Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Krókháls Stórgrýti á hitaveituæð Stóru sprengjugrjóti rutt ofan á hitaveitustokka Stokkarnir gætufallið saman. 75% af orku veitunnar fer um stokkana Stórgrýti sem kcmur úr spreng- ingum við Krókháls þar sem Hekla hf. er að byggja nýtt hús- næði, hefur verið rutt yfir hita- veitustokka sem flytja 75% af allri orku Hitaveitu Reykjavíkur. Tveir hitaveitustokkar liggja frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur og fara báðir í gcgnum þessa lóð. Hitaveita Reykjavíkur hefur sent erindi um málið til Bygging- arnefndar Reykjavíkur. I erind- inu segir að gert sé ráð fyrir allt að 7 metra jarðvegsfyllingu ofan á stokkana en nú hafi verið fyllt yfir þá að hluta með mjög stóru sprengjugrjóti. Stokkarnir séu ekki hannaðir fyrir til að þola slíkan þunga og gætu því fallið saman og viðhald verði þá næsta óframkvæmanlegt. Hitaveitan segir að bilanir í stokkunum geti haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Síld ,JLeir- botninn erfiður“ Um 20 bátar komnir á miðin ogferfjölg- andi. 900tonn veiddust ífyrrinótt. Frysting er hafin „Okkur hefur gengið vel það sem af er vertfðinni og erum bún- ir að veiða um 300 tonn. Við verð- um búnir að landa þeim 100 tonn- um sem við fengum grunnt inn á Eskifirði í fyrradag í dag og þar af fara um 65% í fyrsta flokk. En leirbotninn er erfiður enda rifum við nótina en náðum þó síldinni innfyrir,“ sagði Ingvi Hrafn skip- stjóri á Guðmundi Kristni frá Fá- skrúðsfirði í gær. Rúmlega 20 síldarbátar eru komnir á miðin fyrir austan og fer fjölgandi. Góð veiði var í fyrri- nótt en þá veiddust um 900 tonn. Aðeins er saltað upp í gerða samninga við Svía og Finna en þeir hafa keypt um 68 þúsund saltsíldartunnur. Ekkert er enn farið að salta fyrir Sovétmenn enda hafa engir sölusamningar verið gerðir við þá, en von er á sendinefnd frá þeim á næstunni til viðræðna um saltsfldarkaup. Að sögn Ingva Hrafns virðist vera mun betra að eiga við sfldina á daginn en á nóttunni en hún er stygg og erfið viðureignar og á það til að halda sig á svæðum sem óhægt er um vik að ná henni. Gott veður hefur verið að undan- förnu fyrir austan, glampandi sól og blíða og stutt á milli bátanna þar sem þeir eru við veiðar inná fjörðunum steinsnar frá landi. Þegar er byrjað að frysta sfld á Norðfirði, Seyðisfirði og Eski- firði en bræðsla er ekki hafin enda ekki búið að ákveða verð fyrir sfldina til bræðslu, en í fyrra var það frjálst. -grh Neyðist Hitaveitan því til að setja byggjanda nokkur skilyrði. Fyll- ingarefni verði úr graftrarhæfu efni. Stoðveggir í austurhlið verði hannaðir þannig að ekkert álag komi á stokka frá veggnum og hægt verði að opna stokka án þess að brjóta vegginn. Hita- veitan vill einnig að brunnar í plani verði með mannopi og út- loftun. Sigfús Sigfússon framkvæmda- stjóri Heklu sagði blaðamanni Þjóðviljans að hann væri nýkom- inn frá útlöndum og vissi lítið um málið. Hann héldi þó að þetta yrði lítið mál. Þeir hjá Heklu ætl- uðu ekki að hafa það á samvisk- unni að gera Reykjavík hitaveitu- lausa. Það yrði farið eftir öllum reglum og kvöðum sem borgin setti eins og Hekla hefði alltaf gert. -hmp Stórgrýti hefur verið rutt yfir hluta nitaveitustokka frá Mosfellsbæ. Falli þeir saman verður Reykjavík heitavatnslaus. Mynd: Jim Hvalveiðar Hætt við öll lagmetiskaup 120 miljón króna viðskipti í Þýskalandi fyrir bí vegna hvalveiðistefnunnar Stærsti viðskiptaaðili Sölu- stofnunar lagmetis í Þýskalandi, fyrirtækið Tangelmann, hefur til- kynnt að það sé ekki tilbúið í frek- ari viðskipti við íslendinga á sjá- varafurðum og muni ekki hefja viðskipti aftur fyrr en hval- veiðum hér við land verði hætt. Forráðamenn Sölustofnunar- innar segja að þetta muni þýða um 120 miljóna króna viðskipta- tap fyrir lagmetisiðnaðinn og hafa veruleg áhrif á framleiðslu minnsta kosti þriggja fyrirtækja í landinu. 7 starfsmönnum Iagmet- isfyrirtækis á Dalvík var sagt upp störfum í gær þegar þessi tíðindi spurðust. Þetta er annað áfallið á skömmum tíma sem sjávarútve- gurinn verður fyrir vegna hval- veiðistefnu stjórnvalda en á dög- unum tilkynnti Long John Silver um verulegan samdrátt í við- skiptum við Iceland Seafood, dótturfyrirtæki Sambandins í Bandaríkjunum, vegna hval- veiða íslendinga. