Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 30
MYNDLIST Alþýðubankinn, Akureyri, kynning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur stendurtil4. nóvember. Gallerí Borg, Jón Þór Gíslason sýnir málverk og teikningar kl. 10-18 virka daga og kl. 14-18 um helgar. Sýning- in stendur til 18. október. Grafík- Gallerí Borgar Austurstræti 10 er opið áverslunartíma. Gallerí Gangskör, Anna Gunnlaugsdóttir opnar málverkasýn- ingu á morgun kl. 16. Sýningin stend- urtil24.októberogeropinkl. 12-18 þriðjudaga til föstudaga og kl. 14-18 um helgar. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 A, samsýning á verkum listamannanna 9 sem að galleríinu standa er opin alla virka daga kl. 12-18. Gallerí Llst, Skipholti 50 B, Halla Haraldsdóttir sýnir verk úr steindu gleri og myndir unnar með vatns- litum, fjöðurstaf og penna. Sýningin stendurtil9. október. Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17, Sóley Eiríksdóttir sýnir grafík og skúlptúrverk. Sýningin stendur til 16. október og er opin kl. 14-18 alla daga nemamánudaga. Hafnarborg, Strandgötu 34 Hafnar- firði, GunnarÁ. Hjaltason opnarmál- verkasýningu á morgun kl. 15. Sýn- ingin verður opin daglega kl. 14-22 og stendur til 23. október. Hafnargallerí, Helgi Jónsson sýnir vatnslitamyndir. Sýningin stendurtil 15 október, galle/íið er opið á versl- unartíma (9-13 á laugardögum). Hótel Selfoss, sýning á þremur teppum og pappamassaverkum eftir, Elísabet H. Harðardóttur stendur út mánuðinn. Kjarvalsstaðir, Vestursalur, Guðrún Gunnarsdóttir opnar sýningu á textil- verkum og Sigrún Eldjárn sýningu á olíumálverkum ámorgun kl. 14. Sýn- ingarnareruopnardaglegakl. 14-22 og standa til 23. október. Llstasafn Einars Jónssonar er opið kl. 13:30-16 um helgar. Högg- myndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listasafn Islands, sýning á íslensk- um verkum í eigu safnsins. Leiðsögn- in Mynd mánaðarins fer f ram á fimmtudögum kl. 13:30, og er mynd októbermánaðar Sumarkvöld (Oræf- ajökull) eftir Ásgrím Jónsson, máluð árið 1912. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga, kl. 11-17. MÍR, Vatnsstíg 10, sýning á eftir- prentunum íkóna, og Ijósmyndum, sem tengdar eru starfi kirkju og trú- arsafnaða í Sovétríkjunum. Sýningin verður opin næstu vikur á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum kl. 17-18:30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. 19, Mússa sýnir vatnslitamyndir frá undanförnum þremur árum í eigin sýningarsal að Selvogsgrunni 19. Sýningin stendur til 9. október og er opindaglegakl. 17-19. Norræna húsið, anddyri: Sýning á grafík og teikningum bandaríska málarans L. Alcopley er opin kl. 9-19 virkadagaog kl. 12-19ásunnu- dögum. I kjallara hússins stendur yfir sýningin Þrenna I; skúlptúrar, vídeó og installasjónir þriggja ungra mynd- listarmanna sem búsettir eru í Osló. Sýningunum lýkur á sunnudaginn, 9. október, kjallarinn eropinn daglega kl. 14-19. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, á morgun kl. 14 opnar Borghildur Óskarsdóttir sýningu á verkum unnum í leir og gler. Sýningin, sem stendurtil 26. október, verður opin virka daga kl. 10-18 og kl. 14-18 um helgar. Nýlistasafnið, v/Vatnsstíg, Straum- land, sýning vestur-þýsku listakon- unnar Dagmar Rhodius á rýmisverk- um stendur til sunnudags, 9. október. