Þjóðviljinn - 19.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.10.1988, Blaðsíða 2
FRÉTTIR BSRB Ennþá mikil óvissa Harður slagur umformannsstólinn. Líklegastað Ögmundurog Guðrún komist áfram í aðra umferð. Gœti orðið mjög mjóttá mununum milli þeirra Væntanlegt formannskjör á þingi BSRB varpar skugga á flest önnur mál sem rædd eru á þinginu og velta menn því mikið fyrir sér hver úrslitin verði. Þeir þingfulltrúar sem Þjóð- viljinn ræddi við voru fiestir þeirrar skoðunar að úrslitin gætu ráðist af örfáum atkvæðum. Lög BSRB gera ráð fyrir því að formaður samtakanna hafi að minnsta kosti 50% atkvæða á bak við kjörið. Fari svo að enginn frambjóðenda fái hreinan meiri- hluta verður kosið á milii þeirra tveggja sem fá flest atkvæði í fyrstu umferð. Mjög líklegt er talið að þau Ög- mundur Jónasson og Guðrún Árnadóttir fái flest atkvæði í fyrri umferð. Þó eru ekki allir á því og segja ýmsir að tvennt hafi eyði- lagt fyrir Guðrúnu; annarsvegar ótvíræð stuðningsyfirlýsing frá- farandi formanns, Kristjáns Thorlaciusar, en þingfulltrúum finnst mjög óviðeigandi að hann blandi sér beint í baráttuna. Þá mun stuðningsyfirlýsing Kven- réttindafélags íslands við konu í starfið hafa farið fyrir brjóstið á þingfulltrúum. Fari svo að Örlygur Geirsson njóti þeirrar óánægju sem beinist að vinnubrögðum stuðnings- manna Guðrúnar eru mjög litlar líkur taldar á því að hann nái meirihlutafylgi á þinginu í ann- arri umferð. Stuðningsmenn Ögmundar eru taldir munu styðja Guðrúnu nær einhuga ef Ögmundur dettur út í fyrstu umferð og meirihluti stuðningsmanna Guðrúnar mun styðja Ógmund í seinni umferð ef Guðrún dettur út. Flestir búast við því að loka- slagurinn muni standa á milli Guðrúnar og Ögmundar. Spurn- ingin er því hvort þeirra fái meira fylgi frá stuðningsmönnum Ör- lygs. Þeir sem styðja Örlyg eru fýrst og fremst kratar og íhald og er talið sennilegast að stærsti hluti þess hóps muni styðja Guð- rúnu. Þó munu sumir stuðnings- manna Örlygs ekki geta hugsað til þess að styðja hana þrátt fýrir það að hún hefur ekki fengið á sig pólitískan stimpil einsog Ög- mundur hefur fengið, m.a. fyrir störf sín á vegum Sigtúnshópsins. Samkvæmt þessu virðist loka- niðurstaðan sú að Guðrún eigi mesta möguleika, nái hún nægi- legu fylgi til þess að komast í aðra umferð. Þó er það alls ekki talið sjálfgefið og má búast við mikilli spennu þar til úrslitin verða kynnt í lok þingsins nk. föstudag. Sagði einn þingfulltrúa að allt eins gæti farið svo að sagan frá því þegar Kristján Thorlacius var kjörinn formaður fyrir 28 árum, þegar eitt atkvæði skildi að hann og mótframbjóðanda hans, endurtæki sig núna. Utanríkismálanefnd Eni með óbundnar hendur Alþýðubandalagið ekki skuldbundið til að styðja Jóhann Einvarðsson. Hvað gerist áfyrsta fundi? Þegar stjórnarflokkarnir ráðg- uðust um skipan manna í nefndir á alþingi í síðustu viku, beindust sjónir manna m.a. að utanríkis- málanefnd Sameinaðs þings en hún er talin ein mikilsverðasta þingnefndin. Framsókn hafði í gegn að fá formann nefndarinnar en í þeim samningum reiknuðu samstarfsflokkarnir með því að hann yrði Páll Pétursson. Eins og kunnugt er tapaði Páll fyrir Jóhanni Einvarðssyni í at- kvæðagreiðslu innan þingflokks Framsóknar. Var haft eftir Páli að hann hefði goldið þar skoðana sinna. Alþýðubandalagsmenn sættu sig illa við Jóhann enda er hann talinn hafa allt aðrar skoð- anir í utanríkismálum en Páll. Gerðu þeir Framsóknarflokki og Alþýðuflokki grein fyrir því að þeir teldu sig óbundna þegar kæmi að kjöri formanns. Búist er við fyrsta fundi nefnd- arinnar í dag en auk Jóhanns Ein- varðssonar sitja í henni Guð- mundur G. ÞÓrarinsson (B), Kjartan Jóhannsson (A), Hjör- leifur Guttormsson (G), Eyjólfur K. Jónsson (D), Ragnhildur Helgadóttir (D) og Kristín Ein- arsdóttir (V). Ekki er vitað hvort Kristín Ein- arsdóttir fulltrúi Kvennalistans ætlar sér að vinna með íhalds- mönnunum tveimur við for- mannskjörið. Hjörleifur Gutt- ormsson vildi í gær ekkert