Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 4
Atvi n n utrygg i ngasjóður útflutningsgreina Auglýsir eftir: Lánsumsóknum Um er aö ræöa: A. Lán vegna skuldbreytinga útflutningsfyrir- tækja. B. Lán v/hagræðingar, framleiöniaukningar og endurskipulagningar útflutningsfyrirtækja. Þeim fyrirtækjum sem óska eftir lánum hjá sjóön- um er bent á að snúa sér til hans og fá sendar nauðsynlegar upplýsingar um þessi lán. Athygli skal vakin á því aö aöeins þau fyrirtæki koma til greina sem hafa framleitt vörur til útflutn- ings og útflutningsverðmæti áriö 1987 hafi ekki verið undir 10 milljónum króna. Þar sem málefni fiskeldis og loödýrabænda eru nú til athugunar hjá öörum aðilum koma þeir ekki til álita meö lánveitingu á þessu ári. Heimilisfang sjóðsins er: Rauðarárstígur 25, 105 Reykjavík Sími 91-25133 Stjórn sjóðsins Iðnráðgjafi Vesturlands Starf iönráögjafa á Vesturlandi er laust til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 28. október. Nán- ari upplýsingar í síma 93-71318. Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi Pósthólf 32, 310 Borgarnesi. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staða reynds aðstoðarlæknis við Geödeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til um- sóknar. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar, Sigmundur Sigfússon. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni. Óskum að ráöa iðjuþjálfa til starfa við Geðdeild. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist til Sonju Sveinsdóttur, hjúkrunarfram- kvæmdastjóra sem einnig gefur nánari upplýs- ingar. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. Eiginmaður minn og faöir okkar Játvarður Jökull Júlíusson Mlöjanesi lést í Dvalarheimilinu Barmahlíö, Reykhólum, að morgni 15. október. Rósa Hjörleifsdóttir og börn Eiginkona mín Ólöf Grímea Þorláksdóttir Stóragerði 23 verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 19. okt- óber kl. 15.00. Sigursveinn D. Kristinsson FRÉTTIR Stúdentaráð Ný atvinnumiðlun Stúdentaráð Háskóla ísiands hefur hafið starfsemi atvinnu- miðlunar fyrir hlutastörf og heitir hún „Starfsmiðlun stúdenta“. Hlutverk Starfsmiðiunarinnar er að útvega stúdentum hlutastörf eða verkefni í stuttan tima með námi. Starfsmiðluninni er einnig ætlað að liðsinna nýútskrifuðum stúdentum við að verða sér úti um atvinnu við þeirra hæfi. í tilkynningu frá SHÍ segir að Stúdentaráð hafi undanfarin ár rekið Atvinnumiðlun náms- manna á sumrin fyrir hönd allra námsmannahreyfinganna. Það sé hins vegar í fyrsta skipti nú í vetur sem Starfsmiðlun verði starfandi yfir vetrartímann. Starfsmiðlunin verði mjög einföld í sniðum. At- vinnutilboð verði skráð á sérstök eyðublöð sem stúdentar geti flett í gegnum og sjái síðan alfarið sjálfir um að setja sig í samband við atvinnurekendur. Listi með störfum í boði verði hengdur upp víðs vegar um skólann og þjón- ustan verði báðum aðilum að kostnaðarlausu. í tilkynningunni segir að Starfsmiðlun sé sett á laggirnar vegna talsverðra fyrir- spurna bæði frá nemendum og at- vinnurekendum. -hmp Mál og menning Kynning á teikmvömm Mál og menning gengst fyrir kynningu á teiknivörum í verslun sinni að Síðumúla 7, í dag og á morgun. Kynntar verða ýmsar teikni- vörur s.s. teikniborð, vélar, pennar, áhöld, vagnar með skúffu og margt fleira. Þá verður nýja Letrasetbókin afhent á sýn- ingunni til viðskiptavina Letra- set. Sýningardagana verður við- skiptavinum gefinn 15% stað- greiðsluafsláttur af öllum teikni- vörum, nema teikniborðum og teiknivélum. Úr teiknivörudeild MM í Síðu- múla. Sauðárkrókur Fjölþætt athafnalíf Þó að á ýmsu gangi í þjóðfé- laginu og atvinnurekstur víða á heljarþröm þá er ekkert volæðis- hljóð í þeim á Sauðárkróki. Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- stjóri á Sauðárkróki sagði blað- inu að þar hefði verið næg atvinna í sumar. Að vísu hefur hún minnkað lítilsháttar nú í haust vegna þess að togararnir hafa siglt út með aflann, en nú hefði engum verið sagt upp störf- um. Og íbúum Sauðárkróks hefur fjölgað á árinu, líklega um ein 2% áleit Snorri Björn, og taldi allar horfur á að þeir yrðu nálægt 2.500 um næstu áramót. - Sé vik- ið að framkvæmdum á Sauðár- króki nú í ár er af ýmsu að taka en samkvæmt upplýsingum Snorra Björns bæjarstjora, eru þessar helstar: Virkjaðar voru kaldavatns- lindir í landi jarðarinnar Gils í Borgarsveit. Fást þar um 10 sekltr. af ágætu vatni og var full þörf orðin á þeirri viðbót. Kostn- aður við þá framkvæmd er um 4 milj. kr. Nokkuð var unnið að hafnar- framkvæmdum. Svonefndur Norðurgarður víð höfnina var lengdur um 60 m. Grjótið í garð- inn varð að sækja út á Skaga og var þetta því nokkuð dýr fram- kvæmd. En hún virðist hafa tekist vel a.m.k. stóðst garðurinn með prýði norðanáhlaupið á dögun- um. Þá var komið upp nýrri land- lengingu fyrir skip og togara. Heildarkostnaður við hafnar- framkvæmdir var um 32 milj. kr. Unnið var að frágangi á nýrri dælustöð fyrir Hlíðahverfið. Lagt var holræsi frá iðnaðar- hverfi bæjarins út fyrir stór- straumsfjöruborð sjávar og var kostnaður við það um 3 milj. kr. Haldið var áfram vinnu við húsnæði Fjölbrautaskólans, unn- ið við múrverk og lagnir, gengið frá efstu hæð hússins og bættust þar við 14 herbergi með 24 rúm- um. Kostnaður við þetta var um 20 miljónir. Fest voru kaup á húsnæði fyrir Tónlistarskólann og til þess varið um 14 miljónum. Þá jók bærinn hlutafé sitt í steinullarverksmiðjunni um 16 milj. kr. Hafnar voru undirbúnings- framkvæmdir við að koma upp öldrunarheimili og gerður um það samningur upp á 11 miljónir. Framkvæmdir við það hefjast þó ekki að ráði fyrr en á næsta ári. Lagfæringar voru gerðar á lóð bamaskólans. Foreldrafélagið vinnur m.a. að því að koma þar upp leiktækjum. Til stendur að koma upp heit- um pottum við sundlaugina og vomm við að fá tilboð í gerð Norski rithöfundurinn Her- björg Wassmo kom til landsins á sunnudag í boði Máls og menningar og Norræna húss- ins. Hún mun lesa úr verkum sín- um og segja frá sjálfri sér í Nor- ræna húsinu þriðjudagskvöld 18. október kl. 20.30. Tilefni heimsóknarinnar er, að bók hennar „Húsið með blindu glersvölunum" í þýðingu Hann- esar Sigfússonar kemur út hjá Máli og menningu eftir helgina og mun Herbjörg Wassmo árita bókina í Norræna húsinu eftir dagskrána þar. Herbjörg Wassmo er fædd 1942. Hún hlaut bókmenntaverð- þeirra. Er það framkvæmd upp á einar 5 miljónir kr. Þá hefur nokkuð verið unnið að umhvefismálum. Þökur voru lagðar meðfram götum í norðan- verðu Hlíðahverfí og til þess var- ið um 2 miljónum kr. - Hug- myndin er að koma upp útivistar- svæði í Sauðárgili og hefur Reynir Vilhjálmsson landslags- arkitekt, skipulagt það. í ár var hafíst handa við að planta þar trjám og leggja gangstíga. Loks má svo nefna að í bygg- ingu eru sex verkamannabústað- ir. Auk þess var töluvert um aðr- ar íbúðabyggingar í sumar. Kem- ur það í góðar þarfir því hér hefur verið mjög mikill skortur á íbúð- arhúsnæði, sagði Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri, og létum við spjalli okkar þar með lokið að sinni. mhg laun Norðurlandaráðs 1987 fyrir bókina „Hudlös himmel" sem er síðasta bókin í tríólógíunni um þjóðverjabarnið Þóm. „Húsið með blindu glersvölunum“ er aft- ur á móti fyrsta bókin í röðinni, en önnur bókin heitir „De stum- me rommet“. Herbjörg Wassmo hefur nú áunnið sér sess sem einn fremsti rithöfundur Norðmanna. Bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál. Hún er kennari að mennt og stundaði grunnskóla- kennslu í mörg ár, en frá 1983 hefur hún haft ritstörfin að aðal- vinnu. Auk skáldsagnanna hefur hún líka sent frá sér Ijóðabækur. Norrœna húsið Wassmo les úr verkum sínum 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 18. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.