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og kl. 14-20 um helgar. Slúnkaríki, isafirði, Nærmyndir minnis og gleymsku, sýningu Erlu Þórarinsdóttur lýkurá sunnudaginn, 9. október. Sparisjóöur Reykjavíkur og ná- grennis, Álfabakka 14, Breiðholti, sýning á verkum Jóhannesar Geirs stendur nú yfir, og reyndar allar götur til 25. nóvember. Opið kl. 9:15-16 alla virkadaga. Undir berum himni, samsýning fris- ar Elfu Friðriksdóttur, Þóris Barðdal og Ragnars Stefánssonar í rústum íshúss við Seltjörn, v/ Grindavíkur- afleggjarann. Sýningunni lýkurá sunnudaginn, 9. október. Tunglið, Elín Magnúsdóttiropnar málverkasýningu í kvöld kl. 22. Sýn- ingin stendur til 21. október. LEIKLIST Alþýðuleikhúsið, Ásmundarsal v/ Freyjugötu. Elskhuginn, sunnudag kl. 16, mánudagskvöld kl. 20:30. Frú Emilía, leiklesturá Kirsuberja- garðinum eftirTsjekhov, í Listasafni Islands á morgun og sunnudag kl. 14. Leikfélag Akureyrar, Skjaidbakan kemst þangað líka, frumsýning í kvöld kl. 20:30, önnur sýning sunnu- dag kl. 20:30. Leikfélag Hafnarfjarðar, Emil í Katt- holti, í Bæjarbíói á morgun og sunnu- dag kl. 16. Leikfélag Reykjavíkur, Hamlet, í kvöld kl. 20. Sveitasinfónía, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20:30. Þjóðleikhúsið, Ef ég væri þú, Litla sviðinu í kvöld og laugardagskvöld kl, 20:30. Marmari, Stóra sviðinu laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20. Hvar er hamarinn? frumsýning í Gamla bíói á morgun kl. 15, önnur sýningsunnudag kl. 15. Hótel ísland, Rokkskórog bítlahár. Svipmyndir úr sögu rokksins á árun- um 1955 til 1970. Samfelld skemmtidagskrá á Hótel íslandi um helgina. - TÓNLIST Guðný Guömundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari halda tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju á sunnudaginn kl. 17. Kammermúsikklúbburinn heldur fyrstu tónleika starfsársins í Bústaða- kirkju á sunnudagskvöldið kl. 20:30. Fontenay tríóið; Wolf Harden (píanó), Michael Mucke (fiðla) og Niklas Schmidt (selló), flytur T ríó í G-dúr eftir Beethoven, T ríó í B-dúr eftir Dvorak og T ríó élégiaque eftir Rachmaninov. HITT OG ÞETTA Árbæjarsafn, sýning um Reykjavík og rafmagnið, í Miðhúsi (áður Lind- argata43a). Safniðeropið laugar- daga og sunnudaga kl. 10-18. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, sýningin Árabátaöldin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. MÍR, Vatnsstíg 10, Kósakkarnir, so- vésk kvikmynd gerð á sjötta áratugn- um eftir samnefndri skáldsögu Lévs Tolstojs, verðursýnd ásunnudaginn kl. 16. Myndin er sýnd í tilefni þess að í haust voru 160 ár liðin frá fæðingu Tolstojs. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Þjóðfræðafélagið heldur fund í stofu 308 í Árnagarði v/ Suðurgötu á mánu- dagskvöldið kl. 20. Jón Hnefill Aðal- steinsson greinirfrá ráðstefnu um norræn trúarbrögð, sem haldin var í Noregiísumar. Sálarvaxtarnámskeið, námskeið í lífefli verður haldið á vegum Þrí- drangs í kvöld og á morgun. Leiðbeinandi sállæknirinn David Bo- adella sem meðal annars kennir þátt- takendum á námskeiðinu að losa um djúptliggjandi streitu. Hótel Island, sunnudagskvöld með Svavari Gests, Svavar endurvekur útvarpsstemmningu fyrri ára á sunn- udagskvöldum; spurningakeppni, grín og glens, vönduð skemmtidag- skrá með fjölmörgum skemmtiat- riðum. HljómsveitÖrvars Kristjáns- sonar leikur fy rir dansi. Templarahöllin, Eiríksgötu 5, skemmtinefnd góðtemplara hefur vetrarstarfiðmeðfélagsvistkl.21 í kvöld. Gömlu og nýju dansarnir kl. FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Murdoch gerir sig heimakominn Þá er vetrardagskráin að kom- ast í