Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 5
Hvað sýnist þeim um þinghaldið í vetur? Margrét Frímannsdóttir Erfitt þing framundan Margrét Frímannsdóttir þing- flokksformaður Alþýðubanda- lagsins segist halda að þingið framundan verði erfitt fyrir margra hluta sakir. Stjórnin tæki við mjög slæmu búi eftir síðustu ríkisstjórn. Alþýðubandalagið færi inn í stjórnina af sérstökum ástæðum eða til að koma atvinnu- líflnu í gang og til að koma í veg fyrir að fleiri fyrirtæki stoppuðu en þegar hefði orðið. Isamtali við blaðamann Þjóð- viljans sagði Margrét stjórnina enn búa við það að „huldumað- ur“ Stefáns Valgeirssonar væri ekki kominn fram og meirihlut- inn væri naumur í þinginu. Hún hefði hins vegar oft sagt það að líftími ríkisstjórnarinnar gæti ráðist fyrir 1. apríl. Þær aðgerðir sem gripið hefði verið til væru til bráðabirgða og ef ekki tækist að finna varanlegar lausnir fyrir þennan tíma hljóti Alþýðu- bandalagið að endurskoða húg sinn um áframhaldið. Þetta yrði vinnuþing og erfitt, en vonandi yrði það árangursríkt. En var stjórnin þá ekki mynd- uð til lengri tíma í upphafi? Það sagði Margrét ekki vera rétt. Þau bráðabirgðalög sem stjórnin hefði sett hefðu verið til að leysa úr þeim vanda sem fráfarandi stjórn skildi eftir sig. Ekki væri hægt að líta fram hjá því að tveir af stjórnarflokkunum ættu sinn þátt í að skapa þennan vanda. Hún teldi að innan þeirra flokka hefði verið ákveðinn vilji til að leysa vandann. Alþýðubandalag- ið hefði farið inn í stjórn til að leysa þennan vanda en ekki til að hlaupa úr stjórninni eftir skamman tíma og vonandi tækist það. -hmp Eiður Guðnason Þingið fer vel af stað „Komandi þing leggst vel í mig. Nefndarkosningar fóru að minnsta kosti vel af stað þannig að stjórnin hefur meirihluta í starfsnefndum þingsins,“ sagði Eiður Guðnason við Þjóðviljann. Samkomulag hefði tekist um alla verkaskiptingu með stjórnar- flokkunum og þegar væru komin fram mörg mikilvæg mál, eins og td. frumvarp um fjármagns- markaðinn. Eiður sagði þingið fara af stað við óvenjulegar aðstæður. Fjár- lagafrumvarp væri ekki komið fram af ástæðum sem allir skildu. Þingmenn væru búnir að vera bundnir við stjórnarmyndunar- viðræður í nokkurn tíma þannig að þeir hefðu ekki haft tíma til að hitta sveitastjórnarmenn eins og venja væri hjá mörgum þeirra. Hann héldi þó að þetta yrði ágætt þing og að samstarfið yrði gott. Eiður telur þingið ekki verða stormasamara en venjulega. Það þyrfti ekki endilega að vera slæmt að stjórn hefði nauman meiri- hluta, það hefði sýnt sig að þá standi menn þéttar saman. Stað- an í neðri deild gæti auðvitað valdið einhverjum erfiðleikum en hann tryði á að stjórninni tæk- ist að sigla framhjá því, án þess að hann væri að játa á sig huldu- fólkstrú. Vel gæti verið að það þyrfti að semja meira við stjórnarandstöð- una en venjulega en hann óttaðist það ekkert. Stjórnin væri meirih- lutastjórn, hún gæti varið sig van- trausti, sem væri skilgreiningin á meirihlutastjórn. -hmp Júlíus Sólnes Ketilsprenging í apríl „Þetta verður áræðanlega undarlegt þing. Astandið er svip- að og á síðasta stjórnarári ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsen,“ segir Júlíus Sólnes þingflokksfor- maður Borgaraflokksins. Þegar verðstöðvun verði aflétt verði al- ger kretilsprenging í apríl og stjórnin hafí áreiðanlega ekki í hyggju að sitja þá. Júlíus sagði blaðamanni Þjóð- viljans að með hliðsjón af reynslu ríkisstjórnar Gunnars Thorodd- sen vari lff ríkisstjórnarinnar varla lengur en fram á vorið. Hann hefði ekki orðið var við neina „huldumenn“ og væri jafnvel farinn að halda að þeir væru innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar og myndu greiða atkvæði gegn henni í þinginu. Um hugsanlegan stuðning Borgaraflokksins við einstök mál stjórnarinnar, sagði Júlíus að það hefði ekkert breyst, Borgara- flokkurinn myndi greiða atkvæði með stjórninni í þeim málum sem flokkurinn styddi eftir umræðu í þingflokknum. Borgaraflokkur- inn hefði stutt mál annarra flokka eftir málefnum. Ef ríkisstjórnin kæmi fram með mál sem væru í stefnuskrá Borgaraflokksins ættu þau vísan stuðning. Júlíus sagðist hafa velt því fyrir sér hvort það hefði ekki alltaf verið meiningin með myndun þessarar stjórnar að hún lifði ein- ungis fram á vorið. Það yrði slík ketilsprenging í þjóðfélaginu í apríl eftir að verðstöðvun lýkur að ríkisstjórnin væri varla spennt fyrir því að sitja áfram í því ástandi, sérstaklega þegar tekið væri tillit til veikrar stöðu hennar í neðri deild. -hmp Danfríður Skarphéðinsdóttir Óvissa og óróleiki Danfríður Skarphéðinsdóttir þingflokksformaður Kvennalist- ans segist telja að þinghaldið muni