Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Hvem vantar varaflugvöll? Undanfarin ár hafa annað veifið blossað upp umræður um varaflugvöll. Eitt megineinkenni þeirra hefur verið að ekki er alveg Ijóst um hvað er verið að tala. Eru flugsam- göngur okkar við umheiminn í hættu vegna skorts á vara- flugvelli eða telja herstjórar í Nató að Keflavíkurflugvöllur sé ekki nógu öruggur fyrir háþróaðar orustuvélar og sprengju- þotur? Það er eins og reynt hafi verið að forðast eðlilegar rökræður um þörfina fyrir varaflugvöll hér á landi. Það hefur reyndar verið mjög algengt að svo sé að málum staðið þegar fjallað er um smíði mannvirkja og auknar fram- kvæmdir á vegum Bandaríkjahers eða Nató. Nú hefur Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra kveðið upp úr með það að ráðuneyti hans fyrirhugi engar framkvæmdir við gerð varaflugvallar í samvinnu við Banda- ríkjaher eða Nató. í samræmi við það hefur ráðherrann tilkynnt um formleg slit á viðræðum um varaflugvöll milli annars vegar fulltrúa samgönguráðuneytisins og hins vegar fulltrúa frá Bandaríkjaher og flotastjórn Nató. En þessar umræður höfðu byrjað í nóvember 1986 þegar sjálfstæðis- maðurinn Matthías Bjarnason gegndi starfi samgönguráð- herra. Haldi menn óbrjálaðri hugsun og láti ekki hermangstryll- ing og dollaraglýju villa sér sýn, þá sjá þeir fljótt að varaflu- gvöllur fyrir millilandaflug er ekki það mannvirki sem þörfin er brýnust fyrir á vettvangi flugsamgangna hér á landi. Það gerist ekki oft að Keflavíkurfíugvöllur lokast vegna veðurs og flugtafir af þeim sökum eru sáralitlar bornar saman við þær margs konar tafir og uppákomur sem eru nánast daglegt brauð á flugleiðum milli staða innanlands. í mörgum byggðarlögum er flugið sá samgöngumáti sem menn treysta mest á, einkum þó á veturna. Miðað við mikil- vægi flugsins er ótrúlegt hvað aðstæður á flugvöllum eru víða frumstæðar. Á undanförnum árum hafa þó orðið miklar breytingar til batnaðar á þessu sviði, en margt er því miður ógert. Nokkrir flugvellir landsins verða að drullusvaði á vorin og hvenær sem linar frost á veturna. Á öðrum völlum má ekki hreyfa vind, þegar snjór liggur á jörðu, því að fönnin leggst í skafla sem teppa alla umferð. Sums staðar eru snjómokst- urstæki ekki kraftmeiri en svo að fönninni er ýtt upp í ruðn- inga beggja vegna flugbrautarinnar. Brautin verður eins og djúpar og langar traðir sem fyllast af snjó um leið og fer að renna. Að Keflavík og Reykjavík frátöldum er aðeins um eina braut að ræða á flugvöllum okkar. Blási kröftuglega þvert á brautarstefnu, fellur flug niður. Flugstöðvar á innanlandsflugvöllum eru víða það lítilfjör- legar að farþegar, sem ekki geta beðið í upphituðum bílum, þurfa að klæða sig sérstaklega vel til að krókna ekki úr kulda. Stundum leyfa veður og ástand flugbrautar ekki flug fyrr en komið er fram í myrkur. Þá verður að treysta á blindflugstæki, en þau er því miður ekki að finna nema á fáum flugvöllum. Ætli stjórnvöld sér að byggja upp og styrkja flugsam- göngur á (slandi þurfa þau ekki að leita lengi að verkefnum. Listinn er til og hann er ekki stuttur. En varaflugvöllur fyrir utanlandsflug er ekki ofarlega á honum. Þar koma brýnni verkefni fyrst. Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra á þakkir skildar fyrir að höggva á öll tengsl milli uppbyggingar í flugmálum íslendinga og aukinna umsvifa Bandaríkjshers. Viðbrögð manna við þessum gerðum ráðherrans eru að sjálfsögðu ekki öll á sömu lund. Það hefur t.d. vakið athygli að Jóhann Einvarðsson, sem Framsóknarmenn vilja gera að formanni í utanríkisnefnd Sameinaðs þings, hefur opin- berlega harmað það að ekki skuli vera unnt að auka hér hernaðaruppbyggingu á þessu sviði meðan þessi mála- flokkur er undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar. KLIPPT OG SKORIÐ Enginn er óhultur Nýfrjálsir ungir Sjálfstæöis- menn hafa miklar áhyggjur af því sem þeir kalla forsjárhyggju. Einn þeirra, Þórhallur Jósefsson, skrifar grein um forsjárhyggju („hneigö manna að ráða ráðum annarra manna“) í málgagn sitt, tímaritið Stefni, og telur hyggju þessa andstæðu og óvin þeirrar frjálshyggju sem er hans hugsjón. Að vísu verður hann að viður- kenna að til er eitthvað sem heitir nauðsynleg forsjá og nefnir þar til lög gegn glæpaverkum og um- ferðarreglur. Hann slakar meira að segja svo djarft á frjálshyggju- rétttrúnaðinum að segja - með semingi þó, að „Barnauppeldi er forsjá og almennt talin nauðsyn- leg“. Greinarhöfundur telur forsjár- hyggjuna mikið einkenni sósíal- ista og samofna þeirra hug- þess að leggja á menn „eftir efn- um og ástæðum“. Báru það fyrir sig að það væri ekkert að marka skattaframtöl stórra hópa þjóð- félagsþegna (sem ekki hlýddu hinni „nauðsynlegu forsjá" að eitt skuli yfir alla ganga). Og því tútnuðu neysluskattar