Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 5
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: „Níðskældni ogrógui Eina nýja og frumlega framlagið frá Alþýðuflokknum, var matar- skatturinn. Alþýðuflokkurinn hringsnerist frá grundvallarstefnu sinni. Palladómarjóns Baldvins eru ósmekklegir. Fékk mjög harða gagnrýni í þingflokknum. Urðum fyrir verulegu áfalli þegar Sjálf- stæðisflokkurinn klofnaði. Ætlum að verða búnir að vinna upp fyrra fylgi fyrir lok kjörtímabilsins Var ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar góð ríkisstjórn að þínu mati? „Um margt var hún það og kom mörgum merkum málum fram, svo sem skattamálum. Þau mál höfðu þó að stærstu leyti ver- ið undirbúin í tíð fyrri ríkisstjórn- ar eins og tollakerfisbreytingin og tollalækkunin og virðisauka- skattslögin. Hún kom fram um- bótum í fræðslumálum og svo framvegis. Hún náði að draga að nokkru úr því mikla misgengi á milli þjónustugreina og útflutn- ingsgreina sem varð 1985-86. En í veigamiklum efnahagsmálum náði hún ekki saman og á enda- num slitu Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur stjórnarsamstarf- inu á þeim, vegna þess að þeir kusu að fara inn í gamlan farveg millifærslu og skattheimtu. Sjálf- stæðisflokkurinn vildi almennar aðgerðir sem ekki mismunuðu atvinnugreinum. “ Þið lögðuð þó til tekjuskatts- hækkun? „Við vorum að reyná að leita sátta, enda höfðu samstarfsflokk- arnir lagt mikla áherslu á hækkun tekjuskatts, sem ekki hefur verið ofarlega á blaði hjá Sjálfstæðis- flokki. En það verður að taka skýrt fram að lækkun söluskatts á matvæli var forsenda fyrir að við gætum fallist á einhverja hækkun á tekjuskatti. En í heild þýddu þessar tillögur skattalækkun upp á rúman miljarð, vegna þess að um leið og söluskattur var felldur niður á matvælum féll niður þörf- in á að endurgreiða söluskatt á kjöt, mjólk og fisk.“ Voru þessar tillögur vitlaust reiknaðar eins og Jón Baldvin hefur haldið fram? „Það er rangt hjá honum. Það kom smá misvísun í fyrstu út- reikningum sem gjarnan vill verða þegar hratt er reiknað, en þær voru leiðréttar umsvifa- laust.“ Matarskatturinn eina frumkvæðiö í nýlegu viðtali við Jón Baldvin í Alþýðublaðinu telur hann Al- þýðuflokknum til tekna flest hið góða sem ríkisstjórnin kom í gegn. Skattkerflsbreytingar aðal- lega. Var þetta ríkisstjórn Alþýð- uflokksins sem var að fara frá völdum? „Ég ætla alls ekki að draga úr framlagi ráðherra Alþýðuflokks- ins, en að því varðar skattabylt- inguna þá var staðgreiðslukerfi skatta lögfest í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og að frumkvæði mínu sem fjármálaráðherra. Undirbúningur að tollabreyting- unni hófst f tíð Alberts Guð- mundssonar og var að fullu lokið í minni tíð, vorið 1987. Það kom svo í hlut Jóns Baldvins að bera það fram á Alþingi í fyrra, þannig að þetta eru ekki frumkvæðis- verk Alþýðuflokksins. Virðis- aukafrumvarpið var endurflutt frumvarp, sem ég hafði flutt áður. Það eina sem var frumlegt og nýtt og Alþýðuflokkurinn beitti sér fyrir var skattlagningin á matvæli og sú nýjung að taka upp tvö þrep í söluskatti. Ég tók eftir því í þessu blaðaviðtali að formaður Alþýðuflokksins stærði sig að því að hafa komið á sölu- skatti með einu þrepi, en stað- reyndin er sú að við höfðum sölu- skatt í einu þrepi, en með miklum undanþágum. Hann beitti sér fyrir að fækka undanþágunum, en innleiða tvö þrep. En í raun er matarskatturinn það eina sem stendur eftir sem sérstakt frum- kvæði Alþýðuflokksins." Þannig að þú vilt meina að betta sé ofmetnaður hjá Jóni Baldvini? „Ja, staðreyndirnar tala sínu máli, en ég dreg ekkert úr því að hann kom þar að, á lokasprettin- um.