Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 9
Heilbrigðissráðstefna A Iþýðubandalagsins Vinnan og heilsan Eftir Vilhjálm Rafnsson, yfirlœkni Vinnueftirlits ríkisins Það er velþekkt staðreynd að orsakir sjúkdóma, heilsuleysis og alls kyns vanlíðunar er oft að finna í aðstæðum á vinnustöðum. Þetta er svo viðurkennt að ég geri það ekki að meginmáli mínu að skýra ykkur frá þessum tenglsum vinnunnar og heilsufarsins. Ég geng út frá því sem gefnu að menn viti að hér á landi koma. atvinnusjúkdómar sennilega fyrir í sama mæli og gerist hjá ná- grönnum okkar í vestur-Evrópu og Norður-Ameríku þar sem að- búnaður og hollustuhættir á vinnustöðum er hér svipaður og á þessum svæðum sem ég nefndi. Ég vil kynna ykkur skoðun mína á því af hverju ekki miðar eins hratt í vinnuverndarmálum hér á landi eins og ég hefði kosið og hvað ég tel að gæti breytt atburð- arásinni þannig, að úrbætur verið framkvæmdar á því, sem miður fer á vinnustöðum. Ég vil sem sagt viðra skoðanir mínar á því, hvernig við gætum fengið öflugt forvarnarstarf í gang á nánast öllum vinnustöðum landsins. Eins og ég sagði í upphafi er orsaka atvinnusjúkdóma að leita í heilsuspillandi aðstæðum á vinnustað. Orsakirnar geta verið margvíslegar og eitt meginverk- efni atvinnulækninga er að finna nýja slíka orsakavalda eða skil- greina betur þá sem þekktir eru og augljósir. Oft er um að ræða einhvers konar mengun og takið eftir, að hér á við mengun í víð- tækustu merkingu þess orðs. Mengunin getur verið eðlisfræði- leg svo sem kuldi, hiti titringur eða hávaði. Langvarandi hávaða- mengun veldur sem kunnugt er heyrnarleysi sem er einn algeng- asti atvinnusjúkdómur okkar. Ýmiss konar efnamengun getur valdið eitrunum, lungnasjúk- dómum, ofnæmi eða jafnvel krabbameini og dauða. Líffræði- leg mengun er minna þekkt, sem orsök atvinnusjúkdóma, en þá er átt við ýmis konar smitefni sem geta valdið atvinnusjúkdómum eins og til dæmis virusgulu hjá meinatæknum sem vinna með smituð blóðsýni. Eyðniveiran, er það smitefni, sem nýverið hefur vakið ótta meðal heilbrigðis- stétta, sem hugsanleg orsök nýs atvinnusjúkdóms. Fjórði aðal- flokkur áhættuþátta á vinnustað eru geðrænir eða sálrænir álags- þættir svo sem einangrun í starfi, einhæf svo kölluð „leiðinleg störf,“ of miklar kröfur miðað við hæfni og getu, harðstjórar í stjórnunarstöðum svo eitthvað sé nefnt af þessu sem stundum eru kallaðir streituvaldar. Afleiðing- arnar geta orðið bæði líkamlegir og andlegir atvinnusjúkdómar. Það var ekki ætlunin að telja hér upp hina ýmsu atvinnusjúk- dóma en þó get ég ekki látið vera að minnast á álagssjúkdóma í hreyfi- og stoðkerfi sem heild, en - af þeim höfum við íslendingar nóg, og stafa þeir einkum af ófull- nægjandi vinnuaðstæðum og alltof löngum vinnudegi. Það sem mér gekk til með þess- ari upptalningu var að sýna ykkur að atvinnusjúkdómar eiga yfir- leitt rót sína að rekja til einhverra athafna eða aðstæðna, sem mennirnir sjálfir ráða yfir. En það skortir mikið, ef þeir sem staddir eru á vinnustaðnum sjálf- um hafa ekki vilja til að hafa stjórn á þeim þáttum, sem geta valdið sjúkdómum og heilsuleysi. Starfsmenn á slíkum vinnustöð- um líða fyrir vikið. Stjórnendur eru þá alltaf taldir bera ábyrgð á aðbúnaði og öryggismálum á vinnustaðnum. Hvað gerist á íslandi? Hvað gerist hér á íslandi, ef einhver fær atvinnusjúkdóm? umbelgína iyöerðir ’89 erukomnar- Jm helgina sýnum svo vel, bflinn vmsæla4"r tiölskyldubíU og sem bæði sem goðurhí °S í rekstri. þægilegur vmnubfll, o y Lada Lux Einnig sýnum við folksn ^ ^ og 3 Lada Samara með st* ^ ^ þann - áPlaugardag og sunnudag. