Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 25
DvÆGURMAL ANDREA JÓNSDÓHIR Kate Bush — The Whole Story Myndband þetta kom útfyrir tveim árum og inniheldur frum- útgáfur af 13 lögum sem Kata hefur sent frá sér á myndbandi í gegnum tíðina: Wuthering Hights, The Man with the Child in his Eyes, Babooshka, Sat in your Lap, Hounds of Love, Cloudbursting, Running up that Hill, Breathing, The Dreaming, The Big Sky .... allt afskaplega fágað og glæsilegt, eins og Kate Bush er von og vísa; en varla er sagan öll, a.m.k. er engin hug- myndaþurrð á plötunni sem hún gaf út fyrir tveim árum (Hounds of Love) .... hins vegar kvað stúlkan haldin mikilli fullkomnunarþörf sem útheimtir sinn tíma .... við gætum þess vegna orðið að bíða önnur tvö ár eftir næstu plötu. Terence Trent D’Arby — Live Þetta er hljómleikamyndband með þessum huggulega og ágæta söngvara og sviðsmanni, sem bú- settur er í Lundúnum, en hann ákvað að yfirgefa Bandaríkin þar sem hann áleit mannvinsamlegri kost að búa í Englandi .... Hon- um virðist líka hafa vegnað þar vel, eins og fyrsta stóra platan hans, Introducing the Hard Line, vitnar um. Á þessu myndbandi syngur hann auðvitað lög af henni, og auk þess fáum við fínan bónus í lokin, Rolling-Stones- lagið Under my Thumb og Sam- Cookes-sönginn Vonderful World, sem hann syngur einungis við gítarundirleik. Terence er undir miklum og góðum áhrifum sálarsöngvar- anna á 7. áratugnum, og hljóm- sveitin rokkar vel undir. Inn á milli hljómleikaatriðanna er rabbað við söngvarann, og finnst mér nokkur galli hve lítill styrkur er á því rabbi í hljóðblöndun .... þar kemur svo sem ekkert sérlega merkilegt fram, nema hvað að hljómsveitarmeðlimum finnst söngvarinn nokkuð montinn - en góður! Þess má líka geta að annar trommari Terence, Preston Heyman, er góðkunningi Jakobs Magnússonar frá gamalli tíð og leikur með Strax á væntanlegri plötu .... Annars sýnist manni og heyrist Terence nota hrokann í auglýsingaskyni, og það örlar á smáhúmor hjá honum .... svo er það góðs viti að strákur skulu kvenkenna Guð, og segjast líða betur í návist kvenna en annarra .... af því að í svoleiðis kompaníi finnst honum hann vera við uppsprettulind lífsins .... áfram Terence! Ubu gegn báru' jámi Ég verð að játa á mig þá ósvinnu að hafa sofið yfir mig síð- ast liðið laugardagskvöld og missti því af því að heyra í Ham og klúðraði þar á ofan síðasta tækifæri til að berja eyrum Svart- hvítan draum. En Pere Ubu heyrði ég í frá upphafi til enda, og sá þá næstum jafn lengi. Já, hljómsveitin Ham sem átti að spila í Tunglinu þetta kvöld varð af þeirri upplifum því að Da- vid Thomas, söngvari Pere Ubu, tjáði þeim piltum að músik þeirra passaði ekki við þann anda sem hann æskti eftir í kringum sig og sína .... ekki veit ég neitt nánar um þetta mál, en talandi um „anda“ verð ég að segja að ekki fínnast mér bárujárnsgirðingarn- ar vera til bóta sem búið er að vefja um básana á svölunum í þessu annars ágæta gamla Nýja- bíós-húsi. Það eina sem þær gera, fyrir utan að vera ljótar, er að byrgja útsýnið á sviðið .... en Pere Ubu var það heillin .... ég verð bara að segja eins og er, að þrátt fyrir yfirsofelsið og þar af leiðandi lítið hljómleikastuð í byrjun, að þá skemmti ég mér skolli vel og hugglega þar sem ég húkti uppi á stólarmi á efstu bíó- svölunum til að sigrast á báru- járninu. Músik þeirri sem Pere Ubu leikur hefur verið lýst sem „avant garde“, framúrstefnu-nýbylgju og Guð blessunin má vita hvað, en er auðvitað bara rokk - sér- stakt auðvitað, en ekkert óþægi- legt eins og margur heldur .... a.m.k. þeir sem ekki hafa hlýtt á þessa góðu sveit opinberlega. Trommararnir tveir vinna mjög skemmtilega saman á litlu settin sín, sá stórgóði Chris Cutler var meira áberandi bæði hvað sér- stakt útlit og trommuleik snertir .... hefur enda leikið með sjálfri Lundúnasinfóníunni .... hinn trommarinn heitir Scott Krause. Mynd. ARI Mynd. ARl Bassaleikarinn Tony Maimone er góður en gítarleikarinn Jim Jones og fyrrum félagi hans í Pedestri- ans eru enn betri - hann hefur jafngóð tök bæði líkamiega og listrænt séð á effektagítarleik og þessum líka fína hipparokkgítar- stfl .... og þá er söngvarinn og harmoníkuleikarinn David Thomas kapítuli út af fyrir sig. Fyrir utan að vera góður og sér- stakur söngvari, stýrir hann bandi sínu bústnum örmum og er mjög skemmtilegur á að horfa. Söngrödd hans finnst mér svipa til raddar Brians Ferry og Davids Byrne, nema hvað David Thom- as er reyndar með hærri og mel- ódískari rödd, sérstaklega miðað við þann fyrr nefnda .... þá fannst mér ég heyra smá snert af Family- söngvaranum gamla Robert Chapman, en hann er með sér- stæðari söngvurum sem heyrst hafa í rokkinu. En nú má þetta ekki verða miklu lengra, og ég vil bara segja í lokin, að ég fer ör- ugglega upprifnari næst þegar Pere Ubu mætir á svæðið, hvað sem allri þreytu líður. Pere Ubu á sviðinu í Tunglinu: Chris Cutler við trommurnar nær okkur (Ijósmyndaranum, Ara), Jim Jones með gítarinn, Scott Krause trommar á hvítri skyrtu, David Thomas og bak við hann grillir í bassaleikarann Tony Ma- imone. NÝTT HELGARBLAÐ - PJÓÐVILJINN - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.