Þjóðviljinn - 18.10.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 18.10.1988, Qupperneq 1
Þriðjudagur 18. október 227. tölublað 53. árgangur Hvalveiðar Aróðursstrío að byrja Beðið niðurstöðu ríkisstjórnarfundar. Árni Gunnarsson: Meiríhluti fyrír hvalveiðibanni á ^^þingi. ™ Margrét Frímannssdóttir: Fylgjandi hvalveiðibanni Nú er ljóst að til stórtíðinda mun draga í hvalveiðimálum ís- lendiga á næstu dögum. Árni Gunnarsson hefur hótað að leggja fram þingsályktunartillögu um að hvalveiðum verið hætt strax og þykist hafa tryggan stuðning þingsins í þeim efnum. Hann hefur ákveðið að fara að tilmælum ríkisstjórnarinnar og fresta tillögunni fram yfir ríkis- stjórnarfund á fimmtudag, en stjórnm mun einnig ræða hvala- málið á fundi sínum í dag. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur lýst því yfir að hann væri ekki tilbúinn til að segja af eða á um það hvort hval- veiðum verður haldið áfram á næsta ári. Kristján Loftsson for- stjóri Hvals hf. lét að því liggja í viðtali við Þjóðviljann fyrir skömmu að ef ekki fengist leyfi til alvöru hvalvertíðar eftir að vís- indaveiðum lyki að öllu óbreyttu næsta sumar, tæki því ekki að halda veiðunum áfram. Árni Gunnarsson segist viss um að þingsályktunartillaga um stöðvun hvalveiða rynni í gegn- um þingið með miklum stuðn- ingi. Þegar farið væri að segja upp fólki vegna þess að erlendir aðilar keyptu ekki af okkur fisk- afurðir, væri ekki lengur verjandi að halda veiðunum áfram. Hann grunaði að Tangelmann stórfyrir- tækið, sem hefur hætt að kaupa íslenskt lagmeti vegna hvalveiða okkar, ætli sér að nota þessa ákvörðun sína í auglýsingaskyni. Það muni virka jákvætt á þýskan almenning að fyrirtækið skuli hafa hætt að kaupa lagmeti af ís- lendingum vegna hvalveiða þeirra, önnur fyrirtæki fylgdu Skák Johann lagði Timman Hefur hreppt þtjá og hálfan vinning úr síðustu fjórum umferðum Jóhann Hjartarson gerði sér lítið fyrir í gær og sigraði hol- lenska stórmeistarann Jan Tim- man. Landi vor er nú heldur bet- ur kominn á skrið eftir daufa byrjun, hefur til að mynda hlotið þrjá og hálfan vinning úr síðustu fjórum skákum. Alls hefur Jóhann nú fengið sex og háifan vinning eftir tólf umferðir, sigrað fjórum sinnum, tapað þrisvar og gert fimm jafn- tefli. Það er athyglisvert að hann stýrði svörtu mönnunum í öllum sigurskákunum, gegn Margeiri, Kortsnoj, Spasskíj og nú Tim- man í gærkvöldi. Helgi Ólafsson stórmeistari skýrir þrjár viðureignir í Þjóðvilj- anum í dag, úr 10., 11. og 12. umferð, þar á meðal skák Jó- hanns og Timmans. Sjá síðu 13 vafalaust á eftir. Margrét Frímannsdóttir þing- flokksformaður Alþýðubanda- lagsins sagðist í gær vilja stöðva allar hvalveiðar. Ekkert hefði komið fram sem sýndi fram á nyt- semi vísindaveiðanna og hún teldi þær raunar hafa verið yfir- varp frá byrjun. Hún kæmi frá litlu sjávarþorpi sem atburðir síð- ustu daga væru mjög alvarlegir fyrir. Verð á okkar afurðum hefði verið að lækka að undan- förnu og við mættum ekki við fleiri áföllum. „Ég tel að ís- lenskir stjórnmálamenn hafi ekki gert sér ljóst að almenningur í út- löndum lítur hvalveiðar öðrum augum en við,“ sagði Árni. Út- lendingar settu hvalveiðar í sam- hengi við nærtæk vandamál eins og súrt regn og eyðingu skóga. íslendingar gætu eícki bara lifað í íslendingasögunum og staðið á einhverju stolti. Þorskastríðið hefði unnist vegna stuðnings al- mennings sem væri ekki fyrir hendi nú. Magnús Skarphéðinsson for- maður Hvalavina sagði í gær að nú væri að koma í ljós að Islend- ingar nefðu alla tíð vanmetið styrk friðunarsinna. Hvalavinir skoruðu á stjórnvöld að hætta öllum hvalveiðum frá og með næsta veiðitímabili. Árni Gunn- arsson sagðist vita af skoðunar- könnun sem almenningstengsla- fyrirtæki í Kanada gerði og sýndi að meirihluti fólks í Kanada væri hlynnt málstað Grænfriðunga. Kanadísk fiskútfluttningsfyrir- tæki muni örugglega nota sér þessa könnnun í söluherferðum í Bandaríkjunum. En eins og kunnugt er eru Kanadamenn okkar helsti keppinautur á bandaríkjamarkaði. -hmp Frambjóðendur og fráfarandi formaður BSRB. Frá vinstri. Örlygur Geirsson, Guðrún Árnadóttir, Kristján Thorlacius og ögmundur Jónasson. Mynd Jim Smart. 35. þing BSRB Foimaðurinn og vonbiðlamir Kosningabaráttan hafin. Fóstrur og meinatœknar fengu atkvœðisrétt 35. þing BSRB hófst í gær. Það einnkennist m.a. af því að Krist- ján Thorlacius gefur ekki kost á sér til formanns, eftir 28 ára setu í stólnum. Kosningaslagurinn er þegar hafinn. Deilur um réttindi fóstra og meinatækna settu svip á þingið í gær, en þeim lyktaði með því að fulltrúar félaganna fá að sitja þingið með fullum réttind- um. Skoðanir formannssfram- bjóðendanna til þessa máls voru nokkur skiptar þegar Þjóðviljinn ræddi stuttlega við þá í gær. Ör- lygur Geirsson var á móti kosn- ingaréttindi fulltrúa félaganna, Guðrún Árnadóttir, sagðist lenda í vanda með að taka af- stöðu, en hún yrði að vera með- mælt fullum réttindum, en Ög- mundur Jónasson vildi „taka fé- lögunum opnum örmum og veita þeim full réttindi.“ Sjá síðu 2 Fatlaðir Haukur hlaut gull Keppendur okkar á Ólympíu- hlaut gullverðlaun en Haukur á leikum fatlaðra í Seoul vegnar vel eflaust eftir að verða framariega í strax á fyrstu dögunum og ber þar öðrum vegalengdum. hæst glæsilegur árangur Hauks ________________ Gunnarssonarí lOOmetrahlaupi. c-, _ _ Hann þríbætti Ólympíumetið og Þja SIOUF 0-9 Haukur Gunnarsson fagnaði Ólympíumeti í þrígang og gullinu að lokum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.