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði í sjónvarpi í •3SSB& gærkvöld að þessi ákvörðun eigenda Tangelmanns væri byggð á röngum upplýsingum og hann tæki ekki mark á hótunum sem byggðar væru á ósannindum. Happdrœtti Þjóðviljans Unglingar Samkeppni um gerð veggspjalds Lionshreyfingin í samvinnu við skólayfirvöld stendur nú fyrir samkeppni um gerð friðarvegg- spjalds. Samkeppnin er fyrir alla ung- linga á aldrinum 11-13 ára, en teiknisamkeppni af þessu tagi fer nú fram víða um heim. Margvíslegar viðurkenningar verða veittar en aðalverðlaun fyrir besta veggspjaldið, er ferð til New York fyrir verðlaunahaf- ann og fjölskyldu hans. Verð- launaafhending fer fram í húsi Sameinuðu Þjóðanna þar í borg þann 13. mars á næsta ári en það er árlegur dagur Lionshreyfing- arinnar hjá Sameinuðu þjóðun- um. Kennsla Esperanto á Rótinni Um þessar mundir er að hefjast kennsla í esperanto í Útvarpi Rót. Hún fer fram í þætti íslenska esp- erantosambandsins sem er send- ur út á mánudag kl. 17.30 og endurtekinn á fostudögum kl. 18.00. Kennsluna annast Arni Böðvarsson, og notuð er Ný kennslubók í esperanto eftir Bald- ur Ragnarsson. í fréttatilkynningu frá íslenska esperanto-sambandinu segir að kunnátta í esperanto opni leið til sambands við fólk út um allan heim. Þannig hefur Alþjóðasam- band esperantista fulltrúa út um öll lönd sem eru reiðubúnir til að hjálpa ferðamönnum. Þjóðarflokkur Landsfundur Annar landsfundur Þjóðar- flokksins verður haldinn í Ölfus- borgum um helgina. Aðalmál fundarins verða efna- hagsmál og nýjar leiðir í íslensk- um stjórnmálum. „Efnahagskerfi gömlu flokkanna er brostið," segir í fréttatilkynningu frá Þjóð- arflokknum sem hvetur alla sem hafa áhuga á breytingum í ís- lenskum stjórnmálum, að sækja landsfundinn í Ölfusborgum. Flýtt fram í nóvember Úlfar Þormóðsson: Þurfum að auka sölu og útbreiðslu. Sérstakt átak í útbreiðslumálum. Þjóðviljinn er í sókn, en vantar peninga Við höfum ákveðið að færa happdrætti Þjóðviljans fram vegna þess að þörfin er mjög brýn þar sem tekjur blaðsins hafa ver- ið minni á þessu ári en við óskuðum eftir. Þjóðin er ekki nógu duglega að kaupa blaðið í áskrift eða í lausasölu og því flýtum við happdrættinu, segir Úlfar Þormóðsson stjórnarfor- maður Útgáfufélags Þjóðviljans. Áskrifendur og aðrir velunnar- ar blaðsins eru nú að fá senda heim happdrættismiða í árlegu happdrætti Þjóðviljans en að þessu sinni verður ekki dregið í happdrættinu á Þorláksmessu eins og mörg undanfarin ár og áratugi, heldur þann 10. nóvem- ber. Fjölmargir glæsilegir vinn- ingar er í happdrættinu að venju, sá stærsti Nissan Micra bifreið frá Ingvari Helgasyni en aðrir vinn- ingar eru m.a. tölvur, ferðalög, húsbúnaður, sjónvörp, videó, heimilistæki og bækur. - Samhliða þessu happdrætti eru starfsmenn blaðsins og við í stjórn að vinna að sérstöku átaki í útbreiðslu blaðsins og sölumálum °g tryggja það að blaðið fáist sem víðast. Þjóðviljinn er blað sem á það skilið að vera keypt meira en raunin er og því hefur verið ráð- inn sérstakur maður til að sinna útbreiðslumálum og fjölga stór- lega útsölustöðum blaðsins, sagði Úlfar. En nú hafa lesendur orðið varir við minnkun á blaðinu síðustu daga. Er verið að draga úr útgáf- unni? - Hér er eingöngu um tíma- bundna ráðstöfun að ræða meðan við einbeitum okkur að aukinni útbreiðslu, en hún kostar aukin fjárútlát. Ef þú leggur af, þá kaupir þú ekki sömu stærð af buxum og þú keyptir meðan þú varst digur og sver. Okkur vantar pening og til að ná í hann var ákveðið að minnka blaðið um stundarsakir til að ná í mann til að auka útbreiðslu. Ég vonast til að þessu verki verði lokið ekki síðar en eftir þrjár til fjórar vikur og þá verði blaðið aftur komið í fyrri stærð. Það er sókn hjá Þjóðviljanum. Hann er betra blað í dag en í gær og hann verður ennþá betri á morgun og þess vegna er nauðsynlegt að fjölga útsölustöð- um og margfalda söluna. Áskri- fendur og velunnarar verða einn- ig að standa með okkur og við treystum á velvild þeirra í garð blaðsins sem hingað til, sagði Úlfar Þormóðsson. 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.