einkennast af óvissu og óró- leika. Ýmsu bæri þó að fagna í upphafí þings. Venjulega væru framfarir í jafnréttismálum í hænufetum en nú hefði verið tekið þrístökk þegar þrjár konur urðu forsetar sameinaðs þings. Danfríður sagði í samtali við blaðamann Þjóðviljans að annað fagnaðarefni væri að bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar lægju frammi strax á öðrum degi þingsins. Kvennalistinn hefði lagt á það áherslu að þau yrðu lögð fram strax í upphafi þannig að umræður um þau gætu hafist sem fyrst. Þannig myndi meirihluti stjórnarinnar koma strax í ljós, ef hann væri þá fyrir hendi. Danfríður sagði alveg ljóst að Kvennalistinn styddi málefni ef hann teldi að þau væru til hags- bóta, alveg sama hvaða flokkar legðu þau fram. Það væri líka ljóst að Kvennalistinn gæti stutt mörg mál stjórnarinnar en hann muni aldrei geta stutt launafryst- ingu og afnám samningsréttar. -hmp Páll Pétursson Skemmtileg stjómarmyndun Páll Pétursson þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins segir að þingið leggist vel í hann. Það hafí verið skemmtilegt að vinna að undirbúningi þinghalds- ins og skemmtilegt að mynda stjórnina sem hefði gengið óvenju hratt fyrir sig. Hann væri þakk- látur þeim sem hann hafí átt sam- starf við í stjórnarmyndunarvið- ræðum og það væri lukka yfir stjórninni eins og úrslit hlutkestis um nefndir sýndi. Páll sagði við blaðamann Þjóð- viljans að hann ætti von á því að stjórnarandstaðan sýndi ákveðna en ábyrga andstöðu, hlutverk hennar væri mikið. Stjórnarliðið þyrfti hins vegar að standa vel saman og stjórnarliðar mættu ekki leyfa sér að hlaupa út undan sér. Það væri augljóst að leita þyrfti samninga út fyrir stjórnar- liðið um sum mál stjórnarinnar eða þá hlutleysis. Sér þætti ekki fjarlægur möguleiki að þetta tæk- ist, þetta tíðkaðist í löndunum í kring um okkur og gæfi andstöð- unni nokkur áhrif á gang mála. Að sögn Páls finnst honum að skoðanir stjórnarandstöðunnar fari ekki saman í öllum málum. Ef skattapólitík væri td. tekin færu viðhorf Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks ekki saman með viðhorfum Kvennalista. Hugsan- lega gæti það skipt máli að stjórn- arandstaðan væri ekki öll jafn mikið á móti því sem stjórnin væri að gera. Þessi staða kallaði á árvekni og vinnu og væri vanda- söm. „En ég kvíði ekki vetrin- um,“ sagði Páll. Páll telur ekki skynsamlegt af ráðherrum að hrúga inn miklu af málum. Meginverkefnið væri að koma lagi á efnahagsmálin og að koma atvinnulífinu í gang. Stjórnarandstaðan ætti alveg jafn mikið undir því að koma þessum málum í lag. Hann tryði því ekki fyrr en hann tæki á því að stjórn- arandstaðan færi að taka negluna úr bátnum. -hmp Ólafur G Einarsson Tímabil veikra stjóma orðið með öðrum blæ nú en oft áður vegna stöðu ríkisstjórnar- innar í neðri deild Alþingis. Á meðan ekkert nýtt komi fram um þá stöðu telji hann að þetta muni setja svip sinn á þingið. En kann- ski sé að taka við tímabil minni- hlutastjórna og veikra stjórna í íslensku stjórnmálalífí. „Mér þætti líklegt að stjórnin legði ekki neina höfuðáherslu á að koma margháttaðri löggjöf í gegnum þingið en leggi áherslu á allra nauðsynlegustu málin,“ sagði Ólafur blaðamanni Þjóð- viljans. Ómögulegt væri að segja til um stuðning Sjálfstæðisflokks- ins við einstök stjórnarmál en bráðabirgðalög stjórnarinnar myndu aldrei fá stuðning Sjálf- stæðisflokksins eins og þau litu út núna. Flokkurinn muni sjálfsagt beita sér fyrir breytingum á þeim, ekki væri hægt að samþykkja leiðir ríkisstjórnarinnar. Ólafur sagðist ekki geta spáð stjórninni langlífi vegna þess hvernig til hennar hefði verið stofnað. „En það má vel vera að við séum að koma inn í tímabil veikra stjórna eða minnihluta- stjórna," sagði Ólafur. Af þeirri umræðu sem átt hefði sér stað teldi hann að hún lifði varla lengur en fram á vorið. Það færi allt eftir því hvernig stjórninni gengi að koma í gegn forsendum fjárlaga. Ólafur sagði ekki nóg að sýna fram á meirihluta í sameinuðu þingi þegar kæmi að þeim marg- háttuðu lagabreytingum sem fylgdu fjárlögunum. Það væri al- gerlega nauðsynlegt fyrir stjórn- ina að hafa einnig meirihluta í báðum deildum. Þegar kæmi til dæmis að því að afgreiða nýja skattheimtu upp á 1 miljarð þætti sér ólíklegt að allir stjórnarliðar gætu samþykkt hana, hvað þá hinir svokölluðu „huldumenn“. -hmp j& Frá menntamála- 1=3 ráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Iðnskólann í Reykjavík er iaus til umsóknar staða námsráðgjafa frá og með 1. janúar 1989. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 15. nóvember n.k. Menntamálaráðuneytið Fimmtudagur 13. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.