Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Fótbolti Jafnt í Istanbúl íslendingar vorufyrri til að skora en máttu þakkafyrir jafntefli. Friðrik varði vítaspyrnu Islendingar og Tyrkir áttust við í undankeppni heimsmeistara- keppninnar í Istanbúi í gær. Þetta var annar leikur íslendinga í keppninni og hafa báðir leikirnir endað með 1-1 jafntefli. Annars voru íslendingar nokkuð heppnir að ná jöfnu í þessari viðureign því Tyrkir höfðu undirtökin lengst af. Leikurinn fór heldur rólega af stað undir viðurvist 50 þúsund áhorfenda. Greinilegt var að Tyrkjum hefur farið mikið fram í knattspyrnu síðan liðin léku síð- ast en þá sigruðu fslendingar heima og heiman, sællar minn- ingar. Tyrkir voru heldur meira með knöttinn en bæði lið sýndu ágæta leikkafla. Heldur syrti í álinn undir lok síðari hálfleiks, en þegar hálf mínúta var liðin fram yfir leiktím- ann braut Atli Eðvaldsson á ein- um Tyrkjanna innan vítateigs og ísraelski dómarinn dæmdi rétti- lega vítaspyrnu. Ekki dugði dóm- urinn Tyrkjunum því Friðrik markvörður Friðriksson varði spyrnuna glæsilega. Ekki ónýtur endir á fyrri hluta leiksins. Síðari hálfleikur var ekki sér- lega tíðamikill fyrr en íslendingar náðu forystunni á 63. mínútu. Ólafur Þórðarson vann boltann þá af ótrúlegu harðfylgi upp við endamörk, lék inn á vítateiginn og sendi þá á Guðmund Torfason sem afgreiddi boltann viðstöðu- laust í netið. Tyrkneski mark- vörðurinn hafði hönd á knettin- um en það dugði skammt. Eftir markið var sem allur vindur væri úr íslendingum. Tyrkir tóku öll völd á vellinum og endaði þessi mikla pressa með jöfnunarmarki. Tyrkirkomust þá í dauðafæri inn í vítateig íslend- inga, Atli Eðvaldsson náði að „blokkera" markskot en Tyrkir náðu frákastinu og þrumuðu honum í netið. Friðrik var alveg kominn úr jafnvægi eftir fyrra skotið og átti ekki möguleika á að verja. Enda þótt íslendingar hefðu misst forystu niður í jafntefli geta þeir verið ánægðir með sinn hlut. Tyrkir voru allsráðandi á vellin- um það sem eftir var leiks og fengu ótal færi á að skora sigur- markið. íslendingar fengu hins vegar besta færið þegar Guð- mundur Torfason gaf góða send- ingu á Halldór Askelsson sem slapp þar með inn fyrir vörn Tyrkja. Halldóri tókst ekki að skora úr þessu dauðafæri sínu og liðin sættust á skiptan hlut. A nuðvikudag næstu viku leika ís- lendingar síðan sinn þriðja leik í keppninni en þá halda þeir til Berlínar og munu eiga við A- Þjóðverja. Lið íslands var þannig skipað að Friðrik Friðriksson var í mark- inu, Guðni Bergsson, Atli Eð- valdsson og Sævar Jónsson léku í öftustu vörn, Ómar Torfason, Pétur Arnþórsson, Gunnar Gíslason, Ólafur Þórðarson og Ragnar Margeirsson léku á miðj- unni og þeir Arnór Guðjohnsen og Guðmundur Torfason voru í sókn landans. Halldór Áskelsson kom síðan inná fyrir Pétur Arn- þórsson þegar líða tók á síðari hálfleik. -þóm Bíó Helgi og Tinna nefnd Til Evrópuverðlauna fyrir leik sinn í „I skugga hrafnsins“ Leikararnir Helgi Skúlason og Tinna Gunnlaugsdóttir hafa ver- ið tilnefnd til Evrópuverðlauna fyrir leik sinn í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar „I skugga hrafnsins“ sem frumsýnd verður 26. nóvember nk. Þetta er í fyrsta skipti sem Evr- ópuverðlaun fyrir kvikmyndir verða veitt og er Tinna tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlut- verki og Helgi sem besti leikarinn í aukahlutverki. Úrslitin verða kunngerð í Berlfn 26. nóvember nk. í beinni sjónvarpsútsendingu um alla Evrópu. -grh Afmœli SÍBSí hálfa öld Um þessar mundir eru liðin rétt 50 ár frá því samtök berkia- sjúklinga, SÍBS, voru stofnuð á Vífilsstöðum. Eftir að fullur sigur vannst á berklunum hafa samtök- in einbeitt sér að endurhæfingu og líkamlegri endurhæfíngu hjartasjúklinga og annarra sem þurfa á líkamlegri þjálfun að haida eftir veikindi og slys. í tilefni þessarra tímamóta, sótti forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir Reykjalund heim í gær og heilsaði upp á vistmenn og starfsfólk. Einnig heimsótti forsetinn Múlalund sem er vernd- aður vinnustaður er SÍBS rekur í Reykjavík. A föstudaginn verður hálfrar aldar afmælisins minnst með hát- íðardagskrá á Hótel Sögu og einnig gefa samtökin út sérstakt afmælisrit sem Gils Guðmunds- son rithöfundur og fyrrv. alþing- ismaður hefur tekið saman og rit- stýrt. _ig. Reykjalundi. Mynd-E.