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF IY Ármúla 13 - 108 Reykjavík - 0 681200 *** Eitt er víst í því máii, að sá.sem er veikur líður á sál og líkama. Hann verður ef til vill óvinnufær, atvinnulaus og bíður fjárhagslegt tjón. Hann deyr jafnvel af völd- um atvinnusjúkdómsins. Al- mennar sjúkra- og örorkutrygg- ingar eru að sjálfsögðu fyrir hendi hér á landi en Trygginga- stofnun ríkisins skeytir ekkert um það, hvort um atvinnusjúkdóma er að ræða eða ekki. Það gera hins vegar systurstofnanir Trygg- ingastofnunarinnar á hinum Norðurlöndunum. Þær gæta hagsmuna hins sjúka í þessu efni og bæta sérstaklega tekjutap þéss sem fær atvinnusjúkdóm. En þar með er ekki sagan öll. Sá sem haldinn er atvinnusjúkdómi á kröfur á hendur þess vinnu- veitanda eða á hendur þeim ’ vinnuveitendum, sem ábyrgð báru á þeim vinnuaðstæðum, þeirri mengun á vinnustaðnum, sem olli atvinnusjúkdómnum. Þegar hið almenna tryggingakerfi hefur látið rannsaka hvort um at- vinnusjúkdóm er að ræða, er eftirleikurinn við vinnuveitanda, sem gert er að bæta fyrir sviða og verk, lýti og mein hins veika, oft- ast auðveldur. Þetta bótakerfi, sem ég hef hér lýst fyrir ykkur, er að sjálfsögðu nokkuð mismun- andi í hinum ýmsu nágranna- löndum okkar, en þetta eru þó meginlínurnar. Þessi mál eru að mínu viti frábrugðin hér á landi í tveim afdrifaríkum atriðum: ITryggingastofnun ríkisins ■ hefur ekki frumkvæði að því að athuga, hvort sjúkdómar eru atvinnusjúkdómar, og þótt svo væri, bætir hún atvinnusjúk- dóma ekki sérstaklega. 2Að sækja bætur fyrir ■ atvinnusjúkdóma til atvinnurekenda hérlendis eru erfið og tvísýn einkamál, sem ekki er von að sjúklingar eða að- stendendur látinna kasti sér út í, þegar þeir, sem eiga að vera málsvarar lítilmagnanna, láta sig þetta engu skipta. Að atvinnu- rekendur bera hér mesta ábyrgð er þó nánast ótvírætt, enda sýna dæmin af vinnuslysum það glögg- lega. Molbúaháttur Góðir hlustendur, hvað þýðir þetta í raun? Hvaða afleiðingar hefur þetta, sem ég kalla Mol- búahátt okkar íslendinga í trygg- ingamálum varðandi atvinnu- sjúkdóma? Gerir þetta eitthvað til? Ég tel, að þetta sé grunnurinn að því, að okkur hjá Vinnueftir- liti ríkisins tekst ekki að áorka meiru en við gerum og að við erum iðulega talandi fyrir daufum eyrum bæði starfsmanna og stjórnenda fyrirtækja. En það er ekki aðalvandinn hvernig eftir- litsstofnuninni gengur að ná markmiðum sínum. Molbúahátt- urinn verður til þess, að enginn hefur áhuga á vinnuverndarmál- um, enginn hefur áhuga á að fyrirbyggja atvinnusjúkdóma. Ég skal nú leiða að þessu tvö veiga- mikil rök. ISjúklingur, sem haldinn er ■ atvinnusjúkdómi, finnur ekki hjá sér neina knýjandi þörf fyrir að sjúkdómur hans sé greindur sem atvinnusjúkdómur. Það mundi, í núverandi almanna- tryggingakerfi, ekki bæta fjár- hagsstöðu hans og eins og áður sagði, er það ekki fýsilegt fyrir hann að velta upp málatilbúnaði, þar sem endalok væru óviss. Fyrrnefnd afstaða almannatrygg- Það er sjaldan sem atvinnurekendur eru raunverulega kallaðir til ábyrgðar fyrir það vinnuumhverfi sem þeir hafa búið starfsmönnum sínum. ingakerfisins verkar einnig letj- andi á samstarfsmenn sjúkling- sins, aðstendendur og ver- klýðsfélagið hans. Afleiðingin verður sú, að athygli sjúklingsins og annarra sem tengjast honum, beinist ekki vinnuumhverfinu og þætti þess í að orsaka sjúkdóm- inn. Vinnuverndarmál verða leiðinleg og erfið í augum þess, sem málið varðar frá þessari hlið. Leiðinleg aukaatriði 2Atvinnurekandinn, stjórn- ■ andi fyrirtækisins hefur að sjálfsögðu, vegna þess hvernig kerfið er, engan áhuga á atvinnu- sjúkdómum. Hann sér þá áka- flega sjaldan. Menn ganga ekki fyrir hann, sárum og kaunum slegnir, svo segjandi: „Sjá, for- stjóri, ég er haldinn atvinnusjúk- dómi, veittu mér nokkrar bætur fyrir heilsutjónið." Nei, góðir hálsar, það er