gang hjá Ríkisútvarpinu og búið að lengja uppáhaldsútvarp- ið mitt, Dægurmáladeild Rásar 2, um klukkutíma í seinni endann. Sjónvarpið lofar breytingum síð- ar í mánuðinum svo nú er bara að bíða og sjá. Þeir eru farnir að senda manni litla miða með rukkuninni fyrir afnotagjöldin í þeim tilgangi, að því er virðist, að sýna okkur hvað við fáum fyrir aurinn. Á miðan- um sem ég fékk á dögunum kom fram að fréttatímar á báðum rás- um útvarpsins eru nú nítján tals- ins auk sjónvarpsfrétta og ýmissa fréttatengdra þátta á öllum rás- um. Það ætti því að vera ljóst að maður deyr úr einhverju öðru en fréttaleysi. Og svo er útvarpið búið að fá nýjan ráðherra sem iofar að skipa nefnd til að efla Ríkisútvarpið. Vonandi boðar þetta betri tíð með blóm í haga fyrir allar rásir stofnunarinnar. Og Svavar fær líka tækifæri til að setja stað- gengil í starf Hrafns Gunnlaugs- sonar sem er búinn að fá alveg einstaklega langt leyfi frá störfum en ætlar að eigin sögn samt ekki að sleppa höndunum af innlendri dagskrárgerð sjónvarpsins. Mikið hlýtur að verða gaman að leysa hann af. Svavar ætlar líka að setja í gang endurskoðun útvarpslaganna sem á að vera lokið um áramót. Þar er að ýmsu að huga eins og ég hef nefnt áður í þessum pistlum. Því til viðbótar hefur svo verið drepið á enn eitt atriðið í blöðum að undanförnu. Þar á ég við „diskvæðinguna“ svonefndu sem breiðist ört út um fjölbýlishúsa- þyrpingar landsins. Móttöku- diskum fyrir sjónvarpsefni úr gervihnöttum fjölgar stöðugt og það þótt Póstur og sími sé ekki með það á hreinu hvernig eigi að meðhöndla málið. Ég sá það í DV um heigina að blaðið er farið að birta dagskrá sjónvarpshnattarins Sky Channei ásamt með öðrum dagskrám og fannst það tímanna tákn. Þeir munu vera ófáir íslensku sjón- varpsáhorfendurnir sem hafa bæst í þann fríða flokk sem á þess kost að njóta starfskrafta ástr- alska fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs. Ég sá einhvers staðar að sendingar hnattarins ná inn á 13 miljón heimili í Vestur- Evrópu. Samt er þessi hnöttur - eins og aðrir slíkir - rekinn með tapi. Og samt eru allir helstu fjölmiðla- kóngar álfunnar vitlausir í að koma sér upp sjónvarpsgervi- hnetti - Silvio Berlusconi hinn ít- Hvað á að gera um helgina? Bubbi Morthens alþýðutónskáld Ég verð allan föstudaginn að gera myndband við eitt laganna á nýrri plötu sem ég er að gera með Megasi, sagði Bubbi Morthens þegar Nýtt Helgarblað spurði hvað hann ætlaði að gera um helgina. Aðfaranótt laugardags sagðist hann verða í stú- díói alla nóttina við upptökur og kæmi sjálfsagt ekki heim fyrr en klukkan 8 á laugardagsmorgun. „Sennilega sef ég fram á hádegi og fer svo í afmæli til Tolla bróður," sagði Bubbi. Hann vonaðist eftir góðu af- mæli og að hann yrði þar allan dag- inn. Klukkan 3 á laugardagsnótt ætlar Bubbi svo austur fyrir fjall á gæsask- yttirí og bjóst hann við að vera á skytt- iríi fram á sunnudagskvöld. Hann sagðist ekki fara oft á gæsaskyttirí þar sem honum leiddist það frekar hvað gæsin væri auðveld viður- eignar, til að mynda miðað við rjúp- una. „Ég vona að ég skjóti nóg handa bræðrum og vinum," sagði Bubbi. En hann reiknaði með að skjóta um 11 gæsir. 