Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 3
Laxalónsbóndi á bók Skúli Pálsson bóndi á Laxalóni og frumkvöðull í fisk- eldi hérlendis hefur löngum átt í stríði við kerfið, og ekki gefið sig þó á móti hafi blásið. Nú hefur Æskuritstjórinn og unglingabókahöfundurinn Eðvarð Ingólfsson skrifað ævisögu Skúla sem Æskan ætlar að gefa út fyrir jólin. Bar- áttusaga athafnamanns er tit- ill ævisögu Skúla sem auk þess að segja frá stríði sínu við kerfið lýsir viðburðarríkri ævi sinni, uppvaxtarárum á Vestfjörðum og margvís- legum umsvifum í athafnalíf- inu.B Beinlaus nýru Hundakosningar verða í höfuðborginni síðar í mánuð- inum og segirsagan að Davíð borgarstjóri sem eins og borg- arbúar vita er hundavinur mik- ill, óttist að illa fari. Kosning- arnar fari hugsanlega í hund- ana ef hundavinir borgarinnar fjölmenni ekki á kjörstað. Því er nú rekinn mikill áróður í öllum hundafélögum, hunda- kofum og hundaklúbbum um stuðning við áframhaldandi hundahald. Til að sanna ást sína á besta og tryggasta vini mannsins, segir sagan jafn- framt að sést hafi til ferða borgarstjórans í þekktri kjöt- búð á dögunum. Afgreiðslust- úlkan í kjötbúðinni setti upp hálfgerðan hundshaus þegar Davíð bað um beinlaus nýru fyrir hundinn sinn.H Balinn kominn í sumarfrí Þær voru kaldar kveðjurnar sem Jón Baldvin Hannl- balsson utanrfkisráðherra sendi fyrrum samstarfsmönn- um sínum úr ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar f miklu uppgjörsviðtali f Alþýðublað- inu í gær. Það er hins vegar ekki kalt hjá Jóni þessa dag- ana, því eftir að hann flutti kjarnorkuræðuna sína á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, dreif hann sig ásamt Bryndísi sinni í sumarsólina á Florida, þar sem þau ætla að liggja með tærnar upp í loft næstu vikurnar. Á meðan sit- ur arftaki Jóns, Ólafur Ragn- ar sveittur í fjármálaráðuneyt- inu ásamt aðstoðarmönnum og reynir að koma einhverju lagi á óreiðu fjárlagafrum- varpsins sem Jón skildi eftir við stjórnarslitin með þriggja og hálfs miljarða gati.H , ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 „Verulegur völlur...“ „Það er alveg Ijóst..." , er al- gengur frasi meðal stjórnmálamanna þessa dag- ana. Meðal þeirra sem eru illa haldnir vegna ofnotkunar frasans, má nefna þá Ás- mund Stefánsson, forseta ASÍ og Ólaf Ragnar Gríms- son, núverandi fjármálaráð- herra. Ólafur bætir gjarnan við af Ijúfmennsku „minn kæri“, og má þá viðmælanda vera alveg Ijóst að hér fer maður sem er viss í sinni sök. Steingrímur Hermannsson á sína f rasa, svo sem „ég verð að segja það, að...“ , og þá hefur Jón Baldvin einnig náð að skapa sér sérstöðu, með sínum skematíska málflutn- ingi. Reyndar má segja að málsmetandi menn eru ekki menn með mönnum, nema þeir nái að koma sér upp svona málfarslegum sérk- ennum, svo leiðigjörn sem þau annars eru. Því er óvænt- ur fengur í hverjum nýjum fra- sa eða þó ekki væri nema nýju orði, sem líklegt kann til vinsælda meðal ráðmanna, þó ekki væri nema fyrir alþýðu þessa lands sem fær æluna í hálsinn, í hvert eitt skipti sem „það er alveg Ijóst" heyrist eða sést í fjölmiðlum. Áxel Gfslason, nýráðinn forstjóri Samvinnutrygginga virðist þvi' vera staðráðinn í að slá tvær flugur í einu höggi í viðtali í Gjallarhorni, málgagni Sam- vinnutrygginga - skapa sér sína sérstöðu í frasafræðun- um og hugnast fjölmiðlaþol- endum. Þar klifar hann á al- gengu orði sem ekki hefur þó oft heyrst úr munni fjölmiðla- vanra. „Ég hlakkaverulegatil að takast á við nýtt verkefni. Samvinnutryggingar hafa verið og eru vel rekið fyrirtæki og að mínu viti hefur félagið alla möguleika á að hasla sér verulegan völl í framtíðinni á íslenskum tryggingamarkaði. Það er hins vegar alveg Ijóst að margt af því sem bíður mín er alveg nýtt fyrir mér og kallar á verulega yfirlegu...Að lok- um vil ég láta þess getið aö ég lít verulega til góðs samstarfs með góðu fólki þegar þar að kemur," sagði Axel...“ Hér er þetta stutta viðtal stytt um tvær setningar, en kannski má þakka fyrir að það var ekki mikið lengra. Það hefði kann- ski getað orðið „verulega" neyðarlegt... ““"“■wTSis— ----- i| / ^WWtaJur staðíesíi, if »«*iw.sS5 P-iQSf trnr^ Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eðaeftirá. Með skilunum skal fylgja greinargerð á sérstökum eyðublöðum „skilagreinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjakf. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjártiæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjátfstæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið send eyðublöð fyrir skilagrein. Þeir sem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sértil skattspa, gjaldheimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. i RSK ! RÍKISSKATTSTJÓRI EINDAGI . SKILA . A STAÐGREÐSLUFE \ I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.