Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Vernd Tvær stjómir starfandi Ný stjórn Verndar hélt aðalstjórnarfund ígœr og kaus nýjanformann. Jóna Gróa Sigurðardóttir reyndi að letja stjórnarmenn tilþess að sœkjafundinn. GuðmundurJóhannssonkjörinnformaður Við gerðum tvær tilraunir til þess að nálgast Jónu Gróu Sigurðardóttur. Annarsvegar fórum við á fund hennar og hins- vegar skrifuðum við henni bréf, sem hún vísaði frá. Ég hef reyndar aldrei heyrt að hægt sé að vísa frá bréfí, frekar en að hægt sé að slíta aðalfundi áður en dagskrá er lokið, en það gerði Jóna Gróa á aðaifundi Verndar í siðasta mánuði, sagði Ásgeir Hannes Eiríksson, en hann var fundarstjóri á aðalstjórnarfundi Verndar, sem haldinn var í gær- kvöldi. Sá hópur sem hélt áfram aðal- fundinum eftir að Jóna Gróa hafði yfirgefið fundinn boðaði til aðalstjórnarfundar í gær, þar sem nýr formaður Verndar var kjör- inn. Það er Guðmundur Jóhanns- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Verndar og fyrrum fangels- isstjóri á Litla-Hrauni, sem var kjörinn formaður. „Ástandið í Vernd er farið að minna á ástandið innan Frí- kirkjusafnaðarins," sagði einn stjórnarmanna í Vernd við Þjóð- viljann í gær. Jóna Gróa auglýsti í Morgunblaðinu um helgina að fundurinn sem haldinn var í gær væri félagasamtökunum Vernd óviðkomandi. Auk þess hringdi hún í alla stjórnarmenn og latti þá til þess að sækja fundinn. Einn stjörnarmanna sagðist hafa reynt að bera klæði á vopnin en Jóna Gróa hafi neitað öllum sáttaum- leitunum. „Við verðum að fara að fá hreinar línu í starf félagsins,“ sagði Ásgeir Hannes í gær. Auk þess sem málið er per- sónulegt snýst það um það hvort fangahjálpin á að beinast að föngunum inn í fangelsunum eða hvort starf Verndar á að einangr- ast við að taka á móti föngunum þegar þeir koma út, einsog Jóna Gróa vill. Einsog málin standa nú eru tveir hópar sem telja sig rétt- kjörna stjórn Verndar og mjög óljóst hvernig höggvið verður á hnútinn. Einsog fram hefur komið sagði Jóna Gróa Sigurjóni Jósepssyni, húsverði í húsi Vemdar á Laugat- eigi, upp störfum eftir að birst hafði viðtal við Sigurjón í Nýja Helgarblaðinu. Sigurjón leitaði til lögfræðings Verslunar- mannafélags Reykjavíkur og fékk þær upplýsingar að upp- sögnin væri ólögleg þar til hann fengi skriflega uppsögn. Sigurjón fór fram á að Jóna Gróa segði sér upp skriflega en því neitaði hún og við það situr. -Sáf Reiknistofa Háskólans Stjómin segir af sér Jóhann Malmquist: Sjáum okkur ekkifært að sitja eftir að Háskólaráð virðir að vettugi skoðanir okkar. Háskólaráð mœlir með Helga Þórssyni ístöðuforstöðumanns Við ákváðum að segja af okkur eftir að Háskólaráð hefur mælt með því að Helgi Þórsson verði skipaður forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans, sagði Jóhann Malmquist formað- ur stjórnar stofnunarinnar. En hún sendi Háskólaráði afsagnar- bréf sitt í gær. Bæði stjórn stofnunarinnar og svokölluð millifundanefnd sem háskólaráð setti á fót til að skoða hennar 11 og hefur þeim fæltkað um 4 á þessu ári. Samkvæmt heimildum blaðs- ins vildi stjórnin ráða mann sem væri hæfur til að að leiða Reikni- stofnunina í gegnum þessar miklu breytingar og rétta við rekstur hennar. Fráfarandi stjórn taldi Helga ekki valda því verkefni. En Helgi hefur um eins árs skeið veit stofnuninni forstöðu til bráða- birgða. Háskólarektor Sigmundur Guðbjamarson sagði við blaðið í gær að hann harmaði allt þetta mál. En úr því sem komið er, væri ekki annað hægt að gera en að skipa nýja stjóm. En stjórn Reiknistofnunar hefur verið skipuð einum fulltrúa frá há- skólaráði, einum fulltrúa frá við- skiptadeild, einum frá verkfræði- deild og einum frá raunvísinda- deild. Einnig hefur forstöðumað- ur stofnunarinnar setið í stjórn- inni. -sg SHA Landsvirkjun Tölvukerfið brast Þórður Guðmunds- son: Eigum von á nýj- um, tölvubúnaði á nœsta ári. Eldingar valda usla hjá Lands- virkjun Við eigum von á nýju tölvukerfí á næsta ári. Þetta kerfí sem við notum við í dag er orðið gamalt og úr sér gengið, þannig að mað- ur getur alltaf átt von á að það bregðist þegar mest á reynir eins og gerðist á sunnudaginn, sagði Þórður Guðmundsson yfírverk- fræðingur hjá Landsvirkjun. Tölvukerfið