22:30-1:30, hljómsveitin Tíglarnir leikurfyrirdansi. Skemmtikvöldin verða á hverjum föstudegi í vetur. All- ir sem vilja skemmta sér án áfengis velkomnir. Ferðafélagið, dagsferðir á sunnu- daginn: Kl. 10, Hafnir-Staðarhverfi/ gömul þjóðleið, ekið að Junkaragerði sunnan Hafna og gengið þaðan í Staðarhverfið. Létt gönguferð um slóttlendi en í lengra lagi. Verð 1.000 kr. Kl. 13, Hagafell-Gálgaklettur, ekið að Svartsengi og gengið þaðan, verð 800 kr. Brottför f rá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin, farmiðar við bíl, frítt fyrir börn í fylgd með full- orðnum. Hana nú, lagt upp í laugardags- gönguna frá Digranesvegi 12 kl. 10 í fyrramálið. Samvera, súrefni, hreyf- ing og nýlagað molakaffi. Félag eldri borgara, opið hús í Goð- heimum, Sigtúni 3, á sunnudaginn kl. 14. Frjálst spil og tafl, dansað kl. 20- 23:30. Námskeið íTómstundaskól- anum hefjast bráðlega, kennd verður enska, danska, þýska, sænska, Ijós- myndun, skrautritun og bókband. Nánari upplýsingar í Tómstundaskól- anums.621488. ITC-deildirnar (áður málfreyjur) hefja nú vetrarstarfið. l-ráð heldur fundi á morgun og á sunnudag: ITC-deildin ÝrfundaraðSíðumúla 17ámorgun og hefst skráning kl. 12:30. Kvöld- fundur í Átthagasal Hótel Sögu hefst kl. 19:30. ITC-deildin Harpa heldur fund í Húsi verslunarinnar á sunnu- daginn kl. 9:30. Kársnessöfnuður, Kópavogi heldur aðalfund á morgun kl. 15 í safnaðar- heimilinu Borgum. Venjuleg aðal- fundarstörf. Bolvíkingafélagið verður með sinn árlega kaffidag á sunnudaginn kl. 15 í Sóknarsalnum, Skipholti 50. Allir velkomnir. IÞROTTIR Körfuknattleikurinn ber af öðrum íþróttaviðbu. ðum helgarinnaren þegar hafa nokkrir leikir farið fram í svokallaðri Flugleiðadeild (áður Úr- valsdeild). Leikið verður áfram um helgina og við bætist leikir í 1. deild kvenna og karla. Föstudagur: 1 .d.ka. kl. 20.00 UBK-Snæfell Laugardagur: 1-d.kv. kl. 14.00 KR-UMFN 1-d.ka. kl. 14.00 ÚÍA-UMFS 1 .d.ka. kl. 14.00 Reynir-UMFL 1 .d.ka. kl. 15.30 Léttir-Víkverji Sunnudagur: Flugleiðad. kl. 14.00 ÍR-UMFT Flugleiðad. kl. 20.00 KR-Haukar Flugleiðad. kl. 20.00 Þór-ÍS Flugleiðad. kl. 20.00 UMFG-UMFN 1-d.kv.kl. 15.30 ÍR-Haukar alski, Bretarnir Robert Maxwell og W.H. Smith, Þjóðverjinn Leo Kirch ofl. Þeir vita sem er að gervihnettir eru trygging þeirra fyrir því að þeir verði með í sjón- varpsframtíð Evrópu. Og sú hlut- deild er þess virði að tapa soldið um hríð. Þeir vita líka sem er að það verður afar erfitt að hafa stjórn á sjónvarpssendingum um álfuna í framtíðinni. Raunar gæti svo virst sem ríkisstjórnir einstakra landa hafi það í hendi sér að stjórna þeim því einhvers staðar þarf að senda geislann upp í gervihnöttinn. Það vandamál eru risarnir búnir að leysa fyrir löngu því Lúxemborg hefur boðist til að leika sama hlutverk í útbreiðslu gervihnattasjónvarps og Iandið lék í útbreiðslu á „óþjóðlegu“ út- varpi forðum tíð (muna ekki allir eftir Radio Lúxemborg?). Og það er gersamlega vonlaust að hafa stjórn á því hvar geislinn kemur til jarðar þegar móttöku- diskar eru komnir á hvert hús. Ég sé það ekki fyrir mér að íslensk yfirvöld geti ráðið því hver tekur við sápuóperunum og poppþáttunum sem streyma til okkar ofan úr háloftunum. Því miður mundu margir eflaust segja. Það er varla hægt að skylda menn til að sækja um leyfi til að setja móttökudisk á hús sitt. Er nokkur eðlismunur á slíkum disk og venjulegu sjónvarpsloftneti? Það er því hætt við því að Rup- ert Murdoch sé orðinn heimilis- fastur hér á landi, hvað sem ís- lenskum yfirvöldum kann að þykja um þá gestakomu. Hann var nú reyndar þegar búinn að tylia tánum á skerið áður en Sky Channel fór í loftið. Eða er nokk- uð búið að banna innflutning á The Times of London? 30 S(ÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.