Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 14
Stjórnsýsluhús og náttúru- hamfarir Það hefur löngum verið1 metnaður hvers húsagerð- armeistara að hugmyndir hans falli sem best að um- hverfi sínu og taki helst mið af náttúruöflum landsins. Á fáum stöðum hefur tekist eins vel til eins og með byagingu stjórnsýsluhússins á ísafirði. Þar rís mikill glerveggur, sem reyndar minnir um sumt á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem aftur á sínar rætur að rekja til hliðstæðrar byggingar einhvers staðar í Arizona í Bandaríkjunum. Það er því kannski ekki beinlínis í því ■ sem mætir auganu sem sannfærir menn um hversu vel hefur tekist til, heldur hversu náið höfundur bygg- ingarinnar hefur tekist að tengja hana náttúröflunum og þeim hættum sem þau skapa og hafa sett mark sitt á ísfirð- inga. Þannig þarf að girða hið nýja stjórnsýsluhús af í hvert skipti sem snjóar á ísafirði, sökum þeirrar snjóflóðahættu sem hinn hallandi glerveggur skapar. Eins hefur tekist vel til inn í húsinu að líkja eftir þeirri hálku sem iðulega fótbrýtur ísfirðinga utanhúss, þar sem marmaragólf hússins þykja taka skautasvellum fram, sér- staklega þegar bæjarbúar bera með sér bleytuna inn af götunni. Þá hafa bæjarbúar af því nokkrar áhyggjur þegar verulega snjóþungt er, að glerveggurinn láti hreinlega undan snjóþunganum og vita ekki gjörla hvað til ráðs skal taka, enda óvanir slíkum „náttúruhamförum". Heyrst hefur að nýja stjórsýslustöðin sé orðin að forgangsverkefni almannavarnarnefndarinnar á staönum...B ________Tollur heita pottsins Það var mál manna að það sem einkenndi störf Þor- steins Pálssonar í forsætis- ráðuneytinu þann skamma tíma sem hann var þar hafi fyrst og fremst verið þreyta og slen fram eftir degi og hann hafi fyrst náð sér á strik seinnipart dags ef eitthvað var. Hingað til hefur þetta valdið Sjálfstæðismönnum miklum heilabrotum því altal- að var á meðan Þorsteinn var framkvæmdastjóri VSÍ hafi hann verið hinn mesti dugn- aðarforkur. Skýringin á þess- um slappleika Þorsteins mun hinsvegar vera sú að hann fer alltaf í heita pottinn í Laugar- dalnum eftir að hann er búinn að synda og dvelur í honum um stund. En eins og margir vita er það hið mesta glap- ræði að fara i heitu pottana þreyttur og móður því það dregur úr manni allan þrótt og fólk sem það gerir er lengi að ná upp dampi á eftir. Þetta hefur sannast áþreifanlega á fyrrum forsætisráðherra sem kom engu í verk fyrir þreytu og sleni. FJÓRHJÓLADRIFINN IMISSAN SUNNY WAGON ÁRGERÐ 1989 3JA ÁRA ABYRGÐ Komdu og spjallaðu við okkur, því kjörin eru hreint ótrúleg Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 2-5 Ingwar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauöageröi Sími: 91 -3 35 60 FLÖSKUSKEYTI Alltaf á sunnudögum f bandaríska bænum Appelton ( Wisconsin-fylki virðast guðs- þjónustur kveikja kynlegar kenndir í brjósti sumra kirkjug- esta. Það er að minnsta kosti á hreinu að viðskiptin hjá portkonum bæjarins eru með mestum blóma að lokinni sunnu- dagsmessu. Þetta kom fram við réttarhöld yfir William nokkrum Evers sem hlaut 20 ára fangels- isdóm fyrir að skipuleggja vændi og ýmsa aðra glæpastarfsemi. Framburður vitnanna gekk fram af dómaranum Abert Twesme. „Þessi starfsemi grundvallaðist á stórum hópi viðskiptavina. Borg- ararnir hér eiga sinn þátt í þessari skammarlegu starfsemi," sagði hann. Jesús lét ekki freistast Hin umdeilda kvikmynd leikstjór- ans Martin Scorseses, Síðasta freistingin, hefur knúið Joseph Ratzinger kardínála til að neita því að Jesús hafi dreymt erótíska dagdrauma, eins og gefið er í skyn í myndinni. „Kenningin um að Jesús hafi látið freistast, hvort heldur sem átt er við hugrenning- arsynd eða drauma, er - með allri virðingu fyrtir Maríu Magðalenu- eintómir hugarórar," sagði hann við það tækifæri að gert var opin- bert nýtt páfabréf um virðuleik kvenna. „Samband Jesús og Maríu Magðalenu var laust við allar kynhneigðir," sagði kardíná- linn en hann er annar æðsti mað- ur kaþólsku kirkjunnar, næstur á eftir páfanum sjálfum. Hörkuleg gæsla í vikublaðinu Sunday Mail er sagt frá því að í Zimbabwe var geð- veikur maður hafður bundinn við tré í fimm ár vegna þess að fjöl- skyldu hans þótti svo erfitt að gæta hans. Wairos Dube í þorp- inu Magoronga, sem er 150 kíló- metra norðan við Harare, fékk ekki vatn til þvotta og aðeins strigapoka til að hylja nekt sína. Hann var leystur frá trénu í síð- ustu viku og komið í læknishend- ur. Hjartans mál Skömmu eftir að Mark McClure og kona hans Gail voru flutt inn í \ draumahúsið sitt i Riverside i Californiu, fór hann að taka til í garðinum sem var fullu raf ein- hverju kassadrasli. „í einum af kössunum var poki sem var undarlegur viðkomu ... í honum var mannshjarta. Ég varð óður og henti því frá mér,“ segir Mark. f Ijós kom að fyrri eigendur húss- ins gátu gert grein fyrir hjartanu og fleiri líkamsleifum, sem þarna fundust. Þeir unnu við að kryfja lík og höfðu stundum tekið með sér verkefni heim. Mundu mig, ég man þig Eitt frægasta dæmið um minnis- leysi ertengt nafni C. H. Peachey sem var breskur hermaður í fyrri heimsstyrjöldinni. Peachy særð- ist í orrustu og þegar hann vakn- aði upp eftir höfuðaðgerð, var hann búinn að tapa minninu. Þegar hann losnaði af spítalnum, þvældist hann um en fór svo á sjóinn og sigldi til Ameríku. í heilan áratug dvaldist hann á geðsjúkrahúsum og heilsuhæl- um. 1927 fór hann í nýja höfuð- aðgerð í New Orleans. En þegar hann fékk meðvitund hafði hann skyndilega fengið minnið aftur og vissi hver hann var. Hann sneri aftur til London og frétti þá að hann varskráðursem liðhlaupi úr breska hernum. Móðir hans var dáin en kona hans hafði gifst aft- ur og hafði eignast fjögur börn. Eitt var þó gleðilegt; daufdumb- um bróður hans varð svo mikið um að sjá hann að hann fékk málið. 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.