sjaldan sem at- vinnurekandi er raunverulega kallaður til ábyrgðar fyrir það vinnuumhverfi, sem hann hefur búið starfsmönnum sínum og leitt hefur til sjúkdóma eða dauða. Hann rekur því starfsemina ótr- auður áfram, stundum án þess að vita af aukaframleiðslunni, at- vinnusjúkdómunum. Stundum veit hann af þeim en þessi galli/ annmarki á framleiðslunni, sem honum finnst kannski atvinnu- sjúkdómarnir vera, kosta hann nánast ekki neitt, leiða yfirleitt ekki til málaferla né annarra al- mennra leiðinda. Vinnuvern- darmál eru því í augum atvinnu- rekandans leiðinleg aukaatriði, sem þó taka yfirleitt fljótt af. Núverandi Molbúaháttur, það er að segja hvernig tryggingamál- um atvinnusjúkdóma er hér hátt- að, leiðir þ ví til mikils r j ómalogns í vinnuverndarmálum. Sú blíða öll nær langt inn í raðir heilbrigð- isstétta, en það er önnur saga, sem ég segi kannski seinna. Aðal- atriði þessa máls er nefnilega að á vinnustöðunum sjálfum verði vinnuverndarmál leyst af starfs- mönnunum og stjórnendum í sameiningu og að heilbrigðis- stéttir verði þar aðeins leiðbeinendur. Ég vil sem sagt bylta trygginga- málum atvinnusjúkdóma þannig, að sá, sem haldinn er atvinnu- sjúkdómi, hafi hag af því að sjúk- dómurinn sé úrskurðaður sem at- vinnusjúkdómur og vinnu- veitandinn hafi hag af því, að ekki komi upp atvinnusjúkdóm- ur í fyrirtæki hans. Hvernig á svo að þekkja at- vinnusjúkdómana frá öðrum sjúkdómum? Látum læknana um það. Þeir eru menntaðir til þess að greina sjúkdóma og vita manna mest um orsakir þeirra, en mengum og álag getur í þessu sambandi verið nauðsynlegt að mæla og meta af til þess sér- lærðum mönnum. En þetta ætla ég ekki að skýra út nánar að sinni. Um nokkra atvinnusjúkdóma má lesa í Læknablaðinu. Til l dæmis stóð þar fyrir nokkrum árum, að sex manns hefðu dáið úr mesótelíóma á íslandi á löngu tímabili. Þetta er sjaldgæft krabbamein en mjög banvænt og orsakast venjulega af því að menn verða fyrir asbestmengun í vinnunni. Það stendur líka í þess- ari grein, að tíðni þessa krabba- meins sé svipuð á íslandi og í Bandaríkjunum miðað við fólks- fjölda. Greinist maður í Banda- ríkjunum með mesótelíóma vaknar nær sjálfkrafa upp bóta- mál á hendur framleiðanda asbestsins, sem viðkomandi veiktist af, og það má mikið vera, ef hann þarf ekki að unga út um- talsverðum skaðabótum. Hvaða hræringar og viðbrögð hefur þessi grein í Læknablaðinu vakið hér á landi? Hafa hér orðið mála- ferli vegna mesótelíóma? Ónei. Finnst ykkur kannski eins og mér að það ætti að breyta einhverju? Millifyrirsagnir eru blaðsins. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. október 1988 Laugardagur 15. október 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 SUPER TIL BORGA VILTU NOTA FERÐINA? til: Kaupmannahafnar fyrir 18.780 kr., Frankfurt fyrir 16.170 kr., Glasgow fyrir 15.370 kr., Gautaborgar fyrir 18.780 kr., Lundúna fyrir 17.750 kr., Luxemborgar fyrir 18.600 kr., Oslóar fyrir 18.020 kr., eða Stokkhólms fyrir 22.500 kr. HVAÐ ER SÚPER APEX FARGJALD? Hámarksgildistími farseöils er 1 mánuöur. Lágmarksgildistími er 1 sólarhringur meö því skilyrði að gist sé aðfararnótt sunnudags. Sæti þarf að bóka með a.m.k. 14 daga fyrirvara með þeim undantekningum að í desember er hægt að bóka Súper APEX til Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Oslóar og Stokkhólms fram að brottför. Ávallt skal bóka far báðar leiðir og greiða farseðil um leið. Engar breytingar er hægt að gera á farseðli eftir að hann hefur verið afhentur. Börn á aldrinum 2-11 ára fá 50% afslátt frá Súper APEX verði og börn yngri en 2 ára fá 90% afslátt. Upplýsingar og farpantanir í síma25 100. FLUGLEIDIR AUK/SlA k110d20-225

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.