Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 13
__________MINNING_________ Sólveig Böðvarsdóttir F. 27. 06. 1908 - D. 09. 10. 1988 Á mánudag er til moldar borin móðuramma okkar, Sólveig Böðvarsdóttir. Pað er svo skrítið til þess að hugsa, að samverustundirnar verði ekki fleiri, að nú er hún horfín sjónum okkar fyrir fullt og allt í þessu lífi. Við höldum fast í allar góðu minningarnar sem við eigum um elsku Sólveigu ömmu, því þær getur ekkert tekið frá okkur. Amma fæddist sumarið 1908, þann 27. júní. Hún var frumburð- ur foreldra sinna, Böðvars Mar- teinssonar bónda á Hrútsstöðum, Laxárdal í Dalasýslu, og Guð- bjargar Jónsdóttur. Þau hjónin eignuðust alls fjögur börn. Næst- ur á eftir Sólveigu ömmu í systkinaröðinni var Árni, því næst Hallfríður Marta og Magn- ús, nú bóndi á Hrútsstöðum, yngstur. Fóstursonur þeirra var Kristinn Sigurjónsson. Tvö elstu systkinin voru sér- staklega samrýmd og því var ömmu mikið áfall er Árni lést af slysförum, aðeins tuttugu ára gamall. Þetta varð fyrsta stóra áfallið í lífi hennar en þau áttu víst eftir að verða fleiri á langri ævi. Það vakti oft furðu okkar hve gott andlegt jafnvægi, var áberandi í fari ömmu. Slík var sálarró hennar að ekki verður komist hjá því að hugsa til þess hvað sá kostur er sjaldgæfur í fari fólks í nútímaþjóðfélagi. Það var einmitt þessi eiginleiki ömmu sem hjálpaði henni að yfir- stíga þá erfiðleika sem að steðj- uðu og halda jákvæðu viðhorfi sínu til lífsins þrátt fyrir mótbár- ur. Rúmlega tvítug stundaði Sól- veig amma húsmæðranám á Stað- arfelli. Það var án efa ánægjuleg lífsreynsla fyrir unga konu á þeim tíma. Þar eignaðist hún góðar vinkonur. Þann 26. júní 1937 gengu Sól- veig Böðvarsdóttir og Stefán Agnar Hjartarson, Saurbæ, Dalasýslu í hjónaband. Þau hófu búskap í Hjarðarholti í Dölum og þar leit þeirra fyrsta barn dagsins ljós, drengur skírður Árni. Hann er nú kennari í Kópavogi, kvænt- ur Guðrúnu Höllu Guðmunds- dóttur. Síðar fluttust þau amma og afi norður í Bæ í Hrútafírði, þar sem þeim fæddist annar sonur, Sigurður Hjörtur, einnig kennari síðar. Árið 1946 neyddist fjölskyldan til að flytjast suður í Kópavog, vegna veikinda Stefáns afa. Með þeim flutti Sigurlín Benedikts- dóttir móðir Stefáns, hún dvald- ist hjá þeim allt til ársins 1962. Yngsta barn afa og ömmu fæddist í Kópavoginum, dóttirin Ingunn Erna myndmenntakennari, gift Þorgeiri Loga Árnasyni. Á Kársnesinu í Kópavoginum átti fjölskyldan ánægjulegar stundir, en ekki var átakalaust að flytja úr sveitinni. Nokkrum árum síðar fluttist frá Hrútsstöðum systir ömmu, Hallfríður ásamt fjölskyldu sinni, einnig í Kópavoginn. Þær syst- urnar héldu nánu sambandi alla tíð. Eftir erfiða sjúkralegu lést Stefán afi, 43 ára að aldri. Sólveig amma lét ekki bugast við stórt áfall. í nýjum heimkynnum, við nýjar aðstæður fór amma út á vinnumarkaðinn. Ekki var um annað að ræða en verkakvenna störf. Með því að vinna hörðum höndum kom hún börnum sínum þremur til mennta. Árið 1975 lést yngri sonur ömmu, Sigurður, af slysförum. Fyrir eiginkonu, Sigríði Kristins- dóttur, dætur, móður og systkini var þetta mikill missir og enn þurfti að reyna á andlegan styrk Sólveigar ömmu. Við barnabörn Sólveigar erum nú sjö að tölu, en langömmu- börnin orðin fjögur. Við fengum ekki að vera ömmu jafnlangt samferða á lífsleiðinni og systkyni hennar og börn. Þrátt fyrir það eigum við svo margar góðar minningar tengdar henni, að óþrjótandi virðast upp að teija. Ég, undirrituð, man glöggt eftir yndislegu heimili hennar á Kársnesbrautinni. Alltaf var þar tekið á móti mér opnum örmum. Garðurinn í kringum húsið var skemmtilegt leiksvæði fyrir okk- ur krakkana, en mest spennandi var að fara út að steininum sem amma var vön að gefa Krumma matarafganga á. Þess þurfti þá ekki lengi að bíða, að fuglinn gætti að steininum, enda löngu sannað að amma brást ekki með góðgætið. Amma hafði mikið yndi af því að ferðast, hún kunni sérstaklega vel að meta náttúru íslands. Hún fór í ótal ferðir um fjöll og firn- indi, með vinum, ættingjum