Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 4
krossgötum Tapaði 40 miljónum ífyrra. Tapið líklega helmingi meira íár. Náistendar ekki samanfyrir mitt nœsta ár, er KRONbúið að vera. Útþenslanþjónar markmiði, en hennierlokið. Fœkka verður smáverslunum KRON. Reynum samvinnu við SÍS- gangi hún ekki uppförum við okkareigin leiðir. Ekki tímabœrt að rœðafrekari mann- virðingar innan SÍS. Óljósthvort Þröstur sest aftur íframkvæmdastjóra- stól í Dagsbrún E3 £ W Miklar hræringar hafa verið á mat vöruverslanamarkaðnum, þar sem hver verslunin á fætur annarri hafa gefið upp öndina. Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis hefur ekki farið varhluta af erfiðleikum á þessum markaði og kallaði á Þröst Ólafsson, fram- kvæmdastjóra Dagsbrúnar með meiru, til bjargar. Hann er á beininu. Hversu miklu hefur KRON tapað á síðasta ári og þessu? „Þetta eru nú ekki tölur sem við birtum yfirleitt í blöðum, en þó var tapið á síðasta ári 40 milj- ónir og hefur aúkist það sem af er þessu ári og við gerum ráð fyrir að það verði þó nokkru meira á þessu ári, jafnvel helmingi meira.“ Þú ert stjórnarformaður KRON og til þín hefur verið ieitað til að bjarga lífi KRON. KRON hefur selt Domus á Laugavegi og Stórmarkaðinn í Kópavogi. Þið keyptuð síðan Kaupstað af Víði í Mjóddinni og byggðuð ofan á húsið og sameinuðust Kaupafé- lagi Hafnfirðinga og rekið því Miðvang í Hafnarfirði. Þá keyptuð þið Kaupgarð í Kópa- vogi, en samt hélduð þið áfram að tapa. Þá fer JL á hausinn og þið kaupið það hús og takið yfir reksturinn. Hvaða vonir gerir þú þér um að sú verslun, sem stór- fellt tap var á meðan hún hét JL- vörumarkaðurinn muni rétta hag KRON við? „Ég geri mér ekki.vonir um að hún rétti hag KROÍ4 við, ein og sér. Hins vegar erum við að koma á samræmdu innkaupakerfi og höfum eina skrifstofu fyrir allar búðirnar, þanriig að við getum bætt við búð rneð minni tilkostn- aði en einstakur aðili sem er að fara stofna/búð. Ég á von á að þetta skil/jákvæðum niðurstöð- um.“ / £n ertu bjartsýnn á að það tak- ist að bjarga KRON? „Það verður að takast og ég er sæmilega bjartsýnn á að það tak- ist. Ég á von á að það taki ár frá því við byrjuðum, að komast réttu megin við strikið, eða um mitt næsta ár. Við þurfum að ná ákveðinni stærð, til að geta beitt henni í innkaupum og okkur sýn- ist að við höfum náð henni, en ætlum okkur ekki frekari útþen- slu. Við munum nota þessa stærð okkar til að knýja á um betri kjör í innkaupum frá heildsölum, en ef það gengur ekki gæti eigin innflutningur komist á dagskrá. Smásöluverslun á íslandi getur ekki þrifist nema að hún taki að sér stóra hlutdeild í heildsölu- þættinum. Til þess þarf að láta heildsöluna og smásöluna vinna saman eða þá að sú leið verði far- in sem nú er verið að reyna í sam- vinnu við SÍS - að reyna að láta stærðina um að ná hagstæðari innkaupum.“ Hefur SÍS verið ykkar aðal- heildsali? „SÍS hefur kannski verið stærsti einstaki heildsaiinn, en meirihlutinn af okkar vörum kemur ekki frá þeim. Hvort breytingar verða á því, fer aðeins eftir því hvar við fáum ódýrastar vörur. Það sem nú er verið að reyna er samvinna við Samtök samvinnumanna um verslunar- rekstur, sem stofnuð voru núna í september um sameiginleg innkaup. Ef kostnaði Sambands- ins verður haldið í hófi, þá á þetta að getað skilað okkur lægra vöru- verði. Ef ekki verðum við að fara okkar eigin leiðir. Þessi tilraun hefur aðeins staðið í tvær vikur, en á eftir að standa í þrjá til fjóra mánuði til viðbótar. Er þetta afrakstur af SESAM- skýrslunni svokölluðu, sem fjall- aði um uppstokkun verslunar- deildar SÍS? „Að hluta til, það komu fram tvö álit og þetta er eins konar millivegur. Menn verða með samræmdari vörulista, sem fer eftir stærð verslananna og kaúpa inn eftir þeim. í stað tuttugu teg- unda af tómatsósu verða kannski sjö til átta tegundir á boðstól- um.“ Munið þið sætta ykkur við að þrengja vöruúrval á þennan hátt? „Við munum ekki þurfa að sætta okkur við þrengingu á vöru- úrvali, heldur verður þetta gert í fullu samráði við okkur og við ráðum hvert okkar vöruúrval verður. En til að ná fram hag- kvæmari innkaupum verður að staðla þau, rétt eins og Hagkaup hefur gert fyrir löngu. En hvað hefur drepið matvöru- verslanir hér í hrönnum að und- anförnu? „Það hefur verið ákaflega hörð samkeppni, ásamt miklum fjár- festingum. í öðru lagi er um að ræða ákaflega lága álagninu, sér- staklega á landbúnaðarafurðum sem seldar eru langt undir kostn- aðarverði. Við höfum borgað verulega með matvörunni, mjólkinni og kjötinu, reyndar álíka mikið og ríkið með niður- greiðslunum. Þess vegna er þetta hrun.