ÓI Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands fylgist með framleiðslu á jógurtdósum í plastverksmiðju SÍBS að Sifjaspell Sjálfshjalpartiópar í kröggum Kvikmyndir um sifjaspell og kynferðislega misnotkun á börnum eru óskaplega harka- legar fyrir allan almenning, sér- Sara Karlsdóttir: Mikið um að fólk berisig eftir aðstoð. Styrkféað mestu í að launa einn hlutastarfsmann staklega þann hlutann sem Iítið dóttir, hlutastarfsmaður hjá hefur leitt hugann að þessum mál- Sjálfshjálparhópum þeirra sem um, en það veitir kannski ekki af orðið hafa fyrir sifjaspellum, í til- til að vekja fólk, sagði Sara Karls- efni af nýlegri, norskri kvikmynd Ferðamenn Svipað og í fyrra etta hefur verið mjöp þokka- legt hér hjá okkur í sumar. Þetta er fyrsta heila árið i rekstri hér og við höfum ekki yfír neinu að kvarta. Nýtingin í sumar var góð, sagði Jónas Hvannberg hót- eistjóri á Holiday Inn hótelinu þegar hann var spurður um út- komuna eftir sumarið. í sama stréhg tók Einar Ol- geirsson hótelstjóri á Hótel Esju. Hann sagði að nýtingin hjá þeim hefði verið um 90% sl. sumar. Það væri að vísu örlítill samdrátt- ur frá árinu áður sem hefði verið mjög gott ár. Hann sagði að útlið með veturinn væri öllu dekkra, mikil aukning hefði orðið á hótel- rými í Reykjavík en hann gæti ekki séð að gestum fjölgaði að sama skapi. Undir þessi orð tók Jónas og sagði að þeir hjá Holi- day Inn litu vonaraugum til landsbyggðarfólksins sem sækti Reykjavík heim yfir vetrartí- mann. Að sögn Birgis Þorgilssonar hjá Ferðamálaráði, fækkaði er- lendum ferðamönnum um 0.5% frá því í fyrra, en undanfarin ár hefur þeim fjölgað mikið. Þannig hefur ferðamönnum fjölgað um 51% á sl. þremur árum. Ekki munu allir bera sig eins vel og hótelmenn innan ferða- mannaþjónustunar. Þannig mun sumarið komið illa út hjá mörg- um veitingahúsum. Mörg þeirra munu vera til sölu um þessar mundir. -«g um kynferðislega misnotkun á börnum, en hún hefur vakið fá- dæma athygli þar sem hún hefur verið sýnd, og hefur íslenska Ríkissjónvarpið meðal annarra borið sig eftir skoðunareintaki. Sjálfshjálparhóparnir hér á landi njóta ríkisstyrks auk styrkja frá Kópavogi og Reykjavík, og rennur féð að mestu til að greiða laun fyrir einn starfsmann í hluta- starfi. Skrifstofan er í Hlaðvarp- anum og er opin frá kl. 2 til 5 alla daga, en að sögn Söru er það langtífrá fullnægjandi, þar sem þessi afbrot virðast algeng, og töluvert mikið er um að fólk beri sig eftir aðstoð. „Pað þarf starfsmann í fullt starf, einkum til að geta fylgt mál- um eftir, s.s. með því að fara þeg- ar frá líður og tala við fórnardýrin um þá reynslu sem þau hafa orðið fyrir, og hjálpa þeim úti f þjóðfé- laginu,“ sagði hún. HS Síld 17% hækkun Á fundi yfirnefndar Verð- Iagsráðs sjávarútvegsins í fyrra- dag varð samkomulag um lág- marksverð á sfld til frystingar og söltunar á yfirstandandi sfldar- vertíð og nemur hækkunin frá fyrri vertíð um 17% að jafnaði. Athygli vekur að í ár eru verð- flokkarnir þrír í stað tveggja áður. Fyrir síld, 33 cm og stærri greiðast 8,90 fyrir hvert kfló, sfld 30 cm að 33 cm 7,50 og fyrir kílóið af síld 25 cm að 30 cm fást 4,20 krónur. Það sem af er sfldarvertíðinni hefur sfldin verið eingöngu. frá 31-32 cm að stærð og fyrir þann stærðarflokk voru greiddar 7 krónur í fyrra en aðeins 50 aurum meira nú. Þá voru greiddar 3,50 fyrir smærri sfldina sem hefur hækkað uppí 4,20 nú. Seljendur höfðu farið fram á 23% hækkun á sfldarverði en sættust á 17% hækkun. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.