Þjóðviljinn - 19.10.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.10.1988, Blaðsíða 1
í y Alþingi A flótta undan fortíðinni Viðskilnaðurfyrri ríkisstjórnar verri en œtlað var. Þorsteinn Pálsson: Kannast ekki við meira en 700 miljóna halla á ríkissjóði. ÓlafurRagnar Grímsson segir sjálfstœðisráðherrana vera aðþvo hendur sínar af fortíðinni Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Al- þingi í gær að hann kannaðist ekki við nýrri upplýsingar um halla ríkissjóðs í ár en þær sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrr- verandi fjármálaráðherra, hefði gefið ríkisstjórninni í september. Þá hefði Jón sagt hallann verða 700 miljónir. Ólafur Ragnar Grímsson sagði Þorstein og sam- ráðherra hans úr Sjálfstæðis- flokknum vera að hvítþvo sig af fortíðinni. Þorsteinn fór fram á utandag- skrárumræðu í neðri deild í gær vegna ummæla Ólafs Ragnars á fundi í Garðabæ á laugardag um viðskilnað stjórnar Þorsteins. Á Garðabæjarfundinum hafði Ólafur Ragnar sagt frá því að nú væri unnið að uppgjöri á stöðu ríkissjóðs og að ljóst væri að nið- urstöður þess uppgjörs myndu sýna allt aðrar tölur en gert hefði verið ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi. Fjárlagaráðherra hefur ekki viljað tóta hafa ákveðnar tölur eftir sér en í ýmsum fjöl- miðlum hefur því verið haldið fram að hallinn verði milli 5 og 6 miljarðar. Utandagskrárumræða á sér yf- irleitt stað í sameinuðu þingi þó fordæmi séu fyrir því að hún fari fram í deildum. Olafur Ragnar sagði ljóst á umræðunum að til þeirra hefði verið stofnað til að koma höggi á fyrrverandi fjár- málaráðherra Jón Baldvin.'Hann ætlaði ekki að fara að skýra út stöðu ríkissjóðs á örfáum mínút- um í hálftíma utandagskrár um- ræðum í deild. Það yrði gert á réttum vettvangi þegar þar að kæmi. í umræðunum spurði Þor- steinn hvort Jón Baldvin hefði ekki vitað betur um stöðu ríkis- sjóðs eða hvort hann hefði lagt rangar upplýsingar fyrir ríkis- stjórnina þegar hann sagði hall- ann verða 700 miljónir króna. Ólafur sagði slæma stöðu ríkis- sjóðs nú stafa af breyttum stærð- um í þjóðfélaginu vegna aðgerða ríkisstjómar Þorsteins, hann myndi gera grein fyrir þeim við kynningu fjárlaga. Þorsteinn ætti að spyrja Einar Guðfinnsson í Bolungarvík hvaða áhrif stjórn- arstefna hans hefði haft á hans fyrirtæki. Ólafur sagði Sjálfstæð- isflokkinn vera á flótta undan ábyrgð með.því að þykjast ekkert vita um stöðu ríkissjóðs. Flokk- urinn væri á flótta undan fortíð- inni og formaðurinn Þorsteinn Pálsson stýrði flóttanum. -hmp Hugbúnaður Tölvuvírus Tölvuvírus eyðilagðiforrit. Tölvuvírusarfjölga sér. Víða vandamál „Við fengum erlendis frá við- bótarútgáfu við forrit sem við höfum verið með. í þessari við- bótarútgáfu leyndist svokallaður tölvuvírus. Þessi vírus fór inn á allt kerfið hjá okkur og einnig höfum við sent frá okkur forrit sem innihéldu þennan vírus,“ sagði eigandi hugbúnaðarfyrir- tækis sem blaðið ræddi við í gær. „Sem betur fer var þessi vírus tiltölulega meinlaus. Okkur tókst að losna við hann áður en stór skaði hlytist af“, sagði hann, en bætti við að þessi vírus hefði þó eyðilagt fyrir þeim eitt forrit. Tölvuvírusar eru víða orðnir vandamál erlendis. Þegar talað er um tölvuvírus er átt við að inni á forritum, sem keyrð eru inn á tölvu, leynist skipanir sem geti eyðilagt það sem er geymt á hörð- um diski tölvunnar. Tölvuvírus hefur þá eiginleika að fjölga sér; sé einu sinni búið að keyra inn sýkt forrit verður vírusinn eftir í tölvunni og færir sig yfir í næsta forrit sem keyrt er í sömu tölvu. Sumir vírusar eru alveg skað- lausir, en aðrir hafa valdið mikl- um usla. -«g Hvalveiðar Andstaðan eykst Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins fór fram á hálftíma utandagskrárumræðu í neðri deild í gær. Hún átti að snúast um ummæli Ólafs Ragnars um viðskilnað síðustu stjórnar, en snerist að mestu um fyrrverandi fjármálaráðherra. Mynd: Jim Smart. Sölustofnun lagmetis vill tafarlausa stöðvun veiða. Sigurður Markússon framkvœmdastjóri SIS: Stöðugar hrœringará markaðnum vegna þrýstingsfráfriðunarsinnum Aukins ótta gætir nú hjá hagsmunaaðilum í útflutningi sjávarafurða vegna síðustu at- burðaíhvalamálinu. Sölustofnun lagmetis hefur sent ríkisstjórn- inni ályktun þar sem þess er kraf- ist að hvalveiðum verði hætt. Framkvæmdastjóri sjávarafurða- deildar SÍS segir málið komið á það stig að stjórnvöld verði að taka mið af breyttum aðstæðum. Sjá síður 3 og 4 Heimsbikarmótið Fjör og fjörleysi Enginn hefurnáð afgerandiforystu Jóhann Hjartarson er í þeim helmingi þátttakenda á Heimsbikar- móti Stórmeistarasambandsins sem keppir um efstu sæti. Hann hefur nú hreppt 7 vinninga úr 13 skákum eftir að hafa gert jafntefli við Ungverjann Gyula Sax í gærkvöldi. Viðureign Garríjs Kasparovs og Alexanders Beljavskíjs fór í bið og hyggst heimsmeistarinn svíða fjanda sinn í endatafli. í dag skýrir Helgi Ólafsson þessar tvær viðureignir. gj^ g \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.