkklæði tæpum tvö þúsund árum síðar, því hvernig hefði það átt að ferðast klakklaust gegnum aldirnar? Apókrýfu guðspjöllin töldu að það væri falið einhvers staðar í Jerúsalem, en síðar fara engar sögur af því öldum saman. Lúðvík 7. Frakklandskonungur sá það árið 1147 í Konstantínóp- el. Snemma á 13. öld tóku krossfarar borgina, og einn þeirra Othon de La Roche hirti þá líkklæðið og útnefndi sjálfan sig „konung Aþenu“: geymdi hann líkklæðið í turni sem hann reisti við fætur Parthenons. En síðan var þessum hundadagakon- ungi Aþenu steypt úr stóli, og þá hvarf líkklæðið aftur. Pað kom enn í ljós árið 1357, þegar kona ein að nafni Jeanne de Varzy á að hafa gefið það til kirkju skammt frá Troyes í Frakklandi. Fjöl- skylda hennar bað páfann, sem þá sat í Avignon, að lýsa það ó- falsað, - en án árangurs. Á dögum hundrað ára stríðsins er líkklæðið á flakki og árið 1452 er það selt hertogunum af Savoie. Pað er síðan flutt til Parísar, Chambery, Annecy, Nissa og Torino, þar sem því var naum- lega bjargað úr eldsvoða árið 1532. Síðan hefur það veriðíTor- ino. En það hefur líka verið annars staðar: fleiri en eitt „líkklæði Krists“ voru geymd sem helgir dómar í kirkjum í Evrópu á sama tíma - eins og það var til sægur af flísum úr krossi Krists. Líkklæðið íTorinu varð ekki verulega þekkt fyrr en í lok 19. aldar, þegar ljósmyndari einn, Secundo Pia, fór í málið. Árið 1898 tók hann af því sæg af Ijósmyndum, og fór síðan og framkallaði plötur sínar. Hann varð þrumu lostinn: þegar myndin á líkklæðinu, sem er dauf þegar hún er séð með berum augum, var komin á neikvæða ljósmyndaplötu, var hún ótrú- lega falleg og lifandi og sýndi langleitt andlit og friðsælt þrátt fyrir merki um píslir og krossfestingu á líkamanum. Pessar myndir bárust strax mjög víða og deilurnar hófust: hvernig hefði einhver falsari átt að geta skapað neikvæða mynd mörgum öldum áður en Nicep- hore Niepce fann upp ljósmynda- tæknina? Ýmsir töldu að það hefði þurft einstaka orku - orku upprisunnar - til að búa til þessa mynd. En ráðamenn í Páfagarði tóku enga afstöðu. Upp úr 1970 fóru vísindamenn að láta málið til sín taka. Svissneskur glæpafræðingur, Max Frei, greindi rykkorn á lík- klæðinu og fann þar plöntufrjó- korn frá Frakklandi, Ítalíu og Palestínu. Tveir bandarískir vís- indamenn rannsökuðu myndirn- ar með aðstoð tölvu og töldu sig geta endurgert hana í þremur víddum. Mörg rit birtust um mál- ið, þar sem lögð var áhersla á „yfirnáttúrulega hlið“ neikvæðu myndarinnar. En hins vegar var ekki hlustað á þá sem töldu sig hafa fundið litarefni málara í ör- smáum rykkornum á líkklæðinu, né þá sem sönnuðu að hægt er að fá sams konar neikvæða mynd með því að nudda dúk við tré- skurðarmynd. Fyrir tveimur árum féllst erk- ibiskupinn af Torino, Anastasio Ballestero, á að fela rannsókna- stofnunum sýnishorn úr líkklæð- inu til rannsóknar. Haft var sam- band við sjö stofnanir, en þremur var síðan falið verkið, rann- sóknastofum í Oxford, Zurich og' Tucson í Arizona. Hinn 21. apríl í vor var viðarkassinn með lík- klæðinu opnaður leynilega eftir að öryggisútbúnaðurinn hafði verið tekinn úr sambandi, og Ballestero erkibiskup skar þrjá örlitla búta úr því. Michael Tite, einn af helstu sérfræðingum Brit- ish Museum, sem fengin var tii að tryggja að allt færi sem vísinda- legast fram, lét hvern sérfræðing fá fjögur tölusett hylki: ásamt með bút úr líkklæðinu fékk hann til aldursgreiningar rómverskt líkklæði, líndúk frá miðöldum og annan dúk frá 15. öld. Yfirvöld kaþólsku kirkjunnar hafa ekki á neinn hátt brugðist við dómsúrskurði enska sérfræð- ingsins. Samstarfsmenn Jean- Charles Thomas erkibiskups í Versölum, sem talinn er helsti sérfræðingur Frakklands í þessu máli, hafa einungis sagt: „Enginn hlutur, jafnvel ekki líkklæðið, hefur skipt neinu meginmáli fyrir trúna“. En ef dúkurinn er í raun og veru frá síðasta hluta miðalda er röðin komin að listfræðingum að segja sitt álit á málinu: hver ei sá snillingur sem bjó til þessa frá- bæru Kristsmynd? ERUM FLUTTIR í ÁRMÚLA 7 NYTT SIMANUMER ÞROUNARSJÓÐUR LAGMETISIÐNAÐARINS ÁRMÚLA 7, 3.HÆÐ, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 0400 (þýtt eftir L'express) Árshátíð Ísland-DDR Missið ekki af hinum frábæra látbragðsleikara RALF HERZOG frá DDR á árshátíð félagsins í kvöld, 7. október kl. 20.30 á Holiday Inn. Söngsveitin Fílharmónía Vetrarstarfið er hafið. Við tökum þátt í Söng- leikum á 50 ára afmæli Landssambands bland- aðra kóra. Næsta æfing í Melaskóla mánudagskvöld kl. 20.30. Nýir og gamlir félagar velkomnir. Stjórnin SJÁ Hátúni 12, 105 Reykjavík — sími 29709 Hvernig værinú að koma sér úr startholunum og komastástjá Löggiltir sjúkraþjálfarar leiðbeina. Blandaðir tímar - frjáls mæting. Panta þarf fyrsta tímann, en þeir sem hafa verið áður, þurfa þess ekki. Erum þegar byrjuð. Opið: Mánudaga-föstudaga frá kl. 16-20. Laugardaga frá kl. 11-15. Við sem erum á stjái 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.