Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar Otrúlegur viðskilnaður Ólafur Ragnar Grímssonfjármálaráðherra: Niðurstaðan mun verri en menn áttu von á Eg held að það sé réttast að Þor- steinn Pálsson spari sér stóru orðin þar til liggur fyrir uppgjör á þeim 9 mánuðum sem stjórn hans sat við völd á þessu ári. Niður- stöðutölurnar verða því miður mun verri en menn héldu fyrr í sumar og haust, sagði Olafur Ragnar Grímsson ma. um við- skilnað fyrri ríkisstjórnar á fundi í Garðabæ um sl. helgi þar sem ráðherrar Alþýðubandalagsins sátu fyrir svörum. Að sögn Ólafs er nú unnið að uppgjöri á stöðu ríkissjóðs og ríkisstofnana fram að stjórnar- skiptum og munu niðurstöður þess uppgjörs liggja fyrir á næstu dögum. - Það þyrfti nokkra miljarða í sérstakri aukaskattheimtu, ein- göngu til að standa skil á þeim skuldum sem ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar skilur eftir sig. Það þyrfti að athuga hvort ekki væri hægt að koma fyrir sérstök- um reit á næsta og næstu skatt- seðlum, svo almenningur í Iandinu, sjái svart á hvítu, hvað hver og einn þarf að greiða til að gera upp þennan viðskilnað, skuldaskilaskatt Þorsteins Páls- sonar, sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. -Ig. Aðkoman Allsherjar skuldasöfnun Steingrímur J. Sigfússon: Mestu góðœrunum hefur verið sóundað. Stórfelld skuldasöfnun á öllum sviðum. Lítið svigrúm til stórafreka Eftir mestu góðærisár sem þjóðin hefur upplifað, þá blasir ekkert annað við en varn- arbarátta við að reyna að halda I horfinu, halda atvinnullfinu gangandi. Það ættu að öllu eðli- legu að vera til í landinu digrir sjóðir, til uppbyggingar og efling- ar félagslegri þjónustu, sagði Steingrímur J. Sigfússon, samgöngu- og landbúnaðarráð- herra á fundi Alþýðubandalags- ins í Garðabæ. En það er fátt um digra sjóði eftir allt góðærið. - Þess í stað hafa allir, mitt í góðærinu verið að safna skuldum, ríkissjóður, fyrirtækin og einstaklingamir. Stjórnarherrum síðustu ára hefði verið nær að fara að dæmi Egypta fyrri alda og nýta góðærið til að safna til mögru áranna, sagði Steingrímur. Steingrímur sagði að ríkis- stjórnin stæði tæpt, en hún hefði notið heilladísanna sínu fyrstu daga á Alþingi. Ef stjórnarand- staðan eða aðilar utan þings ætla að koma þessari stjórn frá, þá verða þeir aðilar að axla þá ábyrgð. Það verður að kjósa um leið og sýnt að er að stjómin nýt- ur ekki meirihlutafylgis. - Við verðum að forðast þau örlög að hrekjast undan ef málin nást ekki fram. En það verður þá líka að kjósa um samstarf þessara flokka sem nú mynda ríkisstjórn eða þá eindæma hægri stjórn sem gekk yfir þjóðina sl. 5 ár, sagði Steingrímur J. Sigfússon. _ig. Menntamálaráðuneytið Eintómt vesen situr eftir Svavar Gestsson: Ótrúleg aðkoma í menntamálaráðuneytinu. Nefndafargan og óuppgerður rekstrarvandi á öllum sviðum Þau síðustu 5 ár sem þrír ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins hafa stýrt menntamálaráðuneyt- inu, hefur verið reynt að koma á miðstýrðri frjálshyggu í menntamálum þjóðarinnar. Og hver er viðskilnaðurinn: Mennningarstofnanir landsins sitja uppi með stórfellan rekstrar- halla og það eina sem almenning- ur man eftir af embættisfærslunni er vesen ráðherranna við að reka menn frá störfum eða koma sín- um eigin vinum og flokksgæðing- um fyrir í kerflnu, sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra m.a. á Garðabæjarfundinum. Svavar sagði að vegna hrika- legrar stöðu efnahagsmála væru ekki miklir möguleikar að rétta þegar við það sem miður hefði farið í menningar- og mennta- málum, en viljinn væri fyrir hendi Frá fundi ráðherra Alþýðubandalagsins í Garðabæ um síðustu helgi. Frá v.: Ólafur Ragnar, Svavar og Steingrímur. Mynd: ÞÓM. og hann fyndi mjög fyrir því að fólk, skildi þessa stöðu treysti á gott samstarf. - Það var hins vegar eitt sem kom mér mest á óvart en það er nefndarskrá ráðuneytisins. Það er nú meiri skruddan, helst hægt að líkja henni við símaskrána. Þama er valinn maður í hverju rúmi og auðvitað þess vel gætt að enginn Alþýðubandalagsmaður komist að. Svavar sagði að það virtist hafa verið kækur forvera sinna að skipa nefnd í hvert skipti sem taka þurfti einhverja ákvörðun. - Þjóðleihúsið er að hrynja og hvað er þá gert. Jú auðvitað skipuð nefnd. Og þar vantaði auðvitað ekki mannvalið. For- maður skipaður Ámi Johnsen, enda sérfræðingúr í náttúmham- fömm. -lg- Jafet S. Ólafsson UPPBYGGING IÐNAÐAR í DREIFBÝLI Iðnlánasjóður gengst nú fyrir fundum um uppbyggingu iðnaðar í dreifbýli. Þeir fyrstu verða haldnir: ■ 20. október á AKUREYRI Hótel KEA kl. 15.30. ■ 21. október á SAUÐÁRKRÓKI. Hótel Mælifelli kl. 15.30. að kynna starfsemi Iðnlánasjóðs fyrir stjórn- endum fyrirtækja og fulltrúum atvinnulífs i dreifbýli, að vekja áhuga stjórnenda fyrirtækja á nýsköpun, sameiningu fyrirtækja og samstarfi þeirra. Lögð verður áhersta á þessa mátaftokka: Lánafyrirgreiðstu, vöruþróun, markaðsmál, tækni, afkastagetu, söluaðferðir, dreifileiðir og samstarf við önnur fyrirtæki. ■ Dagskrá: 1. Kynning á starfsemi Iðnlánasjóðs og þeirri fyrirgreiðslu sem Iðnlánasjóður veitir fyrirtækj- um. Bragi Hannesson, bankastjóri. 2. Fyrirlestur um markaðsathuganir og mat á markaðsþörf. Þráinn Þon/aldsson, framkvæmdastjóri. 3. Fyrirlestur um vöruþróun. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri. 4. Fyrirlestur um samstarf og samruna fyrirtækja. Pétur Reimarsson, framkvæmdastjórí. 5. Fyrirlestur um arðsemismat á hugmyndum. Jafet S. Ólafsson, útibússtjóri. Gert er ráð fyrir að hver fyrirlestur taki 2C'30 minútur. Fundarstjóri verður Jón Magnússon, formaður stjórnar Iðnlánasjóðs og á fyrsta fundinum á Akureyri flytur Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ávarp. Síðar verða haldnir sams konar fundir á Akranesi, Ísaíirði, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Selfossi og Keflavik. VIÐ HVETJUM ALLA ÞÁ SEM MÁLIÐ VARÐAR TIL AÐ KOMA. <0> IÐNLANASJOÐUR ÁRMÚLA7, 108 REYKJAVÍK, SÍMiæ04 00 \ Þriðjudagur 18. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.