“ Jón Baldvin fer mjög hörðum orðum um þig sem formann Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráð- herra og um þingflokk ykkar. Menn hafa sagt að samskipti þess- ara flokka hafl varla verið jafn stirð síðan í kreppunni miklu. Er þetta viðtal punkturinn yfír i-ið, hvað varðar samstarf þessara flokka meðan þið tveir eruð flokksformenn? „í mínum huga hefur þetta ekki verið persónulegur ág- reiningur og ég fann ekki fyrir slíkum persónulegum ágreiningi innan ríkistjórnarinnar sem hindraði samstarf. En eftir að Framsókn og Alþýðuflokkur sögðu sig úr ríkistjórninni, hefur stjórnmálaumræðan verið dregin inn á alveg nýtt plan. Ég minnist þess ekki að svona persónuleg níðskældni og rógur hafi tekið svona stórt rúm í stjórnmálaum- ræðunni um áratugi. Ég hélt að þessi tegund af stjórnmálaum- ræðu hefði í raun og veru liðið undir lok fyrir nokkrum ára- tugum, en nú er hún dregin upp aftur. Ég segi það alveg eins og er að ég ætla ekki að fara að munn- höggvast við Jón Baldvin út af einhverri persónulegri níð- skældni hans í minn garð. Hún segir miklu meira um hann sjálf- an heldur en mig. En hvað varðar þingflokkinn og samstarfið við hann, þá koma auðvitað upp mis- munandi skoðanir, en í þeim snerrum sem urðu í ríkisstjórn- inni síðastliðið vor og aftur í haust er það óumdeilt að þing- flokkur sjálfstæðismanna er sá sem stóð föstum fótum traustur fyrir og hvergi er hægt að finna eitt einasta dæmi um að þar hafi veri hik eða sundurlyndi." Ágreiningur í þingflokknum Þannig að landbyggðarþing- menn flokksins, eins og Matthías Bjarnason, hafa t.d. alltaf verið sammála um efnahagsmálatil- lögur flokksins? „Þegar þessar tillögur voru lagðar fyrir var um þær fullt sam- komulag í þingflokki sjálfstæðis- manna og enginn ágreiningur og því engin rök fyrir þessum ásök- unum. Matthías var í hópi þeirra fjölmörgu sem var með í ráðum við undirbúning þeirra. Ég dreg ekki fjöður yfir þann ágreining sem var innan þingflokkins í vet- ur hvað varðar fiskveiðistefnuna og tel það miður, en hvað þessi atriði varðar er þetta misskilning- ur. Ég ætla ekki að elta ólar við persónulegar ásakanir af þessu tagi, því þar er verið að færa pól- itíska umræðu langt aftur í tím- ann.“ Jón Baldvin gefur palladóma um samráðherra sína. Hversu réttir sýnast þér þeir vera? „Mér sýnist hann telja sjálfan sig vera hryggjarstykkið og aðra mismunandi hæfa, talið frá hon- um og niður úr. Menn geta auðvitað verið í svona leikfimiæ- fingum, en heldur finnst mér þetta vera ósmekklegt.“ Nú hafa þeir báðir Jón Baldvin og Steingrímur lýst þér nánast sem óhæfum stjórnmálaleiðtoga. Hvað fínnst þér um það og hvaða einkunnir gefur þú þeim? „Ég hef ekki heyrt Steingrím gefa yfirlýsingar af þessu tagi, þó Jón Baldvin hafi gert það. Auðvitað hefur verið málefna- legur ágreiningur og býst við að almennt hafi menn á tilfinning- unni að Sjálfstæðisflokkur hafi, fremur en hitt, gengið lengra en góðu hófi gegnir í að miðla mál- um. En fyrir slíku eru takmörk og við fórnum ekki okkar grundvall- arstefnu fyrir ráðherrastóla." Kratar fóru í hring Á hvaða prinsippmáli braut þá fyrst og fremst? „Það braut á grundvallaratriði um það hvort við ættum að fara svona langt inn í millifærslu og skattahækkanir eins og hinir flokkamir vildu. Það sem núna er verið að gera, að millifæra með auknum sköttum og veita aukin lán, það leysir engan vanda. Okkar tillögur miðuðu að því að byggja hér upp sjóð, sem miðaði fyrst og fremst að því að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækja, en ekki að auica lán til þeirra. Hér var því um að ræða grundvallarágreining og þar snerist Alþýðuflokkurinn í hring og hvarf frá sínum fyrri meginsjónarmiðum og við vorum ekki tilbúnir að fylgja honum eftir í þeim hringsnúningi. Með því að Alþýðuflokkurinn gekk svona gjörsamlega frá sinni grundvallarstefnu, þá var ekki kostur á að eiga við hann frekara samstarf við þessar aðstæður. Það hefur gerst áður að Alþýðu- flokkurinn hefur gefist upp eftir skamman tíma, það gerðist í stjórninni 1978-79, en það þarf ekki að útiloka frekara samstarf þar á milli þó síðar verði.