Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR 35. binx BSRB Fóstmr og meinatæknar höfðu fullan sigur Fengufull réttindi á þinginu. Útganga meinatœkna hefði blasað við að öðrum kosti. Getur haft áhrif í formannsskjörinu. Ping BSRB, hið 35. í röðinni var sett í gær. Þingið er hið síðasta sem Kristján Thorlacius situr sem formaður BSRB, en því starfi hefur hann gegnt í 28 ár. Kosning nýs formanns fer fram á fostudaginn og eru þau Guðrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri BSRB, Örlygur Geirsson, deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu og Ögmundur Jónasson, fréttamaður hjá Sjónvarpinu í framboði. Störf þingsins i gær einkenndust að deilum um hvort veita ætti fulltrúum nýlega stofn- aðra stéttafélaga fóstra og meina- tækna, fuU réttindi á þinginu eða ekki. Fóru leikar svo að fulltrúar þessara félaga voru taldir full- gengir og fengu því að sitja þingið með atkvæðisrétti. Áður en þau úrslit lágu fyrir, spurði blaðamaður Þjóðviljans frambjóðenduma þrjá um af- stöðu þeirra í þessu viðkvæma deilumáli. Ögmundur Jónasson og Guðrún Árnadóttir voru fylgj- andi fullum réttindum handa fél- ögunum, en Örlygur Geirsson taldi ekki rétt að fulltrúar félag- anna sætu á þinginu með atkvæð- isrétt. Fóstmfélag íslands var stofnað þann 7. maí sl. og Meinatæknafé- Iag íslands skömmu áður. Stjóm BSRB hafði samþykkt stofnun þessara félaga og hlaut sú ákvörðun blessun þingsins í gær. Helgarblað Atfiugasemd fraKRON í helgarblaði Þjóðviljans voru, auk viðtals við undirritaðan, tvær slúðurgreinar sem snertu KRON og starfsfólk þess. Önnur þeirra snerti MIKLAGARÐ markað við Sund, þar sem fullyrt er að hann sé kominn í margra mánaða vanskil við marga af þeim heildsölum sem fyrirtækið verslar við. Þetta er uppspuni frá rótum og rógur um viðskiptavild fyrirtækisins. Eflaust má finna rekstri MIKLAGARÐS ýmislegt til for- áttu og benda á margt sem betur mætti fara. Ég held ég megi full- yrða, og það án undantekninga að á MIKLAGARÐ hefur aldrei fallið víxill frá því hann var settur á stofn árið 1983. Fjármálastjórn MIKLAGARÐS hefur verið með sérstökum ágætum þrátt fyrir lítinn heimanmund og erfið- an rekstur á stundum. Hin skrifin snerta starfsmann fyrirtækisins sem nýverið hefur hafið störf hjá okkur. Hún ber „smekkvísi" blaðsins og „reisn“ þess núorðið glöggt vitni, og minnir á gamlan kveðskap. Lítilla sanda, lítilla sæva./ Lítil eru geð guma. Ég vil að lokum taka fram að ég hef aldrei ætlast til eða vænst þess að blaðið styddi við bakið á mér í mínum störfiim eða skyti skildi fyrir samvinnuhreyfinguna eða KRON þótt móti blási í bili. Ég verð þó að játa, þrátt fyrir það að vera ýmsu vanur, þá kom mér það á óvart að Þjóðviljinn reyni að koma höggi á KRÓN þegar það á undir högg að sækja. Með þökk fyrir birtinguna. Virðingarfyllst, Þröstur Olafsson, form. stjórnar KRON. Leikhópur BSRB-kvenna sem sló í gegn á Kvennaráðstefnunni í Osló í sumar sýndi við mikla hrifningu við setningu BSRB-þingsins. Mynd Jim Smart. Það olli hins vegar deilum hvort fulltrúar þessara félaga ættu að fá að sitja þingið með málfrelsi og tillögurétti eða hvort þeir ættu að njóta atkvæðisréttar einnig. Ein- ar Ólafsson, formaður kjörbréf- anefndar lagði fram tillögu um