Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Utanríkismálanefnd Uppreisn í Framsókn Páll Pétursson þingflokksformaður felldur í kosningu þing- flokks umformannsstöðu í utanríkisnefnd. Nato-sinnar fengu sinn mann inn Uppgjör varð í þingflokki Framsóknarflokksins þegar kosið var á milli þeirra Páls Pét- urssonar þingflokksformanns og Jóhanns Einvarðssonar þing- manns flokksins á Reykjanesi, um hvor þeirra ætti að taka sæti flokksins í utanríkisnefnd og um leið formennsku í nefndinni. Framkvæmdaráð þingflokks- ins sem þeir Páll, Jóhann og Val- gerður Sverrisdóttir eiga sæti í klofnaði um val fulltrúa í nefnd- ina og var því kosið á milli Páls og Jóhanns í þingflokknum. Páll þingflokksformaður fékk 6 at- kvæði en Jóhann Einvarðsson 7 atkvæði, og þar með formanns- sætið í nefndinni. Þessi kosning í þingflokknum var hreint uppgjör á milli hægri og vinstri sinna í þingflokknum. Hægra liðið brást illa við þegar sýnt þótti að Páll sem hefur verið til vinstri í utanríkismálum, yrði hugsanlega næsti formaður utan- ríkisnefndar. Því var lagt hart að Jóhanni að gefa kost á sér í emb- ættið, en Jóhann hefur verið dyggur NATÓ-sinni og á m.a. sæti í þingmannanefnd NATÓ. Þetta er í annað sinn á fáum árum sem Framsóknarflokkurinn útilokar kjarnorkuvopna- og her- stöðvaandstæðinga innan þing- flokksins frá formennsku í utan- ríkisnefnd, en fyrir fáum árum var komið í veg fyrir að Haraldur Ólafsson, þáverandi þingmaður flokksins, fengi að setjast í for- mannsstól utanríkisnefndar. Alþýðubandalagið Tímamót í þingflokki Margrét Frímannsdóttir fyrsta konan sem er þingflokksformaður að Kvennalista frátöldum Margrét Frímannsdóttir var kosin þingflokksformaður Alþýðubandalagsins í gær. Hún er fyrsta konan sem gegnir þessu starfi fyrir flokkinn en hún tekur við af Steingrími J. Sigfússyni samgöngu- og landbúnaðarráð- herra. Þetta er líka í fyrsta skipti sem kona verður þingflokksfor- maður að Kvennalista frátöldum. Margrét segist hlakka til að tak- ast á við þetta nýja verkefni og hún ætti von á góðu samstarfi eins og alltaf hafi verið í þingflokki Alþýðubandalagsins. Margrét sagði blaðamanni Þjóðviljans að það ætti eftir að skipuleggja þá vinnu sem fram- undan væri. Einhver breyting fylgi því alltaf þegar nýtt fólk tæki við og staða þingflokks væri önnur í stjórn en stjórnarand- stöðu. Steingrímur J. Sigfússon hefði skipulagt starf þingflokks- ins vel og hún gæti vel hugsað sér að halda áfram á sömu braut. Eftir að búið er að skipa í allar stöður og nefndir þingsins sagðist Margrét ekki vera ánægð með niðurstöðuna. Það hefði komið best út fyrir Alþýðubandalagið að fá formennsku í fjárveitinga- nefnd og hún væri dálítið hissa á ofuráherslu Alþýðuflokksins á að fá þá stöðu. Það hljóti að há Sig- hvati Björgvinssyni formanni nefndarinnar að vera ekki úr sama flokki og fjármálaráðherra. Fulltrúi Alþýðubandalagsins hljóti að hafa þar mikið vægi. Hún gerði sér grein fyrir því að þingflokksformannsstaðan væri að einhverju leyti í staðinn fyrir formannsstöðuna í fjárveitinga- nefnd. Það sem væri ánægju- legast í öllu þessu plotti væri að Guðrún Helgadóttir skyldi kjörin forseti sameinaðs þings. Að sögn Margrétar mun end- anleg niðurstaöa skiptingar emb- ætta ekki hafa áhrif á samstarf stjórnarflokkanna. Hún hefði þó orðið vör við óánægju hjá Al- þýðuflokki og Framsóknarflokki þegar hennar nafn var ennþá til umræðu varðandi formann fjár- veitinganefndar. -hmp Þingkonur Alþýðubandalagsins. Margrét þingflokksformaður og Guðrún forseti Sameinaðs þings. Herstöðva- andstœðingar NATÓ r i 40 ár Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstœðinga á laugardaginn. Styttistí fertugsafmœli NA TÓ- aðildar I mars á næsta ári verða 40 ár liðin frá því ísland lét af hlutleysi og gekk í NATÓ, og á landsráð- stefnu Samtaka