“ Getur þú átt frekara samstarf við Jón Baldvin? „Af minni hálfu er ekkert sem útilokar það.“ Ætlast til að Sjálfstæðisflokkurinn virði það umboð sem ég hef til formennsku, segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd - Jim. Klofningurinn verulegt áfall Þú tekur við flokki með nálægt 37% fylgi sem nú virðist ætla að festast í nær 30%, þið hrökklist út úr stjórn og lendið í stjórnarand- stöðu, fyrri samstarfsflokkar deila hart á þig persónulega frek- ar en Sjálfstæðisflokkinn, hver er staðan innan Sjálfstæðisflokksins ídag? „Það er ekkert nýtt að það sé ráðist og vegið að forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins. Það er rétt að við urðum fyrir verulegu áfalli þegar flokkurinn klofnaðir skömmu fyrir kosning- arnar í fyrra og við höfum ekki að öllu leyti unnið það upp enn. Við höfum alltaf gert okkur grein fyrir að það tekur okkur nokkur ár að ná því fyrra fylgi og við höf- um einsett okkur að hafa náð því fyrir lok þessa kjörtímabils og nú eru þrjú ár eftir af því. Við hrökkluðumst ekki út úr ríkis- stjórn, heldur var það okkar stefnufesta sem réði því að þessi ríkisstjórn gat ekki starfað saman lengur.“ En nú lýstir þú því yflr að þú værir tilbúinn að stíga til hliðar ef það mætti verða til að auðvelda r fldsstj órnar my ndun? „Það lá alltaf ljóst fyrir og það hafa forverar mínir gert áður. Ólafur Thors fór ekki inn í þriggja flokka stjóm Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 1947 og gerði ekki að skilyrði að hann yrði for- sætisráðherra í samstarfi Sjálfs- tæðisflokks og Framsóknarflokks 1950. Geir Hallgrímsson gerði þetta sama 1983.1 fullu samræmi við þetta var mín yfirlýsing gefin, en það var hins vegar málefna- ágreiningur sem gerði það að verkum að við áttum ekki lengur samleið með Alþýðuflokknum og þar við situr um sinn.“ Þannig að þessi yfírlýsing hefur ekki komið til vegna þrýstings innan úr flokknum á þig? „Nei, ég fékk þvert á móti mjög harða gagnrýni innan þing- flokksins fyrir að hafa sagt þetta." Þannig að þú telur að þín staða innan Sjálfstæðisflokksins sé sterk í dag? „Það er ekki mitt að dæma um það, ég hef umboð landsfundar til að gegna flokksformennsku og ég gegni þeirri skyldu á meðan að mitt umboð stendur og ætlast auðvitað til þess að þá ákvörðun virði Sjálfstæðismenn." Samstarf við Kvennalista og Albert Hvernig ætlið þið að haga sam- starfl stjórnarnandstöðuflokk- anna? Haflð þið hugsað ykkur að hafa náið samstarf við Kvenna- lista og Borgaraflokk undir for- ystu Alberts Guðmundssonar? „Ég vænti þess í ýmsum efnum að samstaða geti tekist með stjórnarndstöðuflokkunum. Það fer ekki á milli mála að andstaðan við efnahagsaðgerðir ríkisstjóm- arinnar er slík, að það hlýtur að koma fram í afstöðu stjórnar- andstöðuflokkanna. En fyrir- fram get ég ekkert um það sagt, enda ekkert formlegt samstarf milli ólíkra stjórnarandstöðu- flokka.“ Spáir þú þcssari ríkisstjórn langlífí? „Forsætisráðherra hefur sagt að hann ætli stjórninni að sitja út kjörtímabilið og ég tek hann al- varlega og því á ég ekki von á kosningum alveg á næstunni, en ef eitthvað kemur upp á þá erum við tilbúnir í kosningar hvenær sem er.“ Þú ert ekkert orðinn leiður á pólitfk? „Nei, nei, nema síður sé,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formað- ur SjálfstSeðisflokksins og fyrrum forsætisráðherra. phh F Laugardagur 15. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.