láta hafa eftir sér um málið. -Sáf Mikil óvissa og spenna er í loftinu á þingi BSRB í Rúgbrauðsgerðinni, en formannskosningar verða ekki fyrr en í lok þingsins á föstudag. Mynd-dim Smart. Jafnrétti Ráðnir verði ráðgjafar Pingmenn frá öllum flokkum nema Sjálfstœðisflokki leggjafram þingsályktun. Ríkisstjórnin ráði3 jafnréttisráðgjafa Norðurlandaráð Finni fékk verðlaunin Veittfyrir þróun efnis sem leysist upp í líkamanum. Einkum notað við skurðaðgerðir Stjórn Norræna Iðnþróunar- sjóðsins ákvað í gær að veita finnska prófessornum Pertti Tör- mala, tækniverðlaun Norður- landaráðs. Verðlaunin fær Törmala fyrir þróun efnis sem leysist upp í lík- amanum. Þetta efni hefur eink- um verið notað við skurðaðgerðir en einnig er hægt að nota það sem festi við meðferð beinbrots. Efn- ið er hart sem stál en mýkist og leysist upp með tímanum í vefj- um líkamans. Því þarf ekki nýrrar skurðaðgerðar við til að fjarlægja efnið. Þetta festiefni finnska prófess- orsins er notað á spítölum um alla Evrópu og þykir þróunarstarf hans einstakt. Frá íslandi voru tilnefnd tvö tækniverkefni til samkeppninn- ar, annars vegar samstarfsverk- efni Háskólans og Járnblendi- verksmiðjunnar um efniseigin- leika kísiljárns og hins vegar verkefni um sjálfvirkni og vinnu- hagræðingu í frystihúsum. -Ig. ingmenn frá öllum stjórn- málaflokkum á Alþingi nema Sjálfstæðisflokki hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórnin ráði á vegum fél- agsmálaráðuneytisins þrjá jafnréttisráðgjafa. Ráðgjafarnir verði ráðnir til þriggja ára og hafi það verkefni að vinna að leiðrétt- ingu á stöðu kvenna í stofnunum og fyrirtækjum um land allt í samvinnu við starfsmenn og stjórnendur. í greinargerð með ályktuninni segir að þrátt fyrir lagaákvæði um jöfnuð kvenna og karla séu konur verr staddar en karlar á flestum sviðum þjóðlífsins og mikið skorti á markviss viðbrögð stjórnvalda til úrbóta. Minna flutningsmenn á að konur séu í miklum meirihluta í láglauna- störfum og að meðallaun þeirra hafi farið lækkandi undanfarin ár í samanburði við laun karla. í greinargerðinni segir enn- fremur að talsverð reynsla sé fengin af starfi jafnréttisráðgjafa á hinum Norðurlöndunum. Þeir hafi verið starfandi í Svíþjóð í 18 ár, frá árinu 1981 í Danmörku og síðan 1975 í Noregi. í Finnlandi sé fyrirhugað að taka upp jafnréttisráðgjöf. Flutningsmenn gera ráð fyrir að jafnréttisráð- gjafarnir verði ráðnir á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins sem með- al annars eigi að tryggja tengsl þeirra við jafnréttisráð. Tillaga þessi var flutt á síðasta þingi en var ekki afgreidd úr nefnd. Jafnréttisráð hafði fengið hana til umsagnar og sendi ráðið félagsmálanefnd umsögn sína. Þar er meðal annars sagt að Jafnréttisráð telji þingsályktun- artillöguna mjög mikilvæga og taki heilshugar undir hana og greinargerðina sem henni fylgi. Flutningsmenn þingsályktun- artillögunnar eru Hjörleifur Guttormsson Alþýðubandaiagi, Kristín Einarsdóttir Kvennalista, Árni Gunnarsson Alþýðuflokki, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Borgaraflokki og Valgerður Sverrisdóttir Framsóknarflokki. -hmp Siglufjörður Ekkert svartsýnir -Nei, nei, við erum ekkert svartsýnir, Siglfirðingar, þó að við eigum auðvitað við okkar erf- iðleika að etja, eins og ýmsir þétt- býlisstaðir á landsbyggðinni. Og um horfumar framundan er ekki mikið hægt að segja á þessari stundu. Árangur þeirra stjórn- valdsaðgerða, sem boðaðar hafa verið, hefur náttúrlega enn ekki komið í ljós, en við væntum að sjálfsögðu hins besta, sagði ísak Olafsson, bæjarstjóri á Siglufirði. -En úr því þú spyrð um helstu framkvæmdir í bænum í sumar þá ber þar hæst lagningu varanlegs slitlags á götur. Þar var gert veru- legt átak og lagt á um 4,5 km. Má segja að vel miði í áttina með slík- ar framkvæmdir. Atvinnuástand hefur mátt heita alveg þokkalegt í sumar en aflatregða hefur þó valdið því að yfirvinna hefur minnkað. -mhg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.