“ Nú hefur verið opnuð áfengis- útsala hjá ykkur í Mjóddinni. Hefur hún orðið til að glæða við- skiptin? „Hún hefur náttúrulega orðið til að bæta staðinn sem þjónustu- miðstöð, en hversu mikið af því fólki sem kaupir áfengi verslar í matinn í leiðinni, skal ég látið ósagt. En það hefur ekki orðið nein stökkbreyting eftir að hún kom.“ En er þá rekstur smáverslana kaupmannsins á horninu“ von- laust mál að þínu mati í dag? „Það er ákaflega vonlítið mál, nema þú vinnir á ákveðinn hátt, sem kannski er erfitt að tala mikið um. En menn vita að þeir einstaklingar sem vinna við mat- vöruverslanir vinna daga og næt- ur og með fjölskyldunni. Þar er erfiðara að hafa eftirlit með opin- berum gjöldum, erfiðara að fylgj- ast með rýrnun o.s.frv. þannig að það eru til ýmsir möguleikar til að fá þær til að lifa, án þess að ég sé að ásaka einn eða neinn.“ En á þá þessi þróun ekki eftir að halda áfram, að hér verði tveir stórir risar sem eiga eftir að stækka? „Risar svokallaðir á þessum markaði geta á skömmum tíma orðið dvergar. Þannig var KRON stórveldi fyrir og eftir stríð, upp úr 1950 og fram yfir 1960 voru Silli og Valdi stórveldi, SS var mjög stórt, síðan kom Hagkaup og frá 1983 höfum við verið að auka markaðshlutdeild okkar. Þannig að þetta gengur í bylgj- um, en ég á eins von á að „ris- arnir“ geti orðið fleiri en tveir. Við rekum enn nokkrar smá- verslanir, en þeim verður að fækka. Hvaða verslanir það verða eða hversu margar get ég ekki sagt.“ KRON hefur að baki sér ákveðið atkvæðamagn á aðal- fundum SÍS, sem fer m.a. eftir magni viðskipta við SÍS. Er ætl- unin að reyna að auka það þegar Mikligarður hefur sameinast KRON? „Það er of fljótt að segja til um það, þetta er ekki útrætt mál enn þá.“ Það vakti athygli að á síðasta aðalfundi SÍS að Bifröst, barst þú klæði á vopnin og vildir að um- ræða um viðkvæm mál yrði sem minnst. Ætlar þú þér stóra hluti innan SÍS, jafnvel að setjast í stól Vals Arnþórssonar? „Það er nú ekkert kappsmál hjá mér að taka að mér einhverja pósta innan sambandsins, ég hef í nægu að snúast hér. Það á margt eftir að gerast fram að aðalfundi SÍS í júní, svo það tekur þvf ekki að velta því fyrir sér.“ En ef þér tekst að rétta KRON við á tilsettum tíma, er þá staða þín innan SÍS ekki orðin mjög sterk? „Ef okkur tekst þetta ekki á tilsettum tíma, þá tekst yfir höfuð ekki að bjarga KRON. Þá verður annað hvort að fækka verslunum verulega, eða að leggja allt niður. En ég hef ekki annan metnað en að vinna þau verk vel, sem ég hef tekið að mér á hverjum tíma.“ En ert þú þá hættur störfum sem framkvæmdastjóri Dags- brúnar að fullu og öllu? „Ég get ekkert fullyrt um það, annað en að það er gert ráð fyrir að ég mæti til starfa þar að sex mánuðum liðnum. Ég hef ekki gert neinar ráðstafanir, en hvað tíminn ber í skauti sér er ómögu- legt að segja um. Nú hefur ferill þinn verið ærið mótsagnakenndur. Þú varst ung- ur róttækur maður framarlega í stúdentapólitík, gerðist síðar að- stoðarmaður ráðherra og áttir hlut að athöfnum í kjaradeilum, sem nutu lítilla vinsælda meðal vinstrimanna. Þú hefur setið í stjórn Granda, í stjórn Kron og Máls og menningar, situr í banka- ráði Seðlabanka og hefur á sama tíma verið framkvæmdastjóri Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar. Einhvern tíma hefði þetta ver- ið kallað að sitja beggja vegna borðs og talið óhæfa af þeim fé- lögum þínum sem tala um stétta- baráttu. Hefur þetta aldrei vafist fyrir þér, eða leitt til hagsmuna- árekstrar? „Ég sé nú enga sérstaka mót- sögn í því að sitja í bankaráði Seðlabankans og vera fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar. Þeir verða síðan að meta það sem hafa notið veru minnar á báðum stöð- um, hvort sem það er í stjórnum fyrirtækja eða Dagsbrún hvort eithvað hafi verið athugunarvert við mína vinnu þar. Ég hef ekki orðið var við það að þeim hafi fundist ég eitthvað tvöfaldur í mínum störfum,“ sagði Þröstur Olafsson. Páll Hannesson 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.