Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 32
P&Ö/SÍA Að vera sjálfum sér trúr... Um síðustu helgi opnaði KRON nýja matvöruverslun, „Miklagarð vestur í bæ“ í gröf matvörumarkaðs JL. JL er reyndar ekki eina matvöru- verslunin sem farið hefur á hausinn að undanförnu, þar er af nógu að taka og má þar nefna matvöruverslunina Víði sem fór yfirum með bravör. Það vekur því athygli að ný- ráðinn verslunarstjóri „Mikla- garðs vestur í bæ,“ er einn af fyrrum eigendum Víðis, Matt- hías Sigurðsson. Matthías rak Víði á tímabili með Eiríki bróður sínum, en saman lögðu þeir út í miklar fjárfest- ingar sem urðu fyrirtækinu of- viða. Faðir þeirra bræðra, Sigurður Matthíasson rak Víði um langt árabil og stóð sig vel. Þeir'Víðisfeðgar voru hins vegar kunnir fyrir að versla aldrei við SÍS og aldrei hafðu þeir snitti til sölu í versl- un sinni, sem mátti rekja til Framsóknarverslunarinnar. Nú þegar Matthías er hins vegar farinn að vinna að því að gera veg samvinnuversl- unarinnar sem mestan, þykir mönnum sem hér hafi sann- ast ,.að neyðin kenni naktri konu að spinna“...B Mikið fyrir lítið Talandi um Miklagarð. Þrátt fyrir þá kenningu Þrastar Ól- afssonar að sókn sé besta vörnin, sem lýsir sér í að KRON opnar nýja verslun í rústum JL-matvörumarkaðs- ins, að þá mun staöa Miklag- arðs „hins austræna" vera mjög slæm. Er svo komið að Mikligarður er kominn í margra mánaða vanskil við marga af þeim heildsölum sem fyrirtækið verslar við, með tilheyrandi dráttarvöx- tum og rýrnandi viðskiptavild. Varla verður það til að lækka vöruverð til neytanda, en kannski má segja að Mikli- garður sé þarna að framfylgja eigin slagorði; Mikið fyrir lítið. Versluin fái nú mikið frá heildsölum, en gefi þeim lítið á móti...B Friðelskandi Hannes Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem eins og all- ir vita komst af eigin rammleik til metorða í Háskóla íslands, hefur haft um það mörg orð í fjölmiðlum að hann vilji og eigi gott samstarf við samkennara sína. Hann mun hins vegar fara í fínustu taugar margra þeirra. Hannes er nefnilega skrifstofulaus og um leið og einhver kennari yfirgefur skrif- stofu sína er Hannes kominn þangað inn og farinn að mala í símann. Hafa sumir kennar- anna rætt þann möguleika að fá hugvísinda- og raunvís- indamenn skólans til að vinna saman að því að finna upp sérstaka Hannesarvörn.B Enn og aftur um Hannes. Hann er virðist vera maður mikillar ræktarsemi við nem- endur. Ekki er nóg með að hann rækti tómar skrifstofur heldur hefur hann kallað ein- staka nemendur á sinn fund til að kanna hvernig landið liggur. Það vekur athygli að einn af þeim nemendum sem hann kallaði á sinn fund er fulltrúi stjórnmálafræðinema á deildarfundum. En sá hinn sami skrifaði einmitt stóra grein í Morgunblaðið á sínum tíma þar sem hann mótmaelti harðlega ákvörðun Birgis ís- leifs Gunnarssonar menntamálaráðherra að setja Hannes í lektorsstöðuna. Hannes er því greinilega stað- ráðirin í að vinna hæstu múr- anna fyrst.B Komið til mín epcil I Faxöfen 7, sími: 687733 Litir haustsins í gluggatjöldum. Sígilt útlit og djarfur nútímasvipur á vönduðum hús- gögnum eftir joekkta hönnuði og listamenn. Epal er lifandi listasafn: Gluggatjöld, óklæði, húsgögn og lampar. Mótsstaður gamalla og nýrra hugmynda. Epal er einstök verslun. OPIO HUS LAUGARDAG OG SUNNUDAG 1-18.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.