eða í skipulagðar hópferðir. Barna- börnin fengu þá að fljóta með og eru þessar ferðir okkur sérstak- lega minnisstæðar. Árið 1977 flutti amma í minni hýbýli, þó ekki langa vegalengd, eða í Fannaborg í Kópavogi. Þá varð hún að sjá af garðinum sín- um, en fljótlega fékk hún lítið gróðurhús á nýju svalirnar. Það var henni lífsnauðsynlegt að hafa gróður í nálægð. Amma var verkakona allt til 75 ára aldurs. Hún var óvenju já- kvæð kona, sjálfstæð og víðsýn. Hún hafði sínar ákveðnu skoðan- ir á hlutunum en útilokaði þó ekki annarra. Kímnigáfan var henni líka í blóð borin. Kannski virðist það ótrúlegt, en staðreyndin er sú að við eigum aðeins góðar minningar um Sól- veigu, ömmu okkar. Það var alltaf hlýju að fínna hjá henni. Hún var lítillát og mjög óeigin- gjörn. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast svo einstakri manneskju. Það er svo skrítið að hún skuli vera horfin. Mikilvægt er að amma skildi sátt við þetta líf, tilbúin fyrir það sem koma skyldi. í söknuði okkar er hennar trú stærsta huggunin. Við þökkum elsku Sólveigu ömmu samfylgdina. Fyrir hönd systkinanna Stefáns Árnaog Auðar Rúnar. Hallfríður Sólveig Þorgeirsdóttir ||| DAGVI8T BARIVA Forstöðumaður Staða forstöðumanns á skóladagheimilinu Völv- ukotierlaustil umsóknar. Fóstrumenntunáskilin. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar barna í síma 27277. IS! DAGVIST BARNA t|f ------------------ Umsjónarfóstra Starf umsjónarfóstru með daggæslu á einka- heimilum er laust til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1989. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar barna í síma 27277. Akraneskaupstaður - Grundaskóli Kennara vantar nú þegar til forfallakennslu í Grundaskóla á Akranesi. Um er að ræða kennslu yngri barna. Upplýsingar veita Guðbjartur Hannesson skóla- stjóri í vinnusíma 93-12811 og heimasíma 93- 12723 og Ólína Jónsdóttir yfirkennari í vinnusíma 93-12811 og heimasíma 93-11408. Móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma Sólveig Böðvarsdóttir Fannborg 7 Kópavogi verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. okt- óber kl. 13.30. Árni Stefánsson Guðrún Halla Guðmundsdóttir Ingunn Erna Stefánsdóttir Þorgeir Logi Árnason Hallfríður M. Böðvarsdóttir Magnús Böðvarsson barnabörn og barnabarnabörn Unglingafulltrúi Laus er staða unglingafulltrúa við Félagsmála- stofnun Kópavogs. Unglingafulltrúi hefur faglega umsjón með starfi útideildarog félagsmiðstöðva unglinga, sinnir af- brotamálum unglinga og annast ráðgjöf til ung- linga og fjölskyldna þeirra. Háskólamenntun á félags-, sálar- eða uppeldis- sviði er áskilin. Umsóknarfrestur er til 26. október. Umsóknar- eyðublöð liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veitir unglingafulltrúi og undirritaður í síma 45700. Félagsmálastjóri ||j PAGVIST BARIVA Fóstrur, þroskaþjálfar, áhugasamt starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir há- degi. Upplýsingarveitaforstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. VESTURBÆR - MIÐBÆR Drafnarborg v/Drafnarstíg s. 23727 Ægisborg Ægisíðu 104 s. 14810 AUSTURBÆR Nóaborg Stangarholti 11 s. 29595 BREIÐHOLT Bakkaborg v/Blöndubakka s. 71240 Suðurborg v/Suðurhóla s. 73023 Atvinnutryggingasjóður útflutningsgreina Auglýsir eftir: Lánsumsóknum Um er að ræða: A. Lán vegna skuldbreytinga útflutningsfyrir- tækja. B. Lán v/hagræðingar, framleiðniaukningar og endurskipulagningar útflutningsfyrirtækja. Þeim fyrirtækjum sem óska eftir lánum hjá sjóðn- um er bent á að snúa sér til hans og fá sendar nauðsynlegar upplýsingar um þessi lán. Athygli skal vakin á því að aðeins þau fyrirtæki koma til greina sem hafa framleitt vörur til útflutn- ings og útflutningsverðmæti árið 1987 hafi ekki verið undir 10 milljónum króna. Þar sem málefni fiskeldis og loðdýrabænda eru nú til athugunar hjá öðrum aðilum koma þeir ekki til álita með lánveitingu á þessu ári. Heimilisfang sjóðsins er: Rauðarárstígur 25, 105 Reykjavík Sími 91-25133 Stjórn sjóðsins ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.