í stjórnstöð Lands- virkjunar bilaði á sunnudaginn með þeim afleiðingum að mun lengri tíma tók að koma rafmagni á aftur eftir að eldingum hafði slegið niður í háspennulínur. Eins og stór hluti íbúa við Faxaflóann, á Vesturlandi, Vest- fjörðum, Norðurlandi vestra og víða á Suðurlandi vita datt raf- magnið út á þessu svæði á sunnu- daginn. Stóð rafmagnsleysið yfir í allt að klukkustund. Ástæður þessa að rafmagnið datt út var að eldingum sló niður í báðar línur Landsvirkjunar sem liggja frá Búrfelli niður í Geitháls við Reykjavík. Undir venjulegum kringum- stæðum hefði rafmagnsleysið ekki átt að standa yfir meira en í tuttugu mínútur, en þegar mest reyndi á bilaði tölvubúnaðurinn, þannig að við urðum að senda menn út til að finna hvað hefði farið úrskeiðis, sagði Þórður. Að sögn hans er ekki vitað til að nokkrar skemmdir hafi orðið vegna þessa rafmagnsleysis. Þó mun eitthvað af framleiðslu ísal og Járnblendiverksmiðjunar á Grundartanga hafa skemmst. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík urðu nokkrir árekstr- ar á gatnamótum þar sem um- ferðaljós virkuðu ekki, en að öðru leyti var henni ekki kunnugt um nein óhöpp samfara raf- magnsleysinu. -sg Herseta hvarvetna á undanhaldi Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstœðinga um helgina. Skorað á utanríkisráðherra að halda á lofti sjálfstœðri, íslenskri utanríkisstefnu ífriðar- og afvopnunarmálum hver væri best hæfur til að gegna starfí forstöðumanns, komst að þeirri niðurstöðu að Helgi væri ekki rétti maðurinn í þetta starf. Háskólaráð hunsaði þessar nið- urstöður og mælir með Helga í starfið. Við teljum að með þessari ákvörðun sinni hafi Háskólaráð virt að vettugi þá skoðun stjórna Reiknisstofnunar að Helgi sé ekki hæfur til að gegna stöðu for- stöðumanns hennar. Við teljum okkur ekki fært að sitja áfram við þessar aðstæður, sagði Jóhann. Undirrót þessa máls er að miklar breytingar hafa orðið á rekstri Reiknistofnunar Háskól- ans með aukinni tölvuvæðingu út í þjóðfélaginu, þannig hefur hún misst af fjölmörgum verkefnum sem unnin hafa verið innan veg- gja hennar. í dag eru starfsmenn Auknar friðarhorfur, ný við- horf í alþjóðamálum og slökun spennu veldur því að um allan heim una menn æ verr er- lendri hersetu hvar og hvernig sem hún birtist. Forsendur her- setunnar eru brostnar, hafí þær nokkru sinni gilt, segir í stjórnmálaályktun sem samþykkt var á landsráðstefnu Samtaka herstöðvaandstæðinga um helg- ina, og þar með að barátta friðar- hreyfinga hafí skilað ríkulegum árangri á undanförnum árum. Þá segir að afar mikið hafi skort á sjálfstæða, íslenska utan- ríkisstefnu gegnum tíðina, en þó megi greina breytingu til batnað- ar á síðustu tveimur til þremur misserum. Skorað er á utanríkis- ráðherra að halda á lofti sjálf- stæðri íslenskri utanríkisstefnu í friðar- og afvopnunarmálum sem byggi á einarðri andstöðu við kjarnorkuvopn og vígbúnaðar- hyggju. SHA fagna því að samgöngu- ráðherra hafi nú tekið fyrir allar vangaveltur um varaherflugvöll á landinu, sem og því ákvæði stjórnarsáttmálans að banna meiriháttar nýframkvæmdir fyrir herinn. Samtökin benda jafn- framt á að langtífrá nóg sé að gert; vígbúnaðaruppbyggingin hafi verið með slíkum ódæmum undanfarin ár að framhald á þeim framkvæmdum sem í gangi eru þýði stórfellda eflingu herstöðv- anna á næstunni. Því hljóti allir íslenskir friðarsinnar að krefjast þess að slökun sú og afvopnunar- viðleitni sem átt hefur sér stað á undanförnum árum komi fram í minnkandi vígbúnaði á íslenskri grund. Samtök herstöðvaand- stæðinga skora því á stjórnvöld að setja þegar fram tillögur um samdrátt bandaríska heraflans, t.d. með brottflutningi F-15 orr- ustuflugsveitarinnar. Þá minna samtökin á það í sinni stjórnmálaályktun að skoðana- kannanir hafi ítrekað sýnt að 90% landsmanna styðji hug- myndir um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd: „Samtökin vænta þess að stjórnvöld taki upp ein- dregna afstöðu í málinu sem endurspegli þennan þjóðarvilja.“ Happdrættí Þátttaka allra tryggir stórátak ÁSKRIFENDUR! Greiöið heimsendagíróseðlasem fyrst. Dregið 10. nóvember um glæsilega vinninga Þriðjudagur 18. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.