Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 5
REVmifll Tl nc ■ 11 Reykholtsskóli, eitt af snilldarverkum Guðjóns Samúelssonar húsameistara. Skólinn hefur lengi markað svipmót Reykholts og má kallast sögulegt minnismerki. (myndatexti Þór Magnússon) Þegar Ólafur V Noregskon- ungur kom til Reykholts sl. sumar, afhenti hann Birgi ís- leifi Gunnarssyni, þáverandi menntamálaráðherra, ávísun upp á eina miljón norskra króna. Ávísun þessi átti að renna til uppbyggingar Snorrastofu, en söfnuðurinn í Reykholti hafði áður skrifað bónbréf til norskra yfirvalda og farið fram á að þau styrktu uppbygginguna. Ein miljón norskar var þá um 6,7 miljónir íslenskra króna. Þar sem gamla héraðsskólanum í Reykholti hefur verið illa við- haldið undanfarna áratugi var veitt aukafjárveiting upp á 6,7 miljónir íslenskra króna til þess að lagfæra aðkeyrslu, tröppur, anddyri og skólastofur svo hægt væri að taka sómasamlega á móti kóngi. Ekki hefur endanlegt uppgjör farið fram á framkvæmd- unum við gamla skólahúsið í sumar en að sögn Jónasar Jóns- sonar, skólastjóra í Reykholti má gera ráð fyrir að kostnaður hafi farið eithvað fram úr áætlun. „Það er hagstætt að bjóða er- lendum þjóðhöfðingja í heim- sókn í skóía sem er í vanhirðu,“ sagði einn viðmælenda Nýja Helgarblaðsins, þegar rætt var við hann um framkvæmdirnar í Reykholti. Framkvæmda- gleði í a Reykholti Mikil framkvæmdagleði ér nú í Reykholti. Þar er verið að reisa nýja kirkju og við hana Snorra- stofu, sem er tvær hæðir og ris. Undir kirkjunni er gríðarmikill kjallari, sem óvíst er hvernig verður notaður. Að grunnfleti eru þessar byggingar um 650 fermetrar með tengibyggingu. Þegar er búið að steypa upp kjallarann og langt komið með að ganga frá plötunni ofan á hann. Þetta eru þó ekki einu bygging- arnar sem eru á framkvæmdastigi í Reykholti. Þar er verið að reisa mikla mötuneytisbyggingu á þremur hæðum. Húsið er um 1.500 fermetrar að stærð og er þegar fullklárað að utan, en framkvæmdir hófust fyrir um una. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum við mötuneytið fyrir 1. júní á næsta ári, og sagði Vilhjálmur að eðlilegt væri að bæta 15% ofan á útboðsverðið til þess að fá út endanlegan kostnað við mötuneytið. Á neðstu hæð hússins er ráð- gert að hafa kennslustofur og geymslur en efstu hæð, sem er inndregin að hluta, á að koma viðbótar heimavistarrými. Þegar er heimavistarrými fyrir um 115- 120 manns í Reykholti og hefur það ekki verið fullnýtt undanfar- in ár. Aðsókn að skólanum glæddist töluvert í haust eftir að bæta gamla skólahúsið, sem Guðjón Samúelssofl' hannaði á sínum tíma. Sl. vor tók embætti Húsameistara ríkisins saman greinagerð um hvað gera þurfi fyrir gamla skólahúsið til þess að koma því í viðunandi horf. Sam- kvæmt frumkostnaðaráætlun munu þær breytingar kosta á bil- inu 50 til 75 miljónir króna. Til hvers? Á meðan Reykhyltingar ham- ast við byggingaframkvæmdir er starfandi nefnd á vegum hins op- inbera, sem hefur það starfssvið Konungsgjöfin uppétin áður en hún var afhent. Miljónum eytt í uppbyggingu Reykholtsskóla samtímis og leitað er með logandi ljósi að hlutverki skólans. Ný kirkja og fræðasetur í byggingu. Verður gamla kirkjan rifin? Tímaskekkja og gæluverkefni er dómur manna um uppbygginguna í Reykholti tveimur árum. Um síðustu ára- mót hafði verið veitt um 21 milj- ónum króna í bygginguna, sem framreiknað til 1. janúar í ár eru rúmar 30 miljónir, samkvæmt upplýsingum hjá Innkaupastofn- un ríkisins. í vetur á svo að ljúka innréttingum á miðhæð hússins, þar sem mötuneytið sjálft er og hljóðar útboðið upp á 23 miljónir króna að sögn Vilhjálms Hjálm- arssonar hjá Teiknistofunni Óð- instorgi, sem hannaði bygging- hafa verið mjög dræm sl. ár og eru nú um 90 nemendur í skólan- um. Til þess að ljúka innrétting- um heimavistar og neðstu hæðar er talið að þúrfi að bæta við rúm- um 20 miljónum króna að sögn Björns Einarssonar hjá Inn- kaupastofnun ríkisins. Heildark- ostnaður við mötuneytisbygg- inguna er þá kominn í um 75 miljónir króna. Auk framkvæmda við mötu- neytið er mjög brýnt að endur- að leita með logandi ljósi að nýt- ingarmöguleikum fyrir bygging- arnar í Reykholti. Flestir eru sammála um að tími héraðsskólanna sé liðinn og hafi í raun verið kveðinn upp dauða- dómur yfir þeim með grunn- skólalögunum á sínum tíma. Nú er hægt að stunda nám í 9. bekk grunnskóla og nám í tveimur fyrstu árgöngum framhaldsskóla í Reykholti. Það var Sverrir Hermannsson, sem í tíð sinni sem menntamála- ráðherra, sem skipaði þriggja manna nefnd til þess að finna framtíðarhlutverk staðarins. Haraldur Blöndal er formaður nefndarinnar en með honum eru þeir Jónas Kristjánsson, Árnast- ofnun, og Jónas Ámason, rithöf- undur. Heimamenn eru spenntastir fyrir því að fá menntaskóla á staðinn en yfirvöld menntamála telja slíkt tæpast koma til greina. Að sögn Haraldar eru einkum fjórar hugmyndir uppi um fram- tíðarnýtingu staðarins. í fyrsta lagi hugmyndin um að halda skólanum áfram sem héraðs- skóla, en Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður og skipaður skóla- stjóri í Reykholti, heldur því fram að áfram verði þörf fyrir tvo til þrjá slíka skóla í landinu. I annan stað er það svo hug- mynd heimamanna um einhvers- konar menntaskóla. Sú hugmynd á mikið fylgi innan skólanefndar- innar og Jónas Jónsson, skóla- stjóri í Reykholti er einnig hlynntur henni. Að sögn Harald- ar var gerð lausleg könnun á hug- myndinni og sú könnun hefði sýnt að það væri óframkvæman- legt að reka menntaskóla í Reykholti. Skólinn tekur bara 100 manns og gæti aldrei orðið samkeppnisfær við aðra mennta- skóla, þar sem eingöngu væri hægt að hafa eina bekkjardeild í hverjum árgangi og erfitt yrði að fá hæfa kennara á staðinn. Þriðja hugmyndin er sú að tengja skólann Fjölbrautaskóla Föstudagur 14. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.