Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 6
MINNING ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Vesturlandi Aðalfundur kjördæmaráðs Aðalfundur kjördæmaráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður haldinn í Röðli í Borgarnesi, sunnudaginn 16. október. Fundurinn hefst kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Skúli Al- exandersson alþm. mæta á fundinn. Fundarstjóri Halldór Brynjúlfsson. Stjórn kjördæmaráðs Alþýðubandalagið Akranesi Félagsfundur Félagsfundur verður í Rein, fimmtudaginn 13. október kl. 20.30. Skúli Steingrímur J. Á dagskrá: Ríkisstjórnarþátttaka Alþýðubandalagsins, verkefni nýrrar ríkis- stjórnar, staða flokksins. Á fundinum koma Skúli Alexandersson alþingis- maður og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráðherra. Alþýðubandalagið í Keflavík og Njarðvík Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Keflavík og Njarðvík verður haldinn laugardaginn 22. október nk. klukkan 15. Fundarstaður auglýstur síðar. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Félagar og stuðningsmenn hvattir til að mæta. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 17. okt. kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Fundarefni: Dagskrá bæjarstjórnarfundar 18. október. Sérmál: Umhverfis- og skipulagsmál. Brynjar Ingi Skaptason. Önnur mál. Stjórnin AB Kópavogi Aðalfundur ABK Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kóþavogi verður haldinn mánudaginn 17. október kl. 20.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Ríkisstjórnarþátttakan. Ólafur Ragnar Grímsson mætir á fundinn. Félagar fjölmennið. Stjórnin ÆSKULÝPSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin 50 ára Undirbúningsnefnd fyrir 50 ára afmæli ungliðahreyfingar sósíalista fundar að Hverfisgötu 105, laugardaginn 15. október kl. 10.00. Ljúffengt morgunkaffi á boðstólum. Ungir sem aldnir ungliðar velkomnir. Nefndin 50 ára afmælis S.Í.B.S. Afmælishátíö S.Í.B.S. verður haldin aö viöstödd- um forseta íslands í Súlnasal Hótel sögu, föstu- daginn 14. október n.k. og hefst stundvíslega kl. 15.00. Eftir kaffiveitingar veröur fræösludagskrá í hlið- arsal A um nýjungar í ofnæmisforvörnum og endurhæfingu lungna- og hjartasjúklinga. Stjórn S.Í.B.S. Frá menntamála- ráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Stýrimannaskólann í Reykjavík er laus til umsóknar heil staöa íslenskukennara frá og með 1. janúar n.k. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið Cand. Mag. prófi í greininni. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 15. nóvember n.k. Menntamálaráðuneytið Hallbera Bergsdóttir Fœdd 9. ágúst 1917 - Dáin 24. september 1988 Fáein minningarorð Það munu vera meira en 25 ár síðan ég kynntist Hallberu Bergs- dóttur fyrst, en hún var náfrænka konu minnar, og naut ég góðs af einstakri frændrækni hennar. Hallbera, eða „Hadda frænka,“ eins og við kölluðum hana jafn- an, kom mér fyrir sjónir sem harðgreind kona, stálminnug og fróð og vel að sér um flest það sem almenning varðar. Var af þeim sökum jafnan gaman að ræða við hana, og gilti þá einu hvort til umræðu voru at- burðir frá liðinni tíð eða málefni líðandi stundar, því að hún fylgd- ist vel með þjóðmálum og lét skoðanir sínar á mönnum og mál- efnum hressilega hispurslaust í ljós og komst þá oft eftirminni- lega að orði. Ég þekki ekkert til æsku- og uppvaxtarára Hallberu, en trúlegt þykir mér að hennar hlutskipti hafi verið það sama og svo fjölmargra annarra greindra og efnilegra unglinga af hennar kynslóð, sem ytri aðstæður meinuðu að afla sér þeirrar skóla- göngu sem hæfileikar stóðu til. Um hitt get ég borið af eigin kynnum, að henni tókst að vera prýðilega sjálfmenntuð, og mun í því efni hafa hjálpast að gott upp- lag, lestur góðra bóka og kynni af fjölda fólks, sem hún hafði m.a. vegna atvinnu sinnar. Og ég held að ég megi fullyrða, að hún þótti afbragðs starfs- manneskja, ekki hvað síst þar sem mikið reyndi á nákvæm og vönduð vinnubrögð. En í þessum fáu minningarorðum er ekki ætl- unin að rekja æviferil Hallberu, það hafa aðrir kunnugri gert. Hér skal henni aðeins þökkuð að leiðarlokum tryggðin og vinfeng- ið í okkar garð. Frændsemin við konu mína og börn okkar var af hennar hálfu rækt af þeim hjart- anlegu manneskjulegheitum, sem eru manni svo ótrúlega mik- ils virði á þessum tímum háværrar yfirborðsmennsku. Böðvar Guðlaugsson. ASKRIFEND UR! Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti Léttið blaðberum störíin Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans í síma 681333 milli kl. 9.00-17.00 virka daga og 9.00-12.00 laugardaga, eða blaðbera og umboðsmann okkar. Svavar Ólafur Steingrímur Ný ríkisstjóm - ný stjómarstefna! Ráðherrar Alþýðubandalagsins kynna stefnu flokksins og nýrrar ríkisstjórnar á opnum fundi í Safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ (við nýja miðbæinn), laugardaginn 15. október kl. 15.00. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráðherra flytja stuttar framsögur og svara fyrirspurnum fundar- manna. Fundarstjóri Hilmar Ingólfsson bæjarfulltrúi. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Alþýðubandalagið Garðabæ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.