að þessir félagar fengju málfrelsi og tillögurétt, en að spurningunni um atkvæðisrétt yrði vísað til lag- anefndar BSRB. Ástæðan væri sú að skv. lögum BSRB væri fjöl- di fulltrúa með atkvæðisrétt ák- veðinn eftir meðlimafjölda hvers einstaks félags eins og hann var talinn um áramót. Um sl. áramót voru fóstrur t.d. dreifðar í mörg- um félögum, svo sem Starfs- mannafélagi Reykjvíkurborgar og Starfsmannafélagi ríkisstofn- ana og töldust þá með viðkom- andi félögum. Fengu því viðkom- andi félög fleiri fulltrúa á þingið en þau hefðu í raun átt rétt til, eftir að fóstrur og meinatæknar voru gengin út og höfðu stofnað sitt félag. Heildarfjöldi fulltrúa á þinginu yrði því fleiri en lög þess gerðu ráð fyrir. Aðrir mæltu á móti þessum rökum, með tilvísun í að stofnun félaganna tveggja væri afurð nýrra laga BSRB og því þyrfti að hliðra til í þessu tilviki. Stofnun félaganna tveggja hefði verið samþykkt af stjórn og þingi BSRB og því ættu þau rétt til full- trúa sem aðrir. Aðlaga þyrfti lög- in þessari nýju stöðu sem upp væri komin. Þing BSRB væri æðsta stofnun BSRB og úrskurði þess ekki hægt að áfrýja. Samtök- in ættu að gleðjast þegar ný félög væru stofnuð til að ganga í BSRB. Eftir að um málið hafði verið rætt fram og til baka, var því að lokum vísað aftur til kjömefndar BSRB. Skömmu síðar lagði hún fram þá tillögu að öðrum til- lögum í málinu yrði vísað frá, en. þess í stað yrði gengið til atkvæða um hvort fulltrúar þessara félaga fengju að sitja þingið með fullum réttindum eða ekki. Var það samþykkt með góðum meirihluta og gátu þá loks fulltrúar fóstra og meinatækna fengið að leggja orð í belg, en þangað til höfðu félögin ekki haft málfrelsi. Talið er víst, að ef fulltrúar Meinatæknafélags íslands hefðu ekki fengið atkvæðisrétt á þing- inu, hafí félagið ætlað að ganga úr BSRB og þá jafnvel í BHM. Auk þess gæti þessi niðurstaða haft áhrif á úrslit formannskjörsins, en þar er talið geta orðið mjótt á mununum. -phh Neytendasamtökin Neytendafræðslu í skólana Þing og námstefna Neytenda- samtakanna var haldin um síðustu helgi. Ný stjórn var kjör- in, og m.a. var ályktað um neyt- endafræðslu, en að áliti samtak- anna hefur hún verið hornreka í skólakerfinu. 1 ályktuninni segir að mikil- vægt sé að gera neytendur gagnrýna og meðvitaða, vegna hinnar hröðu þróunar sem átt hefur sér stað í neysluvenjum, lifnaðarháttum og fjölmiðlun, með sífellt auknu magni auglýs- inga sem stöðugt verða áleitnari gagnvart neytendum. Þing Neytendasamtakanna leggur því áherslu á mikilvægi neytendafræðslu í skólakerfinu, og heitir Iiðsinni sínu við að kippa málinu í liðinn. Stjórn samtakanna var endur- nýjuð að allverulegu leyti á þing- inu; sjö nýliðar eru í stjórninni sem alls er tólf manna. Jóhannes Gunnarsson er áfram formaður Neytendasamtakanna, og María E. Ingvadóttir varaformaður. HS Heiðursforseti Vigdís til Vancouver Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, fer áleiðis til Vancou- ver í Kanada á morgun. Þar verð- ur hún heiðursforseti alþjóðaráð- stefnu um ferðamál í þágu friðar, sem stendur 24.