herstöðvaand- stæðinga á laugardaginn verða meðal annars lögð drög að því hvernig minnast megi þessara tímamóta eins og vert er og rædd- ar hugmyndir sem þegar hafa komið fram í því sambandi. Ráðstefnan hefst að morgni, en eftir hádegið heldur Tómas Jó- hannesson, eðlisfræðingur, erindi sem hann nefnir: Hætta á geislamengun sjávar og kjarn- orkuvetur. Ingibjörg Haralds- dóttir, formaður samtakanna, sagði í spjalli við blaðið að brýnt væri að fá hlutlausa úttekt á þessu máli, og því væri fengur að erindi Tómasar, en það er öllum opið. Ingibjörg kvað brýnt að halda herstöðvamálinu gangandi núna, og sagði að friðarhreyfingar í Vestur-Evrópu hefðu undanfarin misseri lagt æ meiri áherslu á bar- áttuna gegn herstöðvum, og eru margvíslegar aðgerðir fyrirhug- aðar í aðildarlöndunum næstu mánuði vegna íhöndfarandi af- mælis hernaðarbandalagsins. Landsráðstefnan verður haldin að Hverfisgötu 105 í Reykjavík á laugardaginn, og um kvöldið verður opið hús með hljómlist og öðrum uppákomum. HS Spariskírteini Raunvaxta- lækkun Raunvextir lœkka um 0.7% á þriggja ára skírteinum. Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra: Liðurí3% lækkun raunvaxta sem stefnt er að Samkomulag hefur tekist á milli ríkissjóðs og söluaðila spar- iskírteina um lækkun raunvaxta spariskírteina um allt að 0,7%. Þessi lækkun kemur í framhaldi af lækkun vaxta í bankakerfinu og er að sögn fjármálaráðherra liður í 3% lækkun raunvaxta á næstu mánuðum, samkvæmt stefnu stjórnvalda. Það eru vextir á 3ja ára skír- teinum sem lækka mest eða um 8% í 7,3%. Sala á þessum skír- teinum hefur verið góð að undan- fömu og framboð 3ja ára bréf- anna verður takmarkað á næst- unni. Ríkissjóður mun bjóða rúmlega 300 miljónir til viðbótar af þessum skírteinum fram til ára- móta, en þau verða ekki til sölu á næsta ári. Vextir á 5 ára skírteinunum lækka úr 7,5% í 7,3% en vextir á 8 ára skírteinum haldast óbreyttir í 7%. Þá lækkar raunávöxtun bankabréfa og annarra hlið- stæðra bréfa til samræmis við lækkun vaxta spariskírteina ríkis- sjóðs. Frá stjórnarfundinum í gær. Fyrir borðsendanum til vinstri situr formaður stjórnarinnar, Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri á Raufarhöfn. Mynd-Jim Smart. Atvinnutryggingarsjóður Starfsreglur að fæðast Fyrstistjórnarfundur Atvinnutryggingarsjóðs útflutningsgreina hald- inn í gœr. Reglugerð fyrir starfshœtti tilbúin fyrir vikulok Stjórn Atvinnutryggingarsjóðs útflutningsgreina kom saman til síns fyrsta fundar í gær, en sjóðurinn sem stofnaður var sam- kvæmt samkomulagi stjórnar- flokkanna, hefur fengið aðsetur í Byggðastofnun. A fundinum í gær var farið yfir drög að reglugerð fyrir sjóðinn en hún mun væntanlega verða kynnt opinberlega fyrir lok þessarar viku. í bráðabirgðalögum stjórn- arinnar er sjóðnum tryggður einn miljarður og heimild til lántöku uppá annan miljarð og til skuld- breytinga uppá 5 miljarða. Formaður sjóðsstjórnar til- nefndur af forsætisráðherra er Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri á Raufarhöfn. Hann er flokks- bróðir Stefáns Valgeirssonar. Varamaður hans er Gunnlaugur Sigurmundsson. Aðrir stjórnarmenn eru: Jó- hann Antonsson viðskiptafræð- ingur á Dalvík tilnefndur af fjár- málaráðherra og varamaður hans Már Guðmundsson hagfræðing- ur. Bjöm Björnsson bankastjóri, tilnefndur af iðnaðarráðherra og Ingjaldur Hannibalsson fram- kvæmdastjóri varamaður hans. Pétur Sigurðsson forseti Alþýðu- sambands Vesturlands er til- nefndur í stjórnina af viðskiptar- áðherra og varamaður hans er Reynir Ólafsson viðskiptafræð- ingur. Þá tilnefndi sjávarútvegs- ráðherra Kristján Skarphéðins- son deildarstjóra í ráðuneytinu í stjórnina en varamaður hans er Arndís Steinþórsdóttir deildar- stjóri í sama ráðuneyti. Fimmtudagur 13. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.