Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Atvinnutryíigingasjóður Bráðalán til áramóta Sérstök samstarfsnefnd lána- stofnana atvinnuveganna og Byggðastofnunar á að vera stjórn nýskipaðs atvinnutryggingasjóðs til ráðuneytis og gera tillögur um lánveitingar til stjórnarinnar, samkvæmt regiugerð um sjóðinn sem forsætisráðherra gaf út í gær. í reglugerðinni er skýrt tekið fram að aðeins komi fyrirtæki til álita við lánveitingu eða skuld- breytingu, að grundvöllur teljist fyrir rekstri þeirra að loknum skiplagsbreytingum á fjárhag þeirra og rekstri. Ríkisendur- skoðun er falið að fylgjast með starfsemi Atvinnutryggingasjóðs og gefa Alþingi árlega skýrslu um starfsemi hans. í samstarfsnefnd lánastofnana atvinnuveganna og Byggðastofn- unar sem starfa á með og gera tillögur um lánveitingar til stjórn- ar sjóðsins, eiga sæti fulltrúar frá Sambandi viðskiptabanka, Fisk- veiðasjóði, Iðniánasjóði, Stofn- lánadeild landbúnaðarins og Byggðastofnun. Auk samstarfs- nefndarinnar er stjórnarmönnum heimilt að hafa frumkvæði um einstök lánamál. Lánveitingum sjóðsins verður skipt í tvo flokka, annars vegar almenn lán er fylgja skuldbreyt- ingum og hins vegar lán er tengj- ast sérstökum aðgerðum til endurskipulagningar. Er miðað við í reglugerðinni að almennu lánin fari ekki fram úr 1.2 milj- örðum króna, en samtals er gert ráð fyrir að sjóðurinn hafi 7 milj- arða til ráðstöfunar. Sjóðsstjórninni er einnig heim- ilt fram til ársloka að veita sér- stök bráðabirgðalán til þeirra fyr- irtækja sem eiga við bráðan rekstrarfjárvanda að etja, enda fullnægi þau ákvæðum reglugerð- arinnar um lánshæfi og jafnframt verði samið um skuldbreytingu. Skulbreytingalánin verða til allt að 10 ára með fyrstu afborgun eftir tvö ár og sex mánaða afborg- unura. Þau verða miðuð við lánskjaravísitölu og með 6% raunvöxtum, en þó aldrei hærri vöxtum en vegið meðaltal al- mennra skuldbréfavaxta er hverju sinni. Almennu lán sjóðsins til fyrir- tækja verða til allt að 12 ára, af- borgunarlaus fyrstu þrjú árin en síðan með afborgunum á 6 mán- aða fresti. Lánin verða gengist- ryggð og vextir verða miðaðir við almenna erlenda markaðsvexti samkvæmt nánari ákvörðun stjórnarinnar. Þau lán sem tengd eru sérstök- um aðgerðum til endurskipulagn- ingar verða einnig til allt að 12 ára. Þá er sjóðsstjórninni heimilt að veita lán til kaupa á hlutabréf- um í fyrirtækjum og einnig að veita lán til nýrra fyrirtækja sem komið er á fót í stað fyrirtækja sem hætta starfsemi. Einnig að leysa til sín húseignir og annan búnað fyrirtækja sem lið í fjár- hagslegri endurskipulagningu þeirra. -iR- Menntamálaráðherra Tvær konur til aðstoðar Svavar Gestsson menntamála- ráðherra hefur ráðið tvær konur sem aðstoðarmenn sína í ráðuneytinu. Guðrún Ágústs- dóttir verður aðstoðarmaður rá- herra og Gerður G. Óskarsdóttir er ráðin sem ráðunautur í menntamálum. Guðrún Ágústsdóttir hefur setið í borgarstjórn fyrir Alþýðu- bandalagið frá síðustu kosning- um. Hún hefur einnig nýlokið störfum hjá Jafnréttisráði þar sem hún vann að undirbúningi kvennaráðstefnunnar í Osló. Guðrún sagði blaðamanni Þjóð- viljans að sér þætti nýja starfið mjög spennandi. Hún hefði áhuga á nánast öllum málum sem heyrðu undir menntamálaráðu- neytið og hún vonaði að henni tækist að vinna þar að verkefnum með góðu fólki. Gerður G. Óskarsdóttir hefur um nokkurt skeið verið kennslu- stjóri í uppeldis- og kennslufræð- um við Háskóla íslands. Hún var einnig skólastjóri Framhalds- skólans í Neskaupstað sem nú: heitir Verkmenntaskólinn í Nes- kaupstað. Gerður sagði blaða- manni að það hefði komið sér þægilega á óvart að vera boðið þetta starf og hún hlakkaði til verkefnisins. „Ég hef kennt á öllum skóla- stigum og verið við stjórn í grunn- skóla og framhaldsskóla. I þess- um störfum hef ég kynnst fjölda skólamanna um allt land á öllum Gerður G. Óskarsdóttir og Guðrún Ágústsdóttir nýskipaðir aðstoðarmenn menntamálaráðherra. Mynd: Þóm. skólastigum,“ sagði Gerður. Hún hlakkaði til að fara að vinna með öllu þessu fólki. Gerður sagðist líta þannig á sitt starf að hún myndi safna hugmyndum og reynslu starfandi skólamanna saman, vinna úr þeim og beita áhrifum sínum til að koma þeim í framkvæmd. -hmp BSRB RUV Eflingin hafin Nefnd sú sem Svavar Gestsson menntamálaráðherra ákvað að setja á fót til að efla ríkisútvarpið hefur hafið störf. Nefndin