út - og það kemur því í rauninni ekkert við hvort forsjárhyggja vex eða hjaðnar í samfélaginu. Hinir réttlátu og syndin En þá er eftir að telja það sem skemmtilegast er í ofangreindri raunatölu hins unga frjálshyggju- manns. Pað er þetta hér: Hjá honum verður forsjárhyggjan einhver ómótstæðileg freisting sem gjörvöll mannkind fellur fyrir (hún sækir fram „í öllum hópum“). Hún er með ískyggi- legum hætti samofin sjálfu hinu húsinu og stuggað áhorfendum á brott og þar með áhuga á að halda við leikhúsum. Garri er maður ekki smátækur og tekur Leikfélagið með í sinn reiðilestur úr því hann er að þessu á annað borð. Hann segir: „Bæði Iðnó og Þjóðleikhúsið eru orðin svo þjóðfélagsiega meðvituð að það verða jól og páskar hvenær sem fram kemur verk sem ekki er á sömu nótum og Bílaverkstæði Badda og önnur ræflastykki handa hinum meðvit- uðu. Hluti af hruni Þjóðleikhúss- ins er einmitt leikritavalið, þar sem áhugasamir leikarar, sem tala mikinn um sósíalisma í matar- og kaffihléum og eru rosa- lega þjóðfélagslega meðvitaðir fýrir utan sérþekkingu á launa- skölum, eru áhrifaaðilar um val á leikverkum.... Spurningin er því sú hvort bflaverkstæðin eru ekki hæfari byggingar fyrir þá öreiga- FORSJÁRHYGGJA myndafræði. En hann er samt ekki frá því að freistingar hennar séu allsstaðar. Hann segir m.a.: „Svo virðist sem forsjárhyggja sæki jafnt og þétt á í öllum hóp- um. Öðru hvoru koma þó fram menn sem megna að hrekja sókn hennar um tíma. Dæmi: við- reisnarstjómin afnam viðskipta- höft. Sigur gegn forsjá. Jafnframt var tekinn upp nýr skattur, sölu- skattur, eitt prósent. Sá skattur óx og dafnaði og er kominn í 25%. Sigur forsjárhyggjunnar. Ályktun: þótt takist að vinna ein- staka áfangasigra í baráttu við forsjárhyggju, duga þeir ekki nema stöðugt sé verið að. Tíminn vinnur með forsjárhyggjunni, hún vex af sjálfri sér. Reyta verð- ur stöðugt þann arfa og koma í veg fyrir að hann skjóti rótum". Þetta er merkileg klausa og skemmtileg. Dálítið skrýtin líka. Það er til dæmis undarlegt að kalla það sigur forsjárhyggjunnar þegar söluskattur vex. Söluskattur óx blátt áfram af því að menn breyttu um skattheimtustefnu. Menn treystu sér ekki lengur til syndsamlega eðli mannsins. I því dæmi verða frjálshyggjumenn eins og hugprúðir riddarar Drott- ins sem berjast við ofurefli Synd- arinnar, við þann Satan sem á sér sérstaka erindreka í sósíalistum (og kannski Framsóknarmönn- um), en getur í raun táldregið hvern mann, nagað undan hon- um hið andlega lærið. Eða eins og segir í greinarlok: „Forsjárhyggj- an er eins og hver annar fúi í stoð- um samfélagsins. Sé ekkert að gert breiðist hún út, stoðirnar morkna“... Ræflalist í Pjóðleikhúsinu Garri Tímans gerir ásigkomu- lag Þjóðleikhússins að umræðu- efni í pistli sínum í gær. Byggingin er illa farin eins og menn vita og má um kenna langvarandi aura- leysi stofnunarinnar. En Garri telur samt brýnt að taka það fram að Þjóðleikhúsið sjálft sé ekki saklaust af sinni eymd. Beri þar helst til þess, að síðan Guðlaugur Rósinkranz vék af sviði hafi vondir menn ráðið leikritavali í list sem nú er svo í hávegum en hinn glæsilegi minnisvarði Guð- jóns Samúelssonar yfir íslenska list við Hverfisgötu". Ekki fáum við óviðbúnir botn í það, hvers vegna Garri vill helst kalla leikhúsbyggingu „minnis- varða yfir íslenska list“ - er þá íslensk list fortíðarfyrirbæri sem minnisvarða þarf til að rifja upp? Spyr sá sem ekki veit. Hitt er svo ljóst af máli Garra að hér er mikið í húfi, hann leggur við sitt hjartablóð, alla sína stílástríðu til að leiðrétta það leikritaval sem tekur mið af ræflum og öreigum. Og sem betur fer fyrir Þjóðleik- húsið og öll önnur leikhús er ekki langt að fara til að þá slagsíðu megi við rétta, það böl megi bæta. Indriði G. Þorsteinsson hefur skrifað dangansmikið leikrit upp úr Sturlungu eða Heimskringlu - nema hvoru- tveggja sé. Og eins og Óli Magga- don sagði þegar hann hafði rætt um stund við Einar Benedikts- son: þá var nú ekki töluð vit- leysan karl minn. Eða farið með andlegt ræfla- rokk. ' ÁB STEFNIR Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgafandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, MörðurÁmason, OttarProppé. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, LiliaGunnarsdóttir, Ölafur Gíslason, Páll Hannesson. SigurðurÁ. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmy ndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlítsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur 0. Pótursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofo: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglý8Íngastjóri:OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Husmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiöslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.