Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 14
Æskan Hvernig hugsuðu unglingar í Reykjavík fyrir hálfum öðrum ára- tug? Sjálfsagt á ýmsa vegu eins og nú, en hér birtast hugleiðing- ar, er ung stúlka, Bryndís Gísla- dóttir, sem nú er dáin, léteftirsig: - Oftlega hefur það leitað á hugann hve lítið er um staði fyrir ungt fólk til þess að stunda alls- konartómstundaiðju, sem er æskunni holl til róunar. Því það er nú svo á okkar dögum, að æskan er ólm - en efnileg, hvað sem hver segir. Og einmitt vegna þess að svo er, þarfnast hún hollra verkefna við sitt hæfi, beinlínis til þess að læra æskilega mannasiði. En um leið og þetta væru góðir og menningárlegirdvalarstaðirtil að iðka ýmiss konar föndur, þyrftu þeir um leiðað vera hugs- aðir sem danshús fyrir æskufólk. Það er nú einu sinni svo, að ungu fólki er engu síður þörf á að stíga dansspor en fullorðnu fólki. Þar með er ekki sagt að yngra fólki sé jafn nauðsynlegt og því eldra, að vera meiraog minna undiráhrif- um áfengradrykkja. f slíkum hús- um sem þessum ætti áfengi auðvitað að vera bannorð næst- um því jafn hlægilegt og að ganga á hausnum eftir götu. Þessi danshús, sem ég á við, þyrftu helst að vera í hverju bæjarhverfi í Reykjavík, en eitt mundi nægja í minni bæjum, til að byrja með. Nú erþað mikill misskilningur með slíkar byggingar sem þessar að þetta sé ekki framkvæman- legtverðsins vegna. Þessi hús ættu vitanlega að vera látlaus og sem ódýrust í smíöum, alls ekki á við peningahallirog þvílík must- eri. Svo mætti hugsa sér fram- kvæmdir þannig, að æskufólk legði fram báðar hendur til starfa, en væri ekki með aðra í rassvas- anum. Ég er sannfærð um að unga fólkið mundi vinna að þessu með miklum krafti og leggjafram nokkurdagsverk hver um sig - og finna til í „storm- um sinnar tíðar", því að til mikils væri að vinna og síðar mörgu innan þessara veggja að sinna. - En fyrirgreiðslan verður að sjálf- sögðu að koma ofan f rá - ég meina ekki frá himnavaldinu - heldurósköp venjulegum ráða- mönnum á hverjum stað. Bæði yrði það að vera fjárhagsleg að- stoðogtæknileg. Og nú er ekki annað en bíða og sjá hvað gerist á næstu dögum og árum, og leitast við að biðja örlítið uppávið... En herðasíðan róðurinn ef ekkert gengur- og þá svo um munar. ÍDAG er 18. október, þriðjudagurítutt- ugustu og sjöttu viku sumars, tuttugasti og sjöundi dagur haustmánaðar, 292. dagurárs- ins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 8.27 en sest kl. 17.57. T ungl hálft og vaxandi. „Sykur og brauð“ Hér í blaðinu hefur nokkuð verið greint frá því efni, sem Fræðslu- og skemmtideild Ríkis- útvarpsins flytur hlustendum sín- um á komandi vetri. Sú kynning var þó langt frá því að vera tæm- andi og hér kemur því dálítið framhald. Vísindaþáttur verður á dag- skránni mánudaga kl. 22.30. Þar kynna þeir Ari Trausti Guð- mundsson og Jón Grjetar Grjet- arsson innlendar og erlendar rannsóknir sem snerta atvinnu- mál, náttúru og mannlíf. Fluttir verða fréttastúfar úr heimi vís- indanna og kynntar bækur og tímarit. Þátturinn verður endur- tekinn á miðvikudögum kl. 15.03. Þátturinn Kviksjá verður á dagskrá frá þriðjudögum til föstudaga kl. 19.35. Fjallað verð- ur um það, sem efst er á baugi í listum og menningu hérlendis og erlendis með gagnrýni, kynning- um, umræðum og viðtölum. Frið- rik Rafnsson og Halldóra Frið- jónsdóttir eru umsjónarmenn þáttanna. Óskastundin verður svo á mið- vikudögum kl. 10.30. Þar kynnir Helga Þ. Stephensen efni, sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra, bókarkafla, smásögur og ljóð. Hlutendur geta haft sam- band við Helgu á miðvikudögum kl. 17.00-18.00 og borið fram óskir sínar. Börn og foreldrar er nýr þátt- ur, sem verður frumfluttur í þátt- aröðinni „í dagsins önn“, en endurfluttur annað hvert miðvik- udagskvöld kl. 21.30. Félagsráð- gjafamir Nanna K. Sigurðardótt- ir og Sigrún Júlíusdóttir svara spumingum hlustenda ásamt sál- fræðingunum Einari Gylfa Jónssyni og Vilhelm Norðfjörð. -mhg UM ÚTVARP & SJÓNVARP Olga Guðrún Ámadóttir Rás 1, kl.22.30 Á gjörgæsludeild nefnist leikrit eftir þýska ieikskáldið Christoph Gahl, sem flutt verður í Útvarpið í kvöld. Olga Guðrún Ámadóttir þýddi leikritið en leikstjóri er Helga Bachmann. - Lorens, maður á góðum aldri er haldinn lingur Gíslason, Þorsteinn Gunn- arsson, Þórunn Magena Magnús-1 dóttir, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Edda Heiðrún Backman, Aðalsteinn Bergdal, Sigurður Sigurjónsson, Ásdís Skúladóttir, Karl Guðmundsson og Viðar Eggertsson. Helga Bachmann A gjörgæsludeild ólæknandi sjúkdómi og liggur á gang í því að læknavísindin leitist gjörgæsludeild. Hann er reiðubú- við að treina líf manns, sem enga inn til að deyja og sér engan til- lífsvon á. - Leikendur em Er- GARPURINN KALLI OG KOBBI © i i - © r © — ta. VIÐBURÐIR Lúkasmessa. Alec Douglas- Home tekur við af Harold Mac- millan sem forsætisráðherra Breta 1963. ÞJÓÐVILJINN FYRIR50ÁRUM Gjaldeyrisnefnd synjar kröfum býggingamanna um innflutning byggingarefnis. 400 manns, sem gætu haft atvinnu við byggingar í vetur hér í Reykjavík, fá nú.ekkert aðgera. íhaldið, Framsókn og Skjaldborgin sameinast gegn hagsmunum alþýðunnar. Kommúnistar vinna á í kosn- ingum í Belgíu. Fasistaflokkarnir stórtapa. FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.