á rétt á öllum nauðsynlegum upplýsing- um og skal Ijúka störfum fyrir lok nóvembermánaðar. Nefndin á meðal annars að gera tillögur um það hvernig núverandi fjárhags- vandi RÚV verði leystur á afger- andi hátt. Nefndinni er einnig ætlað að gera tillögur um framtíðarlausn á fjárhag RÚV og um það hvert eigi að vera hlutverk þess með hliðsjón af breyttri fjölmiðlalög- gjöf og þeim breytingum sem átt hafa sér stað innan útvarpsins á síðustu árum. Þá á nefndin að kanna hve mikið er hægt að efla sjálfstæði RÚV, í þágu hverra og hvaða markmið eigi að liggja þar að baki. í nefndinni sitja Arnþrúður Karlsdóttir fjölmiðlafræðingur, Eiður Guðnason alþingismaður, Erna Indriðadóttir svæðisstjóri RÚV á Akureyri, Hörður Vil- hjálmsson fjármálastjóri RÚV og Ögmundur Jónasson formað- ur Starfsmannafélags sjónvarps- ins. Ögmundur er formaður nefndarinnar og Þórhallur Ara- son skrifstofustjóri í fjármála- ráðuneytinu starfar með henni. -hmp ísafjörður Manns saknað Leit stóð yfir í allan gærdag og verður framhaldið í dag að Gísla Jósepssyni 46 ára matsveini sem ekkert hefur spurst til frá því sl. miðvikudagskvöld. Að sögn lögreglunnar á ísafirði leituðu um 40-50 manns að Gísla í gær, fjörur vorur gengnar, kafar- ar leituðu í höfninni en árangurs- laust. Síðast sást til Gísla um 21,30 sl. miðvikudagskvöld við hafnarsvæðið en einnig hafa komið fram vísbendingar um að til hans hafi sést á hvítri japanskri fólksbifreið úti f Hnífsdal um miðnætti umrætt kvöld. Það eru eindregin tilmæli lög- reglunnar á ísafirði að þeir sem gætu gefið hugsanlegar ábend- ingar um ferðir Gísla sl. miðviku- dagskvöld láti lögregluna tafar- laust vita. _grh Agreiningur um kjörgengi Atakaþing hjá opinberum starfsmönnum. Deilt um kjörgengi fóstra og meinatœkna. Fjörugurformannafundur. Ráðherra Fundað með kennumm Svavar Gestsson menntamála- ráðherra hélt fund með stjórnum kennarafélaganna í gær. Á fundinum með ráðherra voru mættir fulltrúar Hins Is- lenska kennarafélags, Bandalag kennarafélaga og Kennarasam- bands Islands. í upphafi fundar sagði Svavar að hann vildi að fundurinn færi yfir sameiginleg mál kennara og ráðuneytis. Eftir að talsmenn kennarasamtakanna hefðu farið yfir sín helstu atriði yrði síðan far- ið í almennar umræður þar sem „talað yrði um allt“, eins og ráðherrann orðaði það. -hmp Þing BSRB sem hefst á mánu; dag verður mikið átakaþing. I fyrsta lagi er Ijóst að for- mannsslagurinn verður harður. I öðru lagi verður strax á fyrsta degi deilt um kjörgengi fóstra og meinatækna á þinginu. í þriðja lagi verður svo deilt um gjöld fé- laganna til heildarsamtakanna. Einsog kunnugt er spruttu upp deilur um það hvort fóstrur og meinatæknar gætu gerst aðilar að BSRB, en samkvæmt lögum sam- takanna geta ný félög ekki gerst aðilar fyrr en eftir að þau hafa gert kjarasamninga einu sinni. Búið er að útkljá þetta deilumál og verða félög fóstra og meina- tækna tekin formlega í BSRB í byrjun þingsins. í framhaldi af því kemur svo fram lagabreyting um að fella úr gildi ákvæðið um að félög þurfi að hafa tekið þátt í kjarasamningum áður en þau geta gengið í samtökin. Þá stendur eftir deilan um það hvort fulltrúar þessara samtaka hafi kjörgengi á þinginu, en sam- kvæmt lögum BSRB er fjöldi þingfulltrúa miðaður við fjölda: félaganna um síðustu áramót. Þá voru fóstrur og meinatæknar innan Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar og annarra starfs- mannafélaga og hafa því áhrif á fjölda fulltrúa þessara félaga á þinginu. Má búast við að hart verði deilt um þetta mál. Ljóst er að Kristján Thorlacius mun ekki gefa kost á sér til endur- kjörs. Hann sagði við Þjóðvilj- ann í gær að hann vildi ekki lýsa því endanlega yfir fyrr en á þing- inu af prinsippástæðum. Hann sagði jafnframt að hann styddi Guðrúnu Ámadóttur eindregið sem eftirmann sinn. Aðrir sem hafa gefið kost á sér era Ögmund- ur Jónasson og Örlygur Geirsson. Má búast við spennandi kosningu á milli þessara frambjóðenda og er ekki búist við því að sú kosning verði flokkspólitísk. Á þinginu verður einnig tekist á um gjöld félaganna til heildar- samtakanna. Gjöldin voru hækk- uð þegar kennarar yfirgáfu BSRB en nú þegar félögin hafa fengið samningsréttinn þykir ýmsum að félögin sjálf þurfi stærri hlut af þessum gjöldum. -Sáf Laugardagur 15. október 1988|ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.