-27. þessa mán- aðar. Þá mun forseti hitta íslendinga og Vestur-íslendinga búsetta á þessum slóðum. Forseti kemur heim að morgni 27. þessa mánað- ar. Vöruskipti Miljarður í mínus Vöruskiptajöfnuðurinn við út- lönd var óhagstæður um 993 milj- ónir fyrstu sex mánuði ársins, en á sama tíma í fyrra var hann hag- stæður um 1.533 miljónir kr. á sama gengi. Þannig hefur við- skiptajöfnuður á fyrri helming þessa árs versnað um rúmlega tvo og hálfan miljarð kr. miðað við fyrri hluta ársins í fyrra. Útflutningur sjávarafurða sem er 75% af útflutningi dróst saman um 3% fyrstu sex mánuðina að verðmæti miðað við í fyrra. Út- flutningur á áli var 16% og kísil- jáms 7% meiri. Útflutningsverð- mæti annarrar vöru jókst um 10% frá því í fyrra. Verðmæti vöruinnflutnings til landsins var 10% meiri en fyrstu sex mánuðina í fyrra. Þing BSRB Oriygur lenti í minnihluta Vará mótifullum réttindum tilhandafóstrum ogmeinatœknum. Guðrún Arnadóttir: Setur mig ívanda, en með fullum réttindum. Ögmundur Jónasson: Tökum þeim opnum örmum. p yrsta átakamálið sem kom til kasta þings BSRB í gær, sneri að réttindum fulltrúa Fóstrufé- lags íslands og Meinatæknafélags íslands. Var deilt um hvort þessi félög, sem stofnuð voru í vor sam- kæmt nýlegum lögum BSRB, ættu að eiga fulltrúa með atkvæð- isrétti, eða hvort fulltrúarnir ættu aðeins að hafa málfrelsi og tillögurétt á þinginu. Þegar Þjóð- viljinn spurði frambjóðendur til formanns um afstöðu þeirra í málinu, kom I Ijós að Ögmundur Jónasson og Guðrún Árnadóttir töldu að félögin ættu að njóta fullra réttinda, en Örlygur Geirs- son var á móti. Þingið tók síðar afstöðu með því að fulltrúar fé- laganna tveggja fengju notið fullra réttinda. Málið var viðkvæmt þar sem vitað var, þó ekki hafi því verið lýst opinberlega yfir, að Meina- tæknafélag Islands segði sig sennilega úr BSRB, fengjuifé- lagar þess ekki fullan atkvæðis- rétt. Síðast enn ekki síst, er það talið geta skipt sköpum í form- annskosningunum\ sem verða í lok vikunnar hvort þessi félög nytu atkvæðisréttar eða ekki. Niðurstaða þingsins varð síðan sú, að félögunum yrðu veitt full réttindi og því atkvæðisrétt. Þjóðviljinn hafði hins vegar tal af formannsframbjóðendunum áður en sú niðurstaða lá fyrir og spurði þá hvaða afstöðu þeir hefðu í málinu. „Ég er þeirrar skoðunar að þær eigi ekki að fá atkvæðisrétt, en að öðru leyti full réttindi. En ég er mjög ánægður að þær skyldu gerast aðilar að okkar samtökum,“ sagði Örlygur Geirsson, fulltrúi í menntamála- ráðuneytinu. „Þú setur mig nú í svolítinn vanda, þetta eru nú kollegar mín- ir sem þama eiga í hlut og auðvit- að verð ég að vera hlynnt því að þær komist inn á þingið sem fullgildir meðlimir. Við megum ekki ýta fólki frá okkur," sagði Guðrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri BSRB. Þriðji formannsframbjóðandinn er Ög- mundur Jónasson. „Mín skoðun er sú að við eigum að taka þeim opnum örmum á þinginu, sem fullgildir félagar með full réttindi og fullan atkvæðisrétt. Að sjálf- sögðu þarf að gaumgæfa lögin, en þetta eru okkar lög og hér er sam- an komin æðsta samkunda BSRB, sú sem setur lög og ég tel að það eigi að taka þeim opnum örrnurn," sagði Ögmundur. Þeir frambjóðendur voru sam- mála um að í þessum töluðum orðum hafi kosningabaráttan um formannsembættið hafist. -phh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 18. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.