Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 8
/ ÍÞRÓTTIR Seoul y Glæsilegur árangur Islendinga íslendingar byrja vel á Ólympíuleikumfatlaðra. Haukur vann gull og Ólafur brons Ólympíuleikar fatlaðra eru nú hafnir í Seoul í S-Kóreu og byrja íslensku keppendumir svo sann- arlega vel á þeim slóðum. Haukur Gunnarsson vann gullverðlaun í 100 metra hlaupi og Ólafur Eiríksson vann brons í 400 metra skriðsundi. Haukur þríbætti Ólympíu- metið í 100 metra hlaupinu. Hann hljóp fyrst á 13,05 sek. í undanrásum, þá á 12,90 í undan- úrslitum og síðan hljóp hann á 12,88 sek. í úrslitahlaupinu. Hann sýndi einstakt keppnisskap í úrslitahlaupinu, en eftir lélegt start hljóp hann alla keppend- urna uppi og sigraði glæsilega. Ólafur Eiríksson setti íslands- met í sínum flokki í 400 metra skriðsundi þegar hann varð þriðji og hampaði bronsverðlaunum fyrir vikið. Hann synti vega- lengdina á 5.00,02 mínútum en var ekki sá eini sem setti ísland- smet. Jónas Óskarsson setti ís- landsmet í sínum flokki í 400 metra skriðsundi, synti á 5.32,50 mín. en hann komst ekki í úrslit. Þá varð Lilja Snorradóttir fjórða í 400 metra skriðsundi, skammt á eftir þeim sem unnu til verð- launa. Reynir Kristófersson keppti í spjótkasti og varð sjötti og sömu sögu er að segja af Arnari Klem- enssyni í 800 metra hjólastóla- akstri. Af þessum afrekum má sjá að íslendingarnir pluma sig sér- staklega vel á leikunum og mættu ýmsir íþróttamenn líta upp til þeirra. -þóm HaukurGunnarsson fagnaði gullverðlaunum sínum í 100 metra hlaupi I gær. Hann er einnig til alls llklegurí 200 og 400 metrum. Þrjár framlengingar á Króknum Haukar lentu í mesta basli með Tindastól en önnur úrslit samkvœmt bókinni Fjórir leikir voru í Úrvalsdeild körfuknattleiksins á sunnudag. Þá hafa öll lið leikið fjóra leiki, og fyrsta umferð af sex er þá lokið. Tvö lið komast úr hvorum riðli i úrslitakeppnina og eru Njarðvík- og Valur í þessum sætum í A-riðli en Keflavík og KR í B-riðli. ís- Staðan A-riðill Njarðvík.......4 4 0 364-275 8 Valur..........4 3 1 383-289 6 Grindavík.....4 2 2 361-302 4 Þór............4 1 3 325-407 2 ÍS ............4 0 4 247-407 0 B-riðill Keflavík........4 4 0 346-292 8 KR..............4 3 1 291-290 6 Haukar..........4 2 2 375-361 4 ÍR..............4 1 3 275-300 2 Tindastóll.....4 0 4 343-387 0 Stigahæstir Valur Ingimundarson, Tindas.146 Tómas Holton, Val...........106 Guðmundur Bragason, Grindav. 104 Pálmar Sigurðsson, Haukum 95 landsmeistarar Hauka hafa tapað tveimur leikjum og nú um helgina lentu þeir í ótrúlegu basli með ný- liða Tindastóls, með Val Ingi- mundarson í broddi fylkingar. A-riðill ÍS-Njarðvík..........54-101 Það þarf varla að taka það fram hvflíkir yfirburðir voru þarna á ferð og er greinilegt að lið Stúd- enta er ekki líklegt til afreka í vetur. Njarðvík hafði forystu allt frá fyrstu mínútu og var leikurinn ekki sérlega skemmtilegur fyrir hina örfáu áhorfendur. Friðrik Rúnarsson skoraði flest stig njarðvíkinga, 23, en Teitur Órlygsson skoraði 17, Helgi Rafnsson 13, ísak Tómas- son 11, Ellert Magnússon 10, Friðrik Ragnarsson 10, Gunnar Örlygsson 7, Agnar Ólsen 4, Al- exander Ragnarsson 4 og Hreiðar Hreiðarsson 2. Hjá Stúdentum var Páll Arnar skástur og skoraði hann 12 stig. Þorsteinn Guðmundsson skoraði 11, Jón Júlíusson 9, Ágúst Jó- hannesson 6, Hafþór Óskarsson 6, Bjami Harðar 4, Héðinn Gunnarsson 2, Sólmundur Jóns- son 2, Valdimar Guðlaugsson 2. Þór-Valur............92-106 Valsmenn þurftu að hafa fyrir sigri sínum á Þór og höfðu heima- menn forystu í leikhléi, 56-54. Þórsarar héldu forystunni fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik en Valsmenn unnu það upp og sigr- uðu síðan með nokkrum mun, 92-106. Tómas Holton var stigahæstur Valsmanna með 31 stig en Matt- hías Matthíasson skoraði 25 stig og Einar Ólafsson 20. Þá gerði Bárður Eyþórsson 13 stig, Þor- valdur Geirsson 8, Hreinn Þor- kelsson 6, Ragnar Jónsson 2 og Hannes Haraldsson 1. í liði Þórs var Guðmundur Björnsson mjög sterkur og skoraði 31 stig. Björn Sveinsson skoraði 21 stig, Konráð Óskars- son 16, Eiríkur Sigurðsson 10, Jó- hann Sigurðsson 9 og Kristján Rafnsson 5. B-riðill Tindastóll-Haukar 134-141 Tindastóll leikur betur með hverjum leik og á liðið vafalaust eftir að hirða stig af einhverjum stærri spámannanna. Haukar þurftu þrjár framlengingar til að knýja fram sigur og má segja að reynslan hafi sigrað nýliðana í þessum leik. Heimamenn hófu leikinn af miklum krafti og höfðu forystu nær allan fyrri hálfleik. Haukar náðu þó að komast yfir skömmu fyrir leikhlé og var staðan í hálf- leik 60-57. Það voru síðan Sauðkrækingar sem höfðu for- ystu undir lok leiksins, en Pálmar Sigurðsson jafnaði með þriggja stiga körfu, 106-106. I fyrstu framlengingu jafnaði Pálmar aftur 118-118 og í annarri voru heimamenn einu sinni enn með frumkvæðið en Haukum tókst að jafna, 127-127. í síðustu framlengingunni sprungu Sauðkrækingar síðan á limminu og Haukar sigruðu með sjö stiga mun, 134-141. Pálmar Sigurðsson var lang stigahæstur Haukanna með 43 stig. H'enning Henningsson skoraði 25, Ingimar Jónsson 16, Reynir Kristjánsson 16, Jón Arn- ar Ingvarsson 13, Ólafur Rafns- son 9, fvar Ásgrímsson 9, Tryggvi Jónsson 6, Eyþór Árnason 2 og Hálfdán Markússon 2. Valur Ingimundarson skoraði flest stig Tindastóls, 53. Eyjólfur Sverrisson er greinilega að kom- ast í form eftir knattspyrnuvertíð- ina og skoraði hann 32 stig þrátt fyrir að hafa horfið af leikvelli í síðari hálfleik. Björn Sigtryggs- son skoraði 12, Kári Maríusson 12, Sverrir Sverrisson 10, Pétur Sigurðsson 9, Guðbrandur Sverr- isson 6. ÍR-Kefiavík.............73-81 ÍR-ingar sýndu mikla baráttu í þessum leik og máttu Keflvíkingar hafa sig alla við til að fara með sigur af hólmi. ÍR hafði forystu lengst af fyrri hálf- leiks og leiddi í leikhléi, 41-37. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútunum að Keflvíkingar sýndu klærnar þannig að vel færi og sigruðu að lokum með 82 stig- um gegn 73. Sigurður Ingimund- arson og Magnús Guðfinsson voru þeirra stigahæstir með 20 stig hvor og Jón Kr. Gíslason gerði 17 stig. Guðjón Skúlason skoraði 14 stig, Falur Harðarson 6 og Gestur Guðnason 4. Hjá ÍR skoraði Björn Steffen- sen mest, 21 stig en Jón Örn Guð- mundsson gerði 19, Ragnar Torfason 12, Karl Guðlaugsson 11, Sturla Örlygsson 6, Jóhannes Sveinsson 2 og Bragi Reynisson 2. -akh/þóm 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.