Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 16
-SPURNINGIN- Boröa allir slátur á þínu heimili? (Spurt í Slátur- sölunni í Glæsibæ) Marta Kristjánsdóttir, húsmóðir: Það er borðuð lifrarpylsa en ekk- ert annað. Vigfús Ármannsson, sjómaður: Nei, bara við gömlu hjónin. Krakkarnirfást ekki til að smakka það. Svanhvít Aðalsteinsdóttir, húsmóðir: Fimm af sex og það er mjög vin- sælt sem álegg hjá þeim sem borða það. Elísabet Jónsdóttir, húsmóðir: Slátur er hátíðarmatur hjá öllum á heimilinu. Emil Björnsson: Við hjónin erum ein í heimili og borðum bæði slátur; slátur er góður matur. þlÓÐVILIINN briAii iHnni ir 11 nl/tAkor OOO CO Þriðjudagur 11. október 222. tölublað 53. órgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Þessi unga dama var mætt með mömmu sinni í Slátursöluna í Glæsibæ í gærmorgun til að kaupa slátur. Það er ekki nokkur vafi á því að hún mun rétta mömmu sinni hjálparhönd við sláturgerðina. Sláturtíð Mamma tekur sláftur Metsala á slátri. Ungafólkið engir eftirbátar þeirra eldri ísláturgerðinni Um þessar mundir eru þúsund- ir kvenna og karla um allt land að fást við þann þjóðlega sið að taka slátur. Undanfarna daga hefur fólk staðið í röðum við slát- ursöluna í Glæsibæ þar sem selst höfðu um 30 þúsund slátur í gær. Borghildur Þórðardóttir starfs- maður Slátursölunnar sagðist halda að þetta væri metsala. Það hefði verið vitlaust að gera í söl- unni undanfarna daga þannig að starfsfólk hefði stundum ekki haft undan að koma þessu þjóðlega fæði í poka fyrir fólk. „Fólk veit að þetta er ódýr og drjúgur matur,“ sagði Borghildur við blaðamann Þjóðviljans. Hjá Slátursölunni væru seld minnst 5 slátur í pakka sem kostaði 1,870 krónur. Borghildur sagðist heyra það á fólki að það tæki jafnvel meira slátur en venjulega vegna þess hvað matur væri almennt orðinn dýr. Meðalfjölskylda tæki um 20 slátur og ekki væri óal- „Það kemur mikið af námsfólki til að kaupa slátur og drýgir með því matarpeningana,“ sagði Borghildur Þórðardóttir sem unnið hefur við slátursölu í mörg ár.Mynd: Jim Smart. gengt að 2-3 konur tækju sig sam- an í sláturgerðinni. Það hefði ekkert breyst hvað fólk tæki af slátrinu, lifrin væri eins og áður langvinsælust og tæki fólk gjarnan aukalega af henni. „Hingað kemur mikið af skóla- fólki og mér finnst það aukast á hverju ári,“ sagði Borghildur. En hún hefur unnið við slátursölu í mörg ár. Það fást líka margar máltíðir úr hverju slátri, úr fimm slátra pakka sagði Borghildur að mætti fá 30 keppi. Það nálgast að það að vera 60 máltíðir og kostar þá hver máltíð ekki nema 31 krónu. Matur gerist varla ódýr- ari. Slátursalan mun væntanlega halda áfram fram í næstu viku. Salan byrjaði þann 21. septembei og sagði Borghildur söluna ráðast nokkuð af því hvort Slátursölu- nni tækist að hafa allar afurðirnai í boði. -hmp T ...og Magga fær ekki fjárveitinganefndina. Og til að bæta gráu ofan á svart bjóða þessir samstarfsflokkar forsetadjobb fyrir Guðrúnu. Já en er það ekki ágætt? iþ lM&A'id Við erum einil flokkurinn meðf klára kvótareglu og þurfum enga aðstoð í jafnréttis s ibaráttunni. \ , ö> | h Sí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.