Þjóðviljinn - 20.10.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.10.1988, Blaðsíða 1
Borgarstjórn Sorglegt skemmdarveric Borgarstjórnarmeirihlutinn œtlarað skera stórlega niðurframlög til dagvistarheimila semforeldrar og stofnanir reka. KristínÁ. Ólafsdóttir: Leikskólastefna íhaldsinsþvertá vilja og óskirforeldra. Viljum hœrri styrki til bœði leikskóla og dagheimila - Á borgarstjórnarfundi í dag verður harkalega tekist á um framtíð dagvistarstofnana í höf- uðborginni, sem foreldrar eða aðrir aðilar reka fyrir eigin reikning með rekstrarstyrk frá borgaryfirvöldum. Meirihluti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur lagt fram tillögu fyrir fund- inn í dag, sem felur í sér veru- legan niðurskurð á styrkjum til þessara dagvistarheimila. Hins vegar vilja Sjálfstæðismenn hækka rekstrarstyrki til leikskóla sem reknir eru af einkaaðilum. - Ég lít á þetta sem sorglegt skemmdarverk, ef samþykkt verður, bæði gagnvart þeim for- eldrum og öðrum aðilum sem hafa lagt mikið á sig til að leysa úr brýnum dagvistarvanda í borg- inni með stofnun heimila utan borgarkerfisins, og ekki síður gagnvart þeim sem hafa verið að undirbúa stofnun slíkra dagvist- arheimila, segir Kristín Á. Olafs- dóttir, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins. Allir borgarfulltrúar stjórnar- andstöðunnar hafa sameinast um tillögu sem lögð verður fram á borgarstjórnarfundinum í dag, þar sem lagt er til að rekstrar- styrkir verði verulega hækkaðir, bæði til dagyistar og leikskóla foreldra og einkaaðila. - Tillögur Sjálfstæðismanna eru alger tímaskekkja. Miðað við þær styrktarreglur sem gilda í dag, þýða þessar tillögur að styrkir til foreldrarekinna dag- vistarheimila verða skornir niður um rúmlega 2/3 og til fyrirtækja- og stofnanarekinria dagvistarhei- mila um rúmlega 1/3. Ég efast stórlega um að foreldrar ráði við að halda heimilunum áfram gangandi ef þessar tillögur verða samþykktar, sagði Kristín. Hún segir að með þessum til- lögum sé vegið að þeim foreldr- um sem hafa lagt ómælda vinnu á sig og fyrirhöfn til að leysa brýn- an vanda í dagvistarmálum með Sjónvarpið Scala Óperusýningar ííslenska sjónvarpinu Óperuunnendur geta fagnað, því innkaupa- og markaðsdeild Sjónvarpsins hefur gert sam- komulag við söludeild ítalska sjónvarpsins, RAI, um kaup á þremur nýjum upptökum árlega í fimm ár frá hinni heimsfrægu La Scala óperu í Mflanó. Fyrstu verkin eru: Don Gio- vanni eftir Mozart, I'due Toscani eftir Verdi og I'Elisér d'amor eftir Donizetti, öll flutt á leikár- inu 1987-1988, en hver upptaka er af uppfærslu yfirstandandi árs eða nýliðins leikárs. Fyrsta sýn- ingin sem fyrirhuguð er í íslenska Sjónvarpinu, Don Giovanni, verður á nýársdag 1989. -mhg. eigin frumkvæði. - Sú leikskóla- innleiða hér í höfuðborginni, er í stefna sem íhaldið er að reyna að hróplegu ósamræmi við bæði vilja og þarfir borgarbúa sem bíða hundruðum saman eftir al- vöru úrlausn í dagvistarmálum, sagði Kristín Á. Ólafsdóttir. -Ig. IIIM K^ Sjávarútvegur Þjoðin a ipti Óskar Vigfússon: Hlutaskipti ráði í góðœri og hallœri Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands segir að sjómennskan eigi undir högg að sækja í dag og að sjómanns- starfið sé ekki lengur jafn vinsælt meðal ungra manna og það var hér á árum áður. Hann segir einnig að setja eigi þjóðina á hlutaskipti þannig að þegar vel gangi sé góðærinu skipt og þegar illa ári verði allir að taka sinn skerf af versnandi þjóðarhag en ekki bara sjómenn eins og nú. Smábátaeigendur á Bakkafirði geta stundum ekki farið á sjóinn vegna hálku og sumir eru hætt komnir í okurfaðmi kaupleigu- fyrirtækja vegna slæmrar afkomu í ár. Þetta og margt fleira í 16 síðna sjávarútvegsblaði sem fylgir Þjóðviljanum í dag. Guðmundur „Stalín" Sigurjóns- son, tækjamaður í Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað, með tvær feitar og fallegar síldar, en síldar- vertíð eystra er nú komin í f ullan gang og er saltað og f ryst daga og nætur í öllum fjörðum. Mynd: -H.B./Neskaupstað. Fasteignir Ibúðaverð fer lækkandi GuðmundurGylfi Guðmundsson: Mér sýnistfasteignaverð hafa lœkkað um5%fráþvíívor. GunnarGunnarsson: Við höfum ákveðið aðfresta 2. áfanga uppbyggingarinnar á Völundarlóðinni „Mér sýnist að raunverð fast- eigna hafi lækkað um allt að 5% frá því í vor. Það er ljóst að sam- dráttur hefur orðið síðan í fyrra í sölu íbúðarhúsnæðis en þá var líka algert metár," sagði Guð- mundur Gylfi Guðmundsson hjá Fasteignamati ríkisins. Ekki vildi hann nefna neinar tölur í þessu sambandi og benti á að þótt fast- eignarsalar væru skyldugir til að skila mánaðarlega inn kaupsamningum, væri mikill mis- brestur á því. Fasteignasalar sem Þjóðviljinn ræddi við í gær voru á einu máli um að meira framboð væri af íbúðarhúsnæði nú en oft áður og ástand í þjóðfélaginu almennt hefði dregið úr sölu fasteigna. Að sögn Davíðs Sigurðssonar hjá Fasteignaþjónustunni hefur að- eins lifnað yfir markaðnum síð- ustu dagana. „Við höfum ákveðið að bíða með að setja í gang vinnu við ann- an áfanga á Völundarlóðinni, þótt sala á íbúðum í fyrsta áfanga verksins hafi gengið þokkalega, miðað við ástandið á markaðn- um, teljum við rétt að doka við og sjá hvað setur," sagði Gunnar Gunnarsson hjá Steintaki. En Steintak hafði áætlað að reisa um 100 íbúðir á Völundarhúsalóð- inni við Skúlagötu. „Við höfum þegar selt þriðj- ung af þeim 49 fbúðum sem til- búnar verða í byrjun árs árið 1990. Það er ekki því að neita að við höfðum vonast til að það gengi betur. Við hefðum þurft að vera þremur mánuðum fyrr á ferðinni með að koma þessu í sölu," sagði Gunnar. Hagvirki auglýsir nú til sölu lóðir undir raöhús á Seltjarnar- nesi. Að sögn Þorleifs Guð- mundssonar hjá Eignamiðlun- inni, sem er með þessar lóðir til sölu, hefur salan gengið þokka- lega. Hann sagði að þeir hefðu einnig til sölu nýjar íbúðir vestur í bæ sem Hagvirki væri að byggja og hefði sala á þeim gengið sæmi- lega. „En allt tekur þetta sinn tíma," eins og hann orðaði það. Miðað við hljóðið í mönnum sem blaðið ræddi við í gær er ljóst að sá tími sem þarf til að selja íbúðir lengist orðið stöðugt. -sg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.