Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 16
Brynja Bergsveinsdóttir, vinnurhjá Rafmagnsveitum ríkis- ins: Það miðar nú fremur hægl eins og fram hefur komið hér á lands- fundinum, og eins og allar skýrsl- ur og kannanir sýna nú reyndar. -SPURNINGIN- Hvernig miðar í jafnréttisbaráttunni? (Spurt á landsfundi Kvenréttindafélagsins) Lára V. Júlíusdóttir, formaður félagsins: Hægt og bítandi, nema í laun- amálunum, þar miöar ekki neitt. þlÓÐVIUINN Laugardagur 15. október 1988 226. tölublað 53. órgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Kristín Aradóttir, bóndakona: Það miðar mjög hægt; frekar i hænufetum en einhverjum ris- astökkum. 17. landsfundur Kvenréttindafélagsins stendur yfir. Ragnheiður Harðardóttir: Sjónvarp gjarnan dragbítur á réttindabaráttu kvenna Lára V. Júlíusdóttir, formaður Kvenréttindafélags Islands. Mynd: Jim Smart. Gerður Steinþórsdóttir, kennari: Það er nú bæði og. Einstakar konur hafa náð lengra en áður var og það er jákvætt, en svarti bletturinn er launakjör kvenna, en þau eru mjög léleg. Magdalena Schram, ritari: Skítsæmilega. Kvenréttindafélag íslands heldur nú sinn sautjánda lands- fund, og sækja hann um sjötíu fulltrúar hvaðanæva af landinu, en fundað er í Sóknarsalnum í Skipholtinu að þessu sinni. Landsfundur er haldinn fjórða hvert ár, og að sögn formannsins, Láru V. Júlíusdóttur, er auk hefð- bundinna landsfundarstarfa - umfjöllun um stefnuskrá, laga- breytingar osfrv. - einkum fjallað um þrennt í þetta skipti; konur og ijölmiðla, kjaramál kvenna og konur og stjórnmál. Lára sagði að hið fyrsta af meg- inþemum þessum þremur, konur og fjölmiðlar, væri þannig til komið að á Nordisk Forum i sumar leið hefði þetta viðfangs- efni verið framlag Kvenréttinda- félags íslands, en félögin á Norð- urlöndum hefðu fjallað um konur og völd. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur, og Ragn- heiður Harðardóttir, þjóðfélags- fræðingur, fluttu þá erindi hér að lútandi, og aftur á landsfundinum núna. Framlag Ragnheiðar var erindi um konur og völd í fjölmiðlum, og kvaðst hún hafa nálgast við- fangsefnið úr tveimur áttum: Hvar eru konur í fjölmiðlum sem stofnun; eru þær í ábyrgðarstöð- um? Ráða þær einhverju? Eru þær í aðstöðu til að móta fjöl- miðlana og ákveða hvað skuli teljast fréttnæmt og þar fram eftir götunum? Niðurstaða þessa hluta athugunarinnar sem að mestu var unnin upp úr kanadí- skri skýrslu frá í fyrra leiddi í sem stystu máli í ljós að konur eru ekki í ábyrgðarstöðum í fjölmiðl- unum, og kemur sú niðurstaða heim og saman við einu rannsóknina sem gerð hefur ver- ið í þessa veru hér heima, en Sig- rún Stefánsdóttir átti veg og vanda af henni. í öðru lagi hugaði Ragnheiður að ímynd kvenna í fjölmiðlum og leitaði svara við því hvernig fjöl- miðlar túlka konur, en þá einkum út frá sjónvarpinu. Að sögn hennar er til sægur af könnunum á kvenímynd fjölmiðlanna, t.d. viðamiklar athuganir á breskum sjónvarpsþáttum undir þessu sjónarhorni, og ber allt að þeim sama brunni að ímyndin og raun- veruleikinn eru sitt hvað. Frekar sé verið að sýna hvernig ráðandi gildismat í þjóðfélaginu vilji að konur líti út en hvernig þær og þeirra staða er í rauninni. Þá virð- ist sjónvarp eiga erfitt með að að- laga sig breytingum og þróun á þessu sviði, og sé gjarnan um tíu árum á eftir tímanum. Fyrir bragðið sé sjónvarp í rauninni dragbítur á réttindabaráttu kvenna. - Sjónvarpið hjálpar því ekki til við að breyta ímynd kvenna í samræmi við þær breytingar sem hafa í rauninni átt sér stað, sagði Ragnheiður, og sagði að þetta væri sérstaklega slæmt vegna þess hve áhrifaríkur miðill það væri og hve sterk áhrif það hefði á börn- in, og þar með mótandi um við- horf næstu kynslóðar. Aðrir frummælendur á lands- fundinum voru Kristín Einars- dóttir, alþingismaður, Sólveig Pétursdóttir, formaður barna- verndarnefndar Reykjavíkur og Guðrún Agústsdóttir, borgar- fulltrúi, og fluttu þær tölur um konur og stjórnmál. Þóra Hjalta- dóttir, formaður Alþýðusam- bands Norðurlands, Elna Jóns- dóttir, formaður BK og Lea Þór- arinsdóttir, formaður Póst- mannafélags íslands fjölluðu um kjaramál kvenna. í þeim mála- flokki er þungt undir fæti, og sem lítinn vott um það má benda á svör fimm fulltrúa við spurningu dagsins hér á síðunni, eða með orðum formanns Kvenréttinda- félagsins